Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 14
Aldrei feitur ... Tveir voru þeir valdamenn, er Skag- firðingar töldu sig þá verða fyrir þung- irni búsifjum af: Einar umboðsmaður Stefánsson á Reynistað og Grímur Jóns- son, er amtmaður varð nyrðra eftir Bjarna Thorarensen. Vinátta hafði ver- ið með þeim Gísla (Konráðssyni) og Einari umboðsmanni, en er deilur risu milli þeirra út af yfirgangi Einars gagn- vart landsetum konungsjarða, lét Gísli ekki sinn hlut. Glettist hann þá jafn- vel við Einar með kveðskap, svo sem þá er rætt var um hve Einar væri grannleitur: Einar verður aldrei feitur á ævi sinn. OHoruð bein í skrölta skinni. Hann skrælnar svona af ágirndinni. (Merkir íslendingar.) Húsið á Eyrarbakka. Litlu austar er kirkjan og þá Húsið, en það má teljast merkasta bygging þorpsins. Jens Lassen kaupmaður lét byggja það 1765, og hefur það lítið breytzt frá upphafi. Það er bjálkahús með standþiljum að utan og með mjög háu risi. Verzlunarstjórarnir bjuggu í því, og var löngum horft þangað heim með óttablandinni lotningu. Að þetta litla timburhús skuli heita húsið að eiginnafni, segir nokkuð um íbúðir al- mennings á síðustu öld. (Árbók Ferðafélagsins.) Hér stóð í fyrndinni ... Um hálfan annan kílómetra frá sjón- um að sunnan stóð í fornöld bærinn Klif eða Kleifar, sem getið er um í HeiðarvígasÖgu og átti sú jörð hálfa veiði í Blönduósi ... Þar hefur verið byggt að nýju eins og víðar, sennilega á átjándu öld, en jörðin lækkað þá það í metorðastiganum að véra kölluð Klifa- kot og lifir það örnefni enn, enda rúst- irnar sjáanlegar. Hér stóð í fyrndinni Klifakot, kýrfóðurstúnskiki sunnan við Blöndu. Umhverfið: Melar og mýri vot. Menjar þess: Vallgróið tóftarbrot. Og saga þess: Slóð yfir sandorpna öldu. (Föðurtún.) Barnhóll. Hóll einn er í túninu á Laugarvatni, niður af héraðsskólanum. Hann heitir Barnhóll. Ekki má slá efsta topp hóls- ins, og liggja þau álög á, að þá missi bóndinn sinn bezta grip. Einu sinni var hóllinn þó sleginn í tíð Bjarna Bjarna- sonar skólastjóra vegna ókunnugleika kaupamanns. Næsta dag drapst bezta kýrin á bænum, þá nýborin, úrvals- gripur. (Árbók Ferðafélagsins.) Hvarf síra Odds. Á því hausti (1787) varð það til tíð- inda, hinn fyrsta dag októbermánaðar, að Oddur prestur að Miklabæ í Skaga- firði, son Gísla biskups Magnússonar og húsfrúr Ingibjargar Sigurðardóttur, reið fram til Silfrastaða á annexíukirkju sína. Hafði hann þótt jafnan maður nokkuð sérlegur í háttum og hlaupið eitt sinn frá öðrum mönnum til fjalls. — Hann reið um á Víðivöllum, er hann kóm aftur um kvöldið og drakk þar kaffi. Bauð Vigfús sýslumaður Schev- ing honum fylgd ‘heim, því að hláku- m'yrkur gerði um kvöldið, en hann vildi ekki, því að hann var algáður en ör- skammt að Miklabæ og slétt gatan. En um morguninn eftir var hesturinn £ mýri fyrir neðan völlinn með reiðtygj- um, en prestur var horfinn og leituðu hans 40 menn í átta daga, en hann varð aldrei