Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 6
EFTIRVÆNTING VONBRIGÐI v/ð enduropnun Komische Oper EFTIR LARS STORLÉER U ppfærsla Felsensteins á „Don Giovanni11 við enduropnun Komi- sche Oper í Austur-Berlín í byrjun desember sl. var ekki stórfenglegri listviðburður en sjá má í mörgum öðrum borgum Evrópu. Sýningin í heild var ekki sá listsigur, sem menn höfðu vænzt. Nokkrir þættir uppfærslunnar voru beinlínis slæm- ir, svo sem leikmynda- og atriða- skipti hennar, aðrir voru miðlungs- góðir, svo sem söngurinn í flestum hlutverkanna, en hljómsveitin og stjórn hennar, og leikræn vinnu- brögð við þessa erfiðu, sígildu óperu voru fyrsta flokks. Endurbygging Komische Oper hefur tekið tvö ár og kostað um 200 millj- ónir íslenzkra króna. Sviðið hefur verið stækkað um helming, bætt við tveimur hliðarsviðum og tveimur tilraunasvið- um og nýjum sölum, sem ætlaðir eru áhorfendum til að skrafa saman í hlé- um. Dr. Felsenstein hefur nú stórum betri vinnuskilyrði. Hann getur t. d. sett upp verk á borð við Meistarasöngv- arana í Núrnberg. Hins vegar tókst svo ilia til, að hljómburðurinn, sem húsið var frægt fyrir, hefur versnað talsvert. Þetta er talið hafa skeð, vegna þess að sviðið stækkaði en áhorfendasalurinn ekki. Hiutfallaröskunin mun hafa eyði- lagt hljómburðinn, og fjölda sérfræð- inga, sem kvaddir hafa verið til, hefur ekki heppnazt að lagfæra hann aftur. Hvers vegna skyldi Felsenstein hafa valið til flutnings við enduropnunina hið sígilda meistaraverk Mozarts frem- ur en eitthvert nútímaverk, sem betur hæfði vinnuanda kommúnistaríkisins? Ástæðan er sjálfsagt sú, að Felsenstein leggur ekki pólitískt mat á listina, og að þessi ópera gefur möguleika til leik- rænnar uppsetningar, sem þessum framámanni músíkleikhúss hefur þótt freistandi að glíma við. h eikrænn blær sýningarinnar er lika helzti styrkur hennar. Felsenstein gerir enga tilraun til djúpskyggni. Hann sálgreinir ekki persónurnar á sviðinu, útskýrir þær ekki; persónulýs- ingar hans eru einfaldar og yfirborðs- legar, að því er virðist Þó má greina skarpskyggni í uppsetningunni, því að nýjar hliðar á textanum koma í ljós, sem skekja rökrænar stoðir orða og athafna. Hin sterka hlið uppfærslunn- ar er mikill leikhraði og skjótar hreyf- ingar á sviðinu. Frábærlega vel heppn- uð umskipti í stemningu og leikblæ gera sýninguna mjög spennandi. Þannig var í atriðinu á dansleiknum í lok fyrri þáttar og í upphafsatriði síðari þáttar. í meginatriðum var nýja þýðingin, sem gerð var fyrir þessa sýningu, trú frumtextanum. Þó voru fáeinar breyt- ingar til að hilrna yfir rökveilur í or- sakasamhengi verksins. Eina merki hins nýja tíma í þessum hluta Þýzka- lands var, að orðið „indegno“ í nýju þýðingunni, sem þýðir ósæmilegur eða svívirðilegur, í sambandinu „indegno cavalieri", var þýtt með „feudal“ til að minna á ógnir lénsskipulagsins. Leik- myndir Reinharts Zimmermanns voru listrænar, en mjög óhagkvæmar. At- riðaskipti tóku því alltof langan tíma, og truflaði það sýninguna. Uljómsveitin sýndi mikla hæfni. Þrátt fyrir þá kröfu leikstjórans, að hljómsveitin eigi algerlega að laga sig að atburðarásinni, skapáði tékkneski stjórnandinn Zdenek Kosler, sem þekkt- ur er af heimsóknum til New York, Vin og Moskvu, sína eigin hógværu túlkun. Kosler fylgdi söngvurunum af ýtrustu gætni, en var mjög persónulegur í milli- spili og einleik hljómsveitarinnar. Hóg- værð hljómsveitarinnar hafði einnig þau áhrif, að texti verksins heyrðist óvenjuvel. Söngvararnir voru hins vegar engir á heimsmælikvarða. Beztu söngkaflarn- ir voru bónorðsaría Don Juans í 3. atriði fyrri þáttar, sextettinn „La ci darem la mano“ í síðara þætti og þeg- ar Leporello er sviptur grímunni. Donna Anna var í meðförum Klöru Barlow skrýtin, viðutan og gleymin. Kannski sýndi hún beztan leik. Söngur hennar var góður, en varla meira. György Melis sýndi einnig góðan leik