Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 11
RACNHILDUR Framhald af bls. 9. Þetta bréf er frá vel menntuðum manni, sem varð því miður vínhneigð- ur snemma á árum, og bæði það og annað hefur nú leitt hann út í það hug- arvíl, sem bréfið gefur hugmynd um. Svo kemur hér annað bréf af ólíkum toga spunnið: „Kæra Ragnhildur. Fyrir tæpum átta árum skrifaði ég þér og bað þig að hjálpa mér. Þá var ég gift og okkur hjónin langaði til að eignast barn, en það leit út fyrir að ég gæti það ekki. En mjög fljótlega eftir að ég skrifaði þér var ég þess vísari að ég var orðin ófrísk og gladdi það okkur mjög og þakkaði ég þér það, þeg- ar ég eignaðist indælan lítinn son, níu mánuðum síðar. Nú er hann orðinn stór og efnilegur drengur. Ég hef fengið mörg bréf af þessu tagi og það er athyglisvert hvað fólk er þakklátt og gleymir því ekki, sem gert hefur verið. Mér berst fjöldi bréfa á borð við þetta hér: „Kæra frú Ragnhildur. Ég get ekki lengur dregið að skrifa og færa þér mínar beztu þakkir fyrir þá •umhyggju er þú sýndir með því að koma að sjúkrabeði mínum er ég lá veikur í Landspítalanum í byrjun þessa árs. Sérstaklega með tilliti til þess að ég er þér alls ókunnur. Þau áhrif og sá skjóti bati, sem mér hlotnaðist á svo undarlega skömmum tíma, fæ ég vart skilið. Sérstaklega var batinn greinilegur er þú heimsóttir mig í stofu 14 og fórst höndum um höfuð mitt, en í því hafði ég mjög miklar þrautir. Ég hef aldrei leitt hugann að öðru en því sem okkur venjulegum mönnum er sýnilegt, en eftir þessi kynni mín af öfl- um, sem þar eru fyrir utan, verð ég að kannast við, að ekki erum við óstudd. Svo yfirnáttúrlegur var bati minn.“ Meðan Ragnhildur les úr bréfunum hefur síminn hringt látlaust í stofunni fyrir framan. Fólk reynir stanzlaust að ná tali af henni. Hún bregður sér fram sem snöggvast og svarar tveim símtölum í röð. Kemur svo inn og segir: — Það var húsmóðir að biðja um tíma kl. 2 á morgun og ungur maður sunnan með sjó. Hann hefur ekki sofið dúr í margar nætur og er örvæntingu næst. — Það koma til þín menn af öllum stigum? ■— Það eru allir af sömu stigum. — Þú veizt hvað ég meina. —■ Já, ég veit það. Það koma hingað hæði læknar, lögfræðingar og prestar. Það hefur hver sitt að bera. — Áttu hægara með að fá hjálp fyrir þá sem standa þér nærri? — Nei, það skiptir engu máli. Kraft- ror bænarinnar er ekki meiri þó ná- komnir eigi í hlut. Maður biður ekki eigingjarnar bænir. —• Og nú ertu búin að ráðstafa þér í marga daga fyrirfram. Ertu þreytt eft- ir fundina? —. Síður en svo. Jafnvel þó ég sé eitt- hvað þreytt, fyrir, er ég endurnærð eftir fundina. Ég er mjög ánægð með lífið og þakklát fyrir að það skyldi vera hægt að nota mig til þess að gera öðrum gott. Stærsta ryksuga í heiminum er vafa- lítið sú, sem sézt hér á þessari mynd. Undirstaðan er gamall þýzkur skrið- dreki, en yfirbyggingin er heimatilbúin í Orangemund í suð-vestur Afríku. Ekki nota þeir áhaldið til heimilisbrúks þar, heldur til þess að auðvelda leit að dem- öntum. Pípan, sem sézt til vinstri á myndinni, liggur eitthvað langt niður í jörðina, og ryksugan er í þann veginn að skirpa út úr sér myndarlegu hlassi af sandi, sem inniheldur demanta. sport, en hér á isndi eru það auðvitað einvörðungu jepparnir, sem brugðið er fyrir sig á vegleysum. Bandarískur framleiðandi hefur hafið framleiðslu á litlum torfærubíl, sem er raunar eins- konar leikfang, en er að minnsta kosti þar í Iandi merkilega ódýr. Það sem gerir hann ódýran er m.a. það, að kaup- andinn kaupir bílinn í stykkjum og set- ur hann síðan saman sjálfur. Ef ein- hver skyldi vilja snúa sér til þessa fram- leiðanda, þá heitir hann B. F. Meyers, Newport Beach, California. Því miður var ekki tekið fram í fréttinni um þenn- an torfærubíl, hvort hann er fáanlegur með