Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 2
SIKILL, hinn mikli, úr mannheimum sloppinn — meðal þeirra allra hann ber yfir hópinn, — fnæsandi, titrandi stytta stáls! Höfðinu rykkir hann — fljúgandi faxið freyðir um makkann — í dökkbrúnum augum leiftra við sólunni logar báls! <■ Lendarnar breiðar af kraftanna kynngi, kempuleg bringa og frjóþrungin sköpin.------- Hnegg og eitt einasta hófaglam! Hryssanna órói í æði magnast. Upp á steindys sér mennirnir forða. Sikill til ásta sækir fram. Kollhúfur leggur hann, frýsar og flennir flipann, sem titrar við lostsáran þefinn, — bitana eldgulu blikar í, rís svo við himin með hófana á lofti, hvolfir sér niður sem þruma og elding, yfirskyggir sína ást sem ský! Bergmála í fjallinu frygðarhljóðin! Flokkinn hann aftur með þórdunum klýfur, — stormþytur, eldsvoði, hamslaus, hreinn! Faxið, sem gælir við enni hans og augu, aftur hann hristir og frýsar og stappar — hryssurnar fimmtíu — folinn einn! Kvæðið „SIKILL“ er eftir norska skáldið Nordal Grieg en þýðinguna gerði Magnús Ásgeirsson. Gunnar Bjarnason valdi myndirnar með kvæðinu. Aftur hann blossar í hátign og hreysti. Hófunum spennir hann skjálfándi nára. Gneista hann kveikir á grjótinu — af stað! Mjóleggjuð folöld í kringum hann kumra, — kysu með aldrinum slíkum að líkjast! Enn fer hans steðjandi stormþytur að! Meðan svo eys hann af ást sinni og kröftum, öryggisværð yfir hryssumar færist, lægir hinn blindólma blóðóradans, seytlar um æðarnar sætleiki og friður — sjá, hér er höfðinginn, nú er þeim borgið. Kumrandi leita þær hátignar hans. Bara eitt ósvífið bleikálótt tryppi blíðu hans með þverúð vill eggja og krydda — hendist á brattann um holt og fönn. Grimmdarfull ástbræðin grípur þá Sikil, gáluna hann fnæsandi eltir í spretti, vorskaflinn rýkur sem vindúfin hrönn! Tönnum hann blóðþyrstur heggur í hnakkann, hvíandi í loftköstum þyrlast hún niður ofan til hinna, en uppi yfir þeim stendur hann sigrandi, stappandi hófum, stormfaxið skekjandi, fnæsandi í bláinn, hneggjandi, fagnandi fjallvorsins geim! Niðri á flánni er hans fylgihjörð róleg, frjóvæn sem lægðanna glitrandi sléttur vafðar í sumarsins vaxandi glóð! Svo hafa af ísaldarbrúninni blasað blikandi vellir og kornþyrstir akrar fyrst við þeim sterka, er á fjallinu stóð! Slíkur er SIKILL: í blóðinu brima blánandi skriðfannir, titrandi sólblik, flaumur úr jökli, sem fellur um veg. Hneggjandi kallar hann: Blikandi bræður, Blákollur, Hvítserkur, ÞEKKIÐ ÞIÐ S I K I L ? Háfjöll og öræfi, HÉRNA E R É G! 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.