Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 10
ÁRNI ÓLA: ÞRÍR MERKISGRIFIR ÚR SÖMU ÆTT E jnar galdrameistari Nikulás- son var prestur að Skinnastað í Öx- arfirði 1660—1699. Faðir hans var Nikulás bóndi á Héðinshöfða á Tjör- nesi, Einarssonar, Nikulássonar klausturhaldara, Þorsteinssonar sýslumanns í Reykjahlíð við Mý- vatn, Finnbogasonar lögmanns Jóns- sonar, en móðir Finnboga var Þór- unn dóttir Finnboga hins gamla á Ási í Kelduhverfi. „Séra Einar var forn í skapi og göldr- óttur, svo að fáir stóðu honum jafnfæt- is í þeirri grein. Var og sagt að hann héldi galdraskóla, enda var hann kallað- ur galdrameistari", segir Jónatan Þor- láksson á Þórðarstöðum um hann. Og eins og aðrir merkir galdramenn átti séra Einar galdrabók, sem þótti hinn mesti merkisgripur. Kona sér Einars var Þorbjörg, dóttir séra Jóns Þorvaldssonar á Skinna- stað (1603—1660). Synir þeirra voru: séra Jón greipaglennir, sem varð prest- ur á Skinnastað eftir föður sinn, Galdra Eiríkur, Galdra-Þórarinn og Runólfur í Hafrafellstungu. Er mælt að séra Einar hafi kennt öllum sonum sínum galdur og ganga sagnir um að séra Jón hafi misbeitt kunnáttu sinni, en hinir ekki. Eftir lát séra Einars Nikulássonar 1699, er talið að galdrabók hans mimi hafa hafnað hjá Eiríki syni hans (Galdra-Eiríki) og síðan hjá syni hans Eiríki hinum ríka á Arnarstöðum í Núpasveit. Sonur hans var séra Pétur Amsted á Hofi í Vopnafirði (1729— 1738) og telja menn líklegt að með hon- um hafi bókin flutzt til Austurlands en um feril hennar þar er allt ókunnugt, þar til henni skýtur upp hjá Pétri Pét- urssyni varaþingmanni á Hákonarstöð- um laust fyrir miðja 19. öld. D óttir séra Péturs Amsted hét Ólöf og giftist Sveini í Viðfirði syni Bjarna sterka úr Vopnafirði. Þau eignuðust 19 böm og einn af afkomendum þeirra var dr. Bjöm Bjamason frá Viðfirði. Dóttur- dóttur sonur þeirra Sveins og Ólafar var Pétur Sveinsson á Bessastöðum í Fljóts- dal, og eftir honum er þessi frásögn um afdrif galdrabókar séra Einars Nikulás- sonar (Blanda IV, 143): „Þegar ég var ungur sá ég bók eftir séra Einar; hún var vel skrifuð, með fljótaskrift í 4-blaða broti, á þykkt við hálfa Jónspostillu, með miklu af galdra- rúnum og lesningum og uppdráttum af hvölum. Það var mikil og merkileg syrpa og illt að glata henni. Pétur gamli á Hákonarstöðum átti bókina, en Stefán prófastur Ámason á Valþjófsstað náði í hana og brenndi". Við þetta bætir svo dr. Hannes Þorsteinsson: „Það hefir lík- lega verið nálægt 1850, sem prófastur þessi brenndi þessa merkisbók og er honum lítt til frægðar bálför sú, og ekki fremur en sending Valþjófsstaðarhurð- arinnar til Danmerkur. Honum hefði veri'ð nær að láta skrudduna fylgja hurðinni til Dana, heldur en að brenna hana“. En prestur mun hafa litið öðru vísi á. Hann mun hafa talið það mikið happa- verk og sérstaklega þakklætisvert frá sjónarmiði skaparans, að sér skyldi tak- ast að koma þessari hættulegu galdra- bók fyrir kattarnef. Og sennilega hefir alþýða verið honum sammála, því að þetta var svo sem ekki seinasta galdra- bókabrennan. Fyrir svo Sem 80 árum voru fræðabækur Einars Andréssonar í Bólu brenndar, svo að þær skyldu ekki verða honum