fundinn og ekkert af honum og voru þar um margar getur, því að margt var til dregið og engar líklegar, — FRÍMERKI ÆTLI flestir friímerkjasafnarar verði ekki einhverntíma að horfast í augu við þessa spurningu, og ekki aðeins þeir, heldur flestir sem ein- hverntíma selja frímerki. Það ber meira á þekn er láta óánægju í ljós, þegar þeir komast að ra-un um verð- ið, en hin-um sem gera sér ljósa gr-ein fyrir hvert raunveruliegt v-erðmæti frímerkjann-a er. Safn nákvæmlega sömu merkj-a, að verðlista-mati krómur 5,000,00 g-et- ur þegar til sölu kemur orðið í einu tilfelli u-m 2,000,00 en öðr-u kannsk-e 6,000,00. Hver er ástæðan? Einfald- 'l-ega sú, að í safnin-u, s-em aðeins -selzt fyrir tvö þúsund krónur er-u -lél-eg m-enki. Þá er át-t við að hin eim- .-stöiku merki séu meira og min.na gölluð. Þa-u enu þvæld, eð-a þrieytt, ‘eins og stundum er kal-lað. Það vantar ka-nn-sk-e eins-taka t-akka. — Uppl-eysin-gi-n var hroðvirkn-isl-eg, kannske haf-a komið þu-nnir blett-ir. Ótöfckuð merki eru kannske þétt klippt, eða með örmjóum r-ömdum, Safnið s-em greitt var fyrir m-eira en verðlis.taverð in.nihélt hinsvega-r ein-gön-g-u f-rím-er-ki, s-em vor-u í óað- finn-anlegu ástandi. Því v-ar hæ-gt að greiða meir-a fyrir þa.u en verðl-ist- inn segir til um. Af þes-su er hægt a-ð dra-ga þá á- lykt-un, að v-erðlistaverðið er ekki einhlítt. Þetta er öldungis rétt. Verðlistaverðið er aðeins miðað við mnenki í g-óðu ástan-di. Ef um eldri merki er að ræða, sem er-fiitt er að tfá í góð-u ás-tandi, er oít gr-eitt fyrir þa-u um 50% h-ærra ve-rð, jafnvel meir-a, sé um góð rmerki að ræða, eða svokölluð „Pragtekseplar". Þá -er ekki minna vir-ði, sé um safn að ræða, ■ að það sé s-ett v-el upp, þa-n-nig að það gleðji auga kaupandans. Not- ið því aðeins beztu fáanl-eg eintök þega-r satfn er s-ett uipp, hvort s-em er til söl-u eða sýninga-r. Það skyldi engin-n blekk-j-a s-ig á því að hann hafi n-áð dýr-um hlu-t fyr-ir Mtinn penin-g, s-é um meriki með á-gallia að ræða. Þa-u eru ekki s-eld n-ema fyr-ir um % af verðlistaverði og enginn kaupmaður kaupir þa-u fy-ri-r meir-a en helming þess, þ-ví að enfitt er að selja þa-u. Auk þess skylldi þes-s gætt, að ka-upmenn g-efa yfirleitt ekki m-eiria en um 50% af v-erðlistaverði fyrir betri mer-ki, sé um sérstök merki að ræð-a get-ur það orð-ið hær-ra. Verðlistaiverðið er því a-ðeins út- söluverð hinna algengari m-erkja og dlágóðr-a eintaka af hinum sj-aldgæf- ari. Léleg eintök s-el-jast otft la-n.gt u-ndir verðlistaverði og m.jö-g góð ein-töik yfir því. Enginn verðlista- höifun-dur gen-gur með þá gr.illu, að hann sé að s-emj-a neina biblíu, þv-í að jafnvel framboð og eftirspurn 'getur oft va-l-dið verðsveiflum á kannsfce mánaðartíma. Sigurður H. Þorsteinsson. en það þótti einna líkast, að hann hefði farið i Gegnir, stokk einn í Jökulsá, er kölluð er Héraðsvötn, þó að eigi fyndist hann. (Espólín.) Ai gömiiuB blöðum að var 9. maí, rétt fyrir hádegið. Ég