Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 9
sonar. Hann kom auga á ágæti staðar- ins á undan öðrum mönnum; gerði það að baráttumáli, að héraðsskóli Sunn- lendinga yrði sta'ðsettur þar og vann sigur. Nú er þarna starfandi eini menntaskólinn í sveit á íslandi og allt er þetta gott og blessað. Laug- arvatn er samt ennþá sú Þyrnirósa, sem sefur svefninum langa og engrar umhirðu nýtur á móti því, sem síðar hlýtur að koma og frægt mun verða. Sumir telja að vísu ekki heppilegt að hafa svona marga skóla saman á ein- um stað og nemendur nái betri árangri í hinum fámennari skólum. Um það ætla ég ekki að ræða hér. Mér finnst sjálfsagt að hafa myndarlegt skólasetur á Laugarvatni, en þar með er staðurinn og töfrar hans ekki nýttir nema að litlu leyti. Og þá er ég kominn aftur að bíla- lestunum, sem stefna austur þanga'ð á laugardögum, með fullfermi af eftir- væntingarfullum börnum. Þegar komið er á áfangastað er ekki um annað að gera en tjalda á skriðunni austan vert við nemendabústaðina. Þaðan sézt vítt um skógivaxnar hlíðar, gil og hvamma, en samt verður fólk að gera sér að gó'ðu að tjalda þarna í meiri og minni kös. Moldarveggir liggja þarna fram og aftur og látlaus moldarmökkur lá yfir tjald- stæðinu í sumar, þegar bílum var ekið eftir þessum moldargötum. Þær sjálf- sögðu umgengnisvenjur, sem ríkja á tjaldstæðum úti í Evrópu, voru eftir því sem mér skildist, óþekktar þarna. Ég hafði tal af fólki, sem var þar í tjaldi eina sunnudagsnótt og hafði ekki komið blundur á brá. í nærliggjandi tjöldum var sungið og spilað á gítar alla nóttina og kvörtunum var tekið með hæðnis- hlátri og svívii'ðingum. Auk þess voru fyllibyttur gangandi á tjaldstögin öðru hvoru. Enginn virtist vera þarna til þess að halda uppi lögum og reglu og hvergi var að sjá neina reglugerð um það, hvemig tjaldstæðisgestum bæri að hegða sér. Að vísu hefur það lofsverða framtak átt sér stað, að vatn hefur verið lagt á staðinn og er það í krana. ómenn- ingin og só'ðaskapurinn er slík, að þrátt fyrir þurrkana viku eftir viku í sumar, var drullusvað allt í kring um vatns- kranann. Ferðafólk ekur gjarnan niður að vatninu, en þar er ekkert hægt að gera og lítið við að vera. Þarna er allt ógert sem máli skiptir. S vo ríkulega hefur náttúran búið Laugarvatn, að þar er hverinn á vatns- bakkanum og heitur lækur rennur stöð- ugt út í vatnið. Þarna mætti með til- tölulega litlum kostnaði útbúa ákjósan- legan baðstað. Um það hef ég áður rit- að á öðrum vettvangi. Þa’ð er ekki mikið mannvirki að halda heita vatninu við ströndina og þekja hana með fínum sandi eða skeljasandi. Ekkert hefur ver- ið gert í þessa átt. Ströndin er eins og hún hefur verið frá því Árnesingar létu skírast til nýrrar trúar þarna við laug- ina, á heimleið frá Þingvöllum árið 1000. Þar er grjót og spýtnabrak, en njóli og gaddavír þegar kemur á þurrt land. Gufubaðið hefur lengi verið, og er enn til skammar. Það virtist vera að syngja sitt síðasta vers fyrir 20 árum, en hjarir enn og þarna þykir sjálfsagt a'ð bjóða inn gestum. Sjálft vatnið er ákjós- anlegt fyrir bátasport og vatnaskíði og þyrfti hvort tveggja að vera til taks gegn vægu gjaldi. Einhverjir einstakl- ingar á staðnum hafa notfært sér þessa aðstöðu, en mér skilst að leigugjaldið hafi ekki beinlínis þótt hagstætt. 1 arna niðri við strönd Laugar- vatns vantar ennþá allt, sem síðar hlýt- ur að koma. Þar vantar stóra og fallega útisundlaug og þar vantar fallegan veit- ingarskála á einni hæð, golfvöll og tennisvelli. Ekki sízt er þó áriðandi að tjaldstæði'ð verði hafið úr þeirri niður- • lægingu, sem það er núna í, kjarrið fyr- ir innan og ofan notað að einhverju leyti til þess, en það verður að gerast með varúð, því að staðurinn missir skrautlega fjöður úr hatti sínum, ef birkikjarrið væri þar ekki lengur. Það er vel til fallið áð nýta skólana fyrir sumarhótel og mér virtist allt vera þar með snyrtilegum brag. Við höfum heldur ekki efni á því að láta þessar miklu byggingar standa auðar og mann- lausar allt sumarið. En þegar til þess kemur, að eitthvað verði raunverulega gert fyrir ferðamenn á Laugarvatni; staðurinn virkjaður, ef svo mætti segja, þá er augljóst mál, að byggja verður 17. september 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.