Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 12
- FRÍMERKI - Árið 1926 voru stofnuð í Prag al- þjóðasamtök frímerkjasafnara. Hlutu þau í fæðingu nafnið Federation Internatio- nal de Philatelie. Þegar stofnað er til alþjóðasamtaka, er það yfirleitt af þörf. Þörf til að gæta hagsmuna og /e'ða út- breiða ákveðna skoðun. Þarna var þörf- in til að gæta hagsmuna hins einstaka frímerkjasafnara, sem réði ríkjum. Svo að nokkuð sé nefnt: Að ekki væri geng- ið of nærri fjárhag hans með óþörfum útgáfum. Að koma á stofn hópi sérfræð- inga, sem gætu metið hvort frímerki væru fölsuð eða ekki, svo að hann yrði ekki glapinn með dýrum eftirlíkingum. Að setja fram kröfur um starfsfrelsi hans án nokkurrar íhlutunar opinberra aðila. Að halda frímerkjakaupmönnum frá áhrifum í félögum eða klúbbum safnaranna, svo að þeir störfuðu ekki undir áhrifum þeirra, heldur við hlið þeirra. Að gæta þess að safnarar ynnu eftir skipulögðum, samræmdum söfnun- araðferðum, sem beztan árangur gæfu, svo að söfnin gætu talizt söfn frímerkja en ekki mynda og skreytinga. Að veita að loka glugganum. Og hraðar sér bak- við rúmið. (Þögn) — Hundleiðinlegt. Hvers vegna erum við að hanga hér? — Það er skipun. — Frá hverjum? — Hann gengur að möppunni. Dreg- ur fram töskuna. Opnar hana. Tekur upp kortið. (Þögn) Skoðar það. Gengur að borðinu. Setur upp gleraugun. (Þögn) Les kortið á ný. Snýr því. Starir nær- sýnn á það. (Þögn) Hann leggur það á borðið. (Þögn) Tekur báðum höndum fyrir andlitið. (Þögn) Hann sezt. (Þögn) Hann tekur af sér gleraugun. (Lengri þögn). — Hvað svo? — Nú grætur hann aftur. Svo hann hristist. (Lengri þögn) Hann tekur póst- kortið. (Þögn) Hann rífur það sundur. I tvennt. í fjóra parta. Átta. (Þögn) Hann starir á partana. Hann grætur. (Lengri þögn) Hann leitar að vasaklútnum sín- um. Hann finnur hann undir borðinu. Hann snýtir sér. (Þögn) Hann tekur bút- ana. Raðar þeim saman á borðinu. (Þögn) Hann rís á fætur. Gengur að skápnum. Dregur út efstu skúffuna. Tekur upp túpu. Og pappírsörk. (Þögn) Hann sezt aftur. (Lengri þögn) Hann límir partana á örkina. — Hver hefur gefið skipunina? — Það er hreyfing fyrir handan göt- una. Karlinn opnar gluggann. Hann er með sólargleraugu. Hann gætir ni'ður á götuna. — Svaraðu mér. Hver hefur gefið skipunina? — Það var áður_____þegar allt saman byrjaði .. . það hefði átt að ... (Þögn Hann leitar að einum bútnum. Hann finnur hann á gólfinu. Hann límir hann niður. (Þögn) Karlinn á móti horfir hingað. (Þögn) Hann snýr sér við. Ein- hver réttir honum nærbuxur. Hann hengir þær upp á snúruna. (Þögn) Hon- um eru réttir sokkar. — Hverjum? — Það sé ég ekki. Hann hengir upp sokkana. (Lengri þögn) Nú er hann bú- inn að líma. Hann starir. (Þögn) Það hefði átt .. . að hjálpa honum ... ástæ'ðu- laust ... annast hann ... ókleif t ... breyta einhverju ... — Hvað ertu að segja? — Hann leggur örkina í möppuna. (Þögn) Hann blaðar í möppunni. (Þögn) Hann les. Hann skrifar eitthvað í minn- isbókina. vernd ákveðnum alþjóðlegum sýningum árlega, sem þá tryggði að hver og einn gæti ekki boðað til „alþjóðlegra" sýn- inga og hirt ágóðann, heldur hlytu safn- arasamtökin hann. Að banna á þessum sýningum