Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 14
RABB Framhald af bls. 16 um árangri einhvers staðar. Mér skilst að enskir stúdentar lceri að- eins frönsku og spönsku, auk móð- urmálsins. Norðurlandastúdentar hafa valfrelsi urn ensku, þýzku, frönsku og latínu, en íslenzkum jafnöldrum þeirra ber skylda til að gutla í öllum þessum málum. Þetta er þeim mun verra sem málanám hefst síðar hér. Að vísu er að minnsta kosti hér í Reykjavík byrj- að að kenna dönsku í 12 ára bekkf- um og ensku í 13—14 ára. En það er allt of síðla af stað farið. Þó er ástandið mun verra sumstaðar úti á landsbyggðinni þar sem ekki er hœgt að kenna tilskilin mal á gagn- frœðastiginu. Það er víst samkvœmt gamalli hefð, að byrjað er á dönskunni; leifar þess tíma, þegar menntagyðj- an var að vitund íslendinga búsett og heimilisföst í Kaupmannáhöfn. Málanám œtti að hefja í skólunum ekki seinna en um 10 ára aldur, hvort heldur byrjað er á dönsku eða ensku. Fermingarbarn, sem ekkert er farið að lœra í málum, hefur misst af dýrmœtu tœkifœri. Fyrir ári flutti Þórður Örn Sig- urðsson, menntaskólákennari, at- hyglisvert erindi í út.varpið um nýj- ungar í tungumálákennslu. Hann hafði farið við annan mann út til Strassburg og kynnzt þar því sem hann nefndi málasmiðju. (Langu- age láboratories). Þess konar vinnustofu er skipt í lítil herbergi eða bása og hefur hver nemandi segulbandstæki. Allir þrœðir frá þessum básum koma saman í kenn- araborði og þar getur kennari hlustað á hvern nemanda. Sá hæng- ur er á þessum málasmiðjum, að ein slík kostar á aðra milljón ís- lenzkra króna og aðeins 15 nem- endur geta notað stofuna í einu. Með 10 tíma nýtingu er tálið að 75 nemendur geti notað stofuna á degi hverjum. Mér skilst, að mála- smiðjur af þessu tagi leysi þó eng- anveginn allan vanda, og hafi jafn- vel valdið vonbrigðum, þar sem menn héldu að hœgt vœri að not- ast eingöngu við aðferðina. í síðasta mánuði var í Morgun- blaðinu viðtal við Gústu Sigurðar- dóttur, íslenzka stúlku sem búsett er í Frakklandi og hefur gert tungumálákennslu að atvinnu þar. Gústa talaði um svokallaða hljóð- frœðideild, þar sem nemendur læra erlend tungumál líkt og barnið, sem lœrir á eðlilegan hátt af móður sinni; fyrst talmálið en síðan rit- mál. Þessi kennsluaðferð var eftir því sem Gústa segir, fyrst rann- sökuð við háskólann í París 1951 og fyrst notuð 1955, þar í borg. Nú munu tungumál vera kennd eftir þessari aðferð í 80 löndum talmálið lært með aðstoð skuggamyndavélar og segulbandstœkis. Segulbandið er þá látið segja frá því, sem sést á tjáldinu svo nemandinn sér og heyrir sama hlutinn í einu. Kennsla í ritmálinu hefst eftir 60 tíma, og fer hún þannig fram, að málið er lesið og útskýringar fara fram á tungumálinú, sem verið er að kenna. Þarna er ekki um að rœða hinn venjulega lestur, þýðingar og glósur, og eftir 6 vikna námskeið, sem tekur 350 tíma, eiga nemend- ur að vera fœrir um að bjarga sér. Taldi Gústa, að árangurinn af þess- ari kennslu væri nánast furðulega mikill, þegar fyrri kennsluaðferð væri höfð í huga. Það eru sem sagt ýmsar nýjung- ar á ferðinni og ríður á, að frœðslu- yfirvöld okkar fylgist vel með þeirri þróun, sem þar kann að eiga sér stað, en geri tilraunir með það sem bezt reynist. Vafalaust er rót meinsins að einhverju leyti fólgin í því, að kennarar eru ekki nœgi- lega vel menntaðir; hafa ekki dvál- izt i því landi né lœrt að tala nœgi- lega vel þá tungu, sem þeir eru að kenna. En léleg launakjör kenn- ara eiga líka sinn þátt í þessu; með- an illa er búið að kennararstéttinni, veljast síður afburðamenn í hana, og yfir sumarmánuðina eru margir þeirra tilneyddir að fara fremur í síld eða vegavinnu en auðga anda