Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 9
 Ákureyri séð utan af Oddeyrinni. Þarna er snyrtimennskan hvarvetna: Konanþ0iir ekkj; að rykkorn sé á Trabantinum. aði að sjá það hér, þegar gengið var frá heilli sambýlishúsalóð á einum degi; jarðýtur látnar göslast fram og aftur, hent í þetta grasfrsei og aldrei litið á það framar. Einn nágranni minn á Akureyri var búinn að vera þrjú ár að puða i smá bletti, sem reyndar var orð- inn jafnsléttur og stofugólfið hjá hon- um.“ Jt að þarf ekki lengi að spígspora fram og aftur um svæðið umhverfis Kaupvangstorgið til að kunna vel við sig þar. Það er þarna einhverskonar gamalgróin festa, sem ekki er gott að lýsa; jafnvel eitthvað í ætt við virðu- leik. Akureyri hefur sinn sérstaka stíl. Þarna við torgið hefur maður KEA í þak og fyrir: Hótelið ö'ðrum megin og verzlunarbygginguna handan við Kaup- vangstorgið. Yfir þessu trónar kirkjan eins og ugglaust er tilhlýðilegt; eitt af verkum Guðjóns heitins Samúelssonar og ekki með þeim ómerkari. Þar koma fyrir hamraformin og bergstuðlarnir sem Guðjóni voru hugstæð og hann innleiddi í ýmsar byggingar, sem þá voru á döfinni. Tröppurnar niður frá kirkjunni setja svip á staðinn, en þeim er naumast eins vel við haldið og ýms- um öðrum mannvirkjum. Það er margt að sjá vi'ð nánari at- hugun: gömul og veðruð bárujárnshús á Oddeyrinni, minjar um þróaðan bygg- ingarstíl, sem bráðum sést lítið eftir af. Minjasafnið er stórlega athyglisvert og ekki minnist ég þess að hafa séð í húsgagnabúðum rúm sem jafnast á við eitt þarna á safninu. Sjálft húsið er prýðileg umgjörð um safnið, áð ekki sé talað um garðinn. Frá minjasafninu er Nonnahúsið í sjónmáli; það er fallegt í smæð sinni og látleysi og öllu er þar vel til haga hald- ið. Það er Akureyringum til sóma, hvað þeir heiðra minningu þeirra skálda, sem búið hafa í kaupstaðnum um lengri eða skemmri tíma. Fyrir utan Nonnahúsi'ð gefst gestum og heimamönnum kostur á að sjá Sigurhæðir, hús séra Matthíasar og Davíðshús, þar sem skáldið frá Fagraskógi bjó. Nú búa nokkur skáld á Akureyri og eftir þeirra dag munu ferðamenn vonandi fá að skoða Kristj- ánshús (frú Djúpalæk), Heiðrekshús (frá Sandi), Guðmundar Frímannshús og Rósbergshús (G. Snædal). Þegar farið er í Minjasafnið suður með Hafnarstræti og allar götur út á flugvöll, þá verður fyrir augum sú byggð, sem kannski er hváð sérkenni- legust; gömul timbur- og bárujárns- hús, sum rauð, sum svört og flest með útskornu tréverki, sem nú er feyskið og þreytulegt. Þetta er gamla Akureyri, virðuleg heldrimannahús á sinni tíð, með trjágarða og brekkan snarbrött hið efra. Þarna bjuggu aristókratarnir, sem gerðu garðinn frægan og komu því orðspori á Akureyringa, að þeir væru menn danskir í hátt og þar átti líka að vera rótgrónari og greinilegri stétta- skipting en annarsstaðar á landinu. Nú er ugglaust öldin önnur. En mér er í minni saga sem Ásgeir Jakobsson, rit- höfundur, sagði í blaðagrein og bregður ljósi á afstöðu eldri kynslóðarinnar gagnvart svokölluðum heldri mönnum þar í bæ. Ásgeir heyrði unglingspilt spyrja um eða nefna Odd og gömul kona, sem þar var nærstödd leit á þenn- an illa uppalda ungling með undrun og skelfingu og sagði: „Á hann við herra O. C. Thorarensen apótekara?“ Ásgeir bjó um 18 ára skeið á Akur- eyri og ber Akureyringum vel söguna. Hann kvaðst sakna bæjarins og bætti við: „Akureyringar eru smáborgarar og á Akureyri er eina, danska smáborgara- menningin sem til varð á íslandi. Heim- urinn byrjar í Hlíðarfjalli og nær ekki nema til Vaðlaheiðarinnar. Mér féll allt- af prýðilega á Akureyri, þykir vænt um Akureyringa og hef gaman af að drekka með þeim“. að er skrýtið að leigubílstjórar á Akureyri hafa undir höndum dýrari dollaragrín en aðrir íslendingar. Annars urðu ekki á mínum vegi neinir stromp- I hattamenn með silfurbúna stokka, en Örlygur vinur minn Sigurðsson, kúnst- ner og innfæddur Akureyringur, þykist muna þá gerla og lýsir þeim og stór- fenglegum matarkúltúr þeirra í bók sinni, Þættir og drættir: „Gamla Akureyri var tvímælalaust einn mesti sælkerabær landsins. Þar blómgu’ðust bragðlaukar bezt og át- menning mest. Þar voru jafnan góm- sætar krásir á borðum danskrar yfir- stéttar. Buff flaut á diskum í dönsku herragarðssmjöri. Stórum steikum var skolað niður með rauðvíni og innport- eruðum Gamla Carlsberg. Mæónes og mustarður og safaríkar sósur runnu þungt um vélindi ofaní mikla maga, líkt og Eyjafjarðará um Vaðlana út í Poll- inn. Þriggja stjörnu konjak með kaff- inu, brúnsíubrauð og „bolsíur“, kondi- torkökur og konfekt. Ekkert tros. Vess- Þeir eru fáir sem ganga svona framhjá Amorbúðinni án þess að líta við. Gömul hús kúra undir brekkunni inn með Pollinum. Fallegur staður og frið- sældin sjálf. gú og spíss, Benedikt. Rjúkandi súkku- laði með þeyttum rjóma og margra hæða tertur, forskala'ðar með sultutaui, glasúr og flöðeskúm. Sílspikaðir og sællegir Schiötharar, mörmiklir og myndarlegir Möllerar, holdugir og hnarrreistir Havsteenungar og úttroðnir og tígulegir Thorarensenar sprönguðu þar og spígsporuðu um stræti og torg með stromphatta og silfurslegna stokka. Þá var stíll yfir staðnum og bragurinn danósa.“ Framhald á bls. 10 Nokkur raðhús í byggingu með öllu þessu venjulega drasli, sem nýbygging- um fylgir. —nsxæí. 10. september 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.