Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 6
Steinar Sigurjónsson: Um þjóðþrif Hann Víst stafa af þessum skáldum, eins og þú segir, hin mestu þrif, skyn- semin örugg eftir því, eins og sannast á því sem rsett var, raunar harla fáu, en lýtalausu það sem það var, enda hefur hin skýra hugs- un ávallt á sér gát og fyllstu þrif, þegir fremur en fara heitu tali um það sem ekki er á rökum reist, enda hefur enginn maður heyrt þá nota orð sem þeir ekki áttu að nota, ekki eitt. Hún Já, víst eru þeir menn fyrir sínu. Hann Ég bið þig um eitt öllu fremur: Leiddu ekki framar slík þrif að borði mínu! Hún Hvað! Heilbrigða andans menn? Hann Mér býður við andlegu heilbrigði! Blekking ... í>ví þú gerðir þér bjartar hugmyndir í æsku þegar þú enn ekki renndir grun í hve heimslánið er valt, áður en dag einn að þú lagð- ir allt geð þitt við að halda þér við hrekklaust hjal af ótta við sjálfan þig og heiminn Þú ímyndaðir þér jafnvel að einhver vegleg gánga hlyti að liggja fram, að eitthvað byggi á bak við þessa löngu vitleysu og hugsaðir um tilgáng mannsins á jörðinni. Ekki þurfti annað til en að þú virtir fyrir þér stóra hönd föður þíns að þú öðlaðist þessa trú. Þú fórst að hugsa þér að maðurinn fengi að einhverju ráðið sjálfum sér, jafhvel að hann gæfi lífinu stefnu. Hvílíkur ljómi! En dag einn komst þú að þeirri sáru raun að það er ekki ýkja hátt til rjáfurs í heimi mannsins, að samfélagið er blint og gírugt, að lífið er knúið fram af blindri fíkn, að maðurinn er svo takmarkaður að hann skiiur ekki hvað er að gerast hverju sinni og gerir örþrifa- ráðstafanir fyrir hverja líðandi stund, að hann er hræddur og gerir hvem dag það sem hann gerir til að friða sjálfan sig. og borgimar verða til af ótta, löngu eftir að þær byggjast! Enginn verður annað en æta þessa blinda uppátækis, er við köll- um ýmsum tyllinöfnum, þjóðfélagslíf, samfélag, sem em lítið annað en innantóm nöfn, og sviplega finnum við að við stöndum nötrandi og ber á gráu sviðinu, þjóð, einstaklíngar, kveinandi, gráðugir, getum böm, hlæj- um eina stund og deyjum. Dæmið leysist alltaf upp á þennan hátt, vesældin steypist yfir okkur áður en komið er fram á miðjan dag, viðurstyggð sem við mundum blygðast okkar meira fyrir en nokkm tali tæki ef við væmm betur settir, ef við værum ekki blánkir og aumkunarverðir. Því óhamíngjan virðist ekki spretta af öðru en æðm um ónógt líf á vitfirrtri lífsgöngu, þokuvíngli, voli hjartans sem finnur til með sjálfu sér og grætur. Maðurinn Þú örvæntir í harðri baráttu, æðar þrýstu eitri í merg, limir risu stífir af grimmd gegn hitamóðum blóðsins, landamæri færðust til og frá og slitnuðu með harki. 'Sigurvegarinn greyfðist móður í rjúki sprúnginna hjartna, tiginn, þá fyrst, og féll, blindur, saklaus, sem skepna. UM NORÐURLJÓS Framhald af bls. 5 mín er í þessari móld. Þegar til lengdar léti, held ég, að ég gæti ekki ort annars staðar en hér. Hér er ég í tengslum við fjarlæga staði og horína tíma. t>eg- ar ég horfði út á myrka víðáttu hafs- ins frá bernskuheimili mínu, hafði ég á tilfinningunni, að andi guðs svifi yfir vötnunum, eins og á morgni sköpunar- innar. Og í þjóðsögnum okkar gerð- ust ýmsir atburðir Gamla testamentis- ins hér í grennd, þar sem við þekkt- um til. Ég hef sagt frá þessu í kafl- anum „Vád Hjemstavn“ í sagnasaíninu „Gamaliels Besættelse". Það var uppi á Högareyn, sem Adam sat og gaf dýr- unum nöfn. Ofar gnæfði Kirkjubæjar- fjall, þar sem Kain og Abel færðu fórn- ir sínar, og þar strandaði einnig Orkin hans Nóa, og þangað sótti Móses tötl- urnar með boðorðunum. Þegar ég var drengur, sá ég sjálfur leifarnar af hinum brotnu töflum. Þær liggja þar enn. Hérna uppi á fjallinu var líka aldin- garðurinn Eden í upphafi vega. Nokkr- ir burknar og einiberjarunnar lifðu af eyðilegginguna í syndafallinu og sömu- leiðis syndaflóðið, og þeir vaxa á Kirkjubæjarfjalli enn þann dag í dag. Fólk staðfærir oft stórviðburði, sem hafa haft djúp áhrif á það. Eitthvað svipað þessu hefur einnig gerzt í Döl- unum í Svíþjóð. eins og lesa má um í kvæðum Karls Axels Karlfeldts. Æskuárin. — Ert þú skyldur hinum nýskipaða