Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 6
Benedikt 5. Benedikz: GALDRA MEISTARINN í (SLENZKR þJÓÐSÖGU Hér (í sögunni af Galdra Lofti) wiá finna á einum stað öll þau, sér- 'kenni sem finnast stök í ótal smærri 'sögum um meistara svarta gaidurs. 'Kennslubækurnar tvær, Gráskinna og (Rauðskinna, koma hér fram í sinni ‘sönnu mynd. Um þá fyrri kemur fram í ýmsum sögum, að hún var kennslu- bók fyrir byrjendur, sem allir vertS andi galdramenn urðu að læra, og hin ■seínni var fullnumabókin mikia og eign hennar hafði í för með sér ötakmarkað vald. Hin óseðjandi græðgi 'svartagaldursdýrkandans sést bezt í út- skýringum Lofts til skrálabróður síns, en í höndum hans hlýtur allt að verða til ills. Ágirndin. sú synd, sem flétt- uð er inn í söguna vegna þess að hún nær út fyrir takmörk hins leyfilega, verður driffjöður allra sagna um svartagaldursmeistara, sem aldrei eru ánægðir og ætíð eru drifnir áfram af því myrkravaldi, sem fær þá til þess er leita einhvers meira. Sú er refsing fyrir villu þeirra af vegi dyggð- arinnar. Sem dæmi um það hvernig •hinn mesti hvítu bræðranna verður mótsetning hinna svörtu og bjargast íyrir hófsemi sína hefir orðið til eft- irfarandi saga um Vogsósa-Eirík. „Þegar Eiríkur var í Skálholtsskóla ákváðu nokkrir piltanna að vekja upp gamlan karl, sem grafinn var í kirkju- garðinum þar, en hann haifði eitt sinn átt galdrabók. Seint og síðar meir tókst þeim að vekja hann. Hófu þeir þá að þjarma að honum, en enginn þeirra gat ná'ð bókinni undan handlegg hann fyrr en Eiríkur gekk að honum. Þá varð bók- ín laus á augabragði. Eiríkur las í henni 'þar til rétt fyrir sólaruppms. Þá lok- aði hann henni og rétti engandanum hana aftur, en hann greip hana og ’sökk strax aftur niður í gröf sína. Seinna spurðu piltarnir Eirík hvað hann 'hefði lesið. „Nóg“ svaraði hann, „til þess að vita, að hefði ég lesið lengra hefði ég ofurselt sál mína djöflinum“') Hér er sagan um Loft umlhverfð. 'Hetjan, Eiríkur, hefur sig hvergi í frammi við uppvakningu draugsins þar 'til allir hinir, sem hafa (svo er okk- ur ætlað að álykta) ágirndina að leið- arljósi, hafa gefizt upp Fulltrúi óvin- ins, draugurinn, virðist gera sér grein ’fyrir því hve mjög Eiríkur er laus við ágirnd, því að hann eftirlætur hon- um bókina möglunarlaust. En einnig má líta svo á, að þetta sé tákn hinnar I) Frásögn Kristínar Þórarinsdóttur. Sjá einn- lig svipaða sögu í Þjóðsögum Ölafs Davíðs- Sonar (Akureyri, 1035, bis. 108). 'mestu freistingar. Eiríki er fengið í 'hendur vopn sjálfseyðileggingarinnar og hann hvattur til þess að beita því. 'Hann stenzt prófraunina aðdáunarlega og lætur staðar numið einmitt við það orð, sem mundi leiða hann í glötun. Hér sýnir hann yfirburði sýna, ekki einungis yfir andstæðingunum heldur 'og yfir aðra hví'tagaldursmeistara, bæði ’góðmennið Þormóð í Gvendareyjum og hinn háðska og röggsama Hálfdán á Felli. Eiríkur var hvort tveggja í senn, mestur og síðastur hvítagaldursmeist- ’aranna. Síðari tíma galdraþjóðsögn, frá 'átjándu og nítjándu öld, er ekki eins einlit. Af því hefir leitt að fram hef- ir komið þriðja tegund galdramanna, grái galdramaðurinn, og ætla ég mér að taka