Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 3
Harold Pinter F yrir nokkrum árum, þegar Joan Littlewood virtist raunverulega vera að breyta brezka leiksviðinu í eitthvað opið, innblásið og aðgengilegt er Emlyn Williams sagður hafa sett upp dálitla skopstælingu, sem hófst í lýtalaust upp- stilltri Mayfair setustofu. Síminn, hjá blómavasa, hringdi. Frískleg frönsk þjónustustúlka með stífaða svuntu og kappa kom inn um tvöfalda vængjahurð fyrir miðju sviði, lagfærði pilsið og tif- a'ði teprulega að símanum. „Já?“ sagði hún i hann um leið og hún byrjaði á kjarna málsins. „Það eru 10 ár síðan Joan Littlewood dó .. .“ Það, sem hr. Williams átti auðvitað við var, að leikrit svo sem „The Host- age“ (Gísl) og „Oh, What a Lovely War“ (O, þetta er indælt stríð) mundu hverfa og vængjahurðirnar mundu birtast á ný. En það tók engin 10 ár. Heróp fröken Littlewood er nú þegar orðið hjáróma, en blómavasinn og síminn eru þarna ennþá. Þeim var aldrei varpað fyrir bor’ð. Verst er þó, að viðfangsefnið, hug- myndirnar og uppbyggingin er í aðal- atriðum nákvæmlega eins og við eigum að venjast. Munurinn er dálítill á hinum ýmsu forskriftum, auðvitað, af því að um nokkrar forskriftir er að velja: vinsæl-rómantískur gamanleikur er vissulega skrifaður eftir annarri for- skrift en stjórnmálalegt melodrama. En tilbrigðin þekkjum við eins vel og viku- dagana. Ef eitthvað ætti að hafa dregið úr tilbreytingaleysinu og komi'ð okkur til að þurrka gleraugun til þess að full- vissa okkur um, að við sæjum rétt, ætti það að hafa verið hið svo nefnda Fjar- stæðuleikhús (Absurd). Hér var svo margt frábrugðið því, sem við áttum að venjast: í stað setustofunnar var tóm, símarnir voru dauðir og hér um bil alheimurinn líka, persónurnar sátu óbif- anlegar í sandi upp í mitti, atburðarásin var ruglingsleg og rökrétt hugsun ger- samlega sniðgengin. Sviðsmyndin sagði „Nýmálað". Textinn vefengdi sjálfa merkingu orðanna. E n hvað við vorum þó fljót að leggja blessun okkar á gamalkunnar íullyrðingar. Þótt uppsetningin virtist vera róttæk stóð hún þó alltaf á göml- um merg. Á örskömmum tima lærðist okkur hvaða viðfangsefna var að vænta STBflNUN LEIKHUSSINS Eftir Walter Kerr og telja þau á fingrum annarrar hand- ar: skilningur milli manna er óhugsandi, maðurinn er ekkert, rök eru haldlaus, allt er blekking, tómið ER. Efni'ð var í fullu gildi fyrir 20. aldar manninn. Leik- húsgestum 20. aldar varð það brátt ljóst. Eftirvæntingin minnkaði: mað- Walter Kerr er Ieikhúsgagnrýn- andi ameríska dagblaðsins New York Times. Grein þessi, sem hér birtist nokkuð stytt, er þýdd úr New York Times Magazine. ur þurfti aðeins að vita að leikritið væri Fjarstæða til þess að vita fyrir fram hvaða lag yrði leikið. Til þess að nálgast kjarna málsins verðum við áð athuga hvað er sameig- inlegt með öllum þessum tilbrigðum — án tillits til hinna ýmsu frávika frá viðurkenndri meginreglu. Framkalli þau fyrr eða síðar svo til sömu þreytu hjá áhorfandanum hljóta þau að eiga sömu uppsprettu, byggja á sama grunni. Svo er og. Meðan ekki er til betra orð getum við kallað þau Upplýsinga- þjónustuleikrit. Það er að segja, þau eru afgreidd frá skiptiborði, sem leikrita- höfundar eru á einu máli um, að sé eina nothæfa miðlunarbor’ðið; þar koma þeir kunnáttusamlega á framfæri áður til- reiddum skilaboðum eftir pöntun. Þau eru miðlunartæki til þess að flytja, eða skiptast á gamalkunnum kveðjum fram og til baka eftir fyrirfram lögðum þræði. Mjög lengi hafa öll leikskáld, hvað sem þau hafa hugsað sér að sviðsetja, eða hversu óskipulega, sem þau hafa hugsað sér að setja það á svi'ð, gengið út frá því sem vísu, að leikrit sé fyrst og fremst svar og síðan spurning. Veljið númerið og þér fáið ákveðnar upplýs- ingar. Eða, svo að litið sé raunhæfar á mál- ið, höfundurinn hefur ályktað, að áður en hann hleypi persónum sínum af stað vedði hann að vita hvert þær muni fara. Hann ákveður í upphafi, að leikritið verði að segja þetta eða hitt: að stríð sé illt, eða kynþokki alveg fyrirtak, að ást- in sé eilíf, eða lífið sé ómögulegt. Fjöldaframleiðsla Broadway og fjölda- tilraunir sameinast í þessari grundvall- arvissu: leikslok, sem einnig eru boð- skapur leiksins, skulu ákveðast fyrir- fram og síðan skal feta sig samvizku- samlega að þeim á slunginn og sannfær- andi hátt. í rá því a'ð tjaldið er dregið frá verður því ævintýrið, sem lokkar með óvæntum atburðum og furðu allt til þaulundirbúinnar lokaframsetningar alls ekkert ævintýri: það er pottþétt sam- kvæmt heildaruppdrætti. Höf. skrifar ekki um fólk eins og þa'ð er. í nafni fólks býr hann til uppskrift að rétti, sem óhjákvæmilega verður tilbúinn klukkan ellefu. Höfundurinn fylgist ekki með raunverulegum viðburðum eftir því sem þeir gerast, trúr og frjáls. Hann lagfærir atburðina, þvingar fram atvik og falsar þau jafnvel svo að þau virðist falla eðlilega saman við lokaþáttinn, sem raunverulega hefur stjórnað þeim frá upphafi. Hann kannar ekkert, ekki á skilyrðislausan hátt. Hann kemur kring- umstæðum þannig' fyrir, að þær lúta vilja hans og hann leið.ir þær í bandi að fyrirfram ákveðnu marki. S krifa má leikrit á annan hátt, Framhald á bls. 7 fl GRAL Eftir Gubmund Böðvarsson Ég heyrði konung tala og hvetja sína menn við hlið hins gamla múrs í dimmri morgunglóð. Þar rak ég mínar geitur um rauða döggvaslóð. Þar rek ég mínar geitur framhjá enn. Og víða sigldu riddarar um votan öldugeim og víða þeystu riddarar um lönd og sumir komu þreyttir og sárum slegnir heim og sumir komu aldrei framar heim. En jöfur fylltist nýrri von er gest að garði bar og gesturinn var spurður: Fannst þú hann? og jöfur byrgði augu sín í sorg við dapurt svar og sagði og benti á hliðið: Finndu hann. Og fólkið þyrpist áfjátt við fylkis hallarmúr og fólkið rífur klæði sín og barmar sér. Nei — ég var aldrei sendur en ég veit hvar hann er og ég veit aleinn manna hvar hann er Og fólkið heldur gjarnan að fáráður ég sé er framhjá geng og vísu mína syng: Hann er falinn undir laufi hann er falinn bak við tré hann er falinn undir laufi bak við tré. 17. september 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.