Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Qupperneq 15
sem þessi þáttur hefur í upplifun sögu- mannsins Waltaris. Er maður veröur skyndilega meðvitandi um áður ómeðvitað, verða afleiðingarn- ar þær, að listamaðurinn verður að brjóta allt umhverfis sig. Það sjáum við í hinum frumlega listamanni, sem hel- tekinn er ástríðu málarans í smásögunni „Jainen saari“, þar sem hlutskipti lista- mannsins er lýst á frábæran hátt: „Ég málaði því betur sem ég varð meir einmana. Það var gjaldið. Og ekki var til þáð gjald, sem ég ekki vildi greiða til þess að geta málað“ — „Eng- ar þjáningar eru ægilegri en þjáning listarinnar. Hún tæmir manninn." — „Þegar maður hefur stigið yfir of marga þröskulda í átt til einmanaleikans, hætt- ir maður að mæta sönnum skilningi ... ég hef sjálfur dæmt mig til þess að standa utangarðs við mannlega vináttu." — Þar með hefur Waltari bundið kjör listamannsins í algilda setningu: „Listin er barátta einmana manns gegn öllum heiminum." „Jainen Saari" má telja til þess fremsta, sem Waltari hefur gert á þessu sviði langra smásagna. Hún á eftir að verða þýðingarmikill akur fyrir bók- menntafræðinga. — Þáð er engin furða, þótt sigurinn yfir óttanum og hinu illa sé höfuðviðfangsefni Waltaris sem og annarra sjálfstæðra listamanna. í smásögunni „Kuun maisema“ snýr Waltari sér aftur að trúarvandamálum um leið og hann skilgreinir, líkt og Lax- ness, afstöðu sína til ríkjandi hugmynda- fræði og almennrar sanntrúar. Hann er jú málsvari friðar og umburðarlyndis bæði sem listamaður og borgari. „Eg verð gripinn hryllingi, er ég hugsa til þess, hvað þeir, sem vilja vel, geta orðið til mikils ills. Trúin sagði: annáðhvort — eða, allt annað væri hálfvelgja, en þetta var boðskapur öfga og óvægni í mannheimi." Við höfum einnig séð, hvernig maður- inn, sem getur séð hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni, berst óbjarganlega inn í ískalt andrúmsloft einmanaleikans. Hann stendur utan allra áhugahópa. En slík staða gerir rithöfundinn að sérstæð- um og hlutlægum áhorfanda að undrum lífsins, vandamálum mannsins og marg- skiptu eðli hans. Erég að nýju las þessar smásög- ur, ásamt sögunni „Sellaista ei tapahdu", tók ég eftir samfelldum tóni í þeim öllum, tóni sem virðist samgróinn skáld- sýn Waltaris: hinn ókunni maður, sem rithöfundurinn stendur undrandi and- spænis og nálgast me'ð varúð. Waltari lítur ekki á manninn sem opna bók. Hver einstaklingur er fyrir sjálfum sér óþekktur heimur, fullur af stríðandi til- hneigingum og eiginleikum, sem gaman væri að tína saman og gaumgæfa, straumum sálardjúpsins, sem hafa óskilj- anlegan frumkraft, — og dreggjum, sem vekja hrylling eða bros — eða hvort- tveggja. Einnig er íhugunarvert að virða fyrir sér frá þessu sjónarhorni myndþróun „ástríðukvendisins" í verkum Waltaris. í upphafi er hún aðeins dæmigerður fulltrúi rómantísku konumynda þriðja tugs aldarinnar, framandi, seiðandi kona („Multa kukkii") með „hættuleg og svikul augu“ og „mjúkan líkama hulinn dýrum klæðum“, „fegruð og dálítið reynd heimskona", sem er ímynd „alls þess hættulega, forfærandi og ósigrandi í lífinu". Hinsvegar skipar karlmaðurinn hjá Waltari lægri stö'ðu í upphafi og þróast í þrúgað, smáhlægilegt fórnardýr og þræl, um leið og konan fullkomnast og verður grimmileg karlæta, og lýsing hennar fær sterkan blæ ómeðvitaðrar ríkrar fyndni. Hún er sköpunarverk heimsmannsins, hins veraldarvana Wal- taris. I „Fine van Brooklyn" er þessi kvenmynd í sköpun, en nornarleg titil- persóna þeirrar sögu er fyrir Waltari einnig óþekkt manneskja, einskonar 10. september 1967 ____________________ „femme fatale“, sem er sjálfri sér verst; að eðlisfari fangi eigins „tóms“ eins og flestar persónur Waltaris. En í verkum Waltaris gengur við hlið þessarar ægilegu konu önnur kona, blíð, góð og fínleg, sem aldrei fær á sig hlægilegan blæ, — nokkurs konar