Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 10
AMERIKU-FARGANIÐ Sumarið 1887 söfnuðust 300 vesturfarar saman á Borðeyri, en þangað hafði þeim verið stefnt. Skipkoman dróst í sjö vikur og allan fímann beið fólkið á Borðeyri, húsnœðislaust og mafarlítið islendingar í Ontario í Kanada, á leið til Nýja íslands. inn. — Málalok urðu þau, að næsta sumar úrskurðaði landshöfðingi að gengið skyldi að veði Allan-félagsins hjá Privatbanken og farþegunum frá Borðeyri greiddar alls kr. 9090,00 skaðabætur fyrir biðina þar. N ú víkur sögunni að öðru efni. Árið 1873 flaemdist Jón Ólafsson rit- stjóri af landi burt. Hann hafði þá verið ritstjóri Göngu-Hrólfs, en verið svo tannhvass í garð landshöfðingj a, að landshöfðingi stefndi honum þremur stefnum, og féllu dómar í undirrétti á þann veg, að í einu málinu var Jón dæmdur í 200 rdl. sekt til ríkissjóðs, í öðru málinu í sex mánaða einfalt fang- elsi og hinu þriðja í ársfangelsi. Leizt honum þá ekki á blikuna og flýði land og fór til Vesturheims. Hann komst þar fljótt í kynni við ýmsa íslendinga, sem voru óánægðir með hlutskipti sitt. Þeir kunnu ekkert til akuryrkju og ekki þau vinnubrögð sem þar tíðkuðust. Þeim þótti landið víða hrjóstrugt og erfitt þar sem þeim var vísað á dvalarstaði, en þó tók veðr- áttan út yfir, helfrost á vetrum en ofsahiti á sumrum. Vildu margir kom- ast burt og þangað er land vaeri betur við sitt hæfL Þá benti einhver Jóni á Alaska. Þetta mikla og gagnauðuga land höfðu Banda- rikin keypt af Rússum 1867 fyrir 7 milljónir og 200 þúsundir dollara í gulli. En landið var enn með sömu merkjum og þá er það var keypt. Þangað höfðu engir hvítir landnemar farið og þar bjuggu ekki aðrir en frum- byggjarnir, nokkrir Indíána.r og Eski- móar. Þarna var veðrátta við hæfi íslendinga og þarna var nógur veiði- skápur. Jóni leizt vel á tillöguna. Hann kall- aðí fslendinga í Wisconsin saman á fund til að ræða málið við þá, og að tillögu hans var þar kosin þriggja manna nefnd er fara skyldi til Alaska og athuga staðhætti og landkosti þar. Var það hugmynd Jóns ef allt væri eins og sögur fóru af, að allir Is- lendingar vestan hafs skyldi flytjast þangað og stofna þar sjálfstjórnar-ný- lendu, í von um að aðrir vesturfarar kæmu á eftir. Virðist svo sem Banda- ríkjastjórn hafi verið hugmyndinni hlynnt. Jón var auðvitað kosinn formaður nefndarinnar og með honum þeir Ölaf- ur Ólafsson frá Espihóli og Páll Björns- son. Fundarmenn sendu bænarskrá til forseta Bandaríkjanna, sem þá var Grant, og báðu hann að styrkja þá til fararinnar. Brást forsetinn svo vel við þeirri málaleitan, að hann setti her- skip undir þá og með því fóru þeir norður til Alaska og leizt þar heldur vel á sig, einkum á Kodiak-ey, en um hana sögðu þeir: „Það er sannfæring vor, að Kodiak sé betur lagað fyrir fslendinga en nokkurt annað land, er vér þekkjum, á jörðinni". Að förinni lokinni ritaði Jón bækl- ing, sem nefnist Alaska. Er þar fyrst lýsing á landinu, þá skýrsla þeirra félaga, og seinast talar höf. um hvers vegna íslendingar ætti að nema Alaska, „Kanada hefir þá annmarka, er sumpart gera það alveg óaðgengilegt fyrir ís- lendinga", segir hann, og Bandaríkj- unum finnur hann ýmislegt til foráttu. „Öll þau landþláss í Bandarikjunum og Kanada, sem hafa til mála komið (að Alaska undan skildu), eru svo löguð að akuryrkjan er aðal atvinnu- vegurinn, og verða því fullorðnir menn að heiman að læra hér allt að nýju sem börn, er til verka heyrir. Alaska eitt veitir færi á að stunda sömu atvinnu sem heima. f engu