Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Síða 7
Sr. Gís/f Brynjóltsson: Kistur Alexandrínu og Kristjáns X í Hróarskeldu- dómkirkju. að er sunnudagur — mollukennt, sólarlaust hæglætisveður, hitinn um 20 stig — mátulegt til að verá snöggklæddur. Koskilde •—■ sjáum við að stendur á skiltinu. Ja, ekki er þetta nú lengi farið. Það er nú heldur ekki von. Það er „iltoget“, sem hefur flutt okkur þennan spöl frá Kaupmannahöfn. Frá brautarstöðinni göngum við all-langa leið eftir aðalgötunni, með búðum og bönkum á báðar hendur. Hér er ósköp rólegt, fáir á ferli, helzt eldra fólk me'ð hunda sína. Það er eins og bærinn hafi fengið sér mið- dagsblund af því hann hafði ekkert við tímann að gera' og er orðinn leiður á þessu tveggja daga fríi í viku hverri. En eftir því sem nær dregur torginu fer að lifna yfir umferðinni. Og þegar þangað er komið, sjást stórir flekkir af bílum alla vega litum, sem standa í gljáandi röðum og fylla hvert bílastaeði. Og meira en það. Sífellt streyma bílar inn á torgið, sem hvergi finna sér pláss, hringsóla þar um stund og verða frá áð hverfa. Fólkið í bílunum er flest ungt eðá miðaldra, hjón með börn sín og annað skyldulið. Það leggur leið sína hingað í vissu augnamiði — það er komið til að skoða elztu og eina stærstu dómkirkju Danmerkur, sem hefur algera sérstöðu meðal Guðs- húsa í landinu vegna þess a’ð í hliðarkapellum hennar hvíla lík margra Danakonunga og drottninga og skyíduliðs þeirra. B ygging Hróarskeldudómkirkju hófst á dögum Absalons erkibiskups á ofanverðri 12. öld. Hún er reist úr rauðum múrsteini. Það eru margir steinar, enda mun ekki hafa verið kastað á þá tölu. í bygg- ingunni er blandað saman rómverskum og gotneskum stíl og undir gólfi hennar hafa fundizt leifar af grunni Dómkirkjan í Hróarskeldu. eldri kirkju. Hún er næstlengsta kirkja í Danmörku — kirkjuskipið er 84 m á lengd og upp í hvelfingar hennar eru 24 m en turnspirurnar eru mun hærri. — Manni finnst fara lítið fyrir manneskjunni þegar komið er inn í þetta volduga hús, þegar maður horfir upp eftir rauðum múrsteinasúlunum, sem bera uppi boga hvelfinganna. Það fer ekki hjá því að maður undrist stærð þess, dáist að skrauti þess eins og t. d. prédikunarstólnum, orgelinu eða konungsstúkunni. Innst í kirkjuskipinu er kórinn — aðskilinn frá útveggjum með súlnagöngum. Hann er tvískiptur, Gg-Tíó loft g&F\ó loft gefló lífsanda loft — Matthías Joehumsson í Hróarskeldudómkirkju Matthías Jochumsson. fremri hlutinn heitir kórsbræða eða kanúkakórinn. Þar eru raðir af stólum með veggjum fram, 44 að tölu, kallaðir munkastólar. Maður þarf ekki lengi að horfa á þessi elliblökku sæti með útskornum örm- um til þess að sjá munkana sitja þar krúnurakaða í kuflum sínum. Yfir sætunum er Biblían útskorin í myndum, 22 á hvorum vegg, að sunnanverðu Gamla testamentið — á norðurveggnum þáð Nýja. Altaristaflan er stórbrotið listaverk um 4 alda gömul í renesancestíl, líklega frá Antwerpen. í mið- hlutanum eru 9 myndir úr fæðingar- og píslarsög- unni. Persónurnar á myndunum eru „fríttstandandi", og þegar maður stendur frammi fyrir þeim er engu líkara en þær komi á móti manni ljóslifandi alla leið