Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Qupperneq 12
EITT TUNCUMÁL FYRIR ALLAN HEIMINN Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum við Columbia University í N.Y. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi IIB. Framtíðarlausnin 8. Með og móti: Framboð þjóðtungna Gríska — Latína — Franska — Enska — Spænska — ítalska — Þýzka — Rússneska — Kínverska — Finnska — Le Monde Bilingue — Advocatus diaboli. Á. tungumálaráðstefnu heimsins, sem á að velja tungumál til alþjóðasam- skipta, má bjóða fram hvaða tungumál sem er. En í rauninni munu tiltölulega fá verða í framboði og enn færri munu komast yfir fyrstu atkvæðagreiðslurnar. Það verða ekki nema fáeinar þjóðtung- ur, klassiskar eða nýjar, og enn færri gervimál og ef til vill einhver ómerk- ingur (dark horse). Er leyfilegt að sleppa ímyndunarafl- inu lausu og birta fyrirfram framboðs- ræðumar og andmælin gegn þeim? Þa'ð er vafamál, en það getur að minnsta kosti orðið til upprifjunar fyrir lesend- ur á meginrökum, með og móti, sem komið hafa fram, þegar þessar tungur hefur borið á góma til þess að gegna því hlutverki, sem hér um ræðir. Frá almennu sjónarmiði eru mörg af þessum rökum einskis virði, því að sérhvert tungumál, hvort sem það er talað af mörgum eða fáum, kunnugt e’ða ókunn- ugt, „auðvelt" eða „erfitt" frá sjónarmiði fullorðinna manna, getur gegnt þessu hlutverki, ef það er lært í hverju landi eðlilega og í samtalsformi frá barnæsku og ef það er ritað alveg eftir framburði. En það eru þeir fullorðnu, sem ráða úrslitum, og sjónarmið þeirra er erfitt að uppræta, jafnvel hjá vel æfðum tungumálamönnum, og verður því að taka með í reikninginn. Það má því búast við, áð þessi rök komi fram og hin venjulegu andmæli gegn þeim. Það ætti að vera ómaksins vert að hlusta á umræðurnar á tungu- málaráðstefnunni áður en þær fara fram, og það virðist vel til fallið að láta hvern frambjóðanda koma fram sem persónu, er mælir fram með sjálf- um sér, sem að vísu er ekki sérlega sennilegt, en hleypir meiri persónuleg- um hita í umræðurnar. F ulltrúi X stendur upp og tekur til máls: „Ég er rödd grískrar tungu, tungu hámenningar og fornrar frægðar, sem veri'ð hefur óslitið í notkun frá því á áttundu öld f. Kr. allt til þessa dags. Bæði að byggingu og orðaforða er ég mjög góður fulltrúi hinnar miklu indó- evrópsku tungumálaættar, sem rúmlega helmingur þess mannfjölda sem nú lif- ir í heiminum telst til. Máttur minn til þess að láta í ljós mannlegar hugsanir, allt frá hinni einföldustu til hinnar flóknustu, hefur verið sannreyndur þau þrjú árþúsund, sem ég hef verið í notk- un. Ég er fær um að koma orðum að hinum minnstu blæbrigðum hugsunar. Skáld, stjórnmálamenn, menrrtamenn og heimspekingar hafa notað mig og ég hef verið þeim alveg fullnægjandi. Hljóð- kerfi mitt er auðlært fyrir fólk með önnur tungumál. Or’ðaforði minn finnst í öllum menningartungumálum, sem töl- uð eru nú, og hefur verið uppspretta meir en helmings alþjoðlegs orðaforða lærdómsmáls á öllum sviðum, frá heim- speki og hreinni hugsun til eðlisfræði og tæknivísinda. Þar sem ég var alþjóðlega notuð bæði í fornöld og á miðöldum og hef náð mestu alþjóðlegu gildi á vorum tímum, tel ég mig mjög vel fallna til þess að gegna stöðu alþjóðatungumáls." Fulltrúi Y rís upp til andmæla: „Þó a’ð allt sem þú hefur sagt sé satt, þá er ómótmælanlegt, að hin foma indó- evrópska málfræðibygging þín er mjög komin úr tízku. Fátt fólk á tuttugustu öld vill leggja út í að glíma við hið flókna beygingakerfi nafnorða þinna og sagnorða. Þó að mikið af orðum þín- um finnist í flestum nýju málunum, þá er samt meginhluti orðaforðans ókunnur. Það mál sem þörf er fyrir, er mál til praktískra samræðunota, en ekki til notkunar í heimspeki og vísindum.” „ E g er latnesk tunga, næstum eins gömul og gríska, jafngóður fulltrúi indó- evrópsku ættarinnar og í enn ríkara mæli tæki menningarhugsana. Fyrir mörgum öldum var ég heimsmál, á dög- um rómverska ríkisins. Síðar, á mið- öldum, var ég a’ðalmál vestrænna fræði- manna og allir sem læsir voru notuðu mig bæði munnlega og skriflega. Eg á marga afkomendur í heiminum. Franska, spænska, ítalska