Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 12
Heiðarleiki og sannleikur Framhald af bls. 1 nefndar „hvítar lygar“ gætu reyndar þurft á þvotti að 'halda. Margar eru þær blett- óttar, sumar yfirleitt gráar. Oft er það hugsjónalega til- lit, sem menn þykjast taka með þeim, aðeins afsökun fyrir makræði, ótti við óþæg- indi og annað álíka, og ósjald- an er sú lygi, sem saklaus telst, ekki annað en önnur orð yfir það, að maður hirðir ekki neitt sérlega mikið um sannleikann. Það er reyndar logið allt of mikiu! Foreldrar ljúga að börmtnum — en verða þó alvarlega hrædd, þegar börnin sjálf byrja að ljúga! Hjón Ijúga hvort að öðru, oft um hreinustu smá- muni, og þó finnst þeim það óskiljanlegt að þau fjarlægj- ast hvort annað, án þess að vita af hverju. En þar með er ekki allt sagt. Hugsazt geta a'ðstæður, t. d. gagnvart sjúkum mann- eskjum, þar sem tillitið til velferðar eða lífs þess, sem í hlut á, krefst þess að sann- leikanum sé haldið leyndum, að minnsta kosti um stundar- sakir. Dapurleg sannindi geta, eins og menn vita, haft sál- ræn áhrif, sem undir vissum kringumstæðum kunna að vera lífshættuleg. Það getur þá hugsast að læknirinn, eða aðrar ábyrgar manneskjur, eftir samvizkusamlegt mat á fyrirliggjandi sjúkdómstil- felli, kunni að finna að rétt- mætt sé að veita svar, sem ekki er sannleikaruum sam- kvæmt. En þetta er undan- tekning, sem ekki breytir reglunni. R.eglan er sú að trausta afstaðan liefir mjög mikil- vægt gildi, ekki sízt gagnvart sjúklingnum. Grunur um ósannindi kann að gera meira tjón en allóþægilegur sann- leikur. Og þegar um vort eigið ástand er að ræða, þá er óhætt að segja, að þeim mun alvarlegra sem það er, þeim mun meiru varðar að fá greið svör. Undansláttur eða ósannindi gagnvart sjúkl ingi geta alið á sjálfsblekk- ingu hans og alvöruleysi, og á þann hátt svipt hann mögu- leika til að gera hreinlega upp sln mai og taxa nt per- sónlegan vöxt. Dragi sjúk- dómur manneskju til dauða, getur svo virzt sem það sé hluti af mannréttindum að fá tækifæri til að búa sig undir jafn alvarlegan viðburð og það er að deyja. Annars er það af siðferðis- ins hálfu ekki meginatriði að setja upp reglu, sem trygg- ir hundrað procent öryggi ólastanlegrar breytni við allar hugsanlegar kringum- stæður. Frumreglan þarf að vera kunn, verknaðurinn og afleiðingar hans svo vel skildar sem verða má, en ábyrgðina við a velja er ekki auðið að taka og ber heldur ekki að taka frá einstakl- ingnum. Þótt tillitið til sann- leikans sé pannig mjög veiga- mikið þá eru einnig önnur sjönarmiu slOTerOnegs eOlls, sem hafa verður í huga, í fyrstu röð tillitið til velferð- ar manneskjunnar út frá hoð- orðinu um kærleikann. Hvaða siðferðistillit skuli teljast þyngst á metunum í •hverju einstöku tilfelli, verð- ur breytandinn sjálfur að gera sér ljóst, að breyta eftir því, jafnvel þótt sú hætta liggi fyrir að honum kunni að skjátlast. Viljinn til að segja sann- leikann kann að útheimta mikið hugrekki, þegar sann- leikurinn er manni sjálfum skaðlegur eða öðrum óvel- kominn. Sannleikurinn á sér píslarvotta, bæði í stóru og smáu. En um leið ber hann eitthvað með sér, sem hreins- ar til og gerir menn frjálsa. Þegar allt ken.ur til alls, þá Undir stýri á PEUGEOT 404 Það eru raunar ekki ný tíð- indi, en Peugeot