draumadís. Það er eftirtektarvert, að titilpersónan í „Kultakutri", gleðikona, sem segir frá sinni sorglegu ævi, er ein kvennanna í þessum hópi. Hún er sér- kennilegt afbrigði af hinum blíðlyndu konum Waltaris, — og hefur þar me'ð hafizt upp meðal hinna ókunnu persóna listamannsins. Hinn ókunni Waltari — ókunnur allt of mörgum; — sá sem lýsir ókunn- um mönnum — það var mál til komið, að smáskáldsögurnar væru gefnar út, þótt ékki væri til annars en að fá fram þessa heildarmynd. Að baki stundum glaðlegs texta sögumannsins liggur hug- boð um hið sorglega í fari og hlutskipti mannsins, — bæði sem einstaklings, anga í heimshjólinu og leikhnattar í veraldar- rótinu. Smásagan „Enginn morgundag- ur“ dregur þennan þátt skýrt fram. „Gullhár" gefur og tóninn í þessari setningu: „Sérhver stoltur maður hverf- ur til grafar sinnar jafnvel ókunnur sínum nánustu." í mildum, áhugaverðum og lágværum tón sýnast hinsvegar öll verk Waltaris beinast að því að sérhver maður verði ætfð ókunnur og óskýranlegur öðrum — og þannig verði hvert eitt tímabil og öll mannssagan aðeins breiða ósvaraðra spurninga, stór, hvít pappírsörk, sem hugsuðir og rithöfundar krafla á sínar fálmkenndu útskýringar. Þetta er hinn raunverulegi sannleikur og raunsæi í list hins „rómantíska“ Waltaris og þessi afstaða hans til raunveruleikans hefur mótað allt hans rithöfundargervi. Ég býst við því, að þegar Mika Wal- tari hættir að líta á nútíðina aðeins gegnum skuggsjá hins liðna, verði hann viðbúinn því að skrifa nútíma-heims- sýnarskáldverk, en til þess er hann vafa- laust betur fær en nokkur samtíma- manna hans. Til þess bendir svo margt í þessum smásögum. Vetrarferðirnar Framhald af bls. 11 armagn á grind er 18 tonn. Auk þess hef ég 10 tonna aftanívagna með tveim þeirra og get þá komizt samtals með 56 tonn á þeim öllum í einni ferð. — Þið eruð nú á góðum vegi me'ð að eyðileggja alla vegi með þessum þungu bílum. — Það gilda nú orðið miklu strang- ari ákvæði, en áður og nú verður alltaf vigtað til að komast að raun um, hvort maður sé ekki með réttan öxulþunga. Það ber a'ð hafa í huga, að þetta eru 10 hjóla bílar. Með þrem öxlum má heildarþungi vera 22 tonn. :— Hvers konar flutningar eru þetta einkum? . — Mest hef ég flutt fyrir SANA, en annars er það hvað sem er fyrir hvern sem er. — Og þú ert ákveðinn í að setjast að hér nyrðra? — Já, ég kann mjög vel við mig á Akureyri. Ég neita því ekki, að mér finnst fólk frjálslegra syðra, en þegar maður hefur kynnzt fólki hér, þá finnst mér það eitthvað traustara. Og ég hef þá reynslu af Akureyringum, að þeir séu bæ'ði hjálpsamir og þægilegir. — Er ekki erfitt að aka þessum stóru bílum? — Þa'ð er engan veginn eins erfitt og maður skyldi halda í fljótu bragði. Þeir eru yfirleitt alltaf með vökvastýri og þá eru þeir jafn auðveldir í akstri og smábílar. Munurinn er einungis sá, að þeir liggja miklu betur á vegi en flestir fólksbílar. Það er skýringin á því, að hægt er að halda jafnvel meiri hraða að jafnaði, en unnt er að gera á fólksbíl. Við verðum stundum varir við það, þegar við erum a'ð draga uppi fólksbíla, að ökumenn þeirra slá í og nalda, að þeir geti stungið okkur af, en venjulegast • gefast þeir upp áður en langt um líður, og hleypa okkur fram- úr. Hjólastærðin á líka þátt í því, að maður verður minna var við ójöfnur vegarins. En það er eins og ég sagði áðan, að vetrarfer’ðirnar þjarma stund- um óþægilega að manni. RABB Framhald af bls. 16 stundum í hugskoti sínu mynd af eiginmanninum á líkbörunum, ár- angurslausum sáttafundi hjóna, eða sjálfri sér sem fyrirvinnulausri pip- armey. En þrátt fyrir þessar staðreynd- ir er stúlkum eindregið ráðlagt síð- ar í sama kafla að velja störf sem geri þeim kleift að vinna hluta af fullu starfi um skamman tíma, störf, sem hægt er að koma að aftur, þótt hœtt hafi verið við þau í nokkur ár, og störf, þar sem menntun og