Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 2
Þessi handritsmynd, AM. 249 q fol., prýðir kápusíðu bókar prófessors Magnúsar Más Lárussonar. Handritið er skrifað af Magnúsi prúða 14 ára gömlum. Eins og nafnið, Fróðleiksþættir og sögubrot, raunar ber með sér fjallar bókin um marg- víslegustu efni, en þessi eru heiti ritgerðanna: Pétur Palladíus, rit hans og Islend- ingar. Ólafur Hjaltason Hólabiskup. Ketill Þorsteinsson, biskup á Hólum. Biskups- kjör á íslandi. Orðubrot frá Gufudal. Nokkrar úrfellur úr Hómílíu. Þróun íslenzkrar kirkjutónlistar. Milli Bervíkurhrauns og Ennis. Um hvalskipti Rosmhvelinga. Námskostnaður á miðöldum. Að gjalda torfalögin. Nokkrar athugasemdir um upp- hæð manngjalda. Maríukirkja og Yalþjófsstaðahurð. Eitt gamalt kveisublað. Mun hver fróðleiksmaður hér geta fundið nokkuð við sitt hæfi. í eftirmála við bókina segir Björn Þorsteinsson sagnfræðingur: „En bókin sú arna er eitt af sönnunargögnum þess, að samt sem áður er unnið vel að íslenzkri sagnfræði, þótt aðstæður séu erfiðari en skyldi og margt sækist seint. A síðari hluta 20. aldar hefur enginn lagt meira að mörkum til rannsóknar islenzkri sögu en Magnús Már Lárusson.“ LANDNÁMA frá lokum 13. aldar, sem skýrir frá landamærum Svíþjóðar og Noregs og byggð í Jamtalandi og Herdölum. Þar er ein ætt rakin aftur til upphafs níimdu aldar í líku formi og í Landnámu. Fjöldamargir rúnasteinar fela í sér eins- konar brot, enda þótt ættrakningin nái aldrei svona langt. Mér virðist Svend Ellehöj hafa skrif- að stílistiskt góða doktorsritgerð um elztu sagnaritunina. Er ekki sízt fengur að því, er hann sýnir fram á, hve gífur- leg áhrif Ari hafi haft á yngri sagnarit- un. En það er margt, sem eftir er að rann- saka. Byggingarsaga landsins liggur eng- an veginn eins skýrt fyrir og menn skyldu ætla. Víða sjáum við þess get- ið, áð menn nemi land og reisi ból, sem brátt virðast svo falla í auðn eða verða smábýli. Astæðan til þessa er einfaldlega sú, að fyrsta búseta landnámsmannsins var andsvar hans við þeim kjörum, sem náttúran bauð upp á, en þegar aðstæður voru breyttar að nokkrum árum eða ára- tugum liðnum, flutti hann sig um set. Landnámsmaður, sem ekki þjáðist af landþröng, fodðaðist mýrar og skóg, en sóttist eftir haganum. En eftir því sem byggðin þéttist, varð breyting á þessum viðhorfum, sem einnig stafar af því, að skilyrðin breyttust nokkuð ört, bæði vegna ágangs búpenings og ágangs mannsins. Það þurfti óhemjumikinn við í viðarkol og óhemjumikil viðarkol til að blása mýrarrauða. Þessar náttúrulegu aðstæður landnámsmannsins verður áð hafa í huga við Landnámurannsóknir framtíðarinnar, þær verða að beinast eftir þessum brautum, samfara forn- fræðirannsóknum. — Hvað vilt þú segja um rit danska fornleifafræðingsins, Olof Olsens, um þessi efni, sem út kom í fyrra? — Ritgerð Olof Olsens er prýðileg. Hún er eins neikvæð og nokkuð getur verið og hann setur fram staðreyndirnar naktar án nokkurrar rómantíkur. Hins vegar hefur hann engin gegnumfæi'ð prinsip um, hvenær hann hafnar heim- ild og hvenær ekki. — Olsen gagnrýnir íslenzka sögurit- un og telur hana treysta íslenzkum heimildum um of. — Já, hann minnist á þessa hluti í neðanmálsgrein á bls. 21, að mig minnir. Þetta er réttmætt hjá honum, að því leyti, að eybúanum hættir til að vera eintrjáningslegur um sitt eigið. En