þessara landplássa, nema Alaska, er veiðiskapur svo mik- ill að nýkomandi geti við það lifað í fyrstu. En í Alaska er hverjum auð- gefið að lifa, þótt hann stigi þar fæti á land allslaus af öllu öðru, ef hann hefir skotfæri og færi og öngul, öxi og tálguhníf með sér“. Þeim, sem eru á móti útflutningi, svar- ar hann þessum orðum: „Ef íslendingar geta flutt til þess lands, þar sem þeir og niðjar þeirra um ókomnar aldir geta haldið tungu og þjóðerni, myndað frjálst íslenzkt þjóðveldi, svo að þeir missi einskis annars í við að fyrirláta fósturjörð sína, en að leggja af sér hlekki fornrar ánauðar, — ef útfluttir íslendingar geta endurreist þjóðveldi íslands í nýrri og betri mynd í fram- andi og nýju landi, er með tímanum gæti orðið, sakir landrýmis og jarðgæða, aðalaðsetur íslenzks þjóðernis í heim- inum — eins og óneitanlega má verða í Alaska — hvaða ástæðu munduð þér þá færa móti útflutningi fólks til slíks lands, þér miklu þjóðernis og frelsis vinir? Hvers er þá í misst? segi ég. Jú, nokkurs er í misst, segið þér, en þér sjáið ekki gegnum glámskyggnis gler- augu yðar hvað það er. Ég skal segja ykkur það, dúfurnar minar. Það er danskan og konungsvaldið! Það eru hlekkirnir, sem rakkinn er orðinn svo vanur að bera, að hann kann ekki við sig án þeirra. Þessi eru þau súrdeig, sem hafa gegnsýrt yðar íslenzku sálir, og gert þær að illa dönskum súrmjólk- ursálum, svo að allt sem þér vitið og skynjið er danskt. Og þá má nærri geta hvílíkir garpar frelsisins þér séuð, þar sem þér hafið lært að elska frelsið af þeirri þjóð, sem aldrei þekkti frelsi og aldrei vissi hvað það var, því Danir hafa ávallt verið þrælar í anda". Síðan minnist hann á framtíð hins nýja landnáms og segir: „Ef íslendingar næmu nú land í Alaska, segjum 10 þús- undir á 15 árum, og fjöldi þeirra tvö- faldaðist þar t..d. á hverjum 25 árum, sem vel mætti verða og ugglaust yrði í svo hagfelldu landi, þá væri þeir eftir 3—4 aldir orðnir 100 milljónir, og mundu þá þekja allt meginlandið frá Hudsonflóa til Kyrrahafs; þeir gæti geymt tungu sína, aukið hana og auðg- að af hennar eigin óþrjótandi rótum, og hver veit, ef til vill sem erfingjar hins mikla lands fyrir sunnan, smátt og smátt útbreitt hana með sér yfir þessa álfu og endurfætt hina afskræmdu ensku tungu.“. Svo sér hann þá í anda nota hina miklu skóga Alaska til skipasmíða og gerast einhver mesta siglingaþjóð í heimi og ná undir sig allri verzlun við Kyrrahafið. essi var hinn nv'kli framtíðar- draumur Jóns Ólafssonar. Þetta var hinn nýi íslendingabragur hans, her- hvöt til íslendinga að hrista af sér ok Dana og leggja að nýju undir sig ónumið land og gerast þar mikil og frjáls þjóð. En þessi draumur rættist ekki. Ein- hvern veginn fóru fyrirætlanir hans út um þúfur, hvort heldur hefir verið vegna þess, að Bandaríkjastjórn hefir verið treg til að leggja fram nóg fé til að framkvæma fyrirætlanirnar, eða þá að staðið hefir á löndum, þeim óað við að hrekjast lengra og fara norður í óbyggðirnar, nema hvort tveggja hafi verið. Og svo kom Jón heim til fslands aftur árið eftir og gerðist síðan starfs- maður í útflytjendaskrifstofu Sigfúsar Eymundssonar. E nginn skyldi lá þeim, sem vestur fóru til þess að leita sér betri afkomu og reyna að tryggja börnum sínum og afkomendum betri framtíð en þá, sem um þær mundir virtist liggja fyrir þeim hér á landi. En enginn getur neitað því, að ýmsir svartir blettir voi-u á Út- flutningsmálinu. Með gullnum loforð- um, sem aldrei voru efnd, var fólk hreint og beint tælt til þess að fara