Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 2
* að þóttu eigi alllítil tíðindi, þegar kvisaðist að Lee Bouvier Rad- ziwill, sem öðlaðist prinsessutitil við giftingu sína og pólska prinsins Stanislas Radziwills hygðjst leggja út á leiklistarbrautina. Lee Radzi- will varð kærkomið slúðurdálkaefni heimsblaða, þegar eldri systir henn- ar, Jacqueline Kennedy, varð for- i setafrú Bandaríkjanna, og raunar þóttust menn ekki greina í fari Lees 'neina viðleitni til alvarlegrar lífs- . stefnu eða löngunar til sérstakra ; viðfangsefna. Hún þótti skemmtana- fíkin og blöðin birtu gjarna myndir af henni, þar sem hún var á ) skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið 'j með auðjöfrum eða í veizlum með \ fyrirmönnum. Hún er vellauðug, .fríð sýnum og raunar smekkmann- eskja einnig, þar sem hún hefur ár- i um saman átt sæti á listanum yfir beztklæddu konur heims. En þeir ■‘sem þekkja hana vel, fullyrða einn- ! ig, að hún sé vel viti borin, skemmti- leg í viðræðum og kunni að koma / fyrir sig orði. h f S amt freistuðust margir til að halda, að skyndilegur leiklistaráhugi ; hennar væri áðeins enn ein dægradvölin, il sem hún hefði raunar ágæta aðstöðu , ' til að veita rér, einkum þegar fréttist, ~/, að hún genei heint inn í aðalhlutverk, 1 Lee Radziwill með börnum sínum, hund- um og köttum á sveitasetrinu skammt frá London. en slík hlunnindi veitast, sem kunnugt er, fáum byrjendum í leiklist. E n allt hendir samt til, að Lee sjálf líti þessa leiklistarviðleitni sína alvöruaugum. 1 tvö ár stundaði hún leiklistarnám í London hjá viðurkennd- um kennara, sem lætur hafa eftir sér þessi ummæli: „Ég get skorið úr um, hverjir hafa náðargáfuna og hverjir hafa hana ekki, og hún hefur hana, al- veg tvímælalaust." Á sama máli er leik- araþjálfari í New York, sem einnig hef- ur veitt henni tilsögn. Hann segir, að hún sé bæði metnaðargjörn og ástríðu- full, en hvort tveggja sé æskilegir eig- inleikar fyrir leikkonu. L ee sjálf segir í viðtali vi'ð ame- riskan blaðamann, að sér hafi alla tíð fundizt hún eiga erindi á leiksvið — raunar segist hún ekki halda, að hún hafi neina frábæra hæfileika umfram aðra — en það sé nauðsyn fyrir sig að komast að því, hvort þessir hæfileikar séu aðeins hennar eigin ímyndun eða hvort þeir séu raunverulegir. Óvissan geri það að verkum, að sér finnist líf sitt vera að renna út í sandinn og nú sé annað hvort að hrökkva eða stökkva; það boði þá engan heimsendi, þótt sér mistakist. E innig lagði hún megináherzlu á að þreyta frumraun sína á sviði frekar en í kvikmynd, jafnvel þótt reynslu- mynd, sem gerð var í Englandi, vekti góðar vonir og þætti takast vel. i kvik- myndaleikinn skortir persónulega spennu; hefði mér mistekizt, hefði verið auðvelt að láta eyðileggja filmuna, seg- ir hún, en á sviði er ekki hægt að snúa við. Mér fannst því heiðarlegra að gera þessa tilraun á sviði fyrir opnum tjöldum. Henni stóð einnig til boða að að sjá um sjónvarpsþaetti, en hún af- þakkaði. Þar var ekki um leik að ræða, segir hún, þar hefði ég orðið að vera ég sjálf. l_J mboðsmaður hennar í London fékk fyrirmæli um að vera vel á verði, ef stæði til boða hlutverk sem hæfði Lee Radziwill, og þegar leikflokkur í Chicago ákvað að sýna gamanleikinn The Philadelphia Story, varð að sam- komulagi að fela Lee Radziwill aðal- hlutverkið. Vissulega var þetta ekki beinlínis óskahlutverk Lees — aðalper- sónan var grunnhyggin efristéttardama, en Lee gramdist þegar illkvittnar tung- ur sögðu, að hún þyrfti ekki annað en leika sjálfa sig. Hún aftók, að hún og aðalpersónan væru líkar, enda enginn grundvöllur fyrir slíkum hugleiðingum, þar sem leikritið væri þrátt fyrir allt aðeins grínleikur, sem risti hvergi djúpt í persónusköpun. Það hefði verið auð- veldara og skemmtilegra að fá að beita sér í t. d. Chekhov-leikriti, þar sem verulega reyndi á hæfni leikarans. Sysnr Jaquelínes JVenneflys er ráðin i að gerast leikkona. LEE RADZIWILL |7 n þott leikritið þætti ekki stor- brotið, virtust allir samdóma um, að Lee sýndi mikið hugrekki með þessari tilraun sinni, þar sem hún mátti vænta þess, að frumraun hennar yrði ef til vill dæmd af annarlegum ástæðum og at- hygli manna á leiklistarviðleitni hennar sprottin af öðru en listrænum áhuga. En margir urðu til að rétta henni hjálp- andi hönd meðan á æfingum stóð. Eigin- maður hennar, prinsinn, kom fljúgandi frá London til þess að veita henni sið- ferðilegan stuðning, og hóf strax að undirbúa veizluhöld eftir frumsýning- una, og skyldi þangað bjóða 3000 Pól- verjum. Lee kom þó í veg fyrir það. Hún segist hafa dálæti á Pólverjum og innræti börnum sínum tveim virðingu fyrir pólskum uppruna sínum, en hins vegar séu Pólverjar svo ákafir og örir, að 3000 þeirra samankomnir í einni og sömu veizlunni sé of mikið af því góða. Rithöfundurinn Truman Capote, sem er einn bezti vinur hennar, kom í tíðar heimsóknir, og hvatti hana til dáða. Sér- stök þjónustustúlka, sem kunni sex tungumál, var ráðin meðan á æfinga- timanum stóð, og hafði hún raunar á hendi einkaritarastörf jafnframt. Og loks stóð Lee í stöðugu símasambandi við völvu nokkra í Kaliforníu, sem les fyrir forlög manna úr stjörnumerkjum, og sá hún enga annmarka á því að Lee héldi sínu striki. L ee er ekki frá því, að eitthvað sé hæft í stjörnuspádómum; samkvæmt stjörnumerki hennar er hún tilfinniri^a- Framhald á bls. 11 17. september 1967 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.