Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 8
Jökulsá austari nálægt Hofsjökli. Myndirnar tók Páll Jónsson. Gljúfur Jökulsár austari nálægt Merkigili. HÉRAÐSV&TN EFTIR BJÖRN EGILSSON, SVEINSSTÖÐUM Svo hóglega renna þau Héraðsvötn með Hólminum slétta fram, báran sleikir um vog og vík og veltist um nes og hvamm. Svo þegar liggja þau undir ís með ólgandi hringiðuflaum, mörg ein þegjandi vakir vök á voða dimmbláum straum. Jr essi erindi eru upphaf á erfi- ljóðum, sem Emil Petersen orti eftir Skarphé'ðin Símonarson, bónda í Litla- dal i Blönduhlíð, en hann drukknaði í Héraðsvötnum, ofan um ís, 15. nóv. 1914. Slys þetta varð bar sem heitir Grundarstokkur, en þar er nú brúin á Norðurlandsvegi, þar sem hann ligg- ur yfir Hólminn frá Varmahlíð. Áður hafði orðið slys á þessum sama stað. Það var þegar Jón Árnason, skáld á Víðimýri, drukknaði þar, einnig ofan um ís. Þegar Bólu-Hjálmar heimsótti vin sinn Jón á Víðimýri í síðasta sinn, fylgdi Jón honum úr hlaði, og þegar þeir skildu, mælti Hjálmar: „Nú fer mín ævisól a'ð renna til viðar. En þegar ég er kominn undir græna torfu, þá hygg þú að þínum högum, bóndi, því að óvíst er, að langt verði milli funda okkar." Sjö mánuðum eftir lát Hjálm- ars, aðfaranótt 12. marz 1876, drukkn- aði Jón. É I g hygg að segja megi, að Skag- firðingar óttist og elski Héraðsvötn. Þau eru sterkur dráttur í þeim ramma, sem mótar hin ytri áhrif. Og víst mundi þeim bregða í brún, ef þessu náttúrufyrir- bæri væri allt í einu í burtu kippt, sem höpp og fár hafa verið tengd við á liðn- um tímum. Slysfarir og skaðar munu þó jafnan vera efst í huga. Þa'ð má með sanni segja, að Héraðs- vötn renni hóglega með Hólminum. Þau eru straumlétt og lygn. Eg hef heyrt sagt, að bakkarnir við Grundarstokk séu aðeins 9 metra yfir sjó, og er það lítill halli, en frá ósum og þangað munu vera um eða yfir 20 km. Við Hegranes að sunnan skiptast Vötnin í tvær kvísl- ar, og fellur sín kvíslin hvorum megin við Nesið til sjávar. Ekki er að efa það, að Héraðsvötn hafa myndað Hólminn með framburtSi sínum með mikilli elju frá því í árdaga; ég kann ekki að telja tímann. Þetta sköpunarverk er þakkar- vert og hefur reynzt gagnlegt. Það er mikið augnayndi að horfa yfir Eylend- ið — eins og það er stundum kallað — á fögrum sumardegi, þetta samfellda og frjósama gróðurlendi með stararengj- um og ferginstjörnum. Mér hefur stund- um fundizt, að Eylendið væri smækkuð mynd af óshólmum Nílar í hinu sögu- fræga Egyptalandi. Rismikil fjöll munu þó ekki vera meðfram ósum Nílar, nema pýramídarnir, en Glóðafeykir gæti verið pýramídi. u, Vesturós Héraðsvatna. 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS I m vatnsmagn Héraðsvatna vil ég vísa til þess, sem hinn ágæti fræBimaður, Sigurjón Rist, segir í bókinni Náttúra fslands.