og portú- galska eru allar komnar af mér. Nú á dögum er ég enn notuð af klerkastétt kirkju, sem breiðfet hefur út til allra landa, og ég hef verið skýr túlkandi bókmennta, ljóða, heimspeki og vísinda. Orðaforði minn er alþjóðlegur, jafnvel enn meir en sá gríski, og nám mitt held- ur áfram þar sem grískan er komin úr tízku. Hljóð mín eru einföld, en þó tignarleg og hljómfögur, og munu ekki valda mælendum annarra tungna óþæg- indum. Ég bý nú á þessum tímum yfir möguleikum til að mynda heiti í hinum allra flóknustu vísindagreinum nútím- ans. Er ég óska að verða heimsmál, fer ég aðeins fram á það sem mér ber.“ „Sem talmál í almennum samskipt- um hefur þú verið að deyja smátt og smátt, ár frá ári, og ert æ meir a'ð dauða komin. Nýju málin hafa rutt þér úr sæti við ríkiserindrekstur og í bókmenntum og vísindum. Málfræðilega ert þú erfið í námi og notkun, og erfiðleiki þinn réttlætir þau ummæli, sem Henderson viðhafði á máli því, er hann hafði gert af þínum stofni: „Post decem annos de studere, pauces discipules pote, aut le- gere facile, aut scribere accurate, aut lo- quere aliquantulum ^i latine lingue“, (eftir tíu ára nám í latnéskri tungu geta fáir nemendur lesið hana auðveldlega, ritað hana rétt eða talað eitthvað lítils- háttar í henni). Samfara þinni flóknu málfræðibyggingu er óvissa í framburði, þar sem mælendur nýju mSIanna bera þig fram hverjir með sníu móti.“ „ Eg er frönsk tunga, víðsvegar út- breidd og mikils metin, glæsileg, skýr og merkingarmikil. Um aldaraðir hef ég verið notuð sem heimsmál ríkiserind- rekstrar og menningar. Enginn sem ekki kann mig getur skoðað sig fullmenntað- að. Ég er nú töluð af ekki færri en 80 millj. manna, dreifðum um allan heim. Ég er jafnheimakomin í Evrópu, Ame- ríku, Afríku og Asíu. Málfræðibygging mín er að vísu ekki mjög einföld, en ákveðin og skýr. Ég er algerlega reglu- bundin, bæði um málfræði og framburð, svo fólk þarf ekki að vera í vafa um hvort rétt sé með mig farið. Orðaforði minn er að miklu leyti latneskur, sem gerir hann mjög alþjóðlegan, og orð mín hafa komizt inn í öll önnur tungu- mál, mest þó í minn mikla keppinaut, enskuna. Ef þörf er á löggildum texta, þá legg ég til þann texta. Þar sem ég er lifandi mál, baga mig ekki meinbugir klassisku málanna, en ég er samt klass- iskt mál í hinni menningarlegu og bók- menntalegu merkingu orðsins, með óslitnar erfðavenjur, sem rekja má meir en þúsund ár aftur í aldir. I hinni miklu stjórnmála- og efnahagsmála deilu, sem nú geisar um heiminn, er ég jafnað- gengileg fyrir austur og vestur, því a'ð saga mín spannar bæði yfir lénsvald og bændauppreisnir, einveldi og Jakobín- isma, iðnbyltingu borgaranna og öreiga- byltinguna í Parísarborg.“ „Þú ert ekki nærri eins útbreidd og þú varst fyrrum. Á síðari árum hefur þú misst mikið af þínu fyrra alþjóðaáliti. Hljóðkerfi þitt er erfitt fyrir hvern þann, sem ekki er fæddur til þess, og veldur ruglingi og misskilningi. Mál- fræði þín er flókin, einkum að því er kemur til sagnorða. Orðaforði þinn má segja að sé latneskur, en þú hefur geng- ið svo langt í breytingunum, að á fjölda- mörgum orðum er ómögulegt að sjá, að þau séu komin af latneskum for- feðrum. Stafsetning þín er úrelt og villandi, og ef breyta ætti henni eftir frambur’ði, eins og verður að gera til al- þjóðlegra nota, þá mun gjáin, sem skilur þig frá uppruna þínum, bæði dýpka og breikka, svo að fá af orðum þínum munu þekkjast aftur af þeim, sem nú kannast að minnsta kosti við þau skrif- uð. Þú gætir verið alþjóðamál fyrir úrval menntafólks, en þú ert varla vel fallin til þess að vera það fyrir allan heimslýðinn." „ E g er ensk tunga, önnur að tölu mælenda í öllum heimi, en hin fremsta að útbreiðslu, viðskiptum, iðnaði, auði, efnahagslegum mætti, vísindum og tækni. Málgerð mín felur í sér bæði einkenni indóevrópskra beygingarmála og beygingarlausr£u kínversku. Orða- forði minn er sannarlega alþjóðlegur, hann sameinar germönsk, rómönsk, grísk og latnesk frumatriði í eina órjúf- andi heild, og þar sem ég veiti mælend- um mínum hið mesta valfrelsi, þá hef ég auðveldlega breiðzt út um allan heim, því að í rauninni vilja allir læra mig og nota. Ég er ákaflega vinsælt viðræ'ðu- mál, en hefi líka sannað gildi mitt til túlkunar bókmennta. Ég er blátt áfram og gagnorð. Fleira fólk vill að ég verði alþjóðamál heldur en það sem kýs nokkra aðra tungu.