Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 7
nauwugiega uncran sramiu örlögum.5) Málið er allt hið andstyggilegasta. tBæði í sknifum séra Jóns og í rétt- argögnum er illska þessara tveggja ■manna dregin upp með sterkari línum en dæmi eru til í nokkurri þjóðsögu, <sé persónuleiki Lofts undanskilinn. Þessi nafnlausa, sínálæga skelfing, sem íinna má á ensku í beztu sögum M. R. James, framlkallaði enga arineldsgæsa- <húð á íslendingum á þnem fyrstu öld- imum eftir siðaskiptin. Þeir trúðu því 'í alvöru, að þessi illu öfl væru sífellt á sveimi, síleitandi tækifæris til þess að grípa þá, og að ekkert gæti bjarg- ■að þeim nema verndarhönd þessara 'hvitagaldursmanna eða manna sem ■voru jafn kunnir að sannhelgi og Hall- grímur Pétursson eða meistari Jón. Ef skelfing þeirra kemur spánskt fyr- ir sjónir nú á tímum — og ég efast ekkk um það, að mörgum munu finn- ast sumar sögurnar í safni Jóns Árna- sonar mjög skemmtilegar — mega háð- tfuglarnir leggja eftirfarandi á minnið áður en þeir byrja að skopast: í þess- um einföldu og oft og tíðum klaufa- 'lega gerðu sögum reyndi næstum því •ólæs, akelfilega fátæk og grimmdar- tega hjátrúarfull þjóð að leysa spurn- inguna um gott og illt. Rænd þeirri 'vörn gegn djöflingum, sem henni tfannst hún hafa á dögum kaþólskunn- ■ar, neyddist hún til þess að leita sér stuðnings gegn hættu, sem var henni mdklu raunverulegri en nokkurri ann- arri þjóð þeirra tíma — jafnvel meira 'en Kalvínistum þeirra tíma, sem, ef rit þeirra segja rétt frá, gerðu köls'ka hærra undir höfði en guði. íslenzki bóndinn 'sá náttúruöflin daglega í grimmasta ham. Hann var tilneyddur til þess að þerjast fyrir tilveru sinni jöfnum hönd- 'um gegn mönnum og náttúrunni. Hvers kyns óánægja var honum for- 'boðin sakir sárustu fátæktar og rudda- legrar harðstjórnar, (við óhlutdrægna athugun þremur öldum seinna virðast markmið yfirdrottnara hans hafa ver- ið hin sömu og valdastétta George Or- wells í bók hans l&St). Hann barðist við örvæntinguna með einu ráðunum, sem honum voru tiltæfc í þá tíð. Einn ávöxtur þeirrar baráttu var sköpun 'galdrameistarans góða eins og h ann birtist nú í íslenzkum þjóðsögum. Þá fáu, sem höfðu þann geysimikla kraft, sem þurfti tii að hefja sig yfir svína- stíu hversdagslífsins leit almúginn með 'ógn og skelfingu —- og oftar en ekki öfund. Þeir voru grunaðir um hið versta nema aðeins, að þeir væru of Vel kunnir að góðu eins og biskuparn- ir Oddur og Jón og séra Hallgrímur. Dirfðist almúginn ekki að veitast op- inberlega að þeim, þá spann hann um þá sagnavef, lifandi eða dauða, og það gat verið þeim margfalt skaðlegra en •nokkur bein ásökun hefði verið. Það var öfundin, sem skipaði Hálfdáni, Ei- ríki og Snorra á bekk með galdra- mönnum. En vegna þess, að þeirra varð aðeins minnzt sem miskunnsamra og örlátra manna — ólíkt þeim, sem voru evo ólánssamir að þeir voru brennd- ir, eða þeirra var minnzt með andúð sakir skorts á persónudyggðum — fann alþýðan í minningu þeirra svarið við þörf sinni fvrir vörn gegn djöflinum, eem stjórnendur hennar og sálusorg- arar otuðu sífellt að henni og sem hennar eigin hjátrú magnaði svo mjög. Sköpunargáfa þjóðar, sem átti að baki sér gnægð bókmenntaafreka var svo lömuð af hugarórum, sem þá ríktu, að hún speglaðist einungis á þennan sjúklega hátt á þessum tímum and- 'legs myrkurs og skelfingar. Ennfremur 5) Varnarrit séra Jóns.Píslarsagan, var gefin, út a£ Siigfúsi Blöndal (Kaupmannahiöfn, 1914)' o-g á'ftUT aí Sveiinbirni Sigurjónsisyni og Sig- . urði Nordal (Reykjavtk. 