sinn. Gísli Sigurðsson. SMÁSACAN Framhald af bls. 4 eins fuglarnir kvaka, ljúfir og áhyggj- lausir. Ungar þeirra ærslast í sakleysi. þeir leika sér með guian sandinn. Laufin feykjast og fjúka. Og fólk reikar eftir veginum, dapur söngur þess hljó'ðnar. Nú er hinn síðasti horfinn sjónum bakvið ásinn. Og lágt hringlið í keðjum. þeirra er dáið út. Aðeins vindurinn eltir sölnuð laufin, sáldrar þeim og hvíslar. Endir fyrrí hluta. HRÓP Ég er örkumla hermaður. Ég sit í garðinum við hús mitt og horfi á börn að leik. Þau eru hrædd við mig. Það hræðir þau að sjá mig sitja í garðinum við húsið í Kattarstræti. A'ð sjá mig sitja lamaðan, ósjálfbjarga eins og barn. Kyrrð mín hræðir þau — enda þótt ég sé líka hræddur. Ég er hræddur við nóttina. Ég er hræddur vegna þess að fyrir tuttugu árum bjargaðist ég frá dauða. Ég hefði átt að deyja. Eftir ógæfuna virtist honum sem hann lifði utan tímans. Honum var auðvitað ljóst að tíminn hélt áfram að vera til þrátt fyrir það sem komi'ð haföi fyrir hann. En það skipti ekki lengur meg- inmáli fyrir hann. Aðeins þannig gat dánardægur hans verið honum annað og meira en tímatal eitt. Hann sá að timinn var óendanleg, hlykkjótt lína, dregin í þykkt ryklag. í hana var roíið skarð. Hún var rofin af dauðanum. En það var vart sjáanlegt. Vegna þess að hann lifði enn. Aðeins timaskyn hans var ólíkt og hjá öðrum mönmim. Og ef til vill var hann hættur að vera mað- ur. En þetta var engan végkin miki]- vægt. Tveir Gestapo menn drógu har.n á handleggjunum. Fætur hans iyppuðust ósjálfbjatrga í rykinu. Fætur hans drógu endalausa, hlykkjótta sló'ð í bykkt ryk- ið. Eitthvað gífurlegt náði tökum á mér. Lyfti mér upp fyrir tímann. Lét mig falla niður aftur. Hugur minn klcfnaði. Ég yfirgaf hinn ytri hjúp raunveruleik- ans og þusti burt. Örstuttar glefsur úr fortið minni birtust. Allt þusti afturá- bak. Nútíðin hvarf inn í fortíðina. Eitt- hvað færðist um set. Dauðir komu í stað lifenda. Við stóðum undir veggnum á fjórðu álmu. Vindurinn tætti tötra okkar, þurr- ar nálar hans stungust í varnarlaust holdið. „VITANLEGA ERTU EKKI SEKUR. VITANLEGA EKKI. ENGU AÐ SÍÐUR MUN ÉG HEIMSÆKJA ÞIG ÖÐRU HVORU. UM NÆTUR. SVO ÞÚ VITIR — VITIR MEÐ VISSU — AÐ ÞÚ ERT SAKLAUS." Vindurinn færðist í aukana. Augna- blik loka'ði ég augunum. Þegar ég opn- aði þau, var hann þar ekki lengur. Óljósar umlínur hans voru að mást af veggnum. Vindurinn virtist blása sundur kjarna hans, ögn fyrir ögn. Hann var að bráðna burt ... í dögun þagnaði maðurinn sem var byrgður inni. Gestir mínir voru á för- um. Þeir reikuðu stefnulaust um her- bergið, geispandi, skuggar þeirra bráðn- uðu í morgunskímunni. Sú sem seinust fór var undarleg’ kona. Hún var nunna. En ég er ekki viss vegna þess að hún bar engan búning. Hún var mjög undarleg kona. Árum saman hafði hún komið að heimsækja mig. En hún talaði aldrei. Hún brosti aðeins. Einu sinni kom hún í dagrenning. Hún var mjög föl. Hún tautaði eitthvað — það var í fyrsta skipti sem ég heyrði rödd- hennar. Og ég varð skelfdur. Ég var viss um að hún myndi deyja þann dag. Morg- uninn eftir fann ég hana í hörni sínu, stungna til bana. ÚR SÖGUNUM SEM MÉR VORU SAGÐAR AF MANNINUM SEM VAR INNIBYRGÐUR. 