“ „Þú ert ákaflega ruglingslegt tungu- mál, ekki einungis i stafsetningu, held- ur líka í framburði og málfræði. Þú hefur ekkert fast fyrirmyndarform og vilt ekki hafa það. Hljóð þín eru með þeim ruglingslegustu í heimi. Sum sér- hljóðin og tvíhljóðin eru með villandi millihljóðum, þegar áherzla er lögð á þau, en algerlega óskýr þegar þau eru 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS áherziulaus. Samhrúgun samhljóðenda þinna er óþægileg fyrir eyrað. Áherzlu þína er ómögulegt að segja fyrir. Staf- setning þín er hræðileg, og ef hún verð- ur löguð eftir framburði, veiður helm- ingurinn af orðaforða þínum, sem nú er vel þekkjanlegur í rituðu máli, hulinn leyndardómur. Að málfræði þín sé ein- föld er blekking. Hinar brögðóttu hjálp- arsagnir þínar, svo sem do og have (Do you have a book? Have you got a book?) valda málfræðingum örvílnun. Þau ham- skipti sem verða þegar sama orðið er láti'ð eiga heima í þremur eða fjórum orðflokkum („Casualities from cold cut“ er fyrirsögn í einu fréttablaði þínu) valda því, að mælendur annarra tungumála standa á öndinni. Þú ert alltof gefin fyrir skrílmál og götumál, og þú breytist alltof fljótt að dómi allra annarra en þinna eigin mælenda." „ E g er rödd spænskrar tungu, auð- veld að hljóðum og gerð, tunga með víðáttumikla notkun, forna og virðu- lega forfeður og langa þjónustu á sviði bókmennta, verzlunar, rannsókna og uppgötvana. Ég er vingjarnleg tunga, sem fólk venst fljótt við, svo sem sjá má á því, að milljónir sem ekki eru af spænskum stofni nota mig nú sem sína eigin. Orðaforði minn er aúðugur, því að ég hef óspart ausið úr hverri lind og gefið aftur systurtungum mínum á Vest- urlöndum þúsundir orða úr arabisku Máranna og Indíánatungum Ameríku. Ég er þó latnesk að stofni, og engum sem er vel heima í latneskri menningu finnast orð mín erfið. Mér eru auðveld viðskifti við Portúgala annars vegar og hins vegar við ítali. Ég er aðaltunga meginlands sem gæti ráðið framtíð heimsins, Súður-Ameríku. Málfræði mín hefur af ásettu ráði verið gerð svo ein- föld, a’ð hún fer fram úr öllum systur- tungum mínum af rómönsku ættinni í rökvísi og reglufestu. Ritháttur minn er svo einfaldur og lagaður eftir fram- burði, að ef ég verð valin mun mjög litlu þurfa að breyta honum." „Þú ert að vísu útbreidd, en með ójafnri dreifingu. Utan vesturálfu heims og hins afskekkta skaga, sem er hið upprunalega heimkynni þitt, þekkja þig fáir. Þú ert ekki stöðluð, hvorki í notk- un né framburði, og hvert hinna mörgu landa sem nota þig hefur sinn sérstaka orðaforða, sitt eigi'ð götumál, sína eigin venjuhætti, sem þér hefur ekki tekizt að koma undir sameiginlegt aðhald. I sumum af mállýzkum þínum eru hljóðin of hörð, í öðrum of mjúk og lin. Mál- gerð þín er einföld frá fornu fari, en hefur fengið mjög flókna setningaskip- un og orðaröð, sem alið hefur upp mælgi í mælendum þínum.“ „ E g er hin hreimfagra tunga Dan- tes, Petrarcas og Boccacios og dolce stil nuovo, tunga sem var svo nákomin for- móður minni latinunni, að um aldir köll- uðu mælendur mínir mig ekki ítölsku heldur il volgare, alþýðumálið, latínu tala'ða án latnesku málfræðireglnanna, Hvers vegna er verið að sækjast eftir latínu án beyginga, þegar ég er fyrir héndi? Hljóðkerfi mitt er svo fullkom- ið, að ég hef verið valin sem tunga söngs og hljómlistar og fagurrar fram- sagnar. Ég er hljómfögur og áheyrilegri en nokkur önnur tunga á jarðríki, með skýr sérhljóð og mjög greinileg sam- hljóð. Ég er tunga mikillar menningar, sem staðið hefur samfelt frá dögum Rómúlusar og Remusar til nútímans, því að milli mín og latínu hefur verið órof- ið samband. Ég er mikilsverðasti arf- taki latínunnar og rómverskrar erfða- kenningar, erfðakenningar frumkristni og erfðakenningar endurreisnartímabils- ins, sem fyrst mælti mínum orðum. Eg er tunga þjóðar, sem risið hefur úr ösku --------------------10. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.