Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Side 8
í i Að ofan: Ný blokk í Glerárhverfi þar sem áður voru lítil hús og grænir grashvamm- ar. — Að neðan: Silfurbúnir stokkar eru sjaldgæfir nú orðið en í staðinn hafa leigubílstjórar fengið dýrari dollaragrín en aðrir Iandsmenn. Nokkrar skissur í máli og myndum frá Akureyri — Eftir Císla Sigurðsson Reykir stigu lóðrétt til himins á þessu lognblíða síðdegi, Fjörðurinn slétt- ur eins og stöðuvatn. Það mundi þó sízt teljast til tíðinda. Á Akureyri er annáluð veðursæld og oft er af ein- hverjum ástæðum hlýrra þar en annars staðar Norðanlands. Umferðin bar þess merki að ýmsir mundu hafa lagzt í ferðalög upp á síðkastið, en það var tal- ið meiriháttar böl hér fyrr meir. Að- eins flakkarar nutu þeirra forréttinda að ferðast án erindis. Bílamir á vegin- um utan við bæinn voru fleiri með X og R og E en hinir, sem merktir vom með bókstaf heimamanna. Það styður það sem raunar er augljóst, að Akur- eyri er mesti ferðamannabær landsins. Til þess liggja margar veigamiklar ástæður; fegurð staðarins og sú stað- reynd, að hann er höfúðstaður Norður- lands og stærstur bær utan Reykja- víkursvæðisins. Flestum meiriháttar sumarleyfisferðum að sunnan er stefnt norður og þá verður Akureyri sjálf- sagður viðkomustaður, eða jafnvel sjálft takmark ferðarinnar. Með tilliti til þess, að íslendingar sækja nú mest á þá staði erlendis, þar sem þeir geta flatmagað í sól meðan dagurinn endist og drukkið næturlangt á skemmtistö’ðum, þá vaknar sú spurn- ing, hvort ferðamenn hafi nokkuð við að vera á Akureyri. Baðstrendur getum við afskrifað strax, en drukkið geta menn nyrðra ef efni og vilji standa til. Þrátt fyrir margan og merkan iðnað á Akureyri hefur skemmtanaiðnaðurinn ekki gleymzt; þar eru bæði prýðilega frambærileg vertshús og skemmtistaðir. Sumir telja að Sjálfstæ'ðishúsið á Ak- ureyri sé með hinum skárri skemmti- stöðum landsins og þar að auki er bar á Hótel Kea, ef ég man rétt. ]\íér þykir líklegt, að það séu raunar allt aðrir hlutir en barir og skemmtistaðir, sem draga að sér fólk úr öðrum landshlutum til Akureyrar. Það er eitthvað vinsamlegt við bæinn; eitthvað sem kallar á mann og stendur í verulegri mótstöðu við heldur sóða- legan bæjarbrag í ýmsum öðrum kaup- stöðum landsins. Náttúrufegurð á ekki minnstan þátt í því; bæjarstæðið er einstaklega fallegt. Að vísu fer því fjarri að mig langi til að yrkja lofgjörð um fegurð Vaðlaheiðarinnar, en útsýnið inn dalinn ber með sér búsæld og unað íyrir augað og Súlur og Hlíðarfjall eru sviptigin fjöll. Það er gott að hafa svo tignarleg fjöll í návist sinni, enda hefur enginn líkt þeim við gamlan fjóshaug eins og Sveinn Skorri Esjunni. Ef til vill er þó allra fegurst að sjá út fjörðinn á lognkyrrum kvöldum. Þegar Ólafsfjarð- armúli og Kaldbakur lóna fjarst í norðri, en sólin gyllir hafflötinn undir miðnætt- ið. Ég horfði á það af Gáseyrinni, hvern- ig fjörðurinn varð eins og bráðið gull; sú eyri skagar út í fjörðinn nokkuð norðan við kaupstaðinn og rétt þar hjá eru Gásar eða Gæsir eins og nú mun sagt, kunnur bær úr sögunni. í fornum heimildum er þess oft getið, að skip komu út á Gásum, enda var þar fræg höfn og verzlunarstaður um margar ald- ir, allt fram til 1400. Gamlar tóftir og rústir vitna um allmikil umsvif; þar hefur verið grafið og þessar minjar lcannaðar. Nú sér þess naumast stað, að þarna hafi verið betri höfn en hvar annarsstaðar. Hörgá mun hafa séð fyrir því. Svona er um suma þá hluti, sem eftir- minnilegastir verða eins og kvöldfegurð við Eyjafjörð; þeir standa til bo’ða fyrir ekki neitt. Aftur á móti greiðir ferða- langurinn fyrir gistingu, hvort hann heldur kýs Hótel KEA, Hótel Varðborg, Skíðahótelið upp í fjalli eða Hótel Eddu í heimavist Menntaskólans. Á öllum þessum stöðum skilst mér, að vel sé fyrir öllu séð, en sumir kjósa að tjalda á tjaldstæði bæjarins, sem stendur að vísu nokkuð áveðurs, en hefur allt um þa'ð lengi verið til fyrirmyndar. A kureyringum er vandi á höndum að færa þannig út kvíar kaupstaðarins, að hann verði í sátt við umhverfið og samræmi við óvenju glæsta nóttúru. Ég get ekki betur séð en að bærilega hafi til tekizt fram að þessu. En það er mik- il uppbygging á ferðinni og blokka- menningin er að ryðja sér til rúms. Norður í Glerárþorpinu, þar sem eitt sinn voru lítil hús á stangli í fallegum grashvömmum, þar rísa blokkir og ra’ð- hús og mölin hefur tekið við af gras- inu. Mér hefur skilizt á gömlum og grónum Akureyringum, að áður fyrr hafi fína fólkið í bænum eitthvað lit- ið niður á þá alþýðu manna, sem fann sér bústæði norður í Glerárþorpi, enda var þetta svo óttalega langt út úr. Nú eru þesskonar sjónarmið glötuninni vígð og líklega með öllu úr sögunni, enda heitir þorpið nú Glerárhverfi, þegar bet- ur er að gá'ð. Meðan frúrnar una sér við að skoða glerkýr og dúka í Amaróbúðinni er vel til fallið að ganga dálítið um bæinn, þótt ekki væri til annars en að virða fyrir sér þá snyrtimennsku utanhúss, sem víðast blasir við. Þarna skreyta menn nýju húsin sín og stundum lítt í hófi. Einkum er það grjót og stundum jafnvel eftirliking af grjóti. En garðarnir eru að sjálfsög’ðu stolt Akureyringsins og þar unir hann sér löngum stundum. Brottfluttur Akureyringur sagði eftir að hann kom á mölina syðra: „Mér blöskr- 10. september 1967 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.