var að staulast vestur Túngötuna. Lóuhópur flaug hring eftir hring yfir Landakotstúninu, bær voru fjölmargar og kvökuðu sáran. Vorkuldinn er oft napur á sumarlandinu. Svo svifu þær í renniflugi burt, til að leita sér skjóls fyrir norðannæðingnum. Sunnan Túngötunnar er Kristskirkja í Landakoti, þetta fa-gra og stílhreina guðshús, ímynd hinna traustu og tígu- legu stuðlabjarga, sem Guð almáttugur hefur skrýtt með okkar stórskorna, tfagra og litskrúðuga land. Og innan dyra kirkjunnar er dýrð Guðs, helguð af barnslegu trúartrausti, eins og við vonum að sjá bak við Gullna hliðið. Norðan götunnar er Sæluhúsið á Sól- arhæð, sjúkrahús hinna blessuðu sankti Jóseps líknarsystra. Það var reisulegt gamla timburhúsið, er ég sá það 1907. Og steinhúsið, sem nú gnætfir þar, er beinlínis tígulegt og vekur traust. Já, vorkuldinn er oft sár í jarðlífinu, það reyna þeir sjúku og slösuðu. Þeir eru orðnir ótrúlega margir, sem líknarsyst- urnar í Landakoti hafa líknað og hjúkr- að. Það er fagurt mannlíf að líkna þeim þjáðu, og fagur kristindómur. Sú trú er góð, sem hvetur menn til mildi og mannúðar. Ég sá líka læknana, sem störfuðu þar, fjögurra laufa smárann: Prófessorinn, engilinn með hnífinn, doktorinn og lækninn. Ég sá prestinn, sem börnin hópuðust í kringum og alltaf átti sælgæti í hempuvösunum. Hann brosti eins og barn. Og ég sá lí-ka trúa og dygga þjón- inn, bróður Ferdinand, „hann Fedda gamla“, sem börnin kölluðu svo. And- litið varð allt að einu brosi, er börnin voru kringum hann. Við eigum líknarsystrunum í Landa- koti mikið að þakka; það þekkja þeir bezt, sem vanheilir voru og nutu hjúkr- unar þar. Sjúkrahúsið í Landa-koti var fyrsta raunverulega sjúkrahús landsins, líknarsysturnar fyrstu lærðu hjúkrunar- konurnar og þær fyrstu, sem kenndu •hjúkrun. Þó hefi ég heyrt ómilda dóma og beint vanþakklæti fyrir störf þeirra. Það var svo áður en er að breytast, og þakklæti og viðurkenning að koma í staðinn. Líklega hafa fordómar í trúar- efnum valdið þessu, rétt eins og Guð sé ekki jafn góður hvað sem trúin heitir. Ég hefi átt heima í verkamannabú- stöðunum í 34 ár, og nær á hverjum degi staulazt yfir hæðina, sem ég í hug- anum kalla Sólarhæð, af því þar er alltaf svo bjart yfir. Nær alltaf hefi ég mætt einhverri systurinni, og alltaf mætt saklausu brosi. Það er ótrúlegt hve bros yljar vegfaranda, og veitir honum þrek til að lifa lífinu. Fyrir 40 árum dvaldi ég nokkra klukkutima í sjúkra- húsinu í Landakoti, blessaður engillinn minn, hann Matthías læknir, var að setja mig í gifs, til að einangra berkl- ana í mjöðminni. Ég var mikið veikur og sársaukinn mikill, en bros systurinn- ar hjálpaði mér til að harka af mér og bugast ekki alveg. Væri ég listamaður myndi ég mála mynd af dóttur gleðinnar, systur sorgar- innar og móður miskunnseminnar. Og tfyrirmyndin væri líknarsysturnar í Landakoti, allar með sama saklausa bros- dnu og þær hafa brosað til mín. Og alltaf væri baksviðið birtan frá Guðs- syni og Guðsmóður. ÞaT svífur senn að hausti fyrir mér, mig langar að kveðja og þakka. Ég vona að mæta brosi á mínu sumarlandi. Hannes Jónsson. Nýjar erlendor bækur í Borg- arbóknsaíni Shearer, John o.fl. The New Orkney Book, London og Edinborg 1967. 