Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 6
BASKAR 1 0 0 eftir Eggert O. Proppé Til eru hér á landi ritaðar heim- ildir — frá 14. og 15. öld, — er skýra frá siglingum Baska til íslands- stranda, og þeir þar yfirleitt nefnd- ir Spánverjar. En Baskar voru (og eru enn) duglegir siglinga- og fiski- menn, og í þann tíma sóttu þeir oft langt til fiski- og jafnvel hvalveiða. Fyrir kom að þessir veiðimenn gengu hér á land í þeim tilgangi að fá hjá landsmönnum vistir, drykkj- arvatn eða aðrar slíkar nauðsynjar, en fengu ekki aetíð blíðar viðtökur, voru jafnvel drepnir af þeim er þeir hugðust höndla við. Hefir þetta að mestu stafað af beyg landsmanna af ókenndum útlendingum og vitan- lega fyrst og fremst af því að að- komumenn gátu ekki gert sig skilj- anlega; hvorugur skilið orð af því sem hinn sagði. En Ijót er sagan af spænska stýrimanninum sem — eft- ir að félagar hans höfðu allir verið drepnir — flúði undan óðum bænd- um og lagðist að lokum til sunds frá landi, en var eltur á báti og dauðrotaður með ár. — Fyrir, og fram að síðari heimsstyrjöldinni komu hér oft stórir (allt að 11—1200 tn.) spænskir togarar, sem veiddu í salt hér við land (og við New- foundland). Allir voru þeir togarar frá Baskalandi (hafnarbænum Pa- sajes). Eins var Bilbao, stærsta borg þeirra, vel kunn mörgum íslenzkum fiskútflytjendum hér áður fyrr; en þangað seldu íslendingar (og fluttu oft á eigin skipum) sinn bezta sól- þurrkaða saltfisk, enda Norður- Spánverjar alltaf verið manna vand- látastir á góðan „bacalao“. — Baska- húfan (oft ranglega nefnd alpahúfa) hefir verið vinsæl hjá mörgum Is- lendingum, en hún er einkennandi höfuðfat karlmanna í baskahéruð- unum; er hún ávallt svört, og kall- ast á þeirra máli: boina, gorra, oft bilbaina. B askar eru þjóðarbrot sem byggir héru’ðin umhverfis Biskajaflóa og hlíðar vestari hluta Pýreneafjallgarðsins. Á Spáni er þetta tæplega 11000 ferkm. landssvæði, sem nær yfir fylkin: Na- varra og svokallaðar „Provincias Vas- congadas", sem eru fylkin: Guipúzcoa, Álava og Vizcaya; — á Frakklandi: Basse-Navarre, Labourde og Soule í De- partement Basse-Pyrenées. — Fólk það sem þessa landshluta byggir er allfrá- brugðið öðrum innbyggjurum Spánar og Frakklands, hvað snertir erfðavenj- ur, menningu og tungumál, og telja sig fyrst og fremst vera Baska. Ibúar spænsku baskahéraðanna eru alls um 1,570,000, en innan þeirrar tölu er fjöldi fólks aðflutt frá öðrum hlutum Spánar til iðnaðarborga og bæja baskalandsins, og flestir þeirra eru í Bilbao. Þess utan hafa ibúar suðurjaðars þessa landssvæðis glata'ð upprunaiegu þjóðerni sínu við blöndun við aðra Spánverja, og eru því aðeins um 750,000 sem með sanni mega kallast Baskar. Franskir Baskar eru um 100—120 þús. Fátt fólk frá öðrum lands- hlutum hefir flutt til sveitahéraðanna, hvort heldur Spánar eða Frakklands megin. — Á hinn bóginn rekst maður iðulega á baskisk nöfn í öllum öðrum héruðum Spánar og fjöldinn allur af Böskum hefir flutt vestur um haf, eink- anlega til Mexícó. Þar eru baskisk nöfn all áberandi meðal þeirra sem teljast til fremstu manna landsins. A ð líkamsbyggingu eru Baskar ekki áberandi frábrugðnir öðrum Vestur evrópumönnum; þó er andlitsfall þeirra yfirleitt áberandi mjótt og toginleitt, kjálka- og kinnbein lítt útstandandi. Aft- ur eru þeir all sérstæðir hvað blóð- flokka snertir; flokkur O mjög áber- andi, en B gætir litt. Hærra