Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 9
4500 og 2000 f. Kr. þróast þessir nýju búnaðarhætt- ir á Balkanskaga, ftalíu, Frakklandi, Spáni, Ung- verjalandi, Sviss, Þýzkalandi, Hollandi, Danmörku, Bretlandseyjum og á Norðurlöndum. Um 1500 f. Kr. var svo komið, að hreinar veiðiþjóðir voru aðeins við líði nyrzt í Evrópu. Víðast var veiðiskapur stundað- nr jafnframt landbúnaði á þessu svæði. Smátt og smátt kemst þessi breyting á um allan heim, nema á stöku stað þar sem frumstæðar veiðiþjóðir búa í mikilli einangrun, svo sem sumstaðar í frumskóg- um Brasilíu, í Astralíu og Eskimóar á Grænlandi. Þessar þjóðir fengu að lifa í friði fyrir þessari bylt- ingu og öðrum, vegna þess að engir urðu til þess að ásælast lönd þeirra. Um 1780 (e. Kr.) var svo komið að allt mannkynið byggði tilveru sína framar öðru á landbúnaði; veiðiþjóðfélög voru að vísu til, en þau voru algjör undantekning frá reglunni. Þessi atvinnubylting hefst á nýju steinöld og form 'hennar ríkir í heiminum fram að síðari atvinnu- byltingunni, iðnbyltingunni sem hefst um 1780, en með þeirri byltingu breiðast nýir framleiðsluhættir og atvinnu út um heiminn á skömmum táma. Iðn- byltingin hefst á Englandi seint á 18. öld. Um 1850 hafði hún breiðzt til Frakklands og Belgíu; fyrir alda- mótin síðustu hafði hún borizt til Þýzkalands, Sví- þjóðar, Bandaríkjanna, ítalíu, Rússlands og Japan; þessar þjóðir iðnvæðast meira og minna á 19. öld, og nú nær hún einnig til Kína, Indlands, Suður- Ameríku og Afríku. Aðaleinkenni þessara nýju atvinnuhátta felast í nafninu; iðnaðurinn verður meginatvinnuvegurinn í stað landbúnaðar áður. Um 1750 eru um 80 af hundr- aði íbúa veraldarinnar bændur eða sveitafólk. 1950 hefur hlutfallið lækkað niður í 60 af hundraði, og með iðnvæðingu hinna fjölmennu ríkja Asíu lækkar stöðugt tala þeirra, sem stunda landbúnað sem aðal- atvinnu. Tæknin orsakar það, að færri og færri þurfa að framleiða matvæli og iðnaðurinn dregur stöðugt til sín fleira fólk, en þrátt fyrir þetta stóreykst mat- vælaframleiðslan víða, þrátt fyrir fólksfækkun í þess- ari atvinnugrein. Þar sem framleiðsluaukningin er stórstígust fækkar bændum örast. Þar er tæknin á hæstu stigi, og því þarfnast atvinnugreinin ekki slíks vinnukrafts, þar sem frumstæðari framleiðsl'U- hættir tíðkast. Þótt margir vinni að iðnaði í þeim þjóðfélögum, þar sem iðnaður er hvað mestur þáttur þjóðarbú- skaparins, þá er iðnaðurinn ekki eins mannfrekur og landbúnaðurinn var við frumstæð skilyrði, í þess- um iðnaðarþjóðfélögum er mikill fjöldi starfandi við ýmiskonar þjónustufyrirtæki, verzlun, dreifingu, sam- göngur o. fl. Með aukinni sjálfvirkni mun fólki, sem starfar að iðnaði, fækka og vinnudagur flestra at- vinnugreina styttast. ]\í annkynssagan fræðir okkur um margar at- vinnubyltingar; það er talað um byltingar, þega.r viðamiklar breytingar verða á efnahagskerfi og þjóð- félagsháttum. Fullmikil áherzla er oft lögð á þessi fyrirbirgði, sem oft ná mjög skammt og verka að- eins á takmarkaðan hóp þjóðfélagsþegnanna. Það er talað um verzlunarbyltingu á 11. öld í Evrópu, iðn- aðarbyltingu í Hollandi á 11. öld og samskonar fyr- irbrigði á 13. öld á Englandi. Þessar byltingar ná þó skammt; þær ollu vissum breytingum innan vissra hópa og á takmörkuðum svæðum, en heildarmynd þjóðfélagsins breyttist