Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 14
Brú á Grundarstokk. HÉRAÐSVÖTN Framhald af bls. 9 í desember 1854. Árið 1866 drukknaði Guðmundur Hjálmarsson í Bakkakoti, 24 ára gamall. Þá drukknaði bóndi úr Eyjafirði, ef til viil frá Leyningi, í fylgd með Halldóri Halldórssyni, bónda á Nýjabæ. Ekki er mér kunnugt, hvenær það var, en Halldór var á Nýjabæ frá 1839 til 1852. Þeir fóru yfir í Vesturdal, en þegar þeir komu aftur, hafði áin vax- ið, og fóru þeir fram með henni alllangt. Það gerði gæfumun, að Halldór var á góðum hesti, en hinn ekki. Sagnir hef ég heyrt um tvo beitarhúsamenn á Skata staðaseli, sem drukknuðu í ánni, og er önnur þeirra með þjóðsagnablæ og ekki tímasett. Það var í tíð Guðmundar á Ábæ, sem bjó þar frá 1825 til 1873, að beitarhúsamáður frá seiinu kom yfir að Ábæ. Hann hafði losað garðastokk í hús- unum og gengið á honum milli skara. Guðmundur bóndi ávítaði hann fyrir dirfsku þessa, en á leiðinni vestur yfir féll hann í ána. Hin sagan er á þá leið, að beitar- húsamaður frá selinu fór yfir að Nýja- bæ, sem er dólítið sunnar, austan árinn- ar, og stökk á milli skara. Þegar beit- arhúsamaður hafði stanzað alllengi og ætlaði vestur yfir, hafði hlýnað í veðri og skarirnar orðið hálar. Það ráð var tekið, að Nýjabæjarbóndi hafði band á beitarhúsamanni, en bandið reyndist of stutt og skarst í sundur á skörinni. Næstu nótt dreymdi Nýjabæjarbónda þann, sem drukknað hafði. Hann var hinn versti og hótaði bónda lífláti, ef hann fyndi sig ekki, en til þess kom ekki, því að hinn drukknaði fannst við Tinná næsta dag. Það fylgir sögu þess- ari, að beitarhúsama'ður hafi þetta sama kvöld látið inn féð í selinu og lokað hús- unum. Hinn 15. ágúst 1864 drukknaði í Merki- gilsá Ingibjörg Andrésdóttir, vinnukona á Merkigili. Hún hafði verið lánuð í kaupavinnu út að Uppsölum í Blöndu- hlíð og var á heimleið. Þá var búið í Stigaseli, sem er fast við Merkigilið að norðan. Bóndinn var við heyskap úti og uppi í brekkum og sá til feiða Ingi- bjargar suður í gilið, en eftir nokkra stund kom hesturinn aftur upp úr gilinu að norðan með söðulinn undir kviðn- um, en flóð var í ánni. Þennan sama dag var fólk frá Villinga- nesi við heyskap í hvammi suður og niður við Héraðsvötn. Meðal þess var 17 ára piltur, Jón Guðmundsson, síðar bóndi í Villinganesi. Þá gerðist þa'ð, að Úr Merkigili. Jón sótti svefn svo mjög, að hann gat ekki vöku haldið, lagði sig út af og sofnaði. Það erindi átti hann inn í draumalandið, að hann sá beran kven- mann koma upp úr Vötnunum. Það var talið láta nærri að lík Ingibjargar hafi flotið út Vötnin á þessari^tundu. Ekki ræði ég fleira um mannskaða í Héraðsvötnum og ám þeirra, en margt mætti segja um annars konar skaða, þeg- ar hey hafa flætt eða búfé farizt, og er mér þá eftirminnilegast, þegar Héra'ðs- dalsbændur misstu flest fé sitt í Vötn- in í margra daga stórhríð vorið 1887. Af miklu er að taka en ég læt hér staðar numið. Enþá kem ég að hinu gagnlega og góða, sem er í tengslum við Héraðs- vötn og fer fljótt yfir sögu. Það er mann- legt að hugleiða lítt hið góða gengi, en muna betur það, sem andstætt er. Þetta er heldur ekki nýtt af nálinni. Það sannar setningin úr ritningunni „Hvar eru hinir níu?“ Það var a'ðeins einn af tíu, sem vildi þakka guði fyrir góðar gjafir. Það sagði mér Jóhannes Guðmunds- son, bóndi í Ytra-Vallholti, að á fyrstu tugum þessarar aldar hefði það verið árvisst, að í fardögum, sex vikur af sumri, kom flóð í Vötnin. Þessi flóð vökvuðu gróðurinn á Eylendinu með áburðarvatni sinu og þann ábuhð þurfti ekki að kaupa í Gufunesi. Engjalönd margra jarða í fimm hreppum nutu áveitunnar, í Akra-, Viðvíkur- og Rípur- hreppum, Seylu- og Staðarhreppi. Marg- ar jarðir, sem þessara hlunninda nutu, létu á sjá, voru stórbýli og búsæld í>ar. Vetrarflóð gerði líka gagn. Þá fór allt Eylandið í glærasvell, og voru