ey- búinn er á hinn bóginn opnari en land- krabbinn og ekki eins bundinn af land- leiðum. Hann getur leitað til hvaða lands sem vera skal, hafi hann bara farkost, og sótt sér þangað áhrif og menntun. Siða- skiptin höfðu takmarkandi áhrif á ts- lendinga hvað þetta snertir, minnkuðu sj ónarhringinn. Okkur gleymist oft, að Danmörk var á sínum tíma stórveldi, og hélt áfram að vera þa’ð, þótt hún missti 1/3 af sínu eigin landi, Halland, Blekinge og Skán, hún átti Noreg eftir. Þetta gerði að verkum að í Kaupmanna- höfn mættust margir straumar og af þessu nutu íslendingar þó góðs. Um 1800 fengu margir íslendingar gullpening við Hafnarháskóla í harðri keppni við Dani, Norðmenn, Slésvíkinga og Holsteina. Þótt ég gagnrýni afstöðu Olsens lítil- lega, vil ég líka fara varlega í að kingja hverju orði íslenzkra sagna sem heim- ild, en í þeim eru minni, sem hafa nokkurt heimildargildi. En það þýðir það að vega veröur og meta í hvert ein- asta sinn, hvernig farið skuli með það minni í sögunni, sem þá er rituð vana- lega á þrettándu öld. — Þá er komið að íslendingasögunum. Þú vildir kannski í stuttu máli gera grein fyrir heimildargildi þeirra í sagn- fræðilegum skilningi. — íslendingasögur hafa annað heim- ildargildi en íslendingabók og Land- náma. Það er misjafnt og fer eftir því, hvað minnin eru trú. Vitaskuld getur maður sagt, að hægt sé að hanka Hall- dór Laxness, þegar hann skrifar atburð- ina inn í sögulegt umhverfi, og svipa’ð getur þessu verið farið með ýmsa höf- unda íslendingasagna. Sagnaritun þrett- ándu aldar ber vott um nokkuð auðuga og menntaða yfirstétt, bækur kostuðu peninga þá eins og nú #g skrifararnir voru menn, sem höfðu lært svo og svo mikið. Það hlýtur því ætíð að verða spurning, hve mikið af þeirra skólalær- dómi birtist innan um minnin um liðna atburði. En viðhorf margra íslendinga til rit- unar íslendingasagna stafar af því, að menn lifa í rómantík 19. aldar. Þá héldu menn, að íslendingasögur hefðu orðið til með sama hætti og almanakið, sem kostaði tíu aura og þeir skrifuðu upp af því að þeir höfðu ekki efni á að kaupa það. Þetta viðhorf hefur orðið furðu lífseigt. — Telur þú, að höfunda íslendinga- sagna sé a‘ð leita í hópi kirkjunnar þjóna? — Þeir þurfa ekki endilega allir að hafa verið í þjónustu kirkjunnar, en hitt er staðreynd, að öll bókmenning okkar er frá kirkjunni komin. Átakan- legt dæmi þess er, að höfuðheimildin í ágreiningsmálum var það eintak af lög- unum rituðum, sem geymt var í Skál- holti. Þrátt fyrir önnur ákvæði um lög- sögumann og lögréttu, var það, þegar á tólftu öld, endanlega eintak Skálholts- biskupsins, sem var lög. — Stundum hefur verið talað um menntaða leikmenn á þessum tíma. — Vitaskuld hafa verið til menntaðir leikmenn á þessum tíma. En þá ber að gæta þess, að munurinn á lærðum og leikum er hverfandi lítill, því bókmenn- ingin er ein og sú sama. Snorri Sturlu- son hefir sýnilega ausið af bókmenning- unni á við meðalprest eða fyllilega svo. Sagnaritunin hér á landi er menningar- og menntunarfyrirbrigði, eitt herfi af germanskri og rómanskri menningu samslungið. Með öðru ákaflega sterk ábending um það, að íslendingar hafi náð hámenningu miðalda á 12. öld. — Hvernig skilgreinir þú þann mun, sem er á íslendingasögum annars vegar og hins vegar hellagra manna sogum og þýðingum? — Menn stóðu frjálsir gagnvart