þá hluti er ekki féllu undir það er samtökin teldu heilbrigða frí- merkjasöfnun, s. s. þau frímerki er ekki uppfylltu skilyrði þau er samtökin settu. Þetta er aðeins hluti þess er samtök- in settu sér að markmiði. Árin sem síðan eru li'ðin hafa sýnt að full þörf var á þessum samtökum. Því að enn þann dag í dag er víða pottur brotinn. Nú eru samtökin hinsvegar orðin svo sterk, að flestir kjósa heldur að semja frið, en berjast. Eitt er sérkenni þessara samtaka, en það er að þau velja algerlega sjálf hver það er, sem fyllir hóp þeirra frá hverju landi, hvort sem um samsteypu klúbba er að ræða, eða einstök félög. Eru gerð- ar það háar kröfur til inntöku, að fjöldi landa er enn í dag ekki fær um að upp- fylla þær. Þá eru gei'ðar háar kröfur til póst- — Hefur hann aldrei átt neinn að? (Þögn) Svaraðu mér. Hefur hann aldrei átt neinn að? — Það er að segja ... — Já, hvað? — Hvað? — Ég veit það ekki. — Var hann ekki einmana? — Hann stendur upp. Fer úr sloppn- um. Gengur að rúminu. (Þögn) Hann kemur til baka. Hann hefur farið í sokk- ana. Hann gengur að töskunni. Hann lætur hana á boi'ðið. Hann snýr að þvottaskálinni. Hann tekur þvottapok- ann. Sápuna. Hann þvær sér um hand- leggina. (Þögn) og brjóstið. (Þögn) Hann tekur handklæðið. Hann þurrkar sig. — Er það allt og sumt, sem hann þvær? — Hann gengur út að glugganum. Hann horfír á gluggatjöldin. Tekur á þeim. Og dregur þau fram og til baka. (Þögn) — Eru þau dregin fyrir núna? — Nei. Hann horfir út um gluggann. (Þögn) Nú hrökk hann til baka. — Er hreyfing hins vegar götunnar? — Ég sá það ekki. Hann stóð fyrir. Hann stendur hjá töskunni. Enginn hin- um megin götunnar. Það er farið að vinda. Buxurnar blakta. Það er bara annar sokkurinn eftir. — Hvar? — í glugganum á móti. (Þögn) Hann lætur töskuna aftur á gólfið. Hann sezt á stólinn. Hann tekur báðum höndum um höfuðið. — Þetta er ekkert gaman lengur. — Þú mátt svo sem fara þína leið. — Verður þú kyrr? — Hann stendur upp. Beygir sig níð- ur. Tekur upp gólfplankann við glugg- ann. Seilist eftir litla hundinum. Geng- ur að skápnum. Setur hann þar. (Þögn) Skoðar sig í speglinum. (Þögn) Hann snýr aftur út að glugganum. Beygir sig niður. Dregur skyrtuna upp úr rifunni. Lagfærir plankann. (Þögn) Hann gengur aftur að skápnum. Dregur út efstu skúff- una. (Þögn) Hann teygir sig eftir möpp- unni. (Þögn) Hikar. (Þögn) Hann tekur möppuna. Gengur að töskunni. Lætur hana í töskuna. Lokar töskunni. (Þögn) Hann gengur að borðinu. (Þögn) Til baka að töskunni. Hann opnar hana. Hann blaðar í möppunni." Dregur út pappír. Það er umbúðapappírinn. Hann lokar töskunni á ný. Gengur að skápn- um. (Þögn) Hann beygir sig niður. Tek- stjórna um frímerkjaútgáfur, svo háar að ýmsum póststjórnum finnst ekki nógu gróðavænlegt að fylgja þeim. En æðsta markmið samtakanna er og verður að koma á sem jákvæðustu sam- starfi allra aðila, safnara, kaupmanna og póststjórna. Samstarfi þar sem hver aðili gætir síns hlutverks, án þess að reyna að gera sér mat úr hinum, eða ryðjast inn á hans svið. Þessir þrír að- ilar skapa með samstarfi þáð sem kalla má frímerkjafræði, sé samstarfið byggt á heilbrigðum grundvelli. En með of mikilli íhlutun