Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 11
EITT TUNGUMÁL FYRIR ALLAN HEIMINN Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum við Columbia University í N.Y. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi III. Framtíðarlausnín meir en nógu hlutlaus hefur þú endað með að verða ekki nógu hlutlaus, að minnsta kosti ekki til þess að ná stuðn- ingi mikils hluta heims.“ Dr. Alexander Gode, aðalhöfundur málsins interlingua býður það nú fram: ,,Ég er rödd interlinguamálsins, hinnar einu vísindalega gerðu tungu í heimin- um, árangurinn af vinnu heimsins mestu tungumálasnillinga í nálega þrjátíu ár. Ég er tunga alþjóðlegra vísindafunda, því að hver sá sem er vísindalega Þjálf- aður getur lesið og jafnvel skili'ð mig auðveldlega. Meginregla sú, sem höfund- ar mínir fóru eftir, var að gera bæði orð mín og málfræðimyndir alþjóðleg í sem allra ríkustum mæli, og þetta end- urspeglast í þeim góðu viðtökum sem ég hef fengið hjá vísindamönnum víðs- vegar um heim.“ málfræði, né bjóða fram fyrirmyndar- form á tungu sem birtist svo víða í mis- munandi myndurn". N ú kemur röðin að þeim fulltrúa, sem óskar að mæla fram með esperanto. „Ég er rödd esperantomálsins, hins eina gervimáis sem hefur safnað um sig fjölda lifandi mælenda, hin eina tunga úr minni gervimálafjölskyldu sem hefur haft þann heiður að vera notuð við frjálsar umræður á alþjóðafundum og hjá alþjóðlegum samtökum, og hefur fengið meðmæli hjá þeim til þess að gegna hlutverki heimsmáls. Ýmsar þjóð- ir hafa gefið út frímerki mér til heið- urs, en fleiri eru þær sem nota mig við skeytasendingar á öldum loftsins og á annan hátt viðurkenna mig sem hjálpar- mál. Eg er hlutlaus, því engin þjó'ð á mig. Ég er fullkomlega alþjóðleg, en þó mjög kunnugleg við alla sem fara að nota mig, hvar sem þeir eru. Gerð min, sem er svo einföld að barn getur lært mig, hefur ýmislegt sameiginlegt með indóevrópskum málum, með við- skeytamálum (agglútínum málum) og jafnvel einangrandi (isolerandi) málum. Orðaforði minn er blendingur úr tveim fjölmennustu kvíslum indóevrópsku málanna, hinni latnesk-rómönsku og hinni germönsku, en hjá mér finnast einnig grísk, slafnesk og austurlenzk orð. Viðskeytakerfi mitt og orðmyndun hentar til óendanlegrar útþenslu orða- forðans og fullkominna bókmenntanota, og það hef ég sannað með því a'ð fram- leiða blómlegar bókmenntir, bæði frum- samdar og þýddar. Hljóð mín eru auð- veld fyrir alla að bera fram, því að ég hef einungis tekið upp þau hljóð sem sameiginleg eru flestum menntaþjóð- um, og skipting mín í samstöfur er aug- Ijós og skýr, svo að ég keppi við ítölsku um samræmi og hljóðfegurð. Stafsetning mín og áherzla er þannig, að enginn þarf a'ð vera í minnsta vafa um hvernig nokkurt orð er borið fram um leið og hann sér það skrifað, eða hvernig það er skrifað þegar hann heyrir það talað. Æviskeið mitt hefur ekki verið neitt stundarfyrirbrigði, eins og volapúk fékk að reyna. Þrátt fyrir andstöðu og sam- keppni hef ég lifað af og þróazt, og nú eru fylgjendur mínir fjölmennari en þeir hafa nokkurn tíma verið. Smáþjó'ðir heimsins aðhyllast mig svo sem vera ber, þar sem ég veiti borgurum þeirra full- komlega tungumálalegt jafnrétti við borgara stærri og voldugri heimsríkja. Þegar fólk heyrir minnst á alþjóða- tungumál, þá hugsa níu af hverjum tíu til mín og ekki til nokkurs annars máls, þjóðtungu né gervitungu". Nú kveður við rödd talsmanns djöf- ulsins: „Þú ert gervitunga, en ekki þjóð- tunga. Þú ert afrek eins mannsheila, en ekki afleiðing hægrar þróunar. Fólk sem talar þig er sífellt meðvitandi um tilurð þína, og lítur fremur á þig sem leik en tungumál. Þú kveðst vera alger- lega hlutlaus og alþjóðleg, en orðaforði þinn, og jafnvel málfræ'ðin líka, hallast mjög í áttina að vestrænum tungumál- um. Þeir þættir, sem þú þykist hafa frá slafneskum og austurlenzkum málum, eru ákaflega rýrir og vissulega ekki til þess fallnir að laða til þín mælendur þeirra tungna. Þar sem þú ert gerð af einum heila, ber ákaflega mikið