formanni danska útvarpsráðsins, Knud Heinesen? — Já, hann er einum ættlið yngri en ég, en faðir hans, Heine S. Heinesen yfirkennari, og ég erum af sömu kyn- slóð, og hann er ættaður frá Bæ á Vog- ey, eins og ég. — Hvenær komst þú fyrst til Kaup- mannahafnar? — Þegar ég var sextán ára. Steig á land við Toldboden. Borðaði rjómaís- köku í fyrsta skipti á veitingahúsi á Esplanaden. Mér fannst, að trén hlytu að vera stærðeflis skógur. Síðar sá ég reglulega skóga á Norður-Sjálandi og kringum Sorö. Hér í Færeyjum hefur nú í mörg ár verið hægt að fá ískök- ur, en það er enn heldur bágt um skóg- inn. Jæja, í Kaupmannahöfn settist ég í verzlunarskóla, Kaupmannaskólann, en var meira gefinn fyrir að líta í kringum mig í borginni, svo að ég hætti í skól- anum og gerðist nemi í blaðamennsku við Ringsted Folketidende. — Um hvað skrifaðirðu þar? — Ég skrifaði frásagnir af uppboðum og úrdrætti úr háskólafyrirlestrum, það siðarnefnda aðallega frá Antvorskov. En blaðamannsferillinn varð ekki lang- ur heldur. Ég orti ljóð, og með hjálp Ottos Gelsteds tókst mér að koma út Ijóðasafni nokkrum árum síðar. Kom svo aftur heim til Þórshafnar og hóf starf sem skrifstofumaður í verzlunar- fyrirtæki föður míns. Þess utan skrif- aði ég og málaði öðru hvoru. Færeyjar og trúmálin. — Eru þessir sérstæðu persónuleikar, sem við kynnumst í skáldsögum þínum og smásögum, til ennþá? — Nei, þeir eru allir horfnir. En ég álít, að Færeyingar muni enn um lang- an aldur varðveita ýmislegt, sem er sérkennilegt og einkennandi fyrir þá, svarar William Heinesen af sannfær- ingu. — Er færeyska þjóðin trúhneigð? — f ríkum mæli. Hafið, náttúran, lífshættan og afskekkt búseta, allt örv- ar þetta trúhneigðina. En hér er einnig nokkuð um sértrúarflokka. — Sumt í skáldskap þínum ber þeim hugsunarhætti vitni, að heimurinn allur sé gegnsýrður móðurkærleika. — Ég vona, að hann sé sigursælt afl. Án trúarinnar verður mannlegt líf sjúkt. Hræðilegt leikrit. — Bækur þínar hafa verið þýddar á mörg tungumál. — Ég hef ekki yfir neinu að kvarta í því efni — ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð, England, Tékkóslóvakía, ítalía. Salan hefur þó ekki verið yfirþyrm- andi. — Hefur þú aldrei samið leikrit? — Jú, hræðilegt leikrit á árunum milli 1930 og 40, sem Halldór Kiljan Laxness þýddi á íslenzku. Það var svið- sett í Reykjavík. Verkið er sambland af Strindberg og Erik Bögh. Öll vanda- málin enda í einni hroðalegri skriðu. Þetta er sennilega það versta, sem ég hef skrifað. — Hvernig finnst þér andinn vera i garð Dana hér syðra? — Mjög vinsamlegur. Mér finnst hann verða hlýlegri með hverju árinu. Það ríkir orðið meiri skilningur milli þjóð- anna. f fyrra fór ég í langa fyrirlestra- ferð um Danmörk, þegar ég var „nor- rænn rithöfundur mánaðarins“. Leiðin lá m. a. lengst norður í Vendsyssel og vestur til Thisted í Thy. Það var ein- staklega ánægjuleg ferð. Hún var skiöu- lögð af Norræna félaginu. Ég fékk tækifæri til að skoða Jótland þvert og endilangt, og kynnast fólki. Aðeins númer. — Að lokum — fer manneskjan versn- andi eða batnandi? — Ég hef aldrei verið neinn spámað- ur. Allir menn hafa aldrei verið góðir, en eftir því sem okkur fjölgar, eftir þvi sem vélmenning samfélagsbáknsins verður flóknari, þeim mun meiri er hættan á því að manneskjan verði ekki annað en númer, algjörlega lífvana fyr- irbrigði. Það er varla með öllu ókunn- ugt, að þróunin nú á tímum miðar að persónusviptingu mannsins. Tölvan er vafalaust mikilsvert hjálpartæki í lífi nútímans. En hún fær forskrift sína frá manninum. Maðurinn e<r enn herra tækninnar. Ef vélin verður herra mannsins, hlýtur illa að fara. Lise Heinesen er búin að leggja á borðið. Áður en við setjumst að snæð- ingi, lít ég út í storminn og myrkrið, tek mér nýjasta kvæðasafn Williams Heinesens í hönd, „Hymne og Harm- sang“, fletti bókinni af handahófi og les: Jeg ved et land hvor vinterdagen over havet er som skumringen mellem gamle grave. Udenfor jager vinterstærenes aftenkáde flokke. Fðrene gár til hvile pá fjeldet med dug og nordlys i pelsen. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.