einn þeirra til meðferðar áð- ur en ég bind endahnút á hugleiðing- ar þessar. Fyrir vali hefir orðið sér- staklega eftirtektarverður maður, eini galdrameistarinn eftir siðaskiptin, sem þjóðfrægð hefir hlotið fyrir annað en galdra, séra Snorri á Húsafelli. Séra Snorri, sem venjulega er nefnd- ur Snorri á Húsafelli, eða Snorri sterki, öðlaðist talsverða frægð í lifanda lífi, ekki eingöngu vegna tröllaukinna lík- amskrafta sinna (tilefni eins beizkasta 'háðskvæðis Gríms Thomsen 2) heldur ■einnig fyrir ritsnilld sína. Hann er nú 'kunnastur sem höfundur eins hins fyrsta íslenzka leikrits sem varðveitzt hefur, Sperðils. Einnig liggur eftir hann allmikið af ljóðum, bæði alvarlegra og gamansamra, sum þeirra jafnvel prent- uð að honum lifandi. En þessir aíburða- hæfileikar hafa valdið galdrafræðinni •og má gera ráð fyrir að þar hafi ver- ið að verki hinn venjulegi aflvaki, öf- Undin. Farsælt starf hans á Stað í Að- alvík (en Hornstrendingar höfðu allra Vestfirðinga verst orð á sér fyrir kukl) og 'það að hann lifði brauðas'kipti það- an í 45 ár hefir átt drjúgan þátt í að ýta undir frægð hans. Hann dó í hárri 'elli, níutíu og þriggja ára gamall, ár- ið 18033) 2) Snorratak (Ljóðmæli, 1 .bindi, bls. 61—* 62, Reykjavík, 1ÖS4). 3) Heimildir æviatriða: Steingrímiur J. I>or-t steinsson: Upphaf leiklistar á íslandi, bls.- 13—19. (Reyikjavik, 1943), PáLl Eggert Olafs- son: íslenzkar æviskrár, 4. bindi, blls. 300—t 301 (Reykjavík, 1950) og Jón Halldórsson:. Skólameistarasögur, bls 300—312. Jónas Krist jánsson s»kjalavörður hefu einnig útvegað mér texta noklkiurra óútgefinna upplýsinga eftir samtíðarmenn, svo sem biskupana Har- boe og Ólaf Gíslason og Svein Pálsson. lækni. Allir róma þeir mjög guðrækni, séra< Snorra, lærdóm og atgervi. SÍÐARI HLUTI • Sagt var, að þegar séra Snorri hafi 'komið í sitt fyrsta brauð hafi hann Ibomizt að raun um, að sóknarbörn hans •hafi engan tíma haft til slíkra hluta 'sem kirkjurækni, eða að læra kristi- ‘lega kenningu. Einnig var sagt, að 'hann hafi gert á þessu róttæka breyt- ingu meðan hann þjónaði í því brauði, en að hann hafi þurft að yfirvinna með hörðum höndurn galdraflokka þá, sem stóðu á móti siðabótum hans. Til þess að ná tilgangi sínum hafi hann beitt göLdrum jafnhliða mætti síns 'heilaga embættis og krafti sinnar 'sterku hægri handar. Sagnasafn það sem sprottið hefur í kringum hann lýsir honum sem bardagamanni, er hafi jöfnum höndum beitt eigin vopnum og vopnum andstæðinga sinna, en einnig 'verið kunnur fyrir það að kunnátta Tians hafi orðið að víkja fyrir hæfni' hans til að standast freistinguna til' þess að beita göldrum gegn nokkrum öðrum en þeim, sem þá iðkuðu. Slík- ur er grái galdramaðurinn samanborið við hinn hvíta. Séra Snorri var vissu- lega þeirra mestur og hann var einn- ig síðastur sannra galdrameistara í full- komnun listarinnar samtvinnaðri snilld annað hvort andans eða hugsjóna. Þess 'vegna fer vel á því, að sögnin um dauða hans er í samræmi við andlegt og líkamlegt atgerfi hans. „Séra Snorri varð afar gamall mað- ur. Á dánarbeði sínum iðraðist hann af heilum huga að hafa notað svartai galdur á yngri árum og óttaðist mjög um sálarheill sína. Þess vegna bað hann Guðrúnu dóttur sína, sem var jafn hugdjörf og hann sjáLfur, að vaka yfir 'líki sínu þær þrjár nætur, sem hann mundi standa uppi. Skyldi hún setja þrjú kerti á kistuna á hverju kvöldi 'og kvei'kja á þeim. Ef slökknaði á ein- hverju þeirra átti hún að kveikja á því aftur strax, því að ef slökknaði á þeim öllum í einu væri sál hans glöt- uð að eilífu. Dóttir hans hlýddi skipan hans og vakti stöðugt allar næturn- ar. Fyrstu nóttina átti hún erfitt með a'ð halda einu ljósi ætíð logandi, en þá næstu loguðu tvö þeirra sæmilega vel 'í einu og þá þriðju brunnu þau öll þrjú skært fram til morguns. Vissi þá Guðrún, að sálu föður hennar var borg- ið.4) 4) Þannig sagði Kristín Þórarinsdóttir mér sögiu þessa. Mjög lik sögn um dauða Eirílcs er í þjóðsögnm Ólafs Davíðssonar. (Akur- eyri, 1945, 2. bindi, bls. 100). I þessar sögu, sem sögð hefur ver- ið á mismunandi vegu' um nokkra aðra hinna góðu - galdrameistara (til dæmis 'Eirík) kemur fram í sinni einföldu og þó mest töfrandi mynd almenn trú á yfirnáttúrulega atburði við dánarbeð mikilmenna. Húðarrigning við útför Páls Skálholtsbiskups, ægilegt óveður við frágang langflestra svartagaldurs- dýrkenda (og einnig við dauða Beet- hovens og Olivers Cromwell), sJíkt verð- ur hér að einfaldasta táknmáli, því sem bezt hæfir þeim manni, er sag- an er sögð um. Almenningslistamaður- inn (í orðsins beztu merkingu) bregð- ur upp einföldustu myndinni og nær venjulega bezta árangrinum. Hinn síð- asti miikli ga/ldrameistari íslands líður burtu í kyrrð kertaljóssins og skilur heiminn eftir í myrkri trúleysis. Sæmundur, Hálfdán, Eiríkur, Snorri — þessi fjögur nöfn og andstæðurnar miklu Gottskálk og Galdra-Loftur hafa öflug áhrif á ímyndunarafl þeirra, sem reikað hafa ókortlagða myrkviði í s- lenzkra galdrasagna. Góðu meistararn- ir fjórir eru verndarar aiþýðu gegn martraðarógnum heimsins þar sem hin- ir tveir skipa lágan sess. Á þeirn tíma, þegar óttinn við Satan var sem mest- ur voru sagnirnar um Særnund og Hálfdán kjölfesta og þegar snöggur og dularfullur dauði Lofts hrinti af stað nýrri bylgju hjátrúarótta, komu fram galdramennirnir góðu Eiríkur og Snorri til þess að hugga sveitafólkið með þeirri trú að enn gætu risið upp menn, sem hefðu mátt til þess að halda skollanum í skefjum. Mönnum kann að finnast ég hafa slett hvítum og svörtum lit gálauslega í þessu yfirliti efnisins, en ég hef neyðzt til þess að þjappa miiklu efni saman í stutt mál og þótt ég hefði viljað hefði ég samt sem áður ekki getað sýnt fram á hálfvelgju í því efni, sem ég hefi tekið mér til úrlausnar. I íslenzkum galdrasögnum er engu slikui til að dreifa. Þar eru andstæðurnar miklar, hvarta hliðin er kolsvört og ógurleg. Sá djöfull, sem fólkið trúði á var engin skopstældur Mephistophel- es heldur eitthvað ósegjanlega illt. Vegna vitfirringarröfls séra Jóns Magn- ússonar (en Píslarsaga hans er gersemi 17. aldar skáldskapar í óbundnu máli og jafnast nærri því á við sálma Hall- gríms) voru tveir menn brenndir á 'báli fyrir að hafa validið honum þján- ingum með göldrum og kona komst 17. september 1967 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.