ekki. Það er oft. talað um þýðingu borganna í miðöldum í Evrópu og vöxt þeirra og viðgang; en menn gæti þess að Evrópa á miðöldum var svo til hreint landbúnaðarsvæði, borg- irnar voru ekki annað en markaðsstaðir fyrir land- búnaðarafurðir og birgðastöðvar. í rómverska rík- inu til forna voru tollar og skattar að mestu leyti runnir frá landbúnaði eða um 90 af hundraði; iðn- aður og verzlun á þeim öldum var sáralítil miðað við þátt landbúnaðarins í þjóðarframleiðslunni. Mið- alda-Evrópa lifði svo til algjörlega á landbúnaði; víða var iðnaðurinn heimilisiðnaður eins og vefnaðáriðj- an hér á landi til forna. Evrópumenn miðalda voru langflestir bændur eða sveitafólk. Hérlendis hélzt þetta svo lengur en víða annarsstaðar í Evrópu, eða fram yfir aldamótin síðustu, og þá er það ekki iðn- aður, sem magnast sem helzta atvinnugreinin, heldur veiðiskapur, sem reyndar hefur alltaf verið snar þáttur framleiðslunnar hérlendis. Verzlunin var áður fyrr verzlun með landbúnaðarafurðir, matvæli; og löngum þótti hentast að festa aflafé sitt í jörðum. Kaupmenn miðalda reyndu að komast yfir jarðir þegar tækifæri bauðst; það var talinn öruggasti at- vinnuvegurinn að sbunda landbúnað. Því er tal um atvinnubyltingar aðrar en hinar tvær höfuðbyltingar hæpið. Ii andbúnaðarbyltingin á áttunda árþúsundi fyr- ir Krists burð og iðnaðarbyltingin upp úr 1780 eftir Krists burð eru mestu byltingar sem hafa runnið yfir mannkynið. Það hefst ný mannkynssaga með báðum, sem verður um flest frábrugðin undanfarandi sögu. Það eru lítil tengsl milli hellisbúans, sem skríður um í leit að æti, leggur sér til munns hræ og rætur, og þeirra sem reisa hofin á Grikklandi og Svifgarð- ana í Babýlón; eins eru takmörkuð tengsl milli bónd- ans, sem plægir akur sinn með tréplógi eða járn- plógi, og tæknifræðingsins, sem situr við stjórnar- borðið í sjálfvirkri verksmiðju. Fyrri byltingin tók nokkur árþúsund að dreifast >um mannheim; sú síð- ari mun að öllum líkindum taka skemmri tíma, ef ekki henda nein slys. Báðar þessar byltingar áttu ræt- ur sínar að rekja til margslunginna atburða og sál- rænna og líkamlegra þarfa; það er erfitt að rekja þræði hinnar fyrri, en þá síðari má rekja til breytinga á þjóðfélagi og félagslífi þeirra sem byggja Bret- landseyjar eftir siðaskiptin; þær breytingar má rekja og skýra á margvíslegan hátt; sumir rekja þær til siðaskiptanna og trúarinnar aðrir til efnahagslegrar sérstöðu Englands. Fyrri byltingin gerði veiðimenn að bændum, sú síðari gerir bændur að herrum vél- anna eða þrælum vélanna. RAGNHILDUR F.ramhald af bls. 2. Svo var það einn morgun um hálfníu- leytið, að ég var ekki enn komin á fætur. Þá kemur gjörvilegur og vel klæddur maður inn í herbergið til mín og einhverra hluta vegna vissi ég, að hann var yfirlæknir. Raunar va-r það enski yfirlæknirinn, sem ég hef verið í sambandi við æ síðan. Samferða hon- um voru tveir grannvaxnir, -ungir menn með skurðlæknagrímur. — Sagði læknirinn til nafns eða kynnti hann sig á einhvern hátt? — Þess hefur víst ekki gerzt þörf. Ég veit, að hann heitir Stanley, þó veit ég aldrei hvort það er fornafn eða ættar- nafn hans. Nema hann þreifaði fyrst á púlsinum og svo var mér lyft upp á skurðarborð. Ég fann mikinn sársauka í baki og mókti eitthvað á eftir. Það sást líka rák á bakinu á eftir. En ég