Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 13
EITT TUNCUMÁL FYRIR ALLAN HEIMINN Effir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum máium við Coiumbia University í N.Y. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi III. Framtíðarlausnin 10. Hverju heimsmálið mun ekki áorka oss til landa Lærdómur sögunnar — Afnám ófriðar — Þúsundáraríki umburðar- lyndis — Tímabil góðvildar — Mál- lýzkumyndun — Stöðlun tungumáls ■— Væntanlegt hvarf þjóðtungnanna. egar búið er að velja alþjóða- tungumálið, þá hefst starfið við að koma því á laggirnar. En í fyrstu mun almenningur vei'ða þess lítið var. Fimm ára undirbúningstími er alls ekki of langur til þess að leysa af hendi það tvöfalda verkefni sem fyrir liggur. Fyrst kemur starf tungumálanefndarinn- ar, en það er að slétta út mestu ójöfn- urnar á útvalda málinu. Ef það er þjóð- tunga, verður fyrst af öllu að koma stafsetningu hennar í fullkomið sam- ræmi við framburðinn. En til þess að það geti orðið, verður málið áð vera fullkomlega staðlað, en það er að að- eins verði viðurkenndur einn framburð- ur og aðeins ein mynd orða. Að koma á slíkri stöðlun er tiltölulega aúðvelt við mál eins og frönsku, þar sem er þjóðarakademía og almennt viðurkennt hvað er „rétt“ mál, en það er erfitt við mál eins og ensku, þar sem vart verður verulegs mállýzkukynjaðs mismunar. Það verður að leggja áherzlu á það, að stöðlun tungunnar og rétt framburð- arritun beinist aðeins áð hinu alþjóðlega formi tungunnar, en til innanlandsnota er mælendum hennar leyfilegt að hafa þann hátt á um þetta sem þeir kjósa. Þetta mun þegar í stað gera greinarmun á þjóðtungunni og alþjóðatungunni, þjóðin mun halda áfram óreglu sinni og fornri stafsetningu, en alþjóðatungan mun koma fram í óbreytilegu, fyrir- fram ákveðnu formi talaðs máls, þar sem hvert hljóð svarar til ákveðins tákns í rituðu máli. Ef mælendur þjóðtungunnar kjósa að taka upp hið nýja alþjóðlega afbrigði tungunnar einnig til heimanota, leyfist þeim þáð auðvitað, enda aðeins til góðs fyrir þá. Þeir losna þá við flækj- ur í stafsetningu og málfræði, sem hrjáð hafa þá öldum saman, og verða eðlileg- ir mælendur alþjóðamálsins. En það er alls ekki nauðsynlegt né þess krafizt. Ef valið fellur á gervitungu, fer fram svipað fágunarstarf. Fullkomið samræmi verður að vera milli framburðar og staf- setningar. Þau atriði í málfræði og orða- safni, sem or'ðið hafa fyrir verulegri gagnrýni, verður að taka til rækilegrar endurskoðunar. Þannig gæti t. d. komið til mála að losa esperanto við bókstafi hennar sem eru með yfirmerkjum, með því einfalda móti að setja í staðinn stafi úr hinu almenna vestræna stafrófi, sem esperanto hefur ekki tekið upp, svo sem q, w, x og y. Það gæti líka komið til mála að bæta við orðasaínið lista me'ð sammerkingarorðum úr slafneskum mál- um og austurlenzkum málum, til þess að leggja enn meiri áherzlu á að málið sé hlutlaust og alþjóðlegt. Þessi endurskoðun á alþjóðamálinu ætti þó ekki að standa lengur en eitt ár, og að því loknu kæmi nefndin fram með hinn endanlega búning þess máls sem orðið hefði fyrir valinu, og yr'ði hon- um ekki síðar breytt, nema á hinn eðli- lega hátt vaxtar og þróunar allra lif- andi tungumála. Nú tekur við kennaraþjálfunin. Þar sem það er undirstaða alls kerfis- ins, að alþjóðamálið sé innrætt komandi kynslóðum heims allt neðan frá leik- skólum með aðferðum eðlilegs víðtals, þá er það mjög mikilvægt, að þeir sem ætla að helga krafta sína þessu starfi, séu uppeldisfræðingar í fremstu röð og jafnframt menntaðir tungumálamenn að því er við kemur töluðu máli, ekki með neinni sérstakri áherzlu á tungu- málavísindum, almennri fræðslu um tungumál, tungumálarannsóknum, bók- menntasögu eða jafnvel málfræði, held- ur hæfileika til þess a'ð læra og tala er- lend tungumál með algerlega hreinum framburði og áherzlu. Það mun ekki vera auðvelt að safna stórum hópi af fólki af þessu tagi, en uppeldisyfirvöld- um landanna mun takast það sama ár- ið sem tungumálanefndin leggur síðustu hönd á alþjóðatungumálið. Að loknu því