Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 9
f Noregi líkt og víða annars- staðar, hefur rómantiskt við- horf farið eins og eldur í sinu og hirtist í því, að dregnir eru fram af háaloftum gamlir gripir úr búi afa og ömmu, ef ekki eitnþá eldri. Borgundarhólms- klukkur hafa aldrei verið vin- sælli, gamlir pílárastólar og einskonar sófar, sem á sinni tíð voru reknir saman úr sterkleg- um furuborðum og settar sessur á. Þannig sófi er í horðkrókn- um hér á myndinni og minnir hann talsvert á gamlan, íslenzk- an stól í Þjóðininjasafninu, en sá er raunar útskorinn, Norsk húsgagnagerð hefur að undan- förnu verið með miklum ágæt- um, en enginn hlutur er svo góður, að ekki sé hægt að fá leið á honum og þessvegna er gamli tíminn dreginn fram í dagsljós- ið. Margir muna úr bernsku sinni eftir rúmum með stólpum og í þá daga virtist raunar óhugs- andi að smíða rúm án þess að hafa á því rennda stólpa. Nú verður þess víða vart, að stólp- arnir hefji sinn gang að nýju, stundum lágir en stundum jafn- vei háir svo hægt sé að hafa himin yfir, sem er vafalaust hámark í rómantíkinni. Víða suður í Evrópu eru nú komin á markaðinn rúm í líkingu við þetta ágæta, franska rúm, sem sést á myndinni. / ' . I z ' ' 5« ■■:■:■'■■ ■:■: ’m ■ ' ■mmmm mz/z/mzm. m/////0m//M //0/////Z//////Z// ii/illii - ■ /'■:"■ ' . ! 1 ZzZZZ^'ZZ. I Bandankjunum hafa menn aldrei sagt skilið við róm- antískt viðhorf til húsgagna og þar hefur kolonial-stíll ævinlega verið í miklum metum og annað eftir því. Bandaríkjamenn hafa ekki að ráði hrifizt af einfald- leik nútíma hús- gagna. Þar er al- gengast að sjá efnis- mikla sófa og stóla með rósóttu áklæði, en borð og stólar eru oft einkennilegt sambland af gömlu og nýju. Á mynd- inni er bandarísk stofa með ýms- um húsbúnaði, sem venjulegt er að sjá á heimilum þar í landi. Rómantiska viðhorfið veldur því óhjá- kvæmilega, að gömul hús verða eftir- sóknarverð, því þau hafa til að bera þá rómantísku töfra, sem ekki er unnt að laða fram í splunkunýju steinhúsi. í gömlu húsi verður risið jafnvel eftir- sóknarverðast, senniiega vegna þess að það getur orðið ólíkast því sem venju- legt er. Við þessar fornfálegu rishæðir má gera ýmislegt skemintilegt, líkt og sést af myndinni, þai sem bitar og sperrur hafa verið máluð í svörtum lit, en veggfóðrað á milli. Iö. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.