hefur um all- langt skeið verið talinn með bezt gerðum bílum heimsins. Og þegar verðið er haft í huga, hlýtur hann a'ð teljast í sér- flokki. Að vísu þóknaðist þeim vestur í Ameríku að fella hann af listanum yfir sjö bezt gerðu bíla heimsins og jafnvel þó svo ágætur bíll sem Volvo væri settur þar í staðinn, hlýtur breytingin að teljast vafasöm. Enda voru forsendurnar aðal- lega þær, að þjónustan væri betri, þar sem Volvo átti í hlut. Sýnist það koma því lítið við, hvor bíllinn er betur gerður. Peugeot er me'ðal elztu bíla- verksmiðja heimsins. Eins og evrópskar bílaverksmiðjur verða að gera af fjárhagsástæ'ð- um, hefur hinum ýmsu gerðum af Peugeot verið haldið lítið eða ekkert breyttum árum sam- an. Þetta er miklu meira til hags en tjóns fyrir þá sem bílana kaupa; þær gerðir sem lítið er breytt haldast mun bet- ur í verði. Sú gerð sem hér um ræðir, Peugeot 404, hefur þegar ver- ið á ferðinni um nokkurra ára skeið. Það er vitaskuld alltaf smekksatriði, hvort mönnum finnst þessi bíll fallegur e'ða ljótur, en flestum mun svo far- ið, að þeir sætta sig prýðilega við útlitið á Peugeot. Þetta út- lit er vel til þess fallið að end- ast árum saman án breytinga, en ég hef það helzt að því að finna, að hlutfallið milli hæðar, lengdar og breiddar sé ekki rétt. Mér finnst, að Peugeot þyríti að vera ögn breiðari á móti hæð og lengd til þess áð fullt samræmi náist. Að öðru leyti er aðdáunarvert, hvað þessi bill er sómasamlega unn- inn í hvívetna, frábær nytja- hlutur og gerður út frá sjónar- miðum funktionalismans. Að ýmsu leyti minnti hann mig mest allra bíla á Citroen DS. Það er þó merkilegt vegna þess að bílarnir eru tæknilega gerólíkir. Sennilega er það franskt viðhorf til þess, hvernig bílar eigi að vera, sem fram kemur í þeim báðum. Fjöðrun- in á Citroen hefur veri'ð talin í sérflokki, enda tæknilega mjög fullkomin. Ég verð þó að segja, að mér fannst Peugeot ekki fjaðra síður og ég efast satt að segja um, að ég hafi nokkru sinni ekið bíl sem fjaðrar eins vel. Líkt og í Citroen eru sæt- in með þeim allra mýkstu sem fundin verða, en þau eru stærri í Peugeot, einkanlega eru bök- in hærri og gefa betri stuðning. Aftursætið er prýðilegt fyrir tvo en vegna þess, hvað bíll- inn er mjór og hryggur aftur eftir miðjunni, fer varla vel um þann sem í miðju situr. Sætin er öll hægt áð leggja niður og þá er hægt að sofa í bílnum. Það kemur x fyrstu dálítið spánskt fyrir sjónir hvað fram- rúðan er þverhnípt, en þetta gerir raunar ekkert til. Á mælaborðinu hafa nokkrar breytingar verið gerðar að und- anförnu og hljóta þær að telj- ast til bóta. Mælasamstæðan er nú í þrem kringlóttum hulstrum og mun það teljast til framfara. Lengst til vinstri er benzínmælir, ampermælir og hitamælir, hraðamælir ásamt teljara í miðju og klukka lengst til hægri. Sá bíll, sem ég próf- aði, var af árgerð 1968 og á honum höfðu þær endurbætur veri'ð gerðar, að miðja stýrisins var bólstruð og mér var tjáð, að ný og betri kúpling væri í honum. Hann var búinn stýris- skiptingu, sem var létt og auð- veld, en dálítið óákveðin líkt og stýrisskiptingum hættir oft til að vera. Mælaborðið er úr málmi ofantil, sem kannski er ekki upp á það bezta, en bólstr- að neðantil og allir takkar felldir inn í það. Nú hefur að minnsta kosti amerískum