Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 3
Blaðatf í bðknm SIGURJDNS FRIflJðNSSUNAR EFTIR JÓHANN HJÁLMARSSON F yrstu ljóð Sigurjóns Friðjónsson- ar vitna um góða hagmælsku, eiga sér það markmið að játast fegurð landsins og hvetja til dáða. Hagmælska Sigur- jóns er ekki léttvæg, mýkt ljóða hans er þægileg, sýn hans að vísu tilbreytingar- lítil, en verður stundum glögg og nak- in: hreinleiki hugsunarinnar laðar les- andann að skáldinu. Umfram margt þa'ð, sem telja verður til hagmælsku einnar með veikum skáldskaparneista, eru kvæði Sigurjóns ekki leiðinleg aflestrar eða þreytandi. Bók eftir hann verður að lesa til enda vegna þess að hún gef- ur ávallt fyrirheit. Þetta gæti talist lof um skáld meiri íþróttar; ég ber ekki á móti því hvernig svo sem ljóðagerð Sigurjóns Friðjóns- sonar kann að verða metin, a'ð mér þykja verk hans forvitnileg og mér líður vel í návist hans. Lítum á dæmi um aðfer’ð Sigurjóns á því tímabili ævi hans, sem lítið ber á kröfum og vandamálum nýs tíma: I birkilaufi blærinn kliðar líkast því er lækur niðar; kliðar stöðugt, kliðar, kliðar. Stöðugt blærinn kliðar, kliðar, kastar laufi í bleikar sátur. Er sem hljóður heyrist grátur. Mundi villtur vegfarandi vera í þessu skógarlandi? Heyrði ég andvarp, eða hvað? — Eða brim frá sjávarsöndum, seitt til flugs af skeri og gröndum; horfið mér a'ð hjartastað? Fyrstu tvö erindin haglega gerðar náttúrulýsingar, en í lok annars erind- is leitar á spurning um mannleg örlög. Þriðja erindi getgátur skáldsins, og fjórða og síðasta erindið fullkomnun myndarinnar, tengsl skáldsins við nátt- úruna fá í því staðfestingu. Þriðja er- indi er líkt og dæmt'ómerkt enda lak- ast og mætti vel hverfa með ofurlítilii breytingu á fyrstu línu í fjórða erindi. Sigurjón Friðjónsson, teikning eftir Kristján Friðriksson. Þrátt fyrir það verður kvæðið eftir- minnilegt. Það telst til hinna „dimm- leitu“ kvæða Sigurjóns, því ekki má gleyma ati mörg ljóða hans eru björt og einföld. Grunurinn, sem fyrrnefnt kvæði vekur, verður raunverulegri og skiljan- legri í öðru ljóði, sem einnig á heima í flokknum Þegar haustar að. Einstakur viti, nefnist ljóðið: Sviplega kveldar. Sortnar loft af regni. Sólgeisla þrá knýr spurnir fram af megni. Setjast að hjarta sárir harmaeldar. Sviplega kveldar. Liðin er æfi, liðin mjög að enda; lit bregða fjöll og hljóð á lokin benda. Lítið er unnið; lítt vi'ð óskar hæfi liðin er æfi. Hamingjulindir hætta við að svala; hnípin fer von um bleikar lendur dala. Hljóðlátar spegla horfins yndis myndir hamingjulindir. Einstakur viti út í rökkrið sendir yl sinn og ljós og fram á veginn bendir. Einn heldur tryggð við alla vorsins liti elskunnar viti. Heilaga stjarna! láttu ljós þitt skína; langt inn í myrkrin sendu geisla þina, himneski viti hrelldra jarðar barna, heilaga stjarna! Þetta ljóð er dæmigert fyrir Sigurjón, tilhneiging hans til leitar að einhverjum lifssannleika, sem varanlegur megi kall- ast, kemur greinilega í ljós ásamt þeirri skoðun að elskan sé af öllum fjársjóð- um verðmætust. Eins og svo oft áður í verkum Sigurjóns er sta'ðið við leiðarlok, horft aftur og skyggnst fram á veginn. Náttúrukveðskapur Sigurjóns öðlast í þeim kvæðum, þar sem rökkur hefur fallið á lífsmyndina, dýpri hljóm og víð- ari tilvísun en obbinn af ljóðum hans, sem mörg lýsa aðeins viðkunnanlegum skáldbónda ættjarðarástar og samkennd- ar með gróðri jarðar. Að þessu leyti er Sigurjón ekki einsdæmi; eigrandi hugurinn er aftur á móti það, sem sker úr um gildi ljóðanna, brýst út fyrir haga orðlistarinnar, leikninnar í að fara me'ð