á handahófi. Hvað kom þér til að velja enska orðið bird (fugl), stakt orð sem jafnvel kemur ekki fyrir í öðrum ger- mönskum málum, í staðinn fyrir avis eða avicellum, rót úr latínu sem er miklu útbreiddari, eða ornith úr grísku, eða jafnvel Vogel-fowl úr germönsku? Hví grípur þú til þýzka orðsins Knabe (drengur), þegar puer og paid- eru fyrir hendi? Hví myndar þú fleirtölu nafn- orða með hinum einstæða gríska hætti, þegar -s er miklu útbreiddara? Hljóð þín eru tilbreytingarlaus og þreytandi, og mælendum ýmissa tungna hættir vi'ð að bera þau fram á sinn eigin hátt, svo að jafnvel nú er framburður þinn jafn- mikið klofinn sem fyrirrennara þíns, latínunnar. Stafsetning þín er samkvæm framburði, en bókstafir þínir með merki ofan við valda erfiðleikum, og verður oft að nota aðra í þeirra stað.“ ICemurr nú um framboð að Inter- glossa, og er ræ’ðan ef til vill flutt af hinum fræga höfundi hennar, Lancelot Hogben: „Ég er tunga sem reyni að sameina vestræn og austræn efni, svo að ég geti orðið jafnaðgengileg fyrir austur og vestur. Orðaforði minn er að miklu leyti orðaforði alþjóðavísinda, og ber langmest á grískum rótum, sem þegar eru kunnar flestum vísindamönnum á vesturlöndum. Setningafræði mín er setningafræði kínversku, einfalt, fjaður- magnað kerfi, sem gerir kleift að ná há- marki skilnings þrátt fyrir sparna’ð í orðum. Hafi ég ekki hlotið mikla hylli, þá er það einmitt vegna þess, að ég hef reynt að fylgja ströngu hlutleysi og komast að mestu málamiðlun." Talsmaður djöfuls svarar: „I viðleitni til þess að ná hlutleysi hefur þú lent á kerfi sem engum þóknast. Hvernig má búast við að mælandi á kínversku, sem kynni að geðjast að setningafræði þinni, mundi vei’ða ánægður með orðaforðann, sem honum er algerlega ókunnur? Hvernig getur vestrænn vísindamaður, sem þekkir rætur orða þinna, verið ánægður með setningafræðina, sem hann hefur aldrei vanizt? Þú hefur fremur notað grísku en latínu í orða- safn þitt. En mundu mælendur á vest- rænar tungur, sem þekkja hina almennu merkingu orðinsin „mikrofon", líka al- mennt vita, að fyrri hluti orðsins merkir „lítill“, en síðari hlutinn „hljóð“? Veit hann, að hetero-“ er „annar" og „dyne“ er „afl“? Með því að reyna a'ð verða Esperantisti stendur upp til þess að gegna hlutverki talsmanns djöfuls: „Reglur þínar um framburð og áherzlur eru óljósar, ekki fastákveðnar. Það merkir, að afarmiklar líkur eru til, að þú klofnir í margar mállýzkur. Megin- regla þín er skökk. Af því að þú tókst þér til fyrirmyndar nokkur mál, þar sem þau latnesk-rómönsku voru í fniklum meiri hluta, þá varð endirinn á því fyr- irfram ákveðin niðurstaða. Þú ert miklu fremur alrómönsk en alþjóðleg tunga. Auðvitað eiga mælendur á rómanskar tungur eða ensku auðvelt með að skilja þig. En hvað skeður ef mælendur á germanskar eða slafneskar tungur eða á kínversku mæta þér? Vísindamenn sem skilja þig gætu jafnaúðveldlega skilið ensku, frönsku, spænsku eða ítölsku, því að þær hafa allar hinn sama vísindalega orðaforða sameiginlegan. En það er almenningur, sem hvorki er búinn miklum gáfum né víðtækri tungu- málakunnáttu, sem hér verður að miða við. Þegar fyrirmyndartungur þínar eru ekki í meiri hluta, þá grípur þá að ástæðulausu til latneskra orða. Hvers vegna? Þú lætur í té samheiti, en af handahófi, í stað þess að nota þau til ná- kvæmari aðgreiningar merkinga. Þú hef- ur í rauninni enga mælendur, heldur a'ð- eins lesendur, og lesendur þínir gætu lesið margar þjóðtungur jafnauðveld- lega og þig.