Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 5
JÓNAS GUÐLAUGSSON: F yrir mörgum öldum var uppi ungur listamaður í hinu mikla Kínaveldi á dögum hins fræga keisara Lí Sö Mínns af Tángætt. Listamaður þessi, sem var málari, bjó í fátæklegum kofa í útjaðri hinnar miklu keisaraborgar. Draumur hins unga listamanns var að mála svo fagrar myndir af trjám og blómum að jafn- vel sköpunarverkið bliknaði við samanburð. Öllum stundum sat hann yfir verki sínu eða horfandi á tré gæla við blátt loftið með laufum sínum eða á blóm ilm- andi og litfögur er þau breiddu úr sér í sólskininu. Allt líf sitt og æsku lagði hann undir í þessari þjálfun sinni að vinna það verk sem hann óskaði og vonaði að bæri ávöxt. Hann hafði varla til hnífs eða skeiðar og lifði á því sem gömul nágrannakona Ihans rétti honum endrum og eins; hrísgrjónalúku, rætur, ávexti og stundum jafn- vel kjötbita. Fátt hafði hann sér til klæðis eða skæðis og oft var kalt í kofa hans. Kugsjón og list brann þar skærum eldi og ornaði honum og gladdi betur en nokkur arineldur mundi nokkru sinni gera. Dagar, vikur, mánuðir og ár liðu og ungi listamaðurinn starfaði sí og æ við myndir sínar, sem urðu sífellt fegurri og litbjartari, hreinni og guðdómlegri. Hann vann af kappi að mála fegurð trjáa og blóma í einfaldleik hins barnslega og inn í myndir hans læddist undrið mikla, sál hlutanna, lífsins sjálfs. Þó að ef til vill hefði mátt finna margt að myndum hans, var blóð hans og andardráttur í hverri línu og lit. Hann sjálfur varð guð og sköpuður þessara mynda; í þeim var trú hans, von og kærleikur. Æskan lék í greinum trjáa og blæddi í litum blóma. Árin liðu; ungi listamaðurinn var að vísu enn ungur þó ofurlítið farinn að reskjast, og gamla konan sem svo oft hafði gefið honum matarbita var dáin. Hann varð því stundum að taka gula beiningaskál sér í hönd og biðja sér ölmusu, sem vildi oft misjafnlega ganga. Sérhver ferð hans var erfið. Þegar hann kom heim í kofann sinn, þá gladdi það hann að sjá verk handa sinna og hugar. L istamaðurinn ungi sá, að nú yrði hann að reyna að selja myndir sínar, þi-átt fyrir að þær væru eins og börnin hans; honum hafði raunar aldrei dottið í hug að gera það. Gleðin að skapa þær hafði nægt honum. En heimurinn kallaði á peninga fyrir minnsta viðvik, og hann vissi að þess vegna varð hann að ná í þennan gjaldmiðil. Dag nokkurn tók hann saman fallegustu myndirnar sínar og setti í stóra strá- körfu og gekk með þær langa leið um stræti keisaraborgarinnar, þar til hann kom að hinum mikla múr sem umlukti keisarahöllina. Múrinn var skreyttur feg- urstu myndum í gulli og silfri og skærum litum. Hann vissi að á þessum stað seldu listamenn oft verk sín; hann kom þeim haganlega fyrir í skjóli hins mikla múrs og reyndi að láta þær njóta sín sem bezt. Margir áttu þarna leið um; flestir létu sem þeir sæju ekki unga listamanninn með myndir sínar. Götustrákar kölluðu ókvæðis- orðum til hans. Nokkrir viðurkenndir listamenn litu þó á myndirnar, en hæddust að þeim og sögðu að höfund þeirra skorti allan lærdóm og kunnáttu. Það væri til lítils fyrir hann að reyna að selja þetta rusl. Umferð stórborgarinnar fór hjá og við hlið hans var mikið selt af lélegu glingri sem glóði og pyngjur kaupmannanna fylltust. Listamaðurinn stóð þarna einn með myndir sínar, sem enginn vildi kaupa. Tunglið var komið upp og lýsti yfir múrinn og götuna, kaupmennirnir búnir að kveikja á marglitum pappírsluktum og gerðu sér glaðan dag af nesti sinu. Enginn virti hann viðlits; hann var sjálfsagt bara álitinn einhver listamannsbjálfi sem hélt að hann væri að selja listaverk. Hlið á hinum mikla múr opnaðist, út kom ríðandi fylking af glæstum ridd- urum með miklar lensur og blaktandi veifur, og fóru þeir óvarlega. Ungi lista- maðurinn varð að halla sér fast upp að múrnum, svo þeir riðu hann ekki um koll, en myndirnar urðu fyrir barðinu og voru rifnar og allar skemmdar af hrosshófum riddarasveitarinnar. Þarna lágu verk og hugsun margra ára eyðilögð. Hann tíndi saman mynda- slitrurnar og setti í körfu sína og hélt heim í kofa sinn þar sem allsleysið beið hans. Himnavættirnar höfðu horft á aðfar- irnar og aumkuðust yfir listamanninn og gættu ekki að lögmáli krafta sinna. Stórfellt óveður með kuldakasti gekk yfir héraðið og keisaraborgina. Öll hin fögru blómgandi tré og dýrlegu blóm dóu eða skemmdust. Allsstaðar sáust dauð eða dauðvona tré, eins og for- dæmdar sálir eða beinagrindur dauðra manna. Hvar sem augum var litið sáust skemmdir náttúruaflanna á ímynd lífs- ins, hinu blómstrandi tré. Þau báru engan ávöxt framar, engin blóm sem glöddu augað, því himnavættirnar voru sárar yfir vanþakklæti manna. Þær sem gáfu alla fegurð og blómgun jarðar og auð manna, sáu að mennirnir gáfu ekki neitt þeim sem voru sannir í verkum sínum eins og lögmál þeirra eigin afla. JÓNSMESSUNÓTT Eftir Ólafiu Árnadóttur Nú blundar foldin blítt og rótt; þótt björt á Fróni skarti nótt er sólin sjónhring ofar. Og fyrr en morgnar, fer á kreik hver fugl, og dýrin bregða á leik. Allt líkn Guðs föður lofar. Nú allt er vafið undraglit; í alkyrrð nætur breytir lit hver ey um svölu sundin. Er fagran skoða fjallahring og friðarljómann allt um kring, þá verður létt mín lundin. Það er sem báran blundi rótt og blærinn sofi þessa nótt; það örlar ei á steini. Og vertu hljóður, hugur minn, er hrífur sanna fegurðin. — Hér liggur margt í leyni. Ég finn ei orð að festa á blað, því fegurðin er meiri en það er lýst ég geti í ljóði. Og landið fagra er landið mitt, en líka, vinur, óðal þitt, — vort gull í geymdum sjóði. B. júlí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.