í hlut- verki Don Juans, þó án þess að hafa sérstaklega tiginmannlegt eða djöfullegt yfirbragð. Rödd Melis er samt í veik- asta lagi, og þótt hann notaði leyndan hljóðnema á sýningunni, kom allt fyrir ekki. John Moulson í hlutverki Ottavio hafði ekki heldur mikla rödd, en hann komst nokkurn veginn klakklaust fra söngnum, þótt hann væri kominn á yztu nöf í hinni erfiðu b-dúr ariu. Komische Oper er sem sagt ekki ennþá komin í fremstu röð með Bolsoj, Vínaróperunni, San Carlo, Opéra Co- mique, Covent Garden eða Metropo- litan. Svipaðar sýningar að gæðum sér maður í flestum stærri borgum Evrópu. Margt í uppfærslunni var í ósköp venju- legum og hefðbundnum dúr. Það af sýningunni, sem var í samræmi við und- anfarna auglýsingaherferð fyrir þessu músíkleikhúsi, voru hin góðu og yfir- lætislausu leikrænu tök, og það var út af fyrir sig afrek að ná~ þó svo góðum árangri á sex mánaða æfingatíma með svo veiku söngliði. I. í þessum þætti teljast til fréttablaða öll þau blöð, er frá einhverjum tíð- indum segja, handskrifuð jafnt og prent- uð, blöð gefin út í einu eintaki eða milljón emtökum, jafnt þau sem út koma reglulega eða óreglulega, í eitt skipti aðeins eða öld fram af öld. Tillit er ekki tekið til stærðar, heldur til markmiðsins, að flytja fréttir. Þegar fjallað er um forsögu dagblaða, er venja að geta um „töflur“ Sesars, Acta Diurna, sem hann lét gefa út í Róm árið 59 f. Kr. í nafninu felst að töfl- urnar hafa verið skrifaðar daglega eða með stuttu millibili, en markmiðið var að láta almenningi í té helztu tíðindi af stjórnarfarslegum viðburðum í Róma- veldi. Þó birtust þar með nokkrar dán- arfregnir og fleiri einkatilkynningar og ýmislegt annað en stjórnartíðindi. Frægara og miklu langlífara en Acta Diurna var málgagn kínversku keisar- anna, sem hér vestra var almennt kall- að Peking Gazette. Telst Gazettan jafn- an „elzta" dagblað veraldar, enda kom hún út á annað þúsund ár. Var hún lög- birtingar- og tíðindablað í senn. Lög, tilkynningar, reglugerðir, dómsúrskurð- ir, embættaveitingar og fleira efni frá miðstjórninni var aðalefnið, en allt prentað án nokkurra skýringa eða at- hugasemda. Því varð Gazettan einstæð heimild um löggjöf, stefnu og fram- kvæmdir keisarastjórnarinnar. Menn lásu hana víðs vegar og gátu því fylgzt allvel með því sem gerðist í garði keisara. Gazettan var þannig sett að textinn var skorinn í töflur úr vaxi, litur borinn á flötinn og pappír þrýst þar ofan á. Williams telur að hún hafi verið gefin þannig út allt frá 8. öld e. Kr. Prentun með útskornum tré- spjöldum er þó eldri og hófst í Kína á Sui-tímanum nálægt 600 e. Rr. (Potts, 77). Talið er að þúsundir manna hafi lifað á því að handskrifa styttar útgáfur af Gazettunni handa mönnum, sem ekki gátu keypt heildarútgáfuna. Brotið var sérkennilegt. Lengd var 7,5 þm en breidd um 3,5 þm. Til samanburðar er þetta nálega sama breidd og á forystu- dálkum „Tímans“, en lengdin lík og blaðsíða úr heftum frá „Ríkisútgáfu námsbóka“. Voru sjö línur á hverri blaðsíðu, ofan frá og niður úr. Hvert eintak var 10—12 blöð, heft saman í kjölinn með lín- eða silkiþræði, al- gengur frágangur kínverskra bóka til vorra tíma, stórum betri en málm- heftingar, sem ryðga í röku loftslagi, svo bækur detta úr bandi. Um dagblað þetta sagði fræðimaður einn um aldamótin síðustu: „Þar eð allt, sem keisarinn segir, gengur fyrir öllu öðru, þá birtast úrskurðir hans í málum á undan þeim skjölum, er um málin fjalla, Hefir þetta að ýmsu leyti lík áhrif og svör við krossgátu, þar sem þau væru öll prentuð á undan krossgátunni sjálfri" (Ball, 480/). Um þróun prentunar. Fréttablöð eru eldri en prentun, en handskrifuð fréttablöð voru kostnað- arsöm og náðu til fárra. 