Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 11
Innsig'lingarvarða. SR. GÍSU BRYNJÓLFSSON FRAIVI Hraun í Grindavík. Barnaskólinn í Grindavík. Jón á Hrauni var hverjum manni veð- urgleggri, sjósóknari mikill. Hann var hættur formennsku þegar þessar visur voru kveðnar, enda þá kominn undir áttrætt. Um hann er þessi formanns- vísa frá fyrri tímum: Jón á Hrauni, hreppstjórinn, heppni ónaum hann sty'ður fákinn strauma fullorðinn flínkur tauminn viður. Jón dannebrogsmaður dó 90 ára gam- all 19. júní 1878. Guðbjörg ekkja hans náði líka níræðis aldri. Hún andaðist 20. september 1905. Talið var, að kært hefði verið með ungu húsfreyjunni á Hrauni og Höskuldi borgara. Gengu um það sagnir, sbr. F. J.: Þjóðhættir og ævisögur. Um formennina, sem getið er í vís- um þessum, skal þetta tekið fram: 2. visa: Höskuldur Jónsson var lausa- maður á Hrauni. Hann var fæddur a'ð Hamri í Gaulverjabæjarsókn 18. ágúst 1824. Foreldrar hans voru Jón Gislason og Arndís Höskuldsdóttir. Þrítugur að aldri kom hann austan frá Hæli í Gnúp- verjahreppi í vinnumennsku að Hrauni til Jóns hreppstjóra. Höskuldur fékk síð- ar borgarabréf og stundaði verzlun og gerðist efnamaður. Dr. Bjarni Sæm- undsson segir í endurminningum sínum, að hann hafi verið mætur maður og víðlesinn. — Á efri árum var hann mjög gigtveikur. Sæmundur Tómasson frá Járngerðarstöðum minnist þess, er hann var heima í bernsku, að Hraunsfólkið fór um hlaðið á lei'ð til messu að Stað, allt gangandi nema Höskuldur, sem reið í djúpum kvensöðli. Höskuldur andað- 5. Ef ei spýtist unnin blá Oddur nýtur gnægð á sjá me'ður nýta þundum þá Þótkötlu- ýtir stöðum frá. griimdan/íkurslóe) 6. Lækki són í löðrunum lýsufrónavagninum út á sjónum iðgrænum ekur Jón frá Miðbænum. 7. Magnús kundur knálegu kjöls á hund með liðinu Árni stundar stillingu frá -stöðum skundar Þórkötlu. 8. Frá Hópi skríður hrannar ljón hefur bið um þorska frón heppni styður samt útsjón son Hafliða mætan Jón. 9. Situr ár á sæmiðum síð oft gár að vörunum Einar hár að höppunum hreppstjóri knár frá Garðhúsum. 10. Súð til vei'ðar Sæmundar sem er greiður liðsemdar stökkuls breiðu storðirnar frá -stöðum skeiðar Járngerðar. 11. Sval ef skerðir, Sveinsson þá súða- ferðast jórnum á Jón á sverðshvals bólin blá byggð Járngerðarstaðar frá. 12. Beztur hundur hlés um sjá Húsa-skundar tóftum frá mesta fundið mannval á Matthías kundi Þórði hjá. 13. Færir slyngur fley á skrfð um foldarhring með öruggt lið jafnan glingrar gæfan við Guðmund Ingimundar nið. 14. Jón er mögur Magnúsar með órögum huga snar fram á högum flyðrunnar fimur mjög til skipstjórnar. 15. Greiptur mundum gæfunnar gelti sunda leið vísar út um grundir ýsunnar Árni kundur Guðmundar. 16. Ártal set á óðarskrá átján letra hundruð má tvisvar vetur 33 þess ég get sem stendur á. Hraun var eitt fjölmennasta heimilið í Grindavík á þessum árum. Voru þar 17 manns heimilisfastir. Þar bjó Jón hreppstjóri og dannebrogsmaður Jóns- son, 78 ára, frá Járngerðarstöðum. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Sig- ríður Jónsdóttir frá Ásólfsstö’ðum í Eystrihrepp. Var hún 15 árum eldri heldur en bóndi hennar. Þau voru barn- laus. Sigriður dó á jóladaginn 1839 „af innvortis sjúkdómi“. Næstu tvö árin var Kristín systir Jóns fyrir búi hans, en 1841 fluttist til hans 25 ára gömul stúlka austan undan Eyjafjöllum, Guð- björg Gísladóttir, fædd á Lambafelli 10. marz 1815. Fyrsta ár sitt á Hrauni var Guðbjörg talin þar vinnukona, því næst bústýra, en haustið 1842 þ. 7. október, Járngerðarstaðarliverfi. gaf sr. Geir Backmann þau Jón hrepp- stjóra saman í Staðarkirkju. Þá var brúðguminn 54 ára, en brúðurin 27 ára. Þau Hraunshjón eignuðust þrjú börn: Jón, dó vikugamall, Sigríður, fædd 29. janúar 1851. Hún giftist Hafliða Magnús- syni. Bjuggu þau á Hrauni og eignuð- ast mörg börn. Guðbjörg, fædd 30. jan. 1859, giftist Gísla Hermannssyni frá Buðlungu. Þau bjuggu einnig á Hrauni. Jón á Hrauni var hinn mei'kasti mað- ur. Bær hans var hinn allra reisuleg- asti í sókninni, segir sr. Geir í sóknar- lýsingu sinni. Hann lét byggja þrjii mikil timburhús, slétta túnið og byggja um það grjótgarð mikinn, grafa afar- djúpan brunn, sem úr fékkst all-gott vatn, en vatnsskortur var einn aðal- ókostur jarðarinnar. Sá var annar, að þaðan var ekki útræði á vetrum og höfðu Hraunsmenn uppsátur á Þorkötlu- staðanesi. „En nú er velnefndur hrepp- stjóri að láta búa til vör fyrir sunnan túnið, vinnur þar að með mikilli at- orku og víst þó töluverðum kostnaði að hverju sem verður“. (Sóknarlýsing). ist á Hrauni, tæplega sjötugur 3. maí 1894. 3. vísa: Jón Einarsson, vinnumaður á Hrauni 32 ára. Hann fluttist tveim ár- um síðar að Stóra-Hofi í Gnúpverja- hreppi, gerðist þar vinnumaður hjá Vig- fúsi Pálssyni hreppstjóra. 4. vísa: Buðlunga var hjáleiga fr:á Þor- kötlustöðum. Hermann, bóndi þar og meðhjálpari, var fæddur í Móhúsum á Stokkseyri. Hann er í manntali sagður 33 ára þegar vísur þessar voru ortar. Kona hans var Guðrún Sveinsdóttir. Þau fluttust að Hrauni 1890 og voru þar í húsmennsku enda var Gísli son- ur þeirra þá kvæntur Gúðbjörgu Jóns- dóttur svo sem fyrr segir. Hermann andaðist 9. júní 1911 áttræður að aldri. 5. vísa: Oddur Jónsson á Þorkötlustöð- um I, 42 ára. Hann var kvæntur Ás- dísi Magnúsdóttur og áttu þau nokkur börn. Ásdís andaðist 29. júní 1869. Eftir það bjó Oddur með ráðskonu nokkur ár, en mun síðan hafa flutzt úr Grinda- vík. Frambald á bls. 13 15. október ÍMT LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.