Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 2
RAGNMLDUR — Heldurðu kannski að þú hafir verið skyggn sem barn? — Ég mun hafa verið skyggn eins ung og ég man eftir mér. En ég var dul og sagði kannski ekki mik- ið frá því, né heldur að ég gerði mér grein fyrir því, að þetta væri eitthvað óvenjulegt, eitthvað sem aðrir sæju ekki. — Varstu aldrei hrædd? — Meðan ég var barn að aldri man ég ekki eftir þvi, en á tímabilinu frá 15 til 17 ára varð ég stundum vör við óttatilfinningu, sérstaklega þegar ég sá ein- hvern, sem ég vissi að var ekki lifandi. — En þessi hæfileiki hefur kannski aukizt með aldrinum? — Já, það virðist mér. Ég ætlaði aldrei að verða miðill. Um tvítugsaldur gerði það fyrst vart við sig, að ég fór að falla í leiðslu. En ég barðist á móti því; mér fannst allt svífa og ég sjálf líka. — Manstu eftir því að þú værir myrkfælin? —- Já, ég var það á einhverju tímabili unglings- áranna. Kannski ekki beinlínis myrkfælin; það kom yfir mig þesskonar uggur jafnt á björtum degi. Pabbi var smiður og smíðaði líkkistur. Ég var minnt á það nýlega, að eitt sinn hafði ég sagt við hann: „Pabbi, áttu kvenlíkkistu?“ Jú, hann átti það og innti mig eftir hvað ég meinti. Ég nefndi ákveðinn bæ; þó hafði ég aldrei komið þangað. Móðir bóndans þar var orðin fjörgömul kona og faðir minn sagði: „Jæja, blessuð gamla konan, ætli hún sé nú farin?“ „Nei, nei,“ svaraði ég, „þetta er kona á miðjum aldri.“ Og rétt í því kom bóndinn af bænum til að falast eftir líkkistu. Konan hans hafð: dáið snögglega en gamla konan var lifandi. Ég var 15 ára gömul þegar þetta var. — Færðu vitneskju um það fyrirfram, þegar ein- hver deyr sem þú þekkir? — Já, oftast kemur þá fréttin sem staðfesting á því, sem fyrir mig hefur borið, fremur en að koma mér á óvart. Þessa vitneskju fæ ég ekki síður þegar ég er erlendis, en það vill svo til, að dóttir okkar hjóna er gift og búsett vestur í Bandaríkjunum og við höfum nokkrum sinnum farið þangað og heimsótt þau. Það er segin saga, að þegar tengdamóðir mín heitin birtist mér, þá er eitthvað að. En ef hún lætur ekki sjá sig, þá get ég treyst því að allt er 1 lagi heima. — Birtist fólk þér eins og það var um það leyti er það dó? — Flestir gera það, en þó eru undantekningar. Faðir minn birtist mér til dæmis alltaf eins og hann leit út um fimmtugsaldurinn, en hann var 74 ára þegar hann dó. — En móðir þín, hefur hún oft birzt þér? — Ekki núna lengi. Raunar eru 28 ár síðan, og það stóð í sambandi við dálítið einkennilegt atvik. Enda þótt ég hefði ekki haft af henni mikil kynni, fannst mér ég fagna. henni innilega og spurði hana, hvort hún ætlaði nú að vera hjá okkur systkinun- um til skiptis. Nei, hún ætlaði einungis að vera hjá honum Birni bróður mínum í þetta skipti. Meira var það ekki, en litlu seinna eignaðist Björn bróðir minn telpu, sem dó raunar kornung, en var nákvæm eftir- mynd móður okkar. — Ef barn deyr á unga aldri, mundi það þá birtast þér þannig síðar meir. — Nei, börn birtast ævinlega á þeim aldri sem þau mundu vera á ef þau heiðu lifað. En þegar þau eru komin að því er virðist í blóma lífsins, birtast þau mér þannig áfram. Þegar fólk, sem hefur misst börn, kemur hingað til mín, þá kemur varla annað fyrir en börnin séu mað. Og þau eru alltaf hvítklædd hafi þau dáið ung. — Fylgir fólki undantekningarlaust eitthvað? — Já, það hafa allir verndara, einn eða fleiri, en það þurfa ekki endiiega að vera skyldmenni. Stund- um er þetta í tengslum við nafngiftir. Ég held því fram, að það sé gott að láta börnin heita í höfuðið á eða eftir einhverjum. Það virðist vera að nafnið myndi tengsl þarna á milli og sá, sem maður heitir eftir, kemur mjög oft fram sem verndari. — Ég er þá sennilega ekki einn á ferðinni fremur en aðrir? — Nei, það er alltaf með þér ungur maður, hvít- klæddur, sem bendir til þess að hann hafi dáið ungur. Auk þess er þarna gamall maður, líklega afi þinn. Heitirðu eftir afa þínum? — Já. — Hann hefur verið mjög léttur á fæti og hefur verið eitthvað yfir áttrætt þegar hann dó. — Já, hann var liðlega áttræður. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-------------------------- Ragnhildur Gottskálksdóttir. — Hann er eitthvað að minnast á hund. Atti hann hund um það leyti er hann dó? — Já, og það vill svo til að hundurinn er meira að segja lifandi ennþá. — Og hundurinn er brúnkolóttur á litinn? —• Já, það er rétt, hann heitir Brúnó. — Mér skílst að hann sé af útlendu kyni? — Já, það er rétt. Hann er skozkur. En segðu mér annað: Ertu alltaf viss um, hvað af því fólki sem þú sérð er lifandi og hvað er framliðið? — Það hefur reyndar aðeins komið fyrir, að ég ruglaðist í því. Eitt sinn átti ég von á fólki á lækn- ingafund og fáeinum mínútum fyrir tímann sá ég að kominn var ungur maður hér inn í stofuna og setztur í einn stólinn. Ég taldi víst, að hann væri áhangandi hjónunum sem beðið höfðu um þennan fund og gaf ekki frekar gaum að því, en á eftir, þegar þau voru setzt hingað inn, spurði ég þau að því, hvort þessi ungi maður væri með þeim. Þau könnuðust þá ekki við að neinn væri með þeim, en þegar ég fór að tala við þau, kom í ljós að þau höfðu misst upp- kominn son og lýsing þeirra á honum svafaði til unga mannsins, sem komið hafði á undan þeim. — Sérðu framliðið fólk jafnt hvort þú er úti á götu eða hér inni? — Nei, það kemur afar sjaldan fyrir, að ég sjái það úti við. — En heyrirðu það beinlínis tala? — Nei„ ég heyri það ekki tala með venjulegri rödd. Þetta er kallað dulheyrn, það er skynjun, sem berst beint á milli. — Hefur það komið fyrir, að þú værir vöruð við einhverri sérstakri hættu? — Já, ég gæti nefnt þér dæmi um það. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik. Það bar svo til fyrir fjórum árum, að faðir minn heitinn birtist mér. Ég sat inni í sólstofunni, þar sem ég held fundina, og þá kom hann allt í einu inn úr dyrun- um og sagði: „Eg er kominn að sækja þig, elskan mín.“ Hann horfði upp á við, en sneri sér síðan við og gekk út. Ég sat í stólnum og hreyfði mig ekki. Samt fann ég strax hvað mundi gerast og sagði: „Það kemur eitthvað fyrir í bílnum.“ Svo var það stuttu síðar, að ég var að koma úr sjúkravitjun á Landakotsspítalanum og datt í hug að koma við hjá konu, sem hringt hafði hvað eftir annað og beðið mig ásjár. Ég hafði hugsað mér að koma við hjá henni á heimleiðinni. Um það leyti er ég fór frá spítalanum fékk ég nagla í dekk. Ég var að vísu ekki á mikilli ferð, þegar sprakk á bínum, en samt lenti ég útaf, fyrst á ljósa- staur, en síðan á tröppur og vegg. Þetta kom mér sið- ur en svo á óvart, því mig hafði dreymt þetta allt áð- ur, og ég þekkti jafnvel vegginn á því augna- bliki sem bíllinn lenti á honum. — Þú hefur lengi ekið sjálf. — Það eru víst 25 ár síðan ég fór að aka og þeg- ar við þurftum að endurnýja bíl hafði ég alltaf verið með og bent á þann bílinn, sem ég vissi að mundi reynast vel. En það var undantekning með þennan. Eg hafði verið hjá dóttur okkar vestur í Ameríku, og þá frétti ég, að Eggert hefði keypt nýjan bíl. Ég sagði: „Hvaða vandræði að hann skyldi ekki biða þess að ég kæmi heim.“ Ég kunni heldur aldrei við mig í þessum bíl, en eftir slysið var eins og það breyttist. — Sá hæfileiki að geta skilið við líkamann og farið sinna ferða án hans er þekktur hjá sumu fólki með dulræna hæfileika. Kannast þú við þetta? — Já, ég kannast vel við það. Eg hef oft farið sálförum. — Varstu byrjuð að fara sálförum í æsku? — Ekki get ég gert mér grein fyrir því. — En finnst þér, að þú sért með fullri meðvitund í þess konar ástandi? — Já, þó er það eins og milli svefns og vöku. En ég hugsa samt algjörlega rökrétt. — Og gerir þér grein fyrir að líkaminn sé ekki með? — Já, ég er þess meðvitandi og mér líður vel. En ég geng með venjulegum hætti á jörðinni; ég svíf ekki eða neitt þvíumlíkt. Samt fer ég mjög hratt yfir. Og