Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 9
legt af því, að jaðar jökulsins, sem þær draga vatn úr, er ekki yfir 10 km á lengd e'ða frá Eyfirðingahólum að vest- an og austur að Ásbjarnarfelii. Ekki falla neinar ár í Jökulsá að vestan, nema smálækir á Goðdaladal en að austan falla í hana tvær ár, Mið- hlutará og Hofsá eftir Vesturdal. Mið- hlutará kemur úr Miðhlutardrögum inn af Hofsdal. Hún er vafalaust lindaá eða hefur öll einkenni þess. Upptök hennar eru í ólgandi lindum í tveimur drögum, rennslið jafnt og hana leggur ekki. Með- alrennsli hennar gseti verið 6 til 8 kílólítrar á sek. Hofsá hefur upptök í Orravatnarústum á Austurparti Hofsaf- réttar og í Hraunþúfudrögum, en ein kvíslin þar kemur, úr Ásbjarnarvötnum. Auk þess falla í hana tvær litlar jökul- kvíslar, sem koma úr krika á milli fella suður á Ásbjarnarfelli, og heita þær Bleikálakvísl og Fossórkvísl. Farvegarn- ir liggja saman við jökulinn, og stundum er annar farvegurinn þurr. Þessar kvísl- ar, þótt litlar séu, gera jökullit á Hofsá á sumrin, en það er eitur í beinum lax- veiðimanna, því að þeir vilja sjá í botn í því vatni, sem þeir kaupa dýrum dóm- um. Með þeim vinnuvélum, sem nú eru til, held ég, a'ð unnt væri að veita þess- um kvíslum burt af þessu svæði. Það yrði gert með því að veita Fossárkvísl- inni í farveg Bleikálakvíslar inni í jökul- krikanum en Bleikálakvísl síðan í drag norður af Illviðrishnjúkum, sem heitir Svörturústir. Þaðan rennur vatn til Jök- ulsár eystri. jí ökulsá eystri mun að jafnaði vera nálægt því helmingi vatnsmeiri en sú vestri, enda er vatnasvið hennar miklu stærra. Svo er hún líka miklu ljósari að lit, sem orsakast af því, að til hennar fellur meira bergvatn. Á sumrum, þegar Vesturáin er kolmórauð, er sú eystri oft ljósgræn að lit, ef ég er ekki litblindur. Hún er hið versta vatnsfall, oftast órei'ð á sumrin fyrr en þá langt fyrir framan byggð. Frá ármótum og fram að Skugga- björgum í Austurdal liggur hún í hrika- legu gljúfri, en þar framar eftir dalnum á milli bakka. Það má segja, að Austur- dalur nái fram að Géldingsá, sem er dagleið frá byggð, enda er þá varla lengra fram að Laugarfelli en 12 km. Úr Hofsjökli fellur vatn til Jökulsár eystri frá Rauðafelli, sem er skammt austan við Ásbjarnarfell og suður að Klakk. Klakkur er keilumyndaður hnjúk ur við austurjaðar Hofsjökuls, dálítið norðar en um miðju. Þar eru vatnaskil milli Jökulsár og Þjórsár. Frá Klakk liggja vatnaskil til norðaustur, og heita þar Háöldur. Austur frá Laugarfelli eru hæðir nokkrar, og skipta þær vötnum til margra átta. Að vestan er Laugarfells- kvísl, að sunnan Bergvatnskvísl Þjórsár, að austan Kiðagilsdrög, Skjálfandafljót og Bleiksmýrardrög, Fnjóská. Eyjafjarð- ará kemur ekki hér við sögu. Hún hefur upptök í botni Eyj afj arðardals nokkru norðar. Ekki falla ár í Jökulsá eystri að vest- an, svo að teljandi sé, nema Keldudalsá og er hún lítil. Því fleiri eru þær að aust an, af hálendinu suður frá og úr hinum hrikalega fjallgarði milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Taldar sunnan frá eru þær þessar: Strangilækur, Hnjúkskvísl, sú sem hefur upptök su'ður við Klakk, Laug arfellskvísl, Geldingsá, Hölkná, Fossá, Hvítá, Tinná, Ábæjará og Merkigilsá. Allt eru þetta dragár, nema Fossá, vatns miklar í vorleysingum, og þegar stór- rignir yfir sumarið, en vatnslitlar á vetrum. Fossá er lindaá og ætla ég að geta hennar sérstaklega, og geldur hún hörku ■ sinnar og illsku, því að ekkert vatnsfall þekki ég jafn-illt yfirferðar, sem ekki er vatnsmeira. Hún kemur af Fossárdal, sem nær stutt austur í fjöllin, og greinist í tvö drög. í þessum drögum, einkum því syðra, eru miklar uppsprettulindir, sem áin