vestur. Ýmsir struku héðan og skildu eftir konur og börn í greinarleysi. Og sögur gengu um það, að sveitarstjórn- ir hefði fundið upp á þvi snjallræði að losa sig við sveitarþyngsli með því að greiða fargjöld vestur fyrir öreiga-fjöl- -skyldur, og látið sér á sama standa hvað um þær yrði þegar vestur kæmi. Vesturheimsþráin varð faraldur hér á landi, og þótt færri kæmust en vildu ollu Vesturheimsferðirnar fólksfækkun á landinu, eins og sjá má á eftirfar- andi tölum um mannfjölda samkvæmt manntali presta: Ár Mannfjöldi á öllu landinu 1881 voru í landinu 72.453 sálir 1882 — - — 71.175 — 1883 — - — 69.772 — 1884 — - — 70.513 — Nú er þess að gæta, að í Sunnlend- ingafjórðungi hafði kveðið mjög iítdð að Vesturheimsferðum, og þar hafði fólki fjölgað nokkurn veginn eðlilega á þess- um árum. En í öllum hinum landsfjórð- ungunum hafði orðið mikil fækkun og varð þó enn meiri er fram í sótti. Lá þá við borð að heilar sveitir legðist í auðn. Árið 1888 var t. d. svo komið í Arnarstapaumboði á Snæfellsnesi, að þar hafði fjöldi jarða verið yfirgefinn og fengust þær ekki byggðar aftur. Og þá buðu yfirvöldin að hver sem vildi gæti fengið þar jarðnæði leigulaust í 5 ár. Stöðug skæðadrífa bréfa kom frá Vesturförum og langflest bréfin voru áróður til manna hér um að flytjast vestur. Útflutningsstjórarnir lágu held- ur ekki á liði sínu. Og það er mann- iegur veikleiki að trúa helzt því, sem þeir vilja að satt sé, því sem gefur tyllivonir. Blöðin hér létu þetta lengi afskiptalaust, en svo var hafin sann- kölluð herferð af löndum vestra. Þeir tóku að nokkru leytá upp hugmynd Jóns Ólafssonar, ekki þó um Alaskai, heldur að fá alla íslendinga til þess að flytjast vestur um haf til Kanada. íslenzkt blað hafði verið stofnað vestra, ssm Leifur hét, og átti auðvitað í miklu basli. En árið 1884 tók Kanada- stjórn það upp á sína sterku arma, samdi um að kaupa af því 2000 eintök fullu verði, en þau skyldi send til Islands og dreift þar ókeypis til þess að spana menn til vesturferða. Og blaðið var þá heldur ekki myrkt i máli. Það sagði að þessi ókeypis eintök hefði verið send til útbýtingar „öllum hinum þjóð- hollustu og mestu föðurlandsvinum, með áskorun um að þeir ljái sitt lið til að flytja hverja lifandi sál af landi burt og lofa íslandi að standa auðu og tómu í nokkra tugi ára“ o. s. frv. Og svo var stofnað „lslendingafélag“ í Winnipeg og var á stofnfundinum samþykkt m. a. að rita yfirstjórn Kan- adaveldis bænarskrá um að kosta tvo menn til Norðurálfunnar og íslands, til þess að reyna fyrir sér á Englandi og öðrum löndum Norðurálfu, að koma þar á félögum til að bjarga bágstöddu fólki á íslandi að komast burt þaðan til Vesturheims, með því að nú sé „út- lit fyrir hungur og jafnvel mannfelli" á Norðurlandi. Ef yfirstjórn Kanada skyldi daufheyrast við þessu, átti að reyna við stjórn Manitoba. — Þessir menn, sem fundinn sátu, voru svo stór- huga, að þeir ætluðu sér að flytja alla íslendinga til Vesturheims, og vegna þess að þeim yrði þá ekkert úr búslóð sinni og kvikfénaði, ef allir færu, þá skyldi allur búpeningur þeirra og lausa- fé flutt msð þeim til Kanada. E ins og áður getur var hér í landi talsverð gremja út af hinum skefjalausa áróðri, sem rekinn var fyrir Vestur- ferðum, en nú kastaði tólfunum. Menn höfðu hent góðlátlegt gaman að því, að Jón Ólafsson hugðist stofna íslenzka sjálfstjórnarnýlendu í Alaska, því að þar var aðedns talað um að þangað flyttust þeir íslendingar, sem komnir 10 ÚESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.