það undarlega er, að ég hef sézt í þessu sálarástandi. — Finnirðu bæði það góða og það illa í fólki? — Ég finn allt það góða mjög vel. Af því sem hægt er að kalla illt verð ég helzt vör við hrokann. En það er afskaplega mikið af góðu í fólki. Við er- um öll Guðs neistar. Og lífið er eins og skóli. Við förum bekk úr bekk í átt til aukins þroska. — Erum við þá í fyrsta bekk hér í þessu lífi? — Nei, ég held að við séum búin að vera í mörg- um bekkjum og ná misjöfnum prófum. í þessum skóla falla margir. Kannske eru sumir búnir að falla tvisvar eða þrisvar á því prófi sem bíður okkar hér. Það er sorglegt hvað margir virðast komast til lítils þroska með árunum. Ég tala stundum við tvítugt fólk, sem mér finnst að hafi öðlazt meiri vís- dóm og þroska en sumir þeir, sem komnir eru til ára sinna. Það verður hlutskipti æði margra og staðna. — Ég hef heyrt að það hafi birtzt þér sem sýn þegar „Pourquoi Pas?“ fórst við Mýrar. Sérðu oft slíkar sýnir í sambandi við slys og dauðsföll? — Já, það kemur fyrir. Mér kemur til hugar Krist- björg æskuvinkona mín. Hún hafði legið lengi og þjáðst. Þá sá ég sýn: Það var skip, mjög fallegt og stórt skip, drifhvítt. Ég sá Kristbjörgu standa upp á þilfari í hvítri skykkju og allt í einu var hún mjög falleg. Mig langaði til að hitta hana, en komst þá að raun um, að það var líkt og skurður í kringum skipið. Mér var samt hjálpað um borð og þá langaði mig til að fá far með skipinu, en hún sagði það fullt. Þá bar þar að skip- stjórann, stóran og glæsilegan mann og ég innti hann eftir þessu. Hann kvað hvert rúm skipað. ,,Af hverju farið þið þá ekki.“ spurði ég. Það er beðið eftir nokkrum farþegum, það verður farið strax þegar þeir koma“, sagði hann. Að svo búnu fór ég. Um þetta leyti kom fólk heim til min; það var komið til að biðja mig um fund, en ég bað það að bíða, því mér fannst ég endilega þurfa að komast upp á spítala til Kristbjargar. Hún var dáin, þegar ég kom þangað, og það var búið að breiða yfir hana, en ég settist niður og hugsaði, að ekki væri nú amalegt að fá svona brottför. Það var gott að hug- leiða lífið undir svona kringumstæðum. — Er langt síðan þú byrjaðir að taka á móti hér heima og halda fundi? — Mig minnir að það hafi verið 1948. Ég átti I fyrstu mjög erfitt með það og barðist á móti því. Þá var að vísu langur tími liðinn síðan ég fór að sjá sjúkdóma í fólki og það jafnvel þegar ég átti sízt von á. Þannig var það að Eggert kom einu sinni heim með mann með sér og við vorum að drekka kaffi við borðið. Þá blasir það við mér að þessi maður er undirlagður af krabbameini. En sem sagt, það eru að verða 20 ár síðan ég byrjaði að halda þessa læknafundi, en í langan tima þar áður hafði ég tekið niður nöfn á fólki og beðið fyrir því. En ég lét þess getið, að lækningin kæmi frá Guði en ekki mér. — Hvernig er guðstrú þín? Hvernig hugsarðu þér Guð? — Ég hugsa mér Guð almáttugan í öllu góðu og í öllum lífgjafa í sólinni, vatninu og loftinu, — Hefur þú séð Krist? — Ég var átta ára gömul fyrst þegar ég sá Jesúm Krist. Hann birtist mér líkt og hann væri 12 ára. Hann sagði: „Ég ætla að leiða þig, litla systir, í gegnum musterin.“ Ég sagði föður mínum frá þess- ari sýn og hann sagði: „Maður veit svo lítið, elskan mín, en kannski að þú eigir eftir eftir að starfa í hans anda. — Hefur þú séð Krist síðan? — Já, og þá sá ég hann sem fullorðinn mann, lík- lega eins og hann var um það leyti er hann var krossfestur. — Hefur þú sjálf getað fengið bót einhverra meina fyrir tilstuðlan þeirra afla, sem þú kemst í samband við? — Hvort ég hef. Það var svo komið fyrir mér, að annað nýrað var með öllu ónýtt. Það var svokallað vatnsnýra. Heimilislæknirinn okkar sagði: „Nýrað er ónýtt, það verður að taka það.“ Ég átti að leggjast undir uppskurð en ákvað samt að bíða enn um stund. Framhald á bls, 9 -------------------------------- 2. júlí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.