184 bls. Myndir. Fyrri hluti bókarinnar er safn rit- gerða um sögu Orkneyja frá fyrstu tíð og til þessa dags, örnefni í Orkneyju-m, fólkið þar fyrr og nú, náttúru eyjanna, dýralíf o.fl. Síðari hlutinn, 35 bls. er sýnishorn af orkneyskum nútí-mabók- menntum um eyjarnar, sög-ur, greinar og ljóð eftir sjö orkneyska höfunda. Ingram, Collingwood: In Search of Birds London 1966. 294 bls. Höfundurinn er geysivíðför-ull nátt- úruskoðari, og fjallar bók hans um fugla og fuglalíf víðsvegar um heim, svo sem í Japan, Trinidad, Lapplandi, Spáni, íslandi o.s.frv. Er hér einkum um að ræða eigin athuganir höfundar á lifi og háttu-m ákveðinna fuglateg- unda ritaðar bæði af hrifningu, glögg- skyggni og hugkvæmni. Dembeck, Hermann: Animals and Men. London 1966. 390 bls. Myndir. Höfundurinn er þýzkur og kom þessi bók fyrst út 1961, en hefur síðan verið gefin út bæði í Englandi og víðar. Bók- in er eins konar menningarsaga um samband dýra og manna. Bókin skipt- ist í þrjá aðalkafla, sem segja nokkuð til um efni hennar: Dýrin sem bráð, Dýrin sem þjónar, Dýrin sem félagar. Clayton, Keith:Earth’s Crust. Londoa 1966. 155 bls. Myndir. Alþýðlegt fræðslurit um jarðfræði með hundruðum skýringarmynda, flest litmyndir, og fjallar um myndun jarð- skorpunnar, jarðlög, steina, steingerv- inga, dýra- og jurtalíf á eldri skeiðum jarðsögunnar o.s.frv. Forsíðumyndin er af Surtsey. Harré, R. (editor): Early Seventeenth Century Scientists. London 1965. 200 bls. Myndir. Bókin fjallar um 7 mestu vísinda- menn 17. aldar, starfsaðferðir þeirra og vísindalegar uppgötvanir. Höfundarn- ir eru sex brezkir sérfræðingar í vís- indum og hugmyndafræði 17. aldar. i Howarth, David: The Golden Isthmus. London 1966. 248 bls. Myndir. Saga Panamaeiðisins allt frá því Evrópumenn stigu þar fyrst á land 1513 og til þessa dags. Margt hefur gerzt á þessu mjóa, en mikilvæga eiði milli Atlantshafs og Kyrra-hafs, og verður sú saga bæði ljós og lifandi í höndum þessa höfundar. Marshall, Andrew: Brazil. London 1966. 232 bls. Myndir. Fyrst er stutt yfirlit yfir sögu Bras- ilíu og síðan er einkum fjallað um nú- tímann og þróun menningar — efna- hags og stjórnmála í landinu. Höfund- urinn er blaðamaður, sem átt hefur heima í Brasilíu lengst af ævi sinnar. Margar ágætar myndir eru í bókinni af landi og fólki. Gunther, John: Inside South America. New York 1966. 610 bls. — Book-of- the-Month Club. Þetta er áttunda „Inside“ — bók hins heimsk-unna höfundar, en allar þessar bækur hans fjalla um menning- ar- og stjórnmálaástand í þeim löndum, 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 2. júlí 196-7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.