1 borgum er vel gerlegt að handskrifa fréttablað í einu eintaki, með stóru letri, og líma hæfilega hátt á vegg, svo allstór hópur manna geti lesið það í senn. Voru „vegg- blöð“ þessi algeng í Kína til vorra daga, og hef ég oft séð marga menn lesa þannig sama blaðið í senn. Getið var útskorinna tréspjalda, en mikið var prentað eftir úthöggnum steinum, þ. á. m. klassísk rit, og er svo enn. Prentun með lausu letri tíðkaðist í Kína og Kóreu löngu áður en vest- rænir menn lærðu listina. En lauslet- urs-aðferðin varð aldrei einráð, enda tíðkaðist þæði lausletursprentun og tré- og steinspjaldaprentun samhliða um langt skeið (Potts, 87). Pí Sheng hét maður sá, sem heimildir telja fyrstan hafa prentað nokkuð með lausu letri, á 11. öld. En fyrsta prent- aða bók veraldar, sem dagsetningu ber og um er vitað, fannst árið 1900 f Austur-Túkestan, sem nú nefnist Sin- kiang. Prentuð er sú bók þann 11. maí 868, og var útgefandinn Wang Chieh, og gaf hann bókina út til „almennrar ókeypis dreifingar, til varðveizlu minn- ingar foreldra hans í djúpri lotningu“. Heitir hún Kang-shih Ching, helgirit úr Búddhadómi, venjulega nefnd De- mant-Sútra, (E. B.) Það álíta fróðir menn að prentun muni fyrst upp fundin í klaustri einu í Vestur-Kína, og almennt er álitið að engir hafi verið jafn duglegir og Búddhamunkar að dreifa prentuðum bókum í Kínaveldi í margar aldir. Griski spekingurinn, Pósedóníos frá Apameia, var sá fyrsti vesturlanda- maður, sem vitað er um að fyrst hafi hugsað til að nota lausa málmbókstafi til bókagerðar. Hann var uppi samtíma Ciceró og Sesari, en nokkru eldri en þeir (Skard, 36). Pósedóníos var einn mesti hugsuður og trúspekingur þeirrar tíðar. En enginn kom hugsun hans í framkvæmd í fornöld. Enginn veit held- ur með vissu hver sá maður var, sem fyrstur prentaði með lausum bókstöf- um á Vesturlöndum, en almennt er tal- ið að það hafi fyrst verið gert einhvers- staðar í Mið-Evrópu nálægt árinu 1440. Sem hugsanleg föðurlönd þessa ókunna hugvitsmanns hafa verið nefnd Þýzka- land, Holland, Frakkland og ítalía. En erfitt er um sannanir. Svo segir kunnur fræðimaður: „Holland á bækur, en ekki önnur sönnunargögn. Frakkland á sönn- Crein eftir JÓHANN HANNESSON prófessor unargögn önnur en bækur. ftalía á hvorki sönnunargögn né bækur . . . Þýzkaland á bæði bækur og önnur sönn- unargögn“. Hér er ekki rætt um heild- arbókakost landanna, heldu-r hvað varð- veitzt hefir frá þeim árum, sem prentun með lausum stöfum stígur fyrst fram á sjónarsviðið í Evrópu. Fyrstu vest- rænu gögnin, sem bera prentaða dag- setningu, eru aflátsbréf, prentuð árin 1454 og 1455 í Mains, og talið er að prentari þeirra sé Gutenberg. Biblían fræga, sem ber hans nafn, var prent- uð 1456 í þrjú hundruð eintökum. Saltarinn frá Mains, það er sérútgáfa af sálmum Davíðs, sem prentaður var árið eftir, er merkur fyrir þá sök að vera fyrsta bók vestræn, sem ber í senn heiti prentara síns, útgáfudagsetningu og staðargremingu. Prentlistin dreifist um Vestur-Evrópu árin á eftir. Allar vestrænar þjóðir, utan Bretar, prent- uðu upphaflega á latínu. Vér lærum þegar í barnaskóla að Gutenberg sé faðir prentlistarinnar. Og hann á þann heiðurstitil skilið, þótt hann hafi ekki fyrstur manna prentað með lausum stöfum. En prentlistin er fólgin í margþættri leikni og kunnáttu og Gutenberg tengdi saman í eina heild marga þætti, sem varð að tengja sam- an til að prentlist gæti orðið til. Vand- virkni hans og meðstarfsmanna var svo mikil að verk þeirra vekja aðdáun enn í dag. En sjálfir vildu þeir ekki vinna til frægðar, heldur til fjár, og reyndu að halda aðferð sinni leyndri. Mikil eftir- spurn var eftir handritum á þeim tíma, og þeirri eftirspurn vildi Gutenberg fullnægja með prentun Biblíunnar, enda er útgáfa hans góð eftirlíking á falleg- um miðaldahandritum. Beztu viðskipta- vinir prentaranna voru kirkjur. Það voru trúarlegar þarfir manna, sem knúðu prentlistina fram, bæði í Kína 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. júlí 1067

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.