ts- lendingasögunum í afritun. Hver öld breytti framsetningu og orðalagi eftir sínu höfði. Um heilagra manna sögur finnst mér aftur á móti eftirtektarvert, hva'ö textarnir eru stirðnaðir, afbrigðin færri. Þarna álitu menn sig ekki standa jafn frjálsa gagnvart textagerðinni. Mér þykir það mál í heild hafi alls ekki verið rannsakað nægilega. Inn í þær umræður þyrfti að taka jarteiknirnar íslenzku, m. a. þyrfti að athuga vel jarteiknirnar frá Húsafelli. sem ritaðar eru að því er virðist um 1180—90 og standa að því, er mig minnir í sambandi við heilaga Sesselju. Þessi mismunandi afstaða gagnvart efni er eðlileg frá sjónanniði mfðalda- mannsins. Saga hvers dýrlings var í hans augum nokkurs konar guðs orð. Þær voru lesnar í messu á degi þess dýrlings sem viðkomandi kirkja var helguð. Saga heilags manns útheimtir form og dýrlingar voru stórkrossberar sinnar samtíðar. Hver ný saga var því rituð í sömu megindráttunum. Dýrling- urinn varð að hafa gert svo og svo mörg kraftaverk; af því og fleiru var saga hans bundin og varð því að hafa sitt sérstaka form, og hlaut að vera öðru- vísi en saga manns, sem hafði lifað venjulegu lífi og ekkert heilagt veri’ð við. — Hvað um áhrif elztu skólanna á sagnaritunina? — Skólahald var alltaf á biskupsáetr- unum, enda þótt heimildir um það séu strjálar. En það var réttarfarsleg skylda biskups að halda skóla. Það er engin ástæða til að ætla að þeir hafi ekki gert þetta, enda þótt eyður séu í heim- ildum. Oft er undir hendingu komið, hvað varðveitzt hefur. Þannig höfum við heimildir um Asbjörn skólameistara af því að hann undirritaði bréf um jai’ðakaup, sem varðveitzt hefur. Flestar heimildir síðmiðalda eru um kaup og sölu, jarðakaupabréf. Það er enginn vafi á því að minni hyggju, að Jón helgi Ögmundsson hefur haft skóla á Hólum og hann mun hafa íengið kennara þangað fyrir tilstilli erkistólsins í Lundi. Þar er nefndur Gísli Finnason, gauzkur maður, og ann- ar, Rikinni, frá Rínarhéruðunum Elsass- Lothringen. Rómönsk menning hefur borizt hingað með þessum mönnum og skólinn á Hólum er byggður á þeim grundvelli. Hér sunnanlands var meira sambland af germönskum sögnum og erlendri bókmenningu og þau áhrif verða rík sunnanlands og vestan. — Hverjar telur þú helztu ástæður til þess, að latína vai'ð ekki ritmál hér á landi? — Um þessi atriði er erfitt að bera fram tæmandi rök, en ég vil benda á, að máldaga kirknanna varð að semja á norrænu máli. Hinn skrifaði máldagi hafði í fyrstu ekkert sönnunargildi, heldur fólst sönnunargildi að kirkjueign- um í því, að menn báru vætti um, hvað þeir höfðu heyrt lesið — og er heyrt undirstrikað. Það er eftirtektarvert, að þa’ð er aðeins til brot af einum latnesk- um máldaga og hann er frá Hólum. Enda þótt margir kynnu latinu, bæði karlar og konur, þá gat alþýða ekki borið vætti um það, sem hún hafði heyrt lesið á latneska tungu. Latínan dugði ekki til að bera lagalega eignarheimild, heldur þurfti þar að koma til heyrt, séð og vit- að. Elztu máldagarnir eru tímasettir á fyrri hluta 12. aldar, en gamla ger- manska vættið hefur aldrei fallið fyrir róða og er beitt enn þann dag í dag. Það hefur verið óhemjumikfð starf að koma öllum tækniorðum máldaganna yfir á norrænu og í því starfi gæti verið að leita frumorsakar norrænnar sagna- ritunar. j. h. a. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.