ári ætti bæði tungumálið og kennara- liðið að vera tilbúið. Miklu minni tölu sérhæfðra kennara má setja til þess að „kenna“ alþjóðamál- ið í framhaldsskólum, menntaskólum og háskólum þeim fullorðnu eða stálpuðu kynslóðum sem óska þess. En það ætti mönnum samt að skiljast, að enginn sem kominn er yfir leikskólastigið verður neyddur til þess að læra alþjóðamálið. Það verður a'ðeins skyldunám fyrir þá, sem komast á leikskólastigið eftir að al- þjóðamálið er komið til framkvæmda, en það verður ekki fyrr en fimm árum eftir að það var valið og fjórum árum eftir að það var komið í sinn endanlega búning. Það veitir ekki af fjögra ára þjálfun í tölúðu tungumáli fyrir þá, sem eiga að kenna það með eðlilegum að- ferðum sem talmál. Hér munu sumir fullorðnir lesend- ur andæfa: „En er alþjóðamálið ekki ætlað oss?“ Það er það, ef þér óskið þess, annars ekki. Alþjóðamálið ætti fyrst og fremst að skoða sem hagræði fyrir heim framtíðarinnar, börn vor og barnabörn, sem svo mörgum fögrum orðum hefur verið farið um, en svo líti'ð gert fyrir af hverri kynslóð full- orðinna. Þjóðir heims hafa beðið í marg- ar aldir, um margar kynslóðir, sem hafa lifað og dáið án þess að gera nokkum skapaðan hlut varðandi heimstungumáL Þær þola að bíða nokkur ár enn í full- vissu þess að eitthvað verði gert til þess að greiða götu afkomenda þeirra. Ann- ars er ekkert því til fyrirstöfðu að læra hið nýja mál á fullorðins aldri, með erf- iðismunum, rétt eins og allar erlendar tungur eru lærðar nú á dögum. Það sem mestu máli skiptir er, að ef heimsmál- ið kemur til framkvæmda, segjum 1975, verður það upp úr næstu aldamótum talað af ungum fullorðnum mönnum um allan heim, og aldarfjórðungi síðar verða fáir sem ekki tala það. Það mundi vera mjög ósanngjarnt og ófrjálslegt áð neyða þá sem nú eru full- orðnir til þess að læra alþjóðamálið. Auk þess væri það mjög erfitt, jafn- vel ógerlegt. Látum þá sem nú eru full- orðnir ráða hvað þeir gera. Þjóðtungurn- ar munu halda áfram að vera í fullri notkim í margar aldir hér eftir. Þeirn sem ekki finnst neitt bagalegt að kunna ekki erlend tungumál, mun heldur ekki finnast neitt bagalegt að kuxma ekki hið nýja mál, sem hann heyrir talað í kring um sig af unga fólkinu, því að það talar líka málið sem hann hefur vanizt. Ef hann langar til a'ð vita hvað gerist meðal þess, þá lærir hann nýja málið. V ér ráðum nú yfir fræðslutækj- um sem aldrei hafa áður þekkzt í heim- inum. Nú eru ekki aðeins skólar og al- menn lestrarkimnátta; vér höfum líka útvarp og sjónvarp og kvikmyndir með töluðu máli. Þetta veitir fullvissu um, að alþjóðamálið lærist fljótlega öllum sem vilja læra það, eins og börnimum sem drekka það í sig í leikskólum og barnaskólum, en auk þess kemur það í veg fyrir mállýzkumyndtm, klofningu málsins í fjölda staðbundinna afbrigða, eins og flest tungumál nú á dögum bera vitni um. Landstungumál leysist upp í mállýzk- ur þegar samgöngur milli landshlutanna bila. Þáð var ekki fyrr en eftir fall rómverzka ríkisins, er samskipti innan þess biluðu og hið mikla vegakerfi þess gekk úr sér, að latnesk tunga hætti að vera latína og varð eitt afbrigði af rómönskum málum og mállýzkum. Á meðan ríki þetta stóð þróaðist málið til sífellt meiri einingar. Amerísk og brezk enska fjarlægðust hvor aðra á meðan samgöngur voru strjálar og erf- iðleikum bundnar. Nú eru báðar þessar tegundir ensku að renna saman aftur og bæ'ði brezkar og amerískar stað- bundnar mállýzkur að deyja út og víkja fyrir einu viðurkenndu málsformi. Þeir sem halda að alþjóðamál, sem komið hefur verið á, muni klofna í mis- munandi mállýzkur eftir stöðum, virða sögulega reynslu að vettugi. Tungumál verður heilt og óklofið þegar viðskipti eru með öllum mælendum þess, en það verður að mergð af mállýzkum þar sem slík viðskipti vantar. Viðskipti hafa aldrei verið jafnmikil sem nú á dögum. Ekkert annað en einhver stórkostleg ógæfa, svo sem alger atómstyrjöld eða geysilegar hamfarir náttúruaflanna, gæti slitið viðskiptakeðju nútímans. E n hvað er um alþjóðadeilur og styrjaldir? Sumir af talsmönnum al- þjóðatungumála eru svo bjartsýnir að fullyrða að alþjó'ðatungumál muni al- gerlega koma í veg fyrir slíkt. Þetta er auðvitað óskadraumur. Sagan þylur fyr- ir oss langa runu af borgarastyrjöldum meðal fólks, sem talaði sama mál. Það mesta sem sagt verður í þessum efn- um, er að alþjóðamál kynni að geta út- rýmt þess konar þjóða- og kynþátta and- úð, sem sprottin væri af skorti á tungu- málaskilningi. En, eins og Guérard hef- ur réttilega sagt, „stundum berjast menn af því að þeir skilja ekki hvor annan, en stundum af því að þeir skilja hvor annan of vel.