Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 15
sem hann tekur til meðferðar. I þess- ari bók ritar hann um tíu ríki Suður- Ameríku. Keeslng-’s Contemporary Archives. Vol- ume XV, 1966-67, volume XVI, 1967-68. London. Dagbók um helztu viðburði í heim- inum, gefin út vikulega og send áskrif- endum víðsvegar um heim. Er þessi vikuskýrsla síðan fest í lausblaða- möppu ásamt nákvæmu efnisyfirliti, sem sífellt er skipt um eftir því sem efnið eykst. Er ritið mjög handhægt og áreiðanlegt uppsláttarrit um hvað eina, sem gerist, hvort heldur er í stjórnmálum, iðnaðarmálum, verzlunar- og samgöngumálum, hermálum, bók- menntum og menningarmálum o. s. frv. Þessi dagbók hefur komið út síðan 1931, en er til í Borgarbókasafni frá árs- byrjun 1966. Ritið er auðvelt í notkun. Aðeins í lestrarsal. Bullock, Alan: Hitler, 1, 2, 3, 248, 348, 300 bls. Heimilda og nafnaskrá. Mynd- ir. Þetta gagnmerka rit, sem heitir á frummálinu „Hitler. A study in tyr- anny“ kom fyrst út 1952. Þetta er önn- ur útgáfa bókarinnar á dönsku, og er hún gerð eftir ensku útgáfunni 1962, sem var aukin og endurskoðuð og í þremur bindum. — Flokksforinginn, Kanslarinn og Stríðsdrottnandinn. Þetta er sú af ævisögum Hitlers, sem mestan orðstír hefur hlotið, enda er meðferð höfundar á hinu örðuga efni við brugð- ið. Bókin er í flokki merkustu rita um nútíma sagnfræði. Bukdahl, Jörgen: Forgyldning og svine- læder. Essays om nordiske digtere. Kbh. 1966. 178 bls. J0rgen Bukdahl ritar hér um þessa norrænu höfunda: Selmu Lagerlöf, Knut Hamsun, Esaias Tegnér, Johannes V. Jensen, Johan Falkberget, J. H. Kellgren, Sigrid Undset, Halldór Lax- ness, Alexis Kivi, Jonas Lie og Henrik Pontoppidan. Bukdahl er svipmikill höfundur, sem segir skoðanir sínar af- dráttarlaust, og þó að lesandinn sé e.t.v. ekki alltaf sammála honum, frýr hon- um enginn skarpskyggni né frásagnar- gleði. Kristensen, Tom: Aabenhjertige forti- elser. Kbh. 1966. 168 bls. Skemmtileg og hreinskilin minninga- bók hins danska skálds og bókmennta- manns og segir frá bernsku hans og íullorðinsárum fram til 1935. Góð lýs- ing á anda og umhverfi þessara horfnu tíma. Lundbo, Orla (Ritstjóri): Unsre hpjde- punkter i den nye danske litteratur. Kbh. 1966. 304 bls. Úrval smásagna eða kafla úr skáld- sögum, sem höfundarnir hafa sjálfir valið (30 að tölu). Ritar hver höfundur greinargerð fyrir vali sínu. Höfundarn- ir eru reyndar ekki allir kornungir hvað sem bókartitill segir, og er bókin gott yfirlit yfir danskan sagnaskáld- skap á okkar dögum. Fanon, Frantz: Fordpmte her pá jorden. Kbh. 1966. 254 bls. Formáli eftir Jean-Paul Sartre. Eft- irmáli um höfundinn eftir Simone de Beauvoir. Höfundurinn er byltingar- sinnaður alsírskur læknir, og fjallar bók hans um gagnkvæma afstöðu hvítra og ekki hvítra í Afríku, með hliðsjón af stríðinu í Alsír. Varla er ofsagt, að höfundurinn nati Evrópumenn, og er hann bæði stóryrtur og illyrtur í þeirra garð. En bókin er eigi að síður mikil- væg, því að hún sýnir glögglega, hve geigvænlegur andi þróast í Afríku í garð alls, sem evrópskt er, og hvílík reginvandamál er við að etja í hinum afrísku ríkjum. Dorst, Jean: Fór naturen dpr. Kbh. 1966. 184 bls. Myndir. Höfundurinn er franskur og kom bók- in út á frummálinu 1965. Hún fjallar um hver úrræði við höfum til verndar og viðhalds náttúrunni þrátt fyrir ásókn og rányrkju mannsins. Höfundur fer víðsvegar um heim og sýnir fram á hin hryllilegu verksummerki eyðingarinnar bæði að því er snertir dýr og gróður. Eins og nú horfir, telur hann stefnt að auðn og eyðimörk. Bókin er bráð- gagnleg þeim, sem telja að náttúru- verndarmál komi sér við, en á naumast erindi til annarra. Lindblad, Jan: Resa till röda fáglar. Sth. 1966. 168 bls. Myndir. Vel og fjörlega skrifuð bók með mörgum frábærum myndum um nátt- úru og dýralíf á eynni Trinidad í Vest- ur-Indíum. Höfundurinn, sænskur nátt- úruskoðari, er víðkunnur fyrir kvik- myndir sínar af náttúru og dýralífi. Williams, Walter G.: Archaelogy in Biblical Research. London 1966. 223 bls. Myndir. Geysifróðlegt rit um forominjagröft á slóðum biblíunnar og hversu mikið fornminjafræðin hefur lagt til biblíu- skýringa og þekkingar á lífi og háttum þess fólks, sem biblían fjallar um. Could-Marks, Eeryl: The Adventurous Cook. Recipes from out of the way places. London 1966. Bókin er safn uppskrifta margs kon- ar sérkénnilegra og gómsætra rétta, víðs vegar að úr heiminum. Höfundur- inn, sem er víðförull, er sagður hafa etið og matreitt alla þessa rétti. Fussell, G.E.: Farming Technique from I’rehistoric to Modern times. Oxford 1966. 282 bls. Myndir. Greinargott yfirlit yfir þróun land- búnaðartækja allt frá upphafi og til þessa dags, og er sýnt, hvernig þau voru notuð. Skýringarmyndir með hverjum kafla og nákvæmur listi yfir uppsláttarbækur um efnið. Christian, Roy: Country Life Book of Old English Customs. London 1966. 126 bls. Myndir. Mjög myndskreytt og skemmtilega skrifuð bók um margs konar gamla enska siði, dansa, alþýðleiki, trúarlega siði, hátíðasiði, íþróttir o.s.frv. E. 'H. F. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík 2. júlí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.