hef ekki fundið til í nýranu síðan. Það eru núna 26 ár síðan. — Hefur þú séð nokkur merki þess, að læknirinn eða annað framliðið fólk, sem þú hefur samband við, hafi elzt á þessum tíma? — Nei, eterlíkaminn eldist ekki. Hann er og verður alltaf nákvæmlega eins. —. En eterlíkaminn virðist þá vera gamall, ef viðkomandi dó gamall? — Jú, en það birtist einungis þannig, þegar framliðnir þurfa að sanna sig. — Það ganga manna á meðal ýmsar sögur um kraftaverkalækningar, sem orðið hafa fyrir þitt tilstilli. — Ég býst við því að það sé rétt. Ég gæti nefnt þér mörg dæmi. — Ég hef heyrt talað um fólk, sem var talið af; fólk sem virtist eiga mjög skammt eftir ólifað og fékk síðan bata sem þér var þakkaður. Er það rétt? — Þetta hefur gerzt og oftar en einu sinni. Ég man eftir manni, sem lá á sjúkrahúsi; hann hafði ónýt nýru og var dauðvona. Það var búið að til- kynna konunni hans, að hann ætti skammt eftir ólifað. Konan hans hafði leitað til mín, hún hafði setið fundi hjá mér og verið milliliður. Svo hringdi hún í mig eitt sinn og sagði, að baráttan væri vonlaus; maðurinn hefði ekki lengur meðvitund. Þegar hann kom til meðvitundar litlu síðar var álitið( að það væri helfró sem kallað er; það er þegar bráir af sjúkl- ingi sem snöggvast áður en hann skilur við. En þá gerðist það, að manninum fór að batna dag frá degi. Og nú kennir hann sér einskis meins. Konan hans var sögð með krabbamein í legi og læknað- ist líka. Var ég búin að segja þér frá mannin- um á Norðfirði, sem læknaðist þar með yfirnáttúrlegum 'hætti. Ég hafði beðið fyrir þessum m-anni, en hann hafði leg- ið hér um hríð á spítala og var orðinn það langt leiddur, að honum var leyft að fara heim til að deyja. Ég hef þessa sögu frá manninum sjálfum; hún er að vísu dálítið ævintýraleg, en allt um það fékk hann bata. Hann var kominn heim til sín austur á Norðfjörð þegar hann sá sýn. Honurn fannst sem hann losnaði við líkamann og sæi sjálfan sig í rúminu. í sam-a bili sér hann einkennilega flug- vél koma inn til lendingar; hún var bæði hjólalaus og hljóðlaus. IJt úr h-enni steig maður og samkvæmt lýsingu sjúkl- ingsins virðist mér það h-afa verið yfir- læknirinn enski. Hann bauð sjúkl- ingnum fl-ugfar og þáði sjúkling- urinn að fara með. Flugvélin leið hljóðlaust áfram og þeir voru komn- ir á áfangastað eftir stutta stund. Þar hitti sjúklingurinn konu, sem María hét og var systir læknisins. Hún bauð honum heim að ganga með sér. Þar hitti hann fyrir fornvin sinn frá Norðfirði og lét sá vel yfir því, hvað sér hefði gengið vel að komast áfram. Eftir skamma stund í góðum fagnaði kom læknirinn aftur og sagði: „Jæja vinur, það er verið að kall-a á mig. A ég ekki að skila þér heim?“ Og það gerði hann. Hvort sem hægt er að kalla þetta draum, sýn eða fyrirburð, þá fór mann- inum að batna og eftir tvo daga var hann kominn á fætur. Ég veit ekki betur en að hann sé núna við beztu heils-u. — Mér skilst að þú fáir bréf úr öll- um heiminum. Eru það beiðnir um hjálp? — Það eru bæði beiðnir um hjálp svo og þakkarbréf. — Hvernig veit þetta fólk um Ragn- hildi í Tjarnargötunni? — Ég veit það ekki. Þetta spyrst einhvern veginn. En ég bið fyrir þessu fólki, útlendu eða innlendu, og svo skrifa ég stundum og segi að ég hafi beðið og bænin verði lögð fyrir Drottin. — Þú heldur bréfunum saman? —- Ekki