hefðbundna bragarhætti. V eigamestu ljóð Sigurjóns komu íyrst út í bókarformi á Akureyri 1939. Nefndist bókin Heyrði ég í hamrinum, 22. september síðastliðinn voru liðin 100 ár frá fæð- ingu Sigurjóns Friðjónsson- ar. Sigurjón sanidi bækur sínar í tómstundum, auk þess sem hann skrifaði fjölmarg- ar blaðagreinar um ýmisleg efni. Bóndi var Sigurjón fyrst á Sandi, síðan Einarsstöðum, og loks á Laugum frá 1913. Sigurjón sat á þingi 1918— 1922 fyrir Heimastjórnar- flokkinn. Kvæntur var hann Kristínu Jónsdóttur frá Rif- kelsstöðum í Eyjafirði, og eignuðust þau 12 börn; 10 komust upp og 9 eru á lífi. Auk þess ólu þau hjón upp einn dreng. Sigurjón andaðist 1950. og komu álls þrjár ljóðabækur frá hendi Sigurjóns með því nafni. Ljóðmæli hans, allþykk bók hafði verið prentuð 1928 í Reykjavík; þar er að finna ljóð þau, sem ég hef vikið að áður. Það má því segja a'ð ljóð Sigurjóns séu töluverð að vöxtum. Með Heyrði ég í hamrinum, hefst nýtt tímabil í ævi skáldsins. Hann kveð- ur sér hljóðs á annan hátt en forðum, nú er hann skáldið, sem leitar víða fanga, hefur eflaust lesið meira og er orðinn virkari þátttakandi í baráttumál- um samtímans. Rödd hans er á engan hátt afskekkt, svið hans er víðáttumik- ið: sagan, framtíðin. Hvernig sem þessi Ijóð kunna að verða dæmd, hlýtur það a'ð teljast viðburður að jafn fullorðið skáld, mótað af öðrum tíma, sé svo ungt í anda. Sigurjón fór vaxandi, hugur hans yngdist sífellt: Að runnum ég öxi sá ríða; hin fúnuðu tré felld vera og mulin í svörð. Sá frjóanga risa upp af rótum. Sá roða af nýjaðri jörð. Þannig yrkir hann í Sýn Esaíasar. Það er ekki aðeins „hin þingeyska ný- rómantík", sem hann talar um í for- mála fyrir bókinni, sem er einkennandi fyrir Heyrði ég í hamrinum. Hann fer viðurkenningarorðum um skáldskap Huldu, og segir síðan: „Hér kemur nú fram nokkuð sérstaklegur þáttur hinnar þingeysku ný-rómantísku ljóðager’ðar. Höf. er að því leyti — meðal annars — frábrugðinn hinni rómantísku skáldsyst- ur sinni, að hann lítur á og túlkar róm- antíkina sem „realisma"; þá grein real- ismans, sem sérstaklega veit að gróand- anum — og ástin er aðalþáttur í. Veit að komandi vori, sól og sumri.“ Hin ein- földu og snotru átthagaljóð Sigurjóns eru ort undir merkjum þessarar yfir- lýsingar, en Biblíuljóðin, til dæmis, sem skipa allverulegt rúm í bókinni: þau eru fjarri því að vera dæmigerður þingeysk- ur skáldskapur á annan hátt en þann að það er Þingeyingur, sem yrkir. Bibl- íuljóðin eru athyglisverð eins og mörg önnur ljóð í Heyrði ég í hamrinum. Mér er einkum minnisstætt ljóðið Hví hefir þú yfirgefið mig, sem endar á þessum hendingum: Guð minn! Guð minn! Enn spyr ég þig: Hví yfirgafstu mig? Var ástin þín Hestar í rigningu Eftir Astrid Hjertenœs Andersen Þegar draumar hug minn sveipa húmsins trafi, fjarlægari en mín hugsun skilið getur, heitari og ólgufyllri en mitt hjarta skilið fær, vil ég aðeins standa í regni eins og hestar standa í regni úti á votu mýrarengi um sem lykja voldug fjöll. Standa og finna kroppinn teyga þetta tæra, milda og svala, sem í stríðum straumi fellur yfir andlit hár og hendur. Líkt og skógurinn sem teygar, eins og barn af brjósti himins. Líkt og engið frjótt á vori fyllist aftur Ijúfri þrá. Eins og hestar standa í regni, standa í höm með vota flipa, láta eim af mold og regni anga sterkt og ljúft í sinni, vil ég aðeins standa og v e r a, láta úr af himni falla, þar til óró hugans víkur og af dulardjúpi stíga draumarnir í heiðri ró. Guðmundur Arnfinnsson þýddi 24. seplember 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.