verður til af. Hún rennur í mikl um halla í afmörkuðum farvegi og stór- grýttum. Til að sjá er hún snjóhvít, eitt fossfall, og ber því nafn með rentu. Ekki er hún nema 8 til 10 metrar á breidd, en þegar farið er yfir hana á hesti, tekur hún á miðja síðu, og má litlu muna, að skvettist yfir. Ekki er gott að reka fé yfir hana, því að oft spýtir hún því fram í Jökulsá, og getur þá verið tvísýnt, að þa'ð nái landi. Gang- andi eftirleitarmenn þekkja harðræði við hana fyrr og síðar. Þeir verða að fara úr brókum og vaða berir til að hafa föt sín þurr. Oft voru fjallalömb borin yfir ána og stundum allar kindur, sem fundust fyrir framan. Leitarmannakofi var við ána að norðan og mun hann hafa staðið fram um 1920. Hann var ekki stærri en það, að tveir e'ða þrír menn gátu legið í honum. Engar dyr voru á þessum kofa, aðeins gat á þakinu. Þar var farið út og inn og hella lögð yfir gat- ið. Heldur þótti reimt við þennan kofa áður fyrr, og var því kennt um, að prestur frá Miklagarði í Eyjafirði og unglingspiltur með honum fórust þar á dalnum á 17. öld. Þeir höfðu villzt af leið í dimmviðri á Nýjabæjarfjallí, og var talið, að þeir hefðu hrapað í Fossá á svonefndum Vothamarsskeiðum. Glaumbær í Skagafirði. Séð yfir Héraðsvötn til Ut-Blönduhlíðar. I Héraðsvötn að austan falla: Norð- urá, Djúpadalsá, Þverá og Gljúfsá. Tvær hinar fyrrnefndu eru skaðræðisvatnsföll í stórflóðum. Vatnasvið þeirra er mikið. Þær koma úr mörgum og þröngum döl- um með háum fjöllum í fjallgarðinum austan Skagafjarðar. Að vestan falla í Héraðsvötn Sæmundará og Svartá, sem heitir Húseyjarkvísl, þar sem hún fellur með Hólminum vestanverðum. Bá'ðar eru þær meinleysislegar og hóglátar í samanburði við Norðurá og Dalsá. E kki hef ég neina hugmynd um, hve margir hafa drukknað í Héraðsvötnum, sem sögur fara af. Ég hef ekki haft tíma eða tækifæri til að rannsaka það, enda yrði það of langur listi að rekja það hér. Ég vil þó nefna nokkur nöfn, sem ég man eftir í svipinn, en ekki má líta svo á, að það sé tæmandi yfir það tímabil, sem ég tiltek. Ég get ekki einu sinni til- nefnt ár éða mánaðardag. Á fyrri hluta 19. aldar drukknuðu í Héraðsvötnum Magnús Snæbjarnarson, bóndi í Héraðsdal, og Sigurður Sigurðs- son, bóndi á Lýtingsstöðum. Frá síðustu aldamótum hafa orðið þar miklir mannskaðar. Árið 1918 var byggð brú á austurós Héra’ðsvatna. Þar drukkn- uðu tveir ungir menn, og var annar þeirra Jóhannes Sigtryggsson frá Fram- nesi. í vesturósi Héraðsvatna hafa drukknað eftir aldamót Skafti Sigurðs- son á Hellulandi, Hallur bóndi í Brekku- koti, ma'ður Ólínu Jónasdóttur, skáld- konu, og Jón Ósmann, ferjumaður. Hann es Jóhannesson, bróðir Jóns bónda á Ytra-Skörðugili, drukknaði í Húseyjar- kvisl hjá Húsabakka ofan um ís, eftir því sem mér hefur verið sagt. Um eða laust fyrir 1920 drukknaði Pétur Magn- ússon, bóndi í Krossanesi, í Norðurá, og loks vil ég segja frá því, þegar kláfur hjá Flatatungu slitnaði niður, 30. júní 1929, en þá drukknaði Ingibjörg Jóns- dóttir frá Goðdölum, 19 ára gömul. E kki held ég, að Jökulsá vestari hafi verið mjög mannskæð á síðari tímum. Þó drukknaði gamall maður fyrir sunn- an Bakkakot fyrir síðustu aldamót. Það var Sigurður drykkur, sá er getið er um í Bólu-Hjálmarssögu, og var vinnumaður •hjá Guðmundi á Ábæ, þegar Hjálmar var á Nýjabæ. Öðru máli gegnir með Jökulsá eystri. Hún var hin mannskæð- asta á 19. öld. Árið 1814 drukknaði Árni Jónsson, bóndi á Skatastöðum, í Eldhyl, og dóttursonur hans, Árni Jóhannesson, Framhald á bls. 14 Brú á Héraðsvötnum eystri. Svartá. Mælifellshnjúkur í baksýn. 24. september 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSIN’S 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.