* Þar segir svo: „í Skagafirði, Akmenna bÓkafélagiC 1001. innan markanna frá Skagatá til Al- menningsnafar, fellur vatn af 5660 fer- kílómetra svæði. Vatnasvið Héraðsvatna er 65% af vatnasviði Skagafjarðar. Þau eru í raun og veru heljarmikil dragá. Aðeins 6% af vatnasviði þeirra er hul- ið jökli. Venjulegt sumarvatn Héraðs- vatna er 170.000—200.000 1. á sek., en í frostum á vetrum eru þau aðeins ná- lægt 30.000 1. á sek." í sömu ritgerð er skrá yfir vatnasvið 10 stærstu vatnsfalla á landinu, og er vatnasvið Héraðsvatna hið fimmta í röðinni a'ð stærð. Stærri eru vatnasvið, Jökulsár á Fjöllum, Þjórs- ár, Ölfusár og Skjálfandafljóts. Stærð vatnasvæðis segir þó ekki allt um vatnsmagn ánna, heldur er það úrkomumagn og fleira. Samkvæmt opinberum heimildum mældist rennsli. Héraðsvatna á Grund- arstokk hinn 13. júlí 1955 175 kílólítra á sek. en Þjórsár við Urriðafoss 13. okt. 1950 206 kílól. Ég hef einu sinni komið að Þjórsá við Sóleyjarhöfða í byrjun ágústs. Þar lá Sprengisandsvegur yfir Þjórsá, og þar eru Þjórsárkvíslar komn- ar saman, sem koma úr Hofsjökli og af Sprengisandi. Mér sýndist vatnsmagn Þjórsár á þessum stað vera svipað og Héraðsvatna á Grundarstokk. Jr egar Hólminum sleppir hjá Stokkhólma, renna Héraðsvötn á eyrum milli Tungusveitar og Blönduhlíðar allt fram fyrir Silfrastaði. Þar fyrir framan falla þau í gljúfri fram að ármótum jök- ulsánna, sem mynda þau, Jökulsár eystri, sem fellur eftir Austurdal, og Jökulsár vestri, sem fellur eftir Vestur- dal, og skulum við fyrst fylgjast með Jökulsá vestri. Frá ármótum og fram að Bakkakoti í Vesturdal fellur hún í hrikalegu gljúfri, en þar framar á milli hárra malarkamba. Fyrst þegar ég fór til kirkju á barns- aldri, varð mér starsýnt á jökulsána fyrir utan Goðdali og taldi það víst, að hún rynni eftir Vesturdal alla leið. En síðar varð ég mjög hissa, þegar ég sá, að svo var ekki, heldur kom hún úr gljúfri um hlíð þvera á milli Goðdala og Hofs af Goðdaladal, sem er mjór afdalur og liggur mikið hærra. Ég þyk- ist viss um, a'ð endur fyrir löngu hafi árfarvegir legið öðruvísi á þessum slóð- um og jökulvatn mótað og myndað Vest- urdalinn eftir jókulskeið eða hver veit hvenær? Eftir Goðdaladal, sem austan ár heitir Hofsdalur, fellur Jökulsá í miklu kletta- gili. Fyrir botni dalsins rennur hún einnig í gili gegnum gróðurlausar mel- öldur. Gil þetta er sérkennilegt fyrir það, hvað það er djúpt og þröngt, og heitir Þröngvagil. Þar sem það er mjós^ er það ekki nema 4 metrar á breidd. Munnmæli eru um að þar hafi saka- maður bjargað lífi sínu með því að stökkva yfir. Með mikilli elju hefur Jökulsá sorfið og sagað þennan farveg og á þar við það, sem skáldið kveður um lækinn: Hann hefur klofið klett í sundur og keppzt svo við, að aldrei blundur hefur uppruna heimsins frá honum sigið á ljósa brá. Frá Þröngvagili til Jökuls eru um 20 kílómetrar. Á þeirri leið rennur Jök- ulsá í þremur aðalkvíslum, en á milli þeirra heitir Jökultunga. Kvíslar þessar eru ekki vatnsmiklar, sem er skiljan- 24. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.