2. HiS nýja opinberunarljóð. Maðurinn bráðnaði burt. Þetta var óvenjulegt. M. Panov Hann lá og starði upp í himininn, með armana teygða frá sér. Það var úðarigning. Hermenn gengu framhjá honum, formælandi, stígvél þeirra ösl- uðu forugan veginn. Kerra fór marr- andi hjá. Sær’ðir menn stundu. Hann lá við vegarbrúnina, með arm- ana útbreidda, augu hans störðu upp í himininn. Hann virtist lifandi. Sofandi. En augu hans voru opin, þau störðu upp í himininn. Þau fylltust tárum. En það var aðeins rigningin. Klukkustund áður hafði hann þráð að hvílast. Nú svaf hann við vegarbrúnina. ... Hann hélt áfram að tala og tala. Endalaust. Hann gat ekki hætt. Hug- fanginn af að geta gefið frá sér hljóð. Hugfanginn af að hljóðin skyldu mynda or*ð. Hann þreyttist aldrei á að tala. Fólk sem hlustaði á hann grét og hló. Hann var vel máli farinn. Saga hans vakti ólýsanlegar tilfinningar og hugs- anir. Þær voru óravíðar, geislandi og daprar. Saga hans var ólýsanlega sorg- leg. Sorgin hlýtur að hafa gætt hana hinum óvenjulega hljóm, sem hafði svo mikil áhrif á hlustendur hans. Hann hélt áfram að tala og tala. Endalaust. Hann hafði talað án afláts i meira en tuttugu ár. Allt síðan Gesta- pomennirnir höfðu slitið úr honum tung- una. SÍÐASTA SAGA MANNSINS SEM VAR INNIBYRGÐUR OG TUNGAN HAFÐI VERIÐ SLITIN ÚR 3. Löng nótt í maurahúsinu. Bróðir minn og ég erum maurar. Allt mitt líf hef ég lifað í mjfl kri.' Ég hef aldrei séð sólskin eða ljós. Ég hef enga hugmynd um hvað það er. En bróðir minn, sem er eldri, sa^ði mér 'að einu sinni hafi hann séð sól- skinið. Hann sagði, að hann myndi greinilega hreint, tært loftið, gegnum níst af geislum sólarinnar. Þetta var mér óskiljanlegt og ég gat ekki trúað honum. Mér fannst sem myrkrið hlyti að umlykja allan heiminn. Ég var van- ur því. Mér virtist fjarstæða að leita að leið út. Það er engin leið út úr fangelsi. Og fangelsi okkar er ALLUR HEIMUR- INN. En bró'ðir minn heldur áfram að leita að leið út. Ég bíð einnig eftir lausn. Af hlýðni tek ég þátt í leit hans. Eg leita, enda þótt ég viti hve tilgangslaust það er. Nótt og dag heyri ég hann segja mér: „Einhversstaðar er til leið. Ég veit það. Við verðum að leita hennar. Við verðum að finna hana. Áfram, áfram.“ Og við höldum áfram leitinni dag og nótt. Samt er ekkert neinsstaðar nema veggir úr myrkri — þa'ð er engin minnsta ljóstýra. Bróðir minn er brjál- aður! Hann rekur okkur til að halda áfram leitinni dag og nótt — skríðandi gegnum myrkrið, hrasandi, við hruflum og skerum okkur á veggjunum. Og því dýpri sem örvænting mín er þeim mun öruggari er hann. Hann er áreiðanlega brjálaður! Hann er heimskur, þrályndur ofstækismaður. Hann er gagntekinn af þessari hugmynd um ljós og sólskin, sem hann hefur fundið upp. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er hræddur við hann. Ég get ekki haldið áfram. Kraftar mínir eru á þrotum. Eg held ég hljóti að vera að deyja. í hin- um örstuttu hvíldarhléum okkar græt ég, en bró'ðir minn getur ekki séð tár mín. „Áfrám, áfram!“ hrópar hann og ég held áfram, skríðandi og grátandi í myrkrinu. Skyndilega sást ljós. Blaktandi, flögr- andi, óstöðug glæta, albúin að slokkna — en það var Ijós! „Sjáðu, bróðir.“ kallaði ég. „Sjáðu þarna! Þarna er ljós! Sjáðu!“ Bróðir minn var þögull. Eftir langa mæðu sagði hann: „Það getur ekki verið. Þú hefur á röngu að standa. Það er of snemmt. Komdu, komdu! Það er alltof snemmt. Áfrarn!" Þá skildi ég a’ð bróðir minn var BLINDUR. Hvelfingin opnaðist. Tindrandi geisl- ar sólarinnar féllu á andlit mér. Ég lok- aði augunum. Nú gat ég séð eldlega hnetti. Ég var á sveimi á meðal þeirra. Ég fann ekkert til. Ég var á hringferð innanum mergð af sólum. Og jörðin snerist hægt. Ég sá grænan akur. Jörð- in snerist hægt. Bláan himin. Eg hékk hreyfingarlaus, andaði að mér loftinu þrungnu ferksleika hins vakandi morg- uns. Jörðin snerist. Feiknarleg sól. Og ég hékk með höfuðið niður. Sólin log- aði. Vesalings blindi bróðir minn var a'ð hlæja að mér í hljóði. Torfey Steinsdóttir þýddi. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frfi Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konrfið Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.