Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 15
ir A erlendum hóka- markaði Xhe Taste of Power. Ladislav Mnacko. Weidenfeld and Nicoíson 1967. 25/—. „The Taste of Power“ kom út snemma í júní s.l. Þetta er austantjaldsbók, skáldsaga, sem hefur þó birzt að hluta í bókmenntatímaritinu „Plamen“ í Prag, í ágúst og september í fyrra. Það mun ekki fullráðið hvort öll bókin birtist í föðurlandi höfundar, og er það ekki undrunarefni, þar sem höfundur lýsir mönnum og málefnum og ástandinu á þann veg, að slíkar lýsingar hafa hing- að til ekki sézt á prenti í löndum aust- an járntjalds. 1 þessari bók er dregin upp sú skýrasta mynd, sem hingað til hefur birzt af „stalínistanum“ og höf- undurinn hikar ekki við, að ljúka upp öilum gáttum valdakerfisins og leggur það hrátt og gróft fram fyrir lesand- ann. A'ðalpersóna er ekki eins og í ýms- l;m keimlíkum austantjalds skáldsögum, lágt settur valdapotari, heldur eins og l\öfundur segir á blaðsíðu 177 „æðsti maður stjórnarinnar“. Stjórnin, sem hér um ræðir, er stjórn Slóvakíu, austurhluta Tékkóslóvakíu og borgin, þar sem sagan gerist, er greini- lega Bratislava. Sagan gerist á árunum 1945—'60, hefst um það leyti, sem Slóva- kía er frelsuð undan leppstjórn Þjóð- verja og henni lýkur þegar tekur að lina á stalínismanum. Á þessu tímabili náðu kommúnistar völdunum og hreinsanirn- ar voru róttækari í Tékkóslóvakíu en víðast hvar annars staðar austan járn- tjalds. Slansky réttarhöldin 1949 drógu ófagran dilk á eftir sér. Höfundurinn, Mnacko, er ekki utangarðsmaður í heimalandi sínu, hann er „frjálslyndur“ kommúnisti og í janúar s. 1. segja tékk- nesk blöð, að hann sé þá nýkominn héim frá Víetnam, þar sem hann hafi verið fréttaritari austantjaldsbláða. Hann tók þátt í baráttu flokksins frá öndverðu og segir hér söguna, sem einn sigurvegaranna, en ekki eins og sá of- sótti og hundelti. Aðalpersónan, sem sagan hermir frá liggur á líkbörunum, einn æðsti maður þjóðarinnar og sá, sem segir sögu hans er einkaljósmyndari hans. Ytra borð sögunnar er jarðarför þessa valdamanns, en jafnframt rekur vinur hans, ljósmyndarinn, sögu hans frá því þeir börðust hlið við hlið sem skæruhermenn gegn ofureflinu, síðar réð hann þennan vin sinn sem einka-ljós- myndara og hann fylgdist síðan með honum upp valdastigann til æðstu met- oi-’ða. Höfundi tekst ágætlega að sýna muninn, sem er á hugmyndum almenn- ings um hinn mikla leiðtoga og stjórn- málamann og þess, sem hann er í einka- lífi sínu. Höfundurinu hefur þann boð- skap að flytja, að stjórn sem ríkir í lcrafti kúgunar beri í sér niðurkoðnun og stöðugt vakandi dauðageig stjóm- endanna, óttinn eyðileggur þá að lok- um, eins og aðalpersónu þessarar sögu. Óttinn um völdin, óttinn við nánustu samstarfsmenn og þjóðina, tortryggnin einangrar þá að lokum. „Valdið spill- ir ekki aðeins einvaldanum, heldur þrælkar það hann og gerir hann áð lok- um að aumingja". Höfundur segir sögu þessa tímabils í skáldsöguformi og honum tekst að tjá aldarandann með svipmyndum úr fortíð og nútíð og mjög vel gerðum persónu- lýsingum. Það er óhugsandi, að kaflar úr þess- ari bók hefðu fengizt birtir á valdatím- um Stalíns og af því má draga þá álykt- un að eitthvað hafi verið linað' á ein- strengingslegustu flokks- og kennínga- viðjunum, að minnsta kosti í Tékkó- slóvakiu, enda bera tékkneskar kvik- myndir þess einnig vott. Wir sind das Abendiand. Gestalten, Máchte und Schicksale Europas durch 7000 Jahre. Ivar Lissner. Walter-Verlag 1966. DM 28.—. „Wir sind das Abendland“ er svar Ivars Lissners vi'ð spurningunni, „Hvað er Evrópa?“. Lissner er fæddur í Riga, hann stundaði nám í Berlín, Erlangen, Lyon og við Sorbonne og er mikill ferðamaður. Hann hefur sett saman bækur varðandi sögu og fornminjafræði, skrifar mjög læsilega og gerir allt það, sem hann skrifar um skemmtilegt aflestrar. í þessari bók bregður hann upp mynd- um úr sjö þúsund ára gamalli sögu Evr- ópu, myndum af örlagaatburðum, ör- lagastundum úr þessari gömlu og nýju sögu. Höfundur virðist ætla sér, að lýsa með þessu inntaki evrópskrar sögu og hvert sé einkenni hennar. Hann segir að þrátt fyrir togstreituna innan Evrópu, eigi menning álfunnar sameiginlega uppsprettu, umhverfis Miðjarðarhafið og áð þessi menning hafi sigrað heim- inn. Þessa sögu má segia á margvísleg- an hátt og háfa um það hátíðleg orð með fjasi um óljós hugtök og með mærðarfullum útlistunum, en þegar þessi sónn er endurtekinn á sama lipra og læsilega mátann sjötíu eða áttatíu sinnum þá er nóg komið. Þessi skrif eru skrifuð til þess að skemmta og gera það, þetta er laglega rituð söguleg undanrenna, smekklega gefin út og vel myndskreytt. Pauline Baptism and The Pagan My- steries. Gúnter Wagner. Oliver & Boyd 1967. 63/—. Skírnin, skírnarsakramentið hefur undanfarið orðið tilefni nokkurra um- ræðna og athugana. Menn hafa rann- sakað uppruna skírnarinnar, merkingu hennar og form í kristinni trú. Höfund- ur þessarar bókar er prófessor í nýja- testamentis fræðum í Sviss og í þessari bók ræðir hann og rýnir sjötta kapítula Rómverjabréfs Páls postula, en sá kafli er grundvöllurinn að skilningi Páls á skírninni. Höfundur rannsakar hvort kenningar Páls um skírnina hafi að ein- hverju leyti markazt af áhrifum heið- innar dulspeki og hafi áhrif á skilning okkar á skírnarkenningunni, eins og hún birtist í Nýja Testamentinu og í síðari tíma guðfræði. Höfundurinn rann- sakar skilning ýmissa guðfræðinga á textum og síðan rekur hann hliðstæðu skírnarathafnarinnar í trúarbrögðum Babýloníumanna, Egypta, Grikkja og Rómverja og loks texta Páls. Þetta er nauðsynleg bók þeim, sem vilja kynna sér náið eðli og uppruna skírnarinnar og þær deilur, sem eiga sér sta'ð um efnið. Bókinni fylgja bókaskrár og reg- istur. 17. september 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.