hættulegar þegar hann færi yfir um, og séra Jónas Jónasson segist hafa sannar sagnir um að galdra- skræ'ður hafi verið brenndar á þessari öld. (íslenzkir þjóðhættir 398). Það er líklegt að séra Stefáni hafi liðið mjög vel, er hann hafði framið þetta afreks- verk og gert þar með guði þóknanlega landhreinsun. Nú gat ekki nein hætta stafað lengur af þessari annáluðu og mögnuðu galdrabók! E n hér gerði góð meining enga stoð, galdrabókin var til, enda þótt frumrit séra Einars yrði eldinum að brá'ð. Hefir Halldór Stefánsson fyrrv. alþingismaður fært fullkomin rök að því að bókin er enn til. (Lesbók Morg- unblaðsins 1960, bls. 500—502). Hún er í handritasafni Jóns Sigurðssonar í Landsbókasafninu og hefir Jón gefið henni nafnið „Hákonarstaðabók". Stend- ur þar á titilblaði: „Skrífað af Pétri Péturssyni, Anno 1846“. Það er Pétur Jökull, sonur Péturs „gamla“ á Hákonar- stöðum. S Ar„aS„» v,65i!, * stoðarprestur séra Vigfúsar Ormssonar á Valþjófsstöðum 1812, en fékk brauð- ið eftir hann 1836 og hélt það til ævi- loka 1857. Hann var prófastur í Norður Múlasýslu 1841—1853. „Var ráðdeildar- maður og ötull búmaður, vel metinn, enda reglubundinn í háttum og viðfelld- inn, en ekki talinn mikill kennimaður, sérlega gáfaður né lærður" (Isl. ævi- skrár). Sennilegt er, að eftir að hann varð prófastur, hafi hann komizt að þvi, að galdrabók séra Einars Nikulás- sonar var í fórum þeirra Hákonarstaða- feðga, og viljað fá hana til þess að geta tortímt henni, en þeir þumbazt við. Pró- fastur hafi þá sótt málið fastar og svo hafi komið að því, að þeir feðgar hafi ekki treyst sér til að halda bókinni. En af því að báðir höfðu dálæti á þjóðlegum fróðleik hafi þeim blætt í augum að sjá þessa bók fara forgörðum, því að hún hafði að geyma margvíslegan fróðleik, vísindi síns tíma. Þess vegna hafa þeir teki'ð það ráð að Pétur yngri, sem var listhagur maður og ágætur skrifari, skyldi afrita hana, svo að hún gæti geymzt, enda þótt frumritíð væri af- hent prófasti til bálfarar. Þetta hefir prófastur ekki varazt, og þess vegna er galdrabók séra Einars Nikulássonar enn til, enda þótt hún hafi verið á bál borin, og er einn af þremur merkis- gripum, sem til vor eru komnir frá hin- um fjölkunnugu Skinnastaðafeðgum. Nú víkur sögunni til Galdra-Þór- arins, sonar sér Einars. Hann bjó á Val- þjófsstöðum í Núpasveit. Fékk hann gott orð, þótt ramgöldróttur væri talinn, því að hann beitti aldrei kunnáttu sinni öðrum til meins, heldur aðeins til þess að verjast ásóknum annarra og yfir- gangi. Það er sagt til marks um hvað Þórarinn var fjölvitur, að hann hefði getað náð sér í loftanda eða sagnaranda. Hafði hann þá aðferð til þess, að hann fór upp á fjall (Valþjófsstaðafjall?), lagðist þar niður í einhverjum stað á bakið og horfði í loft upp. Var hann gapandi, en hafði líknarbelg af frumsa- frumsa kálfi fyrir munninum. Er hann hafði legið þarna þrjú dægur, kom loft- andinn og ætlaði ofan í hann, en sá ekki líknarbelginn. Og er hann var kominn upp í Þórarin lokaði Þórarinn munninum og varð loftandinn þar í sjálfheldu innan í líknarbelgnum, því a'ð enginn andi getur komizt í gengum frumsa-frumsa líknarbelg. Þannig náði Þórarinn honum og