þar mikl- ir gagnvegir um hérað. Akfæri var oft svo gott, að einn hestur gat dregið allt að tveimur tonnum, og ef flutningurinn var fyrirferðarmikill, voru hafði tveir sleðar aftan í sama hesti. í mínu ungdæmi heyrði ég oft talað um þessar skemmtilegu og ævintýra- legu ferðir í kaupstaðinn. Fólkið sat á sleðunum, vel búið, hestarnir brokkuðu og vissu ekki af því, sem þeir drógu. Þorgeirsboli og Skotta sáust líka nota hið góða færi, enda þurftu þau að vera þar sem fólkið var. J afnframt því sem Héraðsvötn hafa verið tortótt yfirferðar, hefur það stund- um verið notfært til gagns. Að minnsta kosti tvisvar fyrr á tímum voru þau notúð sem varnarlína, til að hefta út- breiðslu fjárkláðans, og á síðustu ára- tugum í baráttunni. við búfjársjúkdóma vorra tíma. Jónas Jónsson, bóndi í Hróarsdal, var nafnkenndur Skagfirðingur á sinni tið fyrir marga hluti. Hann var hagyrðing- ur góður og átti um 30 börn. Eitt sinn að áliðnum vetri kvað hann: Bágt á ég með barnakind, bjargarsmár í hreysi. Sendu drottinn sunnanvind, svo að Vötnin leysi. Sagan segir, að næstu nótt hafi ísinn farið, en það var öruggt, a'ð þegar isa leysti gekk silungur og lax í Vötnin. Ekki kann ég að rekja sögu um veiði í Héraðsvötnum, en meiri eða minni sil- ungs- og laxveiði mun hafa verið í þeim frá öndverðu og mikil hlunnindi fyrir þær jarðir, sem veiðirétt hafa átt. ]\Jargt er nú breytt frá því, sem áður var. Skagfirðingar eru hættir að nota ísana á Eylendinu, síðan vegir og bílar komu. Þeir eru líka næstum hættir að slá stararengin, en þeir vei'ða eitt- hvað ennþá, ef þeir mega vera að því. Brýr hafa verið byggðar á Héraðs- vötn og flestar ár, sem í þau falla, og hér eftir ættu þau ekki að geta tekið stórar fórnir af hverri kynslóð. Er þá ekki viðskiptunum lokið? Ekkert svar! Við sjáum ekki í gegnum það tjald, sem hylur ókunna tíð, en slysin verða alltaf, hvernig sem að er fari'ð. En hvað sem öðru líður eru Héraðsvötn söm og áður. Hóglega renna þau Héraðsvötn með Hólminum öld aj öld. Á djúpinu þegjandi vakir vök svo voða þrungin og köld. RABB . Framhald af bls. 16 uðum vinnubrögðum af því tagi sem hér hejur verið lýst. Það eitt vœri þess megnugt að hindra það að menn jreistuðust til útgáju jróð- leiksrita morandi í villum án þess að gera nokkuð til að jœkka þeim. Almenningur verður að láta sig þessi mál skipta. Menn þurja að vera á verði og kunngera opinber- lega þegar þeir sjá villur í slíkum ritum svó að hægt sé í tíma að leiðrétta þœr. Annars getur verið hœtta á að þœr jari úr einni bók- inni í aðra og þá er erjiðara við að eiga. Og mál er að linni þeim vinnubrögðum, sem hér haja alltoj lengi viðgengizt. Jón Hnejill Aðalsteinsson. HJÁTRÚ Framhald af bls. 6 í einu vetfangi smaug hann út úr rifunni og gleypti hana með húð og hári. Þegar hennar var leitað síðar um daginn fannst ekkert nema sjalið á trjágreininni. Fólk sagði: „Ósköp var stúlkan heimsk, vissi hún ekki a'ð lindormarnir vakna á hvítasunnudag og þá eru þeir alltaf svo gríðarlega hungraðir eftir vetrarsvefninn". Jól, páskar, Valborgarmessa, Jóns- messunótt og fleiri merkisdagar um ársins hring eru hér einnig teknir til meðferðar og rakið sitt hvað sem þeim fylgir úr forneskju. Málverk og teikningar gefa efninu litríkan blæ. j.h.a. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fró Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík Richard Beck: Á slóðum 'islenzkra landnema vestan hafs Hér lágu áður landa minna spor, og liggja enn, þótt moldin skýli þeim, er lögðu fyrstir leið í Vesturheim og lifðu ungrar byggðar fagurt vor. í sókn og stríði sýndu hugarþor, þó syrti tíðum þeirra vonageim; í brjósti fundu ólga brimsins hreim, sem batt þá fjarðarströnd og klettaskor. Þeir manndómsgull úr grjóti þrauta unnu og gæfuþræði kynslóð nýrri spunnu. 24. september 1967 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.