húsi eða ekki. Fátt er eins hættulegt og tilraunir við ný hraðamet. Nærri árlega ferst ein- hver við þesskonar tilraunir, bæði á landi og sjó, en ekki verður það til þess að aftra öðrum frá að reyna. Einn af þeim sem farizt hafa nýlega er Donald Campell heimsmethafi, en met hans með farartæki á vatni hljóðar upp á 276 mílur á klst. Þó hrapallega tækist til fyrir Campell ætlar Art nokkur Arfon að reyna að bæta metið og á myndinni sést farar- tækið, sem til þess er ætlað. Þetta er raunar þrýstiloftsbíll, sem að nokkru leyti hefur verið breytt i bát. Samt eru hjólin á bilnum ennþá á sínum stað og Arfon hefur reiknað út, að á 200 mílna hraða lyftist báturinn það mikið, að ein- ungis hjólin hvíli að vatnsfletinum. Og þá ættu þau að minnka mótsstöðuna. Þessi þrýstiloftsbíll náði á sínum tíma 342 mílna hraða á landi, en Arfon verður að slá betur í ef hann ætlar sér að bæta met Campells. Af öllum bílum, sem sýndir hafa verið á bílasýningum þessa árs, hefur Lam- borgliini 2000 þótt nýstárlegastur. Lam- borghini er raunar ítölsk dráttarvéla- verksmiðja, en tók fyrir nokkrum árum að framleiða sportbila, sem þótt hafa mjög eftirsóknarverðir. Raunar er það formsmiðurinn Bertone, sem heiðurinn á af útlitinu, en eins og sjá má eru hurð- irnar nálega allar úr gleri og opnast upp. Þetta gler á neðri helmingi hurð- anna verður að teljast vafasamt og eyk- ur naumast öryggiskennd, þegar ekið er á þcim hraða, sem þessum bíl er ætlaður. Hinu er ekki að neita, að þarna er ítölsk formsnilld upp á sitt bezta, og ekki sízt að innan er bíllinn nýstárleg- ur. Þarna hefur verið gripið til þess að leggja sexstrendinginn til grundvallar. Hann kemur fyrir í formi sætanna, í mælaborðinu og einhverskonar sól- skyggni undir afturrúðunni. Þar sem Italir hafa lengi ráðið mestu um útlit bifreiða er ekki ólíklegt að einhver eigi eftir að stæla þennan Lamborghini og eitthvað þessu líkt muni margir bílar líta út eftir svo sem 10—15 ár. með rafmagnsvél og þurfa að ganga á eftir henni. Það ágæta fyrirtæki Inter- national — Harvester hefur hafið fram- leiðslu á dvergdráttarvélum, sem hægt er að nota sér til þæginda við ýmsa hluti í garðinum. Að sjálfsögðu fylgir henni sláttuvél eins og raunar sést á meðfylgjandi mynd, en ekki nóg með það, heldur er einnig hægt að fá tönn framaná líkt og á jarðýtu, og bæði diska og fjaðraherfi. Dvergurinn er búinn 10 hestafla vél en ekki fylgir sögunni hvað hann kostar. Nú er öryggið mál málanna í bíla- iðnaðinum, enda hafa yfirvöld í Banda- ríkjunum sett bílaverksmiðjunum stól- inn fyrir dymar, með fjölmörg atriði, sem hér eftir verður skyldugt að hafa með af öryggisástæðum. Þar á meðal eru öryggisbelti, sem hingað til hafa oftast verið skáliggjandi frá festingu við dyrapóst en að hinu leytinu með fest- ingu í gólfi. Þó hefur amerískum verk- fræðingur fundið upp nýja gerð örygg- isbelta, sem sögð er taka hinum veru- lega fram og tilraunir í Bandarikjunum hafa sýnt, að farþegar og ökumaður ganga út óskrámaðir og alheilir, enda þótt bíl sé ekið á múrvegg með 80 km hraða. Það er engu líkara en að menn hafi nýlega vaknað upp við vondan draum og fundið að húsgögn voru óþægilega hörð. Þau hafa verið teiknuð og smíðuð fyrir augað, formið látið sitja í fyrir- rúmi, en hvernig er svo notagildið? Það fer eftir því hvernig á það er litið; sumum finnst það gott, öðrum finnst hin nýju húsgögn óþægileg. Hér á myndinni er heldur byltingarkennt and- svar; þar er formið látið lönd og leið, ekkert gert fyrir augað en hugsað um það eitt, að það geti nú orðið sem þægi- legast að fleygja sér í dyngjuna. Það má líka vel vera að það geti verið þægi- Iegt að setjast í svona stól í bili, en liklega væri hann heldur þreytandi til lengdar. 2. júlí 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.