austan úr guðspjöllunum. Á hvorum væng eru 6 myndir af öðrum atburðum úr ævisögu frelsarans. Það þarf lotningarfullan hug og langan tíma til að njóta þess mikla helgimyndasafns. Að baki altaristöflunnar skiptir um svið. Þar tek- ur við manni heimur valdanna og veraldarhyggjunn- ar. Þar liggur, á hárri skrautkistu, marmaralíkneski voldugasta þjóðhöfðingja, sem Danir hafa átt. Þar gefur að líta Margréti drottningu, dóttur Valdimars Atterdags, sem réð yfir allri Skandinavíu, ásamt Dan- mörku. Margrét drottning andaðist á skipi sínu í Flens- borgarhöfn aðfaranótt 28. okt. 1412. Hún var borin til grafar í Sórey þar sem faðir hennar og Olafur konungur sonur hennar hvíldu. Sumarið eftir, þ. 14. júlí, var lík hennar fært til Hróarskeldu og lagt í skrautkistu, sem enn má sjá. Og eins og segir í latneskri áletrun á kistunni, „þar sem komandi kynslóðir megna ekki að halda orðstír hennar í þeim heiðri, sem henni ber, þá er þetta 10. september 1967 Úr kapellu Kristjáns IX. verk gert til minningar um hana“. Það lét gera eftir- maður Margrétar, Eiríkur af Pommern, sem efndi til mikillar kirkjuhátíðar til minningar um þessa vold- ugu ömmusystur sína. — E n hverfum nú frá Margréti Valdimarsdótt- ur, hinni miklu drottningu. Hún er aðeins ein af þeim fjölmenna hópi konungafólks og annarra fyrir- manna, sem hvíla í Hróarskeldu-dómkirkju, — að vísu ekki inni í kór hennar eins og hin mikla drottn- ing og raunar ekki í kirkjunni sjálfri heldur í kap- ellum sem reistar hafa verið við hana á ýmsum tímum seinast, sú yngsta, á ái-unum 1917—23. Hún ber nafn Kristjáns konungs IX. Aðrar kapellur kirkjunnar eru kenndar við Kristj- ánana og Friðrikana, sem okkur gekk svo báglega að muna undir prófin í Menntaskólanum. Óvíst er hvort kunnáttan hefði batnað, þótt við hefðum átt þess kost að skoða þessa legstaði þeirra langfeðga. Það væri þá helzt kapella Kristjáns IV. Auk þess sem hann liggur þar sjálfur í kistu sinni, er af hon- um líkneski eftir Thorvaldsen og tvö geysistór mál- verk á veggjum af atburðum úr ævi hans. Á öðru er hann sýndur í dómarasæti. Ekkja ein kemur með börn sín og ber upp fyrir honum mál sín. Hún fær leið- réttingu. því réttlætið skal hafa sinn gang, en aðals- maðurinn, sem hefur beitt hana rangindum hlýtur dauðadóm. A hinni myndinni stendur kóngur „ved höjen Mast“, særður, með bundið fyrir hægra augað, sem hann missti sjónina á i sjóorustunni í Kolbergheide 1. júlí 1644. Þrátt fyrir sár sín eggjar hann lið sitt lögeggjan til að halda áfram bardaganum. Á granítsúlu í kapellu Kristjáns I. er mörkuð líkamshæð Danakonunga og nokkurra annarra þjóð- höfðingja. Úr kapellu Kristjáns IV. Hæstur er Pétur mikli 208,4 cm. og næstur honum síðasti konungur íslands og Danmerkur Kristjáns X. Hann var 199,4 cm. Núverandi Danakonungur Frið- rik IX. er fimmti í röðinni 192,5 cm. Lægstur af kóngum Danmerkur, af þeim, sem þarna eru mældir, var Kristjón VII. 164,1 cm, og var Síamskonungur þó 0,1 cm lægri. Lýkur hér frá að segja líkamshæð þjóðhöfðingja, enda raunveruleg „stærð“ þeirra aldi'ei mæld á þann veg af mannfólk- inu. Framhald á bls. 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.