hlutfall af Rh negativt en nokkurs staðar annars í álfunni; tíðni CDe chromosoma (litn- inga) há, en af cDE sú lægsta í Evrópu. Þessar staðreyndir — ásamt hinu sér- stæða tungumáli þeirra — virðast benda til þess að þeir séu afkomendur sérstaks þjóðflokks, alls ólíks og eldri en þeir þjóðflokkar eru, sem aðrir íbúar álf- unnar eiga uppruna sinn til að rekja. Loftslag í þessum héruðum er milt og rakt, nokkuð votviðrasamt. — Landslag hæ’ðótt og skógivaxið. Þar eru járnnám- ur sem nýttar hafa verið til skipasmíða langt aftur í aldir. — Búskapur rekinn á smábúum, jarðvegur frekar grunnur. Velræktaðir túnaslakkar, grasið hand- slegið með verkfærum sem eru nær því að vera sigð en ljár. — Bændur stunda kvikfjárrækt; sauðfé gengur á afrétti til fjalla, og er sauðfjárbúskapurinn í mörg- um tilfellum sameiginlegur. Kúarækt mikil (kýr hafðar í fjósi). Talsverð ávaxtarækt, epli sérlega þekkt að gæð- um. Sveitabæirnir standa ýmist nokkrir saman í smáþorpum, eða á víð og dreif í hinum ne'ðri hlíðarslökkum. — Fjöl- skyldu- og ættabönd eru afar sterk og haldgóð og átthagarækt mikil. Slíkar eigindir — áður fyrr verndaðar af hefð- bundnum erfðalögum þess efnis að allar fjölskyldueignir gengu óskiptar til að- eins eins erfingja (oftast elzta sonar eða dóttur) — neyddu oft fleiri meðlimi ætt- arinnar ýmist til einlífis eða brottflutn- ings úr landi. Tryggðin við átthagana kemur fram í ýmsum hefðbundnum sið- um og venjum og algengara er að menn taki sér nafn heimastöðva eða húss en fö'ðurnafn. H askar hafa orð fyrir að vera heið- arlegir, duglegir, trygglyndir. Þeir eru all gefnir fyrir dans, eiga sér mikið af fjörugum þjóðdönsum, og eru söngmenn góðir. — Þeir eru strang-kaþólskir, en hjátrú er rótgróin meðal hins ómennt- aðri almúga, og sagðir trúa á galdra; er það eitthvað orðum aukið og á e. t. v. rót sína að rekja til frægrar herferðar „magisters“ Pierre de Lancre gegn galdrakvendum í Labourde á 17. öld. — Samheldni, ásamt staðsetningu þeirra svo a'ð segja klofvega á landamærum Spánar og Frakklands, hafa stuðlað að því að smygliðja er þeim í blóð borin, og smygl hefðbundinn og rótgróinn heiðarlegur atvinnuvegur. Ekki eru allir Baskar dæmigerðir. I hinum stærri iðnaðarborgum og iðju- verum vill brenna við að ekki aðeins upphaflegir sveitasiðir og rótgrónar erf'ðavenjur, heldur einnig tungumálið (euskera), fari veg allrar veraldar. Við lok 18. aldar var sú tunga þegar liðin undir lok í Ebró-dalnum og í Suður- Navarra, og er í dag vart töluð nokkurs staðar sunnan og austan Pamplona, og hverfandi í Álava-fylki og stórum hluta Vizcaya-fylkis. Þau héruð sem enn halda við hinni fornu tungu hafa bezt varð- veitt gamla hefð og siði Baskanna, og er það helzt í hinum rakari strandhér- uðum. Nú til dags tala allir Baskar spænsku (og frönsku Frakklandsmegin landamæranna). B askar eru iðið fólk, og hafa alltaf verið talsverðir siglingamenn, enda hefir fólksfjölgun heimafyrir (fæðingartala há) átt sinn þátt í landnámi og upp- byggingu Vesturheims frá fyrstu tíð. Hvar sem er í hinum nýja heimi má rekast á samfélög Baska, mest þó í Mið- og Suður-Ameríku og í vesturfylkjum Bandaríkja N-Ameríku (aðallega Ne- vada og Kaliforníu), og hefir dugnaður þeirra og hæfni, sérstaklega sem kvik- fjárræktarmenn — einnig 1 gisti- og Frá borginni Andárrova í hcraSinu Vizcaya. 4 Uxakerra í Baskalandi. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.