starfsþjálfun er ekki háð snöggum breytingum. Ok loks: „Lœrðu snemma hússtjórn, því að allar stúlkur hafa þörf fyrir hana“. Skyldu þau störf sem falla undir þessi skilyrði og stúlkum er sér- staklega ráðlagt að lœra, ekki heyra láglaunaflokkum til? Og hvað segja lœknar, lögfrœðingar, vísindamenn um það að hverfa frá starfi í nokk- ur ár? Bríet Bjarnhéðinsdóttir lagði ríka áherzlu á, að menntun vœri lykill konunnar að mannsæmandi tilveru. Og nú eru bráðum sex áratugir liðnir síðan lög um jafnan aðgang kvenna og karla að skólum og emb- œttum voru samþykkt. Er ekki kominn tími til að framkvœma þau lög á þann eina hátt, sem er sæm- andi þjóð sem játast undir hvers konar mannréttindi: með jafnri, hleypidómalausri aðstöðu. Það þarf ekki svo gífurlegt ímyndunarafl til að hugsa sér breytt þjóðskipulag, sem leyfi jafna aðstöðu karla og kvenna til starfs, Stytting vinnutíma, aukin þjónusta á öllum sviðum, mötuneyti í skól- um jafnt og á vinnustöðum, sveigj- anlegri verkaskipting á heimilum við uppeldi barna, allt hlýtur þetta að koma, en á meðan er stúlkubörn- um í skólum landsins fyrst og fremst skipað í eitthvert væntan- legt hússtjórnarhlutverk, gerðar að búrlyklapersónum. Áður en við vit- um af, verður húsmóðirin meiri fornmunur en nokkur bullustrokk- ur á byggðasafni, og þessar 10% sem ekki giftast, og allar hinar, halda áfram að vera í láglauna- flokkunum. Hér mætti einnig, til áréttingar máli mínu, minnast á Foreldrablað- ið, sem gefið er út af Stéttarfélagi barnakennara í Reykjavík, og dreift til foreldra barna á skyldu- stigi. í 1. tbl. árgangs 1967 gat m.a. að líta tvær 'myndir, settar í blað- ið til skrauts og uppfyllingar. Önn- ur myndin sýnir hóp drengja og lesmálið hljóðar svo: Hvers má vœnta af þessum ungu mönnum, þegar þeir hafa tekið við stjórn þjóðarskútunnar?“ Hin myndin sýnir þrjár litlar stúlkur. Við þá mynd stendur þetta: „ „Væna konu, hver hlýtur hana?“ Þrjár sætar systur“. — Og ef enginn hlýtur hana, lendir hún örugglega í einu því láglaunastarfi, sem „eingöngu konur vinna“. Svava Jakobsdóttir. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti G Sími 22480. Útgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík Gömul matargerð og ný Matarsmekkur fólks er og verður ætíð mismunandi, en ákveðnar matarvenjur eru þó alltaf ríkjandi á hverjum tíma. Þessar matarvenjur hafa breytzt mikið eins og allt annað hjá okkur á síðustu áratugum. Ekki verða þó á þeim neinar stökkbreytingar, heldur breytast þær smátt og smátt. Hræringur og slátur, svið, hangikjöt og fleira úr gamalli matarg.erð er enn við lýði og er nötað jöfnum höndum við það, sem seinna hefur komið til sögunnar. Nú bjóða verzlanirnar húsmæörum upp á möguleika til mikillar fjölbreytni í matargerð, en ekki að sama skapi staðgóða fræðslu um þær nýjungar, sem þær hafa á boðstólum, og Verða húsmæðurnar þá stundum að notast við „happa og glappa-aðferðina“ við innkaupin. Sumt af eldri matargerð, eins og t. d. kjötgrautinn, þætti mörgum líklega ekki nijög fýsilegt að leggja sér til munns nú á dögum. En annað hefur fallið í óverð- skuldaöa gleymsku. Má þar nefna Saltkjötsbuff. í það er notað úrbeinað salt- kjöt, sem ekki má vera mjög salt, helzt vöðvabitar. SALTKJÖTSBUFF. 500 g saltkjöt, — 250 g hráar flysjaðar kartöflur, — 1 stór laukur. Kjöt, kartöflur og laukur er hakkað saman og kryddað með pipar. Mótaðar kringlóttar buffkökur, velt upp úr hveiti og steiktar á pönnu. Brúnaður laukur og vatni hellt yfir. Borðar með soðnum kartöflum. Og svo er hér smátilbrigði við þann ágæta spónamat, mjólkurgrautinn. GRJÓNAGRAUTUR MEÐ SVESKJUM. Hrísgrjónin eru sett í pott ásamt nokkrum sveskjum, vatni hellt yfir og látið sjóða þar til grjónin eru meyr. Grauturinn er borðaður heitur með kanelsykri og rjómablandi eða saft út á. LESBÖK MORGUNBL AÐ SINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.