Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 14
A erlendum bókamarkaði BÓKMENNTIR: The Chinese Room. Vivian Connell. Corgi Books 1966. 5/—. Þessi bók kom fyrst út 1943 og var tekið misjafnlega. Bókin hneykslaði marga og þótti ekki sem hollust lesn- ing, því varð eftirspurnin mikil og nú er tali'ð að selzt hafi á fjórðu milljón eintaka af bókinni. Þetta er ein þeirra bóka, sem vekur forvitni og hentar ýmsum sem afþreyingarlesning. Caravans. James A. Michener. Corgi Books 1966. 6/—. Þetta er spennandi reyfari um banda- ríska stúlku, sem hverfur í Afganistan. Hafin er leit að stúlkunni og verður hún mjög söguleg. Bók þessi er lipurlega skrifuð, persónur fremur týpur en ein- staklingar og atburðarásin reyfaraleg, höfundi tekst bezt upp í náttúrulýsing- um. Þetta er löng bók, á fjórða hundr- að blaðsíður, þéttprentuð. Shakespeare Survey. An Annual Sur- vey of Shakespearian study & Produc- tion 19. Edited by Kenneth Muir. Cam- bridge University Press 1966. 45/—. Þetta er nítjánda bindið í ritsafni um Shakespeare og verk hans og það þriðja, sem er helgað aðeins einu leikriti hans. 1 þessu riti eru um fimmtán greinar um Macbeth. Fyrsta greinin er um rann- sóknir á þessu leikriti á tuttugustu öld og árangur þeirra rituð af G. K. Hun- ter. Kenneth Muir skrifar um symból- ismann í Macbeth og Inga-Stina Ewbank ber saman „Medea“ eftir Seneca og Mac- beth. Auk greina er einnig skrá um sýn- ingar Shakespeares á Bretlandseyjum árið 1965. Ritinu fylgja myndir og efnis- yfirlit. Þetta safn er öllum nauðsynlegt sem áhuga hafa á verkum Shakespeares og leikstarfsemi. Memoirs of Hadrian. Marguerite Your- cenar. Four Square 1966. 5/—. Bókin er þýdd á ensku af Grace Frick. Hún kom fyrst út í Frakklandi 1951 og hefur oft veri'ð endurprentuð. Ýmsir telja að þessi bók sé með beztu sögu- legum skáldsögum, sem út hafa komið síðustu tvo áratugina. Bókin er skemmti- lega skrifuð, umhverfið forvitnilegt og persónur skýrar. Athuganir höfundar um tilorðningu bókarinnar, sem prentaðar eru í bókarlok, auka gildi bókarinnar. Hochverrat ist eine Frage des Datums. Definitionen — Aphorismen — Maxi- men. Herausgegeben von Lothar Schmidt.. Deutscher Taschenbuch Ver- lag 1966. DM 2.80. Söfn spakmæla, þversagna, snjallra skilgreininga og snjallyrða eru alltaf skemmtileg lesning. Útgefandi raðar snjallyrðunum upp eftir uppsláttarorð- um, sem skrá er yfir að bókarlokum, auk þess fylgir skrá höfunda. Útgefandi seg- ist hafa eytt miklum tíma í samantekt þessarar bókar og er hún úrval úr safni höfundar. SAGA: Life in France under Louis XIV. John Laurence Carr. B. T. Batsford 1966. 27/6. Bókin er gefin út í bókaflokki útgáf- unnar „Europea Life Series“ og sér Pe- ter Quennell um flokkinn. Lúðvík XIV kom til ríkis 1643 og lézt 1715. Þau 72 ár, sem hann ríkti voru glæstustu ár Frakklands, allt snerist umhvenfis Sól- konunginn og í þessari bók lýsir höfund- ur öllum lögum fransks þjóðfélags, si'ð- um, atvinnuvegum og háttum manna og dregur upp ágæta mynd af lífinu í Versölum meðan konungur var og hét. Bókin er afbragðsvel myndskreytt og frásögnin lifandi og styðst við öruggar heimildir. Áhrif Frakka hafa aldrei ver- ið slík sem á þessu tímabili og gætti þeirra um alla Evrópu, í listum, bók- menntum og tízku. Þetta er ágæt bók, þótt stutt sé, registur fylgir. Renaissance Italy 1464—1534. Peter Laven. B. T. Batsford 1966. 45/—. Bókin er ætluð leikmönnum og einnig þeim sem sagnfræði stunda. Batsford- útgáfan hefur gefið út nokkrar bækur um sagnfræði, og eiga þær allar sam- merkt í því að vera þokkalega skrifað- ar og því læsilegar og einnig er þess gætt að birta í þeim skrá yfir nýjustu bækur um viðkomandi efni. Höfundur skiptir ritinu í ellefu höfuðkafla og fjallar hver kafli um afmarkað efni, svo sem verzlun, fjármál, vísindi, trúar- brögð og listir. Bókin er einkar hand- hæg og þa’ð sem stórlega eykur gildi hennar er sómasamleg bókaskrá. Bók- inni fylgja nokkrar myndir og registur. The Roots of Evil. A Social History of Crime and Punishment. Christopher Hibbert. Penguin Books 1966. 9/6. Hibbert hefur skrifað margar vinsælar bækur um sagnfræði og skyld efni. I þessari bók segir hann sögu glæpa og refsinga. Þetta er löng bók, um 560 síður og í henni rekur höfundur glæpasöguna allt frá miðöldum og jafnframt hegn- ingarsöguna. Meginhluti bókarinnar fjallar þó um seinni aldir, enda skortir mjög heimildir þegar kemur lengra aft- ur í aldir. Höfundur lýsir viðbrögðum hvers tíma við glæpastarfsemi og aðferð- um þeim sem notaðar voru til þess að fæla fólk frá glæpastarfsemi. Bókinni fylgja athugagreinar, bókaskrá og reg- istur. Bókin er í senn fróðleg og hroll- vekjandi. Autumn of Terror. Tom Cullen. Col- lins—Fontana Books 1966. 5/—. Undirtitillinn er „Jack the Ripper — His Crimes and Times“. Þessi bók er hrollvekjandi frásögn ógeðfeldustu morða, sem framin voru í London seint á síðastliðinni öld. Bodley Head gaf þessa bók út í fyrra og varð metsölu- bók. Bókin er vel skrifu'ð og spennandi. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason £rá Vigur. Matthias Johannessen. Byjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.