Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 4
E lliheimilið er skeljasandsveggirnir eiga vel við umhverfið, grænan garðinn með háum, gróðurríkum trjánum og marglitu blómabeðun- um meðfram gangstígunum, sem liggja um garðinn hér og þar. Undir hliðum hússins standa snotrir hvílubekkir. Þar sem trén voru há og skuggsæl við fagran blómarunna stóð hvítur bekkur, en á honum sátu tveir gamlir menn. Þetta var nærri hádegi, sólin var heit og björt. Hún stráði geislum sínum yfir bjartar laufkrónur trjánna, en litiir sum- arfuglar léku lög sín í djúpum fögnuði yfir sól og sumri. Gömlu mennirnir sátu sinn á hvorum enda bekkjarins. Það var langt bil á milli þeirra. Hann var mátulega langur til þess að þeir gætu gotið hornauga hvor til annars, án þess að nokkuð bæri á, og gert nákvæmar aithuganir hvor á öðr- um. Ojá, þetta var víst þessi nýkomni hælisfélagi þeirra, Tómas Andrés var hann víst kallaður. S ölvi gamli ræskti sig, en svo hét annar gamli maður- inn, er þarna sat. Hann tók upp neftóbaksdósirnar sínar og fékk sér óspart í nefið. Þessi Andrés var víst fínn maður, í bláu vesti og með breiða gullfesti. Sterkur rakspíri ilm- aði út í morgunsárið og rautt bindi með stórri nælu gaf til kynna að maðurinn væri þó afar skrautgjarn, að minnsta kosti. Jæja, Sölvi gamli smellti lokinu á tóbaksdósinni aftur og deplaði augunum út í sólarljósið. Hann var búinn að vera vistmaður á hælinu í 12 ár. Hann leit niður á skóna sína. Þeir voru lélegir og illa troðnir og óburstaðir. Honum var sama um allt tildur og prjál. Menn bursta skóna sína og greiða sér og bera í hár sitt, svo framarlega að nokkuð sé eftir, svo lengi sem þeir iifa. Tómas Andrés leit hornauga yfir á enda bekkjarins til gamla mannsins, sem sat þar og veitti honum nákvæma eftirtekt. Ef menn vilja ekki hirða sig og klæða sig snyrti- lega, þá eru þeir líka hættir að vilja lifa, hugsaði hann og leit niður á velburstaða skóna sína, Sumt fólk er alltaf að eilífu dekri við Iíkama sinn. Það nostrar sig og snurfusa-r og hengir á sig alls konar hégóma og skran. Sölvi gamli dæsti. Hann horfði niður á gömlu slitnu fötin sín og bar þau saman við fínu fötin, sem Tómas Andrés bar eins og ekkert væri eðlilegra. Þeir geta það, hugsaði hann. En eru þeir þá ánægðari? Og skipti það svo miklu máli hvort eð var? Dagamir tíndust burtu eins og visin blöð, og ævin hún var hvort sem var bráðum búin. Maður þurfti svo sem ekki að bíða upppuntað- ur eftir endalokunum. Þau mundu áreiðanlega ekki svíkjast um að koma og tína utan af manni grobbið og glansinn, (jr óður morgunverður, falleg föt og góð músík, er þó nokkuð sem maður er skyldugur að bera virðingu fyrir. Tómas Andrés strauk hæruhvítt skegg sitt með velsnyrtum höndum. Þeir ættu að skaffa þeim föt og allt sem þá vantar hér á hælinu, ef þeir geta ekki veitt sér það sjálfir. Þeir eiga það skilið, hugsaði hann. Og hann leit á slitin föt Sölva gamla með samúð og skilningi. Ævin hún var ekki búin ennþá. Hún var eins og landslag, sem enn geymdi eitthvað hulið og ferskt bak við hæsta tindinn. Þegar maður var orðinn gamall, var því líkast að maður væri staddur á kveðjuhátíð, blandaðri sársauka og trega. Eitthvert hlé, eins og aftangolan andi við opinn glugga. Og það verði látið fallegt, óskiljanlegt boðsbréf í gluggakistuna. Ojæja, á meðan augun sjá sól og holdið finnur yl hennar. Á meðan ilmur jarð- arinnar berst í rökum blænum að vitum okkar, þá eigum við lífið og skulum tnjóta þess. T ómas Andrés laut höfði. Hann horfði yfir rósarunna í djúpri þögn, fullur lotningar. - „Góðan daginn". Það var Heiða Laxdal, litla fallega stofustúlkan á annarri hæð, sem kom. Hún trítlaði yfir hvítan sandinn í garðshorninu í stuttum, hvitum kjól með sólbrennda fætur og hlammaði sér niður á bekkinn á milli gömlu mannanna, hlæjandi út að eyrum. „En hvað veðrið er dásamlegt“, sagði hún. „Já, veðrið er fagurt. Það er eins og lítil, falleg stúlka með sólbrennt andlit horfi upp úr hverjum blómknappi hér við gangstíginn. Ég sé, að sumarið hefur ást á þér og það hafa guðirnir líka“, mælti Andrés og hló. „Hvernig veiztu það“? mælti unga stúlkan spyrjandi. „Ég, sem er með svo hræðilegt líkþorn á vinstra fæti“. Og unga stúlkan sparkaði af sér skónum og gretti sig. „Já, en líkþom eru áunnin afleiðing eftir fallega, þrönga skó og háa hæla. Þau eru eins og ellin eftir bjarta og gleðiríka daga. En þau geta átt sina töfra, ef þa-u eru á fallegum fótum,“ mælti Andrés. „Ónei, ekki líkþorn, drottinn minn dýri. Þau eru svo hræðileg", anzaði Heiða, „Þú hlýtur að vera í góðu skapi fyrst þú talar svona“. S ölvi gamli lagði við eyra og hlustaði. Ekki gat hann hlegið að svona kjaft- seði. Þessi Heiða var víst áreiðanlega mesta skjáta. Já, áreiðanlega. Fyrir svona viku hafði hann horft á hana læðast bak við bílskúrinn með stráknum í þvotta- húsinu. Þar hafði hún látið hann kyssa sig. Hélt hún kannski að hann vissi það ekki. „Ég er alltaf í góðu skapi“, mælti Andrés. „Ég hef ásett mér að vera það. Síðan ég varð gamall hef ég tíma til að njóta augnablikanna, en þegar ég var ungur, leið tíminn svo fljótt. Ég fylgist nú með því, sem er að gerast í ríkum mæli. Eg læt mig ekki missa af því að vera áhorfandi, því máttu trúa. Ég hef tekdð eftir því, að á morgnana er söngur litlu fuglanna öðruvísi en þegar líður á daginn. Á morgnana er söngur þeirra fullur af þrá, en á kvöldin er hann fullur af þakk- læti og gleði. Hefur þú ekki veitt því eftirtekt?“ „O, ég er ekki dýrafræðingur", anzaði Heiða, „en ég sá stóran rósóttan kött niðri við hliðið áðan; ég var hrædd við hann, þvi mér fannst hann skrýtinn og illilegur, þegar hann leit á mig. Hefur þú séð hann?“ „Já, það er nú líkast til, góða mín. Við erum miklir vinir. Ég get sagt þér, að hann kemur hingað á hverjum degi“, mælti Tómas Andrés. „Hann á nefnilega litla, fallega svarta kisu fyrir unnustu. Hún hleypur hér um í garðinum á kvöld- in, hún er mikið ástfangin af honum. Hún gerir margt til að vinna hylli hans, og hugmyndaflug hennar er alveg sérstakt. Hún á ótal ráð til að gera sig fallega, get ég sagt þér. Já, dýr geta verið ástfangin, og þau geta verið hrygg og fundið til alveg eins og mennirnir. Ég átti einu sinni hund, og ég sá hann gráta. Það kom. fyrir að ég strauk tár úr augum hans. Tár sem voru sprottin af eftirtektarleysi mínu og klaufaskap gagnvart honum. Jú, jú, þú mátt trúa því, að dýr geta elskað og auðsýnt eftirtektarverðan kærleika“, mælti Tómas Andrés. „Það held ég að sé skrýtin ást“, anzaði Heiða. „Já, það getur vel verið að þér finnist það. Ast er það nú samt. Sólin hefur sett brúnar perlur á nefið á þér, af því að hún vill láta elska þig. En litla, svarta kisa ber ekki sínar perlur utan á sér. Hún dylur þær í dökku og mjúku skinnmu sínu. Já, það er svo margt, sem verður að dyljast. Og þú veizt það, að í raun og veru er það bezta í sálum okkar dulið. Oft langar okkux til að sýna einlægni, en við treystum ekki öðrum til að skilja okkur. Þess vegna erum við du-1 og inni- lokuð, en svona er það nú samt. Það er ekki hægt að dást að fegurð, nema við fáum að horfa á hana og kynnast henni. Ef einhver segir þér að augu þín séu falleg, þá hefur hann líka fengið að kynn- ast þeirri hugsun, sem gerir augu þín fögur. Skilur þú það? Þetta er ekkert ljótt, þó ég segi þetta. Það er bara sannleiki.“ En unga stúlkan, Heiða Laxdal, laut höfði. Hún seildist með tánni eftir Skónum sínum, sem oltið hafði spottakorn út á mölina. Litlum, hvitum skó með ljósrauðu bandi. En Tómas Andrés var fyrri til að ná honum. Hann var dálítið stirður, er hann stóð upp, en hann tók skóinn og setti hann upp á fót ungu stúlkunnar. Svo brosti hann rólegu, hlýju brosi. „Ég taldi mig herra, hér einu sinni. Þá lék maður svona senur. Og ég held að ég mundi alltaf hafa gaman af því að vera svona stimamjúkur við kvenfólkið s Framhald á bls. 14 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. júni 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.