Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 15
A erlendum bóka- markaði The Man Who Stole Portugal. Murray Teigh Bloom. Secker and Warburg 1967. 36/— Fjörug spákaupmennska blómgaðist í lok og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Menn m-'ðu auðugir á nokkrum dögum, verðlag var mjög óstöðugt og bröskurum virtust gróðamöguleikar ótæmandi Það var á þessum árum að Portúgala nokkrum datt það snjallræði í hug, að gefa út seðla á naíni portúgalska þjóðbankans og ná þannig valdi á hlutabréfaeign bankans og þar með lykiiaðstöðu í land- inu. Nafn hans var Arthuro Virgilio Alves Reis, hann var kaupsýslumaður, hafði dvalið lengi í nýlendu Portúgala Angóla, og starfað þar sem eftirlitsmað- ur stjórnarinnar me'ó verklegum fram- kvæmdum, stjórnað vega- og brúarsmíð- um og járnbrautarlagningum, allt á þeim forsendum, að hann væri útskrifaður með ágætum vitnisburði úr verkfræð- ingaháskólanum í Oxford. Slikur skóli var reyndar ekki til og hann kunni minna í verkfræði en margur surtur- inn, sem vann á hans snærum að jarð- raski. En þrátt fyrir vankunnáttu sína í verkfræði, lókst honum að leggja vegi og byggja brýr með miklum ágætum í Angóla, og þegar hann fór þaðan, sæmi- lega efnaður, var hans sárt saknað af cilum. Hann flutti nú heim til Lissabon, stofnaði þar fyrirtæki, sem gekk illa, og þá datt honum snjallræ'ðið í hug. Hann átti ágæta vini, hann vissi hvernig opinber skjól áttu að líta út og hann var frumlegur í hugsun. Honum datt í hug að komast yfir seðla portúgalska þjóðbankans, ekki á þann hátt að falsa þá eins og klaufskir smáglæpamenn gera stundum, heldur með því að láta prenta þá fyrir sig af viðurkenndri seðlaprent- smiðju í London, Waterlow og Sons. Það gat enginn efazt um að seðlar prentaðir af því dánu fyrirtæki, væru ósviknir, það var aðeins af tilviljun, að það komst upp um smá misræmi í númeraflokkun þessara nýju se'ðla. Saga þessa seðlamáls er rakin með miklum ágætum í þessari bók, sem kom út í Bandaríkjunum í fyrra og er nú gefin út í London. Þetta var glæpur aldarinnar. Alves Reis varð auðugasti maður Portúgals á tveimur árum. Hann lagði stórsummur til líknarmála og í ýmiskonar arðbær fyrirtæki og stofnaði að lokum banka. Þegar komst upp um samsærið olli það falli stjórnarinnar og afleiðingin varð valdataka Salazars, sem situr enn. Litlu munaði að Waterlow og Sons yrðu gjaldþrota og höfu'ðpaur- inn varð að dúsa í fangelsi næstu tutt- ugu árin. í fangelsinu tók hann lúthers- trú og þegar hann varð laus í maímán- uði 1945, tók hann að boða þessi trúar- brögð af miklum móði. Þetta mun þykja ótrúleg saga, en hún er engu að síður sönn. „The Man Who Stole Portugal“ er ágætlega skíifuð, höfundur hefur dreg- ið heimildir víða að og hefur útlistað þær á lifandi og skemmtilegan hátt, bókin verður lesin einsog spennandi reyfari. Griechische Kulturgeschichte. Frangois Chamoux. Drœmersche Verlagsanstalt Th. Knaur Nachf. 1966. F rangois Chamoux er prófessor í grískum bókmenntum við Sorbonne. Hann hefur skipt riti sínu „La Civilisa- tion Grecque", sem kom út hjá Arthaud í París 1963, og er nú þýtt á þýzku, í níu kafla. Fyrst rekur höfundur upp- haf grískrar menningar, áhrif þeirrar menningar, sem var fyrir í Grikklandi og nærliggjandi löndum. 1 þriðja og fjórða kafla segir hann sögu ‘Hellena allt til þess, að Filippus Makedóníu- konungur nær yfirtökunum. Höfundur ræðir síðan ýmsa þætti hellenskrair menningarsögu, svo sem trúarbrögð, skipulag og stjórnarskipun, bókmenntir og listir. Bókin er skreytt fjölda mynda og fylgja ítarlegar skýringar. í bókar- lok er nafna-, staða- og hugtakaskrá og bókaskrá. Ahrif Hellena á menningu Rómverja og Evrópu eru tvimælaus, þótt menn geri meira og minna úr þessum áhrif- um. Grundvöllurinn að hugsunarhætti og mati var lagður á dögum jónísku spekinganna, siðfræði er þaðan komin og kristin trúarbrögð berast evrópsku þjóðunum á grísku máli. Þegar minnzt er á hellenska menn- ingu, minnast flestir Periklesaraldarinn- ar, en það tímaskeið stóð aðeins í þrjátíu ár, og það voru fleiri borgríki í Hellas en Aþena. Þótt aðstæður allar væru þann veg á dögum Períklesar í Aþenu, að það timabil lýsir skærar en önnur tímabil 'hellenskrar sögu, þá stafar engu síður ljóma af þeim mönn- um, sem fyrstir urðu til þess að rjúfa hinn náttúrubundna „cyklus" mennskr- ar tilveru, en það voru jónísku speking- arnir, Heraklítos, Anaximander, Þales og margir fleiri. Hómerskviður voru lengi álitnar fyrstu bókmenntir Hellena, en slíkt verk verður ekki samið án langrar bókmenntahefðar, og síðustu rannsóknir lengja hellenska bókmennta- sögu um nokkur hundruð ár. Praxiteles- ar skapa ekki fullkomin listaverk án langrar listþróunar. Höfundur rekur alla þessa sögu, bind- ur sig ekki við þann tíma, sem lengi var kallaður glæstastur í sögu Hellas. Mikill fjöldi bóka hefur verið settur saman um Hellena og þessu flóði linnir ekki; hver kynslóð skrifar sína Hellena- sögu, og á síðustu árum hafa verið gerðar uppgötvanir, sem lengja þessa sögu. Menn þekkja nú betur þennan þátt sögunnar en fyrr á öldum, og ár- angur þessara rannsókna og nýju við- horfa birtist í ritum sem þessu. 24. september 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.