“ etta eru sum af þeim rökum, með og móti, sem búast mætti við að heyra borin fram á tungumálaráðstefnu, sem hefði það hlutverk að velja úr fjölda þjóðtungna og gervitungna eina tungu til alþjóðlegra nota. Tímatakmörkunin er mjög mikilsverð. Vonandi yrðu fulltrúarnir tungumála- menn fremur en stjórnmálamenn, en ef tungumálamennirir ættu að leysa málið að eigin vild, mundi þa'ð taka þá aldir. En með því að takmarka tímann til framboðs og andmæla, og leyfa engum fulltrúa að bera fram nema einn fram- bjóðanda, mætti halda upphafsstörfum ráðstefnunnar innan skynsamlegra tak- marka. Úrfellingaratkvæðagreiðslurnar mundu ganga alveg af sjálfu sér og taka í mesta lagi vikutíma. Eftir mánaðar- tíma væri búið að vetja alþjóðamálið. En það mundi auðvitað a'ðeins vera enda- lok upphafsins, en ekki upphaf endalok- anna. SVIPMYND Framhald af bls. 2 næm, en jafnframt hörð af sér og seg- ir Lee, að það muni skapa farsælt jafn- vægi í sálarlífinu. Þeir sem þekkja hana bezt, segja, að hún sé innst inni við- kvæm og feimin, en öryggi hennar í framkomu villi um fyrir mönnum. Þess vegna hættir mönnum til að kveða upp þann dóm yfir henni, að hún fari í manngreinarálit og sumir telja, að hún eigi til hroka. Sjálf segist Lee kjósa einveru, og kemur sú yfirlýsing raunar mörgum á óvart. En Lee segir, að ein- vera sé hlunnnindi, sem öllum veitist ekki; hinn óháði maður getur gert hvað sem hann langar til hvenær sem hann langar til þess, og það getur verið ákaf- lega þreytandi að þurfa sífellt að vera kurteis og elskulegur, segir hún enn- fremur. U ppeldi Lees var í engu frábrugð- in uppeldi eldri systurinnar, Jacqueline Kennedy. Þær bjuggu við auðæfi og eftirlæti og uppeldi þeirra var sniðið eft- ir siðum amerískrar auðmannastéttar. Lee lauk skólagöngu sinni í Sarah Law- rence College, þekktum kvennaháskóla á austurströnd Bandaríkjanna. Ung að aldri giftist hún útgefanda, Michael Canfield, en þau skildu og var hjóna- bandið dæmt ógilt af Vatikaninu í Róm, en Lee er kaþólskrar trúar. Síðar gift- ist hún afkomanda pólsku konungsætt- arinnar, Stanislas Radziwill, sem er prins að nafnbót, en fasteignasali að atvinnu. Þau eiga tvö börn, og þrjú hús, tvö í Englandi og eitt í New York. Og þótt Lee hafi ekki hlotið sér- lega uppörvandi dóma fyrir leik sinn í The Philadelphia Story, lætur hún ekki bugast. Hún ætlar að halda áfram á leik- listarbrautinni. Hún er þegar ráðin í aðalhlutverk í kvikmynd, sem á að taka upp í London á næstunni, og mun Tru- man Capote að einhverju leyti semja handritið. Og hún efast ekki um, að framtíðin muni bera í skauti sínu fleiri hlutverk, bæði í kvikmynd og á sviði. Og hún er hæstánægð: við þessu bjóst enginn af mér, segir hún, en ég er fegin að ég gerði það og nú verður ekki aftur snúið. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 7 sérhverju atrfði (hver er hann? spyrj- um við ennþá eins og þeir sex, sem skrifuðu fyrir Time). Eg velti því stöð- ugt fyrir mér hvort Euripides hafi nokk- urn tíma vitað hvert hann var að fara, aðeins farið eins langt og hann komst. Hann vann úr goðsögnum og var ásak- aður um að kollvarpa hugmyndum. Áhorfendur Euripidesar hljóta oft að hafa verið agndofa yfir því, sem hann gerði úr efni, sem annars hefði verið flatneskja. Shaw gaf hugarflugi sínu svo lausan taum, að hann neyddist allt- af til þess að skrifa formála til þess a'ð útskýra hvernig leikritin hefðu orðið, ef þau hefðu bara haldið sig á mottunni. V ið höfum haldið okkur á mott- unni hvað uppbyggingu og hugarflug snertir, svo lengi, að úr hefur orðið leiði- gjarnt stagl. Jafnvel þótt okkur langi til þess að ráðast á eldra stagl gerúm við það me'ð því að staglast og notum upplýsingaþjónustuaðferðina, sem hefur komið svo mörgum til þess að taka sím- ann úr sambandi. Eftir er að sjá hvers leikhúsið er megnugt, ef leikritahöf- undurinn er alveg eins fáfróður og við hin um þægilega og óhagganlega lausn — um ótvíræðan endi, sem alltaf ér al- gjörlega fyrirsjáanlegur — og væri þess vegna neyddur til þess, á opnum grund- velli, að fást sífellt við sérkennileg uppá- tæki þess fyrirbrigðis, sem enn er í sköpun, mannsins. Mjög góð leikrit hafa verið skrifuð í gamla stílnum. En nú er ekki tími gamals stíls. Sjálf erum vi'ð í óvissu og verið getur, að við þörfnumst leiksýn- inga, sem spegla leit okkar án nokkurr- ar spennitreyju, og þá helzt án útgöngu- versins, sem við getum kyrjað fyrirfram og sem ég held að við treystum ekki á. 17. september 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.