1067) og rækilega athugun hennar er að fimna í Galdur og Galdramál á fslandi eftir Ólaf Davíðsson (Rey'kjavík, 1040—43), bls. 151— 229 og bök, Sigturöar Nordal, Trúarlff séra Jóns Magn- i .ússonar (Reykjavík, 1041). 17. september 1967 --------------------- hafa langflestar sögurnar ekki slípazt í endursköpun listamannsins, gagnstætt verkum farsælli alda, svo áð þær gætu 'klæðzt þeim búningi, sem þeim hæfir. Undantekningar eru sögurnar um Loft sem vitað er, að farið hefur um hendur a.m.k. tveggja menntamanna, 'Halldórs Biskups Brynjólfssonar og sr. Skúla Gíslasonar og konuna, sem lenti í tröllahöndum. Að þessu leyti eru þær ■góður efniviður til samanburðar við nokkuð af þeim efnivið sem höfundur Islendingasagnanna fornu unnu úr. Þar úir og grúir af hugmyndaauðugum sagnaþáttum og líkjast margar þeirra snilldarlega staðfærðum sögum, eða eru >(eins og prófessor Sogurður Nordal hef- ur sýnt svo snilldarlega fram á í rann- ■sókn sinni á Hrafnkötlu Rvík 1940), sagnabrot, sem höfundur hefur samið 'til þess að útskýra handahófskennt 'staðarnafn, eða eitthvað slíkt, eða til þess að leggja áherzlu á einhverja 'eiginleika .söguhetjunnar. Hvað var því höfundi Egils sögu eðldlegra en að sýna hið mikla skáld og kappa einnig sem rúnameistara eins og sést af sögunni 'um bóndadótturina og launastafina? 'Hver er illskeyttari í þessum miklu ‘sögum um Egil og Njál en Gunnhild- ur, galdradrottning Noregs. Álíta má, að hin fyrri þessara sagna hafi orðið 'tilefni sögunnar í sagnabálfcum um séra ‘Snorra, sögunni um Snorra og dauða- xúnir mannsins frá Horni og margar aðrar mætti án efa rekja aftur til ein- 'hverra hálfgl>eymdra, eða illa stældra atvika úr sígildum bókmenntum. Við yfirlestur þeirra þátta, sem Jón Árna- ison helgar táknum og álögum galdra, vakna í hugum lesendanna undarlegar og dreifðar minningar um hinar mörgu galdraþulur í Eddunum og sögunum um ttnikla norræna galdramenn, sem Snorri 'Sturluson segir frá, sögunum sem safn- að var í Odda og hinum mörgu kirkju- stofnunum þar sem flestar fslendinga- 'sögur voru skráðar eða afritaðar. Efni þetta ófst inn í nýja þjóðlega arfsögn, 'sem fóíkið hóf að mynda sjálft jsftir að það, sem við nú þekkjum sem fs- lendingasögur, kvæði og ævintýr mið- alda hafa verið gert útiæet. í þessari nýju siköpun spann hjátrú þessa tíma- bils af sér h'ð einkennileea og tilbrigða- TÍka galdraveldi. Sá ágæti biskup Guðbrandur á Hól- um gerði sér litla grein fyrir þeim hvirfilvindi, sem þjóðin mundi upp- skera af hvalablæstri lútersks rétttrún- aðar, sem hann sáði svo ósleitilega á löngum og starfsömum biskupsferli sín- um. Dægrastyttingarhöft hans höfðu sínar afleiðingar, því að þegar fornu bókmenntirnar voru bannfærðar urðu þær umsvifalaust að geysilegri galdra- námu. Úr dreifðum og hálfgleymdum 'sagnabrotum byrjaði almenningur stirð- lega og erfiðlega að búa til nýjan þjóð- legan sagnabálk, sögnina um galdra- meistarann. Verk þetta náði nærri því aldrei að fullkomnast, eins og gömlu arfsagnirnar fullkomnuðust í beztu fs- lendingasögunum því að þróun þess var rofin á síðari helmingi átjándu ald- ar, þegar vaxtargruindvöllur þess var eyðilagður. En samt má vera að við 'bíðum þess að staáld otakar vakni af divala sínum og daðri við útlendar skessur og fari að leita að sínum réttu rótum, sem só finnum sem leitar í ó- þrjótandi námu þess efnis sem safn- 'arar nítjándu aldar og fyrri hluta tutt- ugustu, Gísli Konráðsson, Jón Árnason, Ólafur Davíðsson, Sigfús Sigfússon og 'Guðni Jónsson (svo að aðeins nokkrir 'hinna ötulustu séu nefndir) hafa forð- •að frá gleymsku. Það mun margborga sig fyrir þá að fara þangað í leit að Vinnuefni — beinin bíða þess að and- inn blási á þau holdi og í þau lífi eins pg sagnahöfundar miðaldanna gerðu við arfsagnir sinna tíma. Við eigum þegar tfyrirmyndirnar sem sýna hve auðugar afraksturinn getur verið. Tvær sög- urnar hefi ég þegar nefnt. En Grímur Thomsen, Davíð Stefánsson og Jóhann Sigurjónsson vissu líka hvert skyldi 'halda þegar þeir leituðu efniviðar til smíða (svo að ég nefni aðeins þrjá). Enn er nóg til handa öllum sem langar í bút. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 3 svo að það sé ofar hugsun og hugar- flugi áhorfenda — og haldi athygli þeirra spenntri, með því að beita miklu minni vizku. Á þann hátt er leikið að gátum, með því að geta sér frekar til en að vita, með því að prófa sig enda- laust áfram í sta'ð þess að allt sé skorið í skammta, með því að slá eins lengi og mögulegt er á frest nokkru viðunandi svari og einbeita sér í stað þess að botn- lausum spurningabrunni. Meðal nútíma leikritahöfunda veit ég aðeins um einn mann sem fer þessa leið heils hugar og virðist ekkert til spara — sá er Harold Pinter. Pinter, hvort sem yður líkar hann, eða þér haf- ið andstyggð á honum, eða takið „The Homecoming" fram yfir „A Slight Ache“ — hefur verið opinskár varðandi áðferð- ir sínar, sem sjálfar eru einstaklega óbundnar. Hann veit aldrei hvar leik- rit á að enda, segir hann, eða hvað hver einstök persóna á að gera næst. „Það er ekki Pinter, það er fólk“, hefur hann sagt um samtöl sín. Til þess að skrifa slík samtól „þarf aðeins að hlusta á fólk, hlusta á sjálfan sig“. Pinter setur nokkrar. persónur á svið og fylgir þeim síðan hvert sem þær kunna að fara, all- ii möguleikar teknir til greina, þeirra eigin einstæðu og sönnu möguleikar. Sjálfur segist hann stöðugt undrast hegðun þeirra. Með því að „gefa þeim lífstauminn lausan" undrast hann oft hvað fyrir þær kemur, og þetta gerir einnig okkur kleift að undrast. Harold Pinter hefur sagt, að hann mundi ekki þekkja tákn þótt það yrði á vegi hans og það má skilja sem svo, að hann þvingi ekki persónur sínar und- ir neina fyrirfram ákveðna lokahug- mynd. Hann gefur þeim líf, sem kemur róti á okkur, eða vekur okkur furðu. Þetta er án efa ástæða þess, að þegar New York Times bauð sex leikhúsgest- um að birta umsagnir um „The Home- coming“ fyrir nokkrum mánuðum, fékk blaðíð sex mjög svo mismunandi um- sagnir. En 60 eða 600 slíkum umsögn- um mætti safna saman um hvert ein- asta verk Pinters: leikritin eru könnun fremur en útlistun og í þeim er leitazt við að finna ástand við prófun og mis- tök fremur en að eitthvað sé útskýrt með valdi, á yfirborð mannlegs lífs er settur þreifari með eins mörgum öngum og eru á kolkrabba án þess að hafðar séu nokkrar áhyggjur af því hvar eigi að tjalda til næstu nætur. Þetta er virðingarverð tilraun til leik- ritunar, alveg sama hvað boðberar „kerf- isbundinnar uppbyggingar“ kunna áð hafa við það að athuga. Boðberar „kerf- isbundinnar uppbyggingar“, sem að verulegu leyti hafa haft töglin og hagld- irnar ó okkar tímum, ráðleggja leikrita- höfundum venjulega að ákveða spennu- atriðin, eða leikslok fyrst og byggja þau síðan upp. En, slíkur er ekki gang- ur mála í raunveruleikanum. Þar er allt fyrst eins og hjá óvitum, sem uppgötva smám saman, að þeir hafa hendur og tær. Hver vill vera svo vitlaus að segja fyrir um endanlegan vöxt þeirra meðan þær eru ennþá í vexti? IVIörg af leikritum Shakespeares hljóta vissulega að hafa orðið til á þenn- an hátt: „Lear“ reikar um til efsta dags, Hamlet uppgötvar æ nýjan Hamlet í Framhald á bls. 11 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.