um mál hvors annars skapast það sem á slæmu máli kall- ast „bisness“, en það hlýtur alltaf að bitna á söfnurunum. Sigurður H. Þorsteinsson. ur upp pokann. Brauðsneiðarnar. App- elsínuna. Leggur þáð á borðið. Hann pakkar því inn í bréfið. (Lengri þögn) Hann lætur pakkann í pokann. Síðan flöskuna. Landabréfið. Klípitöngina. (Þögn) Hann tekur pokann. Fer og læt- ur hann undir stólinn hjá töskunni. Kemur til baka að borðinu. Sezt. Lítur í áttina að speglinum. (Lengri þögn) Hann leitar að einhverju á gólfinu. (Þögn) Undir borðinu. (Þögn) — Það hlýtur að vera peysan. — Hann rís upp. Gengur út að glugg- anum. Lyftir upp plankanum. Leitar í opinu. (Þögn) Hann leggur plankann niður. Rís upp. Seilist til gluggalokunn- ar. Hikar við að opna gluggann. (Þögn) Hrekkur skyndilega til baka. — Er hreyfing hinum megin við göt- una? — Hann krýpur niður. Hann snýr sér að borðinu. Hann skríður á fjórum fót- um. (Þögn) Hann grípur um stólinn. (Þögn) Hann ... hann ... — Getur hann ekki staðið upp aftur? — Nú hefur hann risið á fætur. Hann strýkur yfir augun. (Þögn) Hann gengur að skálinni. Tekur vatnsglas. Fyllir það með vatni. (Þögn) Hann tæmir það í skálina. (Þögn) Hann tekur eitthvað af hillunni fyrir ofan skálina. í lófann. (Þögn) Setur lófann á munninn. Kastar höfðinu aftur á bak og gleypir. (Þögn) Hann gengur að borðinu. Fer í slopp- inn. Hann snýr sér að speglinum. Lag- færir kragann. Hann hnýtir vandlega að sér mittisbandið. Hann ... — Er hann að bíða einhvers? — Hann er einkennilegur útlits ... þáð er eins og hann riði. (Þögn) Hann brýtur bláu skyrtuna saman á borðinu. Nú hefur hann setzt. Hann styður oln- bogunum á borðið. Hánn starir út í loft- ið. (Þögn) Hann hallar sér að stólbak- inu. Hann horfir upp í loftið. (Þögn) Ég held hann hafi lokað augunum. (Þögn) Höfuð hans hnígur út á hlið. — Hann er kannske að sofna? — Hendumar falla niður. (Þögn) Munnurinn ... hann er svo nábleikur ... (Þögn. Hratt) Töflurnar! — Hann hefur tekið eitur! (Fullum rómi) Opnaðu! Opnaðu! Opn- aðu! (Áköf högg á hurðina). Jón H. Guðmundsson þýddi. SVIPMYND Framhald af bls. 7 Hann átti fornfálegan bíl á stúdentsár- um sínum, og átti það til á ökuferðum að sleppa báðum höndum af stýri og hrópa í hrifningu, þegar ekið var fram- hjá einhverri byggingu: „Nei, sjáið þið, þetta er gotneskt.11 Betjeman lauk ekki háskólaprófi. Hann féll á prófi í guð- fræðilegu efni og faðir hans neitaði að styrkja hann til frekari náms. Fór þá Betjeman að vinna fyrir sér, m. a. við blaðamennsku. B etjeman kvæntist konu af aðals- ættum og þótti föður hennar hún taka niður fyrir sig. Frú Betjeman segir þá sögu, að þjónn fjölskyldu hennar hafi óvart kallað sig fröken Penelope skömmu eftir giftinguna. Sagði þá faðir hennar við þjóninn: Þér verðið að ávarpa hana frú Penelope núna — hún er gift einhverjum hollenzkum manni úr millistétt. Næsta verkefni, sem fyrir þessum „hollenzka" millistéttarmanni liggur, er að bjarga frá glötun byggingunni, sem hýsir utanríkisráðuneyti’ð brezka. 24. september 1967 Húsnæði brezka utanríkisráðuneytisins, ið er byggt 1873. sem John Betjeman vill varðveita. Hús- 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.