öllum, en þeim bréfum, sem ég tel að hafi eitthvert gildi, held ég saman. Ég tel ekki fjarri lagi, að það berist 10 bréf að jafnaði á degi hverjum. Svo það má nærri geta að bréfabunk- inn er orðinn stór. Til þess að gefa hug- mynd um, hvað þessi bréf eru marg- vísleg og ólík að efni, þá get ég lesið fáein atriði úr nokkrum bréfum. Ég sleppi að sjálfsögðu öllum nöfnum; fólk kærir sig yfirl-eitt ekki um að flíka þess- um málum. Hér er til daémis beiðni um fund frá tveimur háskólastúdentum. Þeir áttu að ganga undir próf eftir nokkra daga og báðu um f-und til að gefa sér styrk. Svo er hér mjög venju- legt bréf frá sóknarpreisti úti á landi. Hann segir: „Kæra Ragnhildur. Nú er ég beðinn að skrifa þér fy-rir nokkra sjúklinga, og þætti þeim og mér vænt um að þú sæir af tíma til að minnast þeirra sérstaklega og bera þá fram fyrir Guð á bænar- örmum. Fyrst vil ég nefna M.J. Hann hefur áður fengið hjálp fyrir bæn þína. Hann er með k-ra-nsæðastíflu og geng- ur þó til vinnu, en er eitthvað lakari um þessar mundir. Hann á heima í vesturenda húss sem heitir S. Hann býr einn karla ásamt eldri konu í vestur- enda hússins og er herbergi hans uppi undir risi. Þá er það K.Ó. Hún þjáist af því sama og býr í miðherbergi að vestan á efstu hæð í húsinu nr. 22. Enn er kona sem heitir S.J., hún er ósköp máttl-aus og á erfitt með að sætta sig við að liggja rúmföst eftir langan og strangan vinnudag. Hún e.r nú 84 ára og orð- in þreytt. Vill fá að fara, en er þó mjög jarðbundin. Loks er Guðrún G. á stofu 6, gengið inn til vinstri á sjúkrahúsinu. Guðrún lamaðist 1948; hefur henni farið versnandi undanfarið. Hún getur ekki gengið við hækjur eins og áður. Þetta er sjúkdómur í mænunni og liggur milli herðanna í bakinu og virðist vera verra vinstra megin, einkum niður í vinstri ökla, og allir vöðvar svo stífir. Þessi unga kona er þriggja barn-a móðir. Ég bið þér alls góðs. Með kærri þökk og kveðju.“ Svona var nú það. Og hérna er annað bréf, sem bregður ljósi á mikið sálar- stríð: „Kæra frú Ragnhildur. Heilsufar mitt er því miður bágborið ennþá, en þó skárra eftir að ég kom heim. Á fundin-um hjá þér var ég spurð- ur að því, hvernig ég kynni við mig hér, en því svaraði ég mjög hikandi af þeirri ástæðu, að í því hugarvíli, sem ég er í, get ég vart tekið einn stað fram yfir annan. Mér finnst allt auðn og tóm, ég á vont með að koma mér að verki, hugurinn er í molum, starfsorkan lítil, hik, fálm og minnimáttarkennd ein- kenna störf mín, þó segir konan að ég sé eins og -annar maður nú en áður en ég kom til þín . .. ... Mér finnst ég varla mega né geta flúið af hólmi frá því starfi, sem ég h-ef tekizt á herðar, þótt því fylgi nokk- uð mikil ábyrgð. Líf mitt hefur, að mér finnst, einkennzt af flótta og ábyrgðar- leysi gagnvart erfiðleikunum .. . ... Mér bauðst þessi staða í fyrrasum- ar og tók ég því og fannst mér ég geta leyst starfið vel af hendi. Én það þyrmdi yfir mig eftir áramótin og síðan finnst mér heils-u minni fr-emur hafa hrakað en hitt. Þess vegna væri inikill sigu-r fyrir mig að geta haldið ófraia, en óvissan hvort það tekst fer máske 'ærst með mig. Ég t-reysti og trúi á ykkar himneskú hjálp og því vil ég doka við með að leggjast á deild taugasjúkling'a." Framhald á bls. 1-L 2. júlí 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.