bíla- framleiðendum verið lögð sú skilda á heröar að ganga þann- ig frá öllum útstandandi tökk- um og á það að koma í veg fyr- ir slysahættu. Lengst til vinstri og hægri á mælaborðinu eru loftrásir, sem gefa prýðilegan gust ef óskað er og eru miklu betri lausn en opnanleg smá- rúða. Það virðist minnsta kosti í fyrstu dálítið ankannalegt, að stýrið snýr ekki alveg beint við, en fljótlega hættir maður að ta ka eftir því. Það er afar létt verk að stýra þessum bíl; það má varla hreyfa þáð, ef billinn á að fara beint en þetta er mjög nákvæmt snekkjustýri og útheimtir ekki annan eins hringsnúning eins og til dæmis stýri á amerískum bílum. Peugeot 404 heldur prýðilega 60 kílómetra hraða á hringtorg- inu við Hótel Sögu, jafnvel þó færið sé blautt og sýnir það, hvað bíllinn hefur góða eigin- leika. Hann er útbúinn stórum borðabremsum með loftkút og fyrir bragðið er ástigið ákaflega létt og mér finnst bremsurnar fyrir sitt leyti betri en við- bragðið. Vélin er 4 strokka og hallast um 45 gráður, 1618 rúmcentimetra og framlei'ðir 80 hestöfl. Hámarkshraði er 150 kílómetra hraði á klukkustund, Benzíneyðsla er gefin upp 10 til 11 lítrar á 100 kílómetra. Fyrir þá sem betur kunna við að rykkjast aftur í sætið í við- bragðinu, mundi Peugeot senni- lega vera full linur. Viðbragðið í fyrsta gír er frekar slappt en úr því fannst mér það batna og hann er 10,2 sekúndur að ná 80 kílómetra hraða úr kyrr- stöðu. En um þáð bil 17 sek- úndur er hann að ná 100 kíló- metra hraða. Svo mjög leynir Peugeot hraðanum, að þar verður honum aftur helzt jafn- að við Citroen. Þetta gæti falið í sér hættu; á 80 kílómetra hraða gæti maður helzt gizkað á, að hann væri einhvers stað- ar á 50 eða 60. En einmitt vegna þess er Peugeot frábær langferðabíll, hraðinn þreytir hvorki ökumann eða farþega þegar þeir verða ekki varir við hann. Aftur á móti hefur Peu- geot ekki sportlega eiginleika, til þess vantar hann einkum vélarorku. Hann vegur 1050 kíló og hlutfallið milli þyngdar og hestaflatölu er 13,1. Aðrar tæknilegar upplýsingar: Lengd 4,42 metrar, breidd 1,63, metrar, hæð 1,45 metrar, hæð undir lægsta punkt 15 cm. Beygju- radíus 11 metrar, benzíngeymir tekur 50 lítra. Samstilling á öll- um gírum. Stífur baköxull með gormum en McPhersons-fjöðr- un að framan. Peugeot kemur á hinum frábæru frönsku dekkj- um, Michelin X. Þá er ótalið það sem er allra merkilegast við Peugeot 404, en það er verði'ð. í venjulegri út- færslu kostar hann 245 þúsund. að er án ryðvarnar. Þótt eitt- hvað megi að Peugeot finna eins og reyndar öllum bílum, hygg ég að hann sé bezti bíll, sem fáanlegur er fyrir þetta verð. Með sjálfskiptingu kostar Peugeot 308 þúsund, sem er furðulega mikill verðmunur og líklega einhver dýrasta sjálf- skipting sem til er. I station-út- gáfu er Peugeot 404 mikið tæki og gagnlegt fyrir stóra fjöl- skyldur, ekki sízt vegna þess, að hægt er að setja upp auka- sæti aftan við hi'ð venjulega aftursæti og komast þá átta manns í sæti. Á hinn bóginn er hægt að leggja bæði aftur- sætin niður og gera að einu gólfi fram að framsætum og er þá komiö heilmikið flutnings- rými. í station-útgáfu kostar Peugeot 404 268 þúsund krónur. G. 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 17. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.