hafði hann síðan til spásagna. Þórarinn var smiður góður og lista- maður í höndunum. Átti hann ekki langt að sækja það, því að séra Einar faðir hans hafði verið listfengur mjög og sérstaklega er í minnum haft hve snjall hann var á útsaum. Var í Reykja- hlíðarkirkju lengi forláta altarisklæði, sem sagt var að hann hefði sauma'ð. Ekki er vitað hvort Þórarinn fékkst við út- sáum, en hann var oddhagur vel og þóttu sumir smíðisgripir hans frábærir. Um þær mundir var mikill trjáviðar- reki í Núpasveit og þar fékk Þórarinn smiðaefni sín. Og þá efnaði hann í mikl- ar vindskeiðar handa kirkjunni í Hafra- fellstungu, sem þá mun hafa verið út- kirkja frá Skinnastað. Voru vindskeiðar þessar bæði langar og breiðar og mjög fagurlega útskornar. egar kirkjan í Hafrafellstungu var lögð niður, voru vindskei'ðarnar sett- ar á bæj ardyraþilið, en vegna þess að það var miklu minna heldur en kirkju- stafninn, urðu þær of langar. Bættu menn úr því á þann hátt að saga af þeim svo að þær yrðu hæfilegar. Séra Þorleifur Jónsson kom að Skinnastað 1881 og hélt þann stað til æviloka (1911). Séra Þorleifur lagði mikinn hug á öll íslenzk fræði, fornar minjar, sögu þess og bókmenntir. Hann mun því fljótlega hafa veitt vindskeið- unum í Hafrafellstungu athygli. Hefir hann þá einnig fengið áð vita um upp- runa þeirra og sögu og séð, að hér voru miklir merkisgripir, þótt illa hefði ver- ið með þá farið, en alveg sýnt að þeir mundu fara forgörðum, ef ekkert væri aðhafzt, og væri það óbætanlegt tjón. Hann fékk því vindskeiðarnar keyptar og sendi þær Forngripasafninu 1895. Það er því honum að þakka að þessar vindskeiðar, sem Galdra-Þórarinn á Val- þjófsstÖðum smíðaði og skar út með hníf sínum, eru enn við líði og eru nú geymdar í Þjóðminjasafni. Þessar vindskeiðar eru annar merkis- gripurinn sem kominn er frá þeim Skinnastaðafeðgum. 10 liESBÖK MORGUNBLAÐSINS Vindskeiðar af kirkjunni í Hafrafelis- tungu, smíðaðar af Galdra-Þórarni á Valþ j óf sstöðum. S éra Jón greipaglennir var fyrst aðstoðarprestur hjá föður sínum, en fékk prestakallið 1699, er séra Einar andaðist. Synir séra Jóns voru þeir Galdra-Ari og Einar, sem varð prestur á Skinnastað eftir föður sinn 1737. Séra Jón faðir þeirra fékk viðurnefni sitt af því, áð þá er hann blessaði yfir söfnuðinn gerði hann það alltaf með útglenntum fingr- um og var talið að honum væri það ekki sjálfrátt. „Hann var maður skurðhagur og málari og skreytti hann og þeir bræður hans vel innan Skinnastaða- kirkju með líkneskjum og málverki" (ísl. ævisjtrár). Séra Einar Jónsson lét af prestskap 1775 og fluttist þá til dóttur sinnar að Fagradal í Vopnafirði, og þar dó bæ'ði hann og kona hans í Móðuharð- indunum úr „vesöld og harðrétti“. Seg- ii svo ekki meira af honum hér. Oaldra-Ari bróðir hans mun hafa dvalizt á Skinnastöðum þar til hann var fulltíða. Þeir voru aðeins hálfbræð- ur, því að Ari var af seinna hjónabandi séra Jóns. Móðir hans var Steinvör Ara- dóttir frá Sökku í Svarfaðardal og það- an er Aranafnið komið inn í ættina. Ari mun ekki hafa verið fæddur fyrr en um 1710, og þegar hann hafði aldur til fór ------------------- 24. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.