“ Ef maður veiður fyrir því, að einhver bófi varpi að honum á götu ókvæðisorðum á máli sem hann skilur ekki, þá má vera að hann haldi alsæll áfram leiðar sinnar í þeirri trú, að hann hafi verið ávarpaður kurteisis- orðum, en ef hann skilur orðin, þá er ekki ólíklegt að hann grípi til hnefanna. Framtíð þeirra þjóðtungna sem nú eru uppi er mál sem mjög er vfðkvæmt oss öllum. Munu þær víkja fyrir al- þjóðatungumálinu og síðar deyja út? Eða munu þær haldast áfram jafnhliða hinu nýja tungumáli? Málsvarar fyrir esperanto, Basic Eng- lish, interlingua o. s. frv. fullvissa oss oft um, að tungumál þeirra eigi „ein- tmgis“ að skoðast sem hjálparmál við alþjóðleg verkefni, einkum viðskipti og ríkjaerindrekstur, og að það muni á engan hátt hrófla við notkun þjóðtungn- anna, sem muni halda áfram að lifa og blómgast þrátt fyrir tilvist alþjóðamáls- ins. Þetta er líka óskadraumur, en þáð er ákaflega vafasamt hvort óskin á rétt á sér. Alþjóðatunga, gild allsstaðar og á öllum tímum, mun vafalaust draga úr notkun þjóðtungunnar, þar sem áhrifa- svið hennar er takmarkað. Það er al- kunn regla að slæm peningamynt útrým- ir góðri mynt úr umferð, af því að allir vilja geyma góðu myntina til framtíðar- nota, en tungumál verður ekki tekið frá til notkunar síðar, nytsemi þess er í nú- tímanum. Þegar fram líða stundir verða minni not fyrir þjóðtunguna, en meiri fyrir heimstunguna. Rithöfundarnir munu fremur kjósa hið nýja tæki til birtingar hugsana sinna, sem veitir þeim aðgang að mörkuðum veraldar- innar, án þess að þurfa að leggja út £ erfiðar og kostnaðarsamar þýðingar. Auglýsendur munu líka kjósa það held- ur af sömu ástæðum. Dante viðurkenndi það eitt sinn, að ástæ'ðan til þess að hann samdi rit sitt, Divina comedia, á ítölsku fremur en á lærðra manna lat- ínu þeirra tíma, hefði verið ósk hans um að ná til víðtækari lesendahóps. Lokaniðurstaðan virðist augljós. Þjóð- tungur nútímans munu lifa áfram um aldir, en notkun þeirra smám saman fara síminnkandi, og loks verða þær að menningarleifum eins og gríska og lat- ína nú. Ættum vér að hræðast slíkar horfur? Hugleiðfð, að tungumál eru sí- fellt að breytast og að enskan árið 2500 mundi koma nútímamælanda á ensku fyrir sjónir eins og hún væri erlent mál. Eftir fimm aldir munu nútíma- tungumálin vera orðin óþekkjanleg. Frá voru 20. aldar sjónarmiði væri ef til vill betra að þau væru smurð eins og þau eru nú, á núverandi þróunarstigi sínu. Sú skoðun talsmanna alþjóðatungumála er þó vafalaust rétt, að þjóðtungurnar sem nú eru uppi muni haldast við sem fullkomin viðræðumál um langan aldur eftir að núlifandi kynsló'ðir eru dánar út. Þjóðir framtíðarinnar munu þróa með sér sína eigin lífsbaráttu, bæði í stjórn- málum, efnahag og menningu. Gallar vorra eigin nútímakerfa eru augljósir. Hví skyldum vér leggja þau óbreytt á komandi kynslóðir? En alþjóðatungumál er tæki til skjótra og auðveldra sam- skipta. Það er hugsanlegt, að sumir ósk- uðu ekki að láta afkomendum sínum eftir sumar af stjórnmála- og efnahags- málastofnunum vorum, en þeir mundu vissulega vera fáir, sem ekki vildu láta þá njóta þeirra sigra sem unnizt hafa á sviði vísinda, lækninga og tækni og eru tæki til mannlegrar farsældar og framfara. Og látum oss bæta þar við enn einu tæki, tungumáli sem geri öll- um afkomendum vorum án tillits til lit- arháttar, kynflokks, þjóðernis eða trúar- bragða unnt að skiptast á hugsunum. 24. september 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.