Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 5
inn, varpaði smám saman eldlegum bjarma á sandinn, grasið og steinana. Dimm- bláir þyrnar fjöruþistlanna fengu á sig rauðbrúnan blæ. Kjóllinn hennar varð dökk- fjólublár við nakta ljósleita leggi hennar og arma. „Ég gefst upp,“ kallaði hann að síðustu. „Eg er hræddur um, að þetta sé þýðing- arlaust. Ég verð víst bara að koma aftur á morgun.“ Aftur fékk hann ekkert svar. Hún gekk í dreyminni leiðslu yfir heitan rökkvað- an sandinn. „Get ég keyrt þið eitthvað"? sagði hann. „Bíllinn er við félagsheimilið. Það er ekki svo langt þangað.“ Aftur fékk hann ekkert svar. En allt í einu sá hann hana beygja sig, rétta síðan hægt úr sér aftur og rétta upp höndina. „Er þetta hún?“ Hann hljóp reyndar af stað. Þegar hann komst til hennar, hélt hún á kúlunni í lófa sér eins og dýrmætu eggi. „Drottinn minn,“ sagði hann. „Þetta er hún. Drottinn minn, en sú heppni.“ Hann var undarlega æstur. Hann fékk þá hlægilegu hugmynd að taka í hönd hennar. „Drottinn minn, en sú heppni,“ hélt hann áfram að segja, „og næstum orðið dimmt. En sú heppni.“ í æsingunni yfir að ná í kúluna tók hann ekki eftir því, að hún var þegar gengin í burtu. Ertu farin?“ sagði hann. „Hvert ertu að fara? Hvaða leið?“ Hún gekk eftir fjörunni án þess að staðnæmast eða líta við. „Bara þangað, sem ég sat. Ég týndi silfurbréfinu mínu.“ Hann tók eftir því, að hann næstum hljóp á eftir henni. „Þú sparaðir mér líka shilling, get ég sagt þér,“ sagði hann. „Ó,“ sag'ði hún. „Kosta þær ekki meir?“ Hann hló. „Ó, drottinn minn, jú. Ég meinti það ekki. Eg á við, að við fjórir höf- um sameiginlegan sjóð. Ég meina strákana, sem leika með mér. í hvert sinn, sem við týnum kúlu, borgum við shilling.“ Enn strauk hún silfurbréfið, en leit ekki á það. Vindblær feykti því skrjáfandi upp eins og blaktandi væng, og hún festi það aftur niður á kné sér með einum fingri, vi'ð- utan, eins og henni leiddist. „Er þér sama þó að ég spyrji þig að dálitlu?" sagði hún. „Já. Hva'ð?" „Hvernig myndirðu fara að því?“ Andartak var hann sem ruglaður, en áttaði sig svo skyndilega og steinhissa á því, sem hún var að tala um. „Ó, bíddu nú hæg,“ sagði hann. „Það er nú ekki svo langt gengið.“ „Ér það ekki? Mér fannst þú segja það.“ „Varla það. Það er að segja, þetta eru nú hlutir, sem allir segja.“ „En væri það nú svo?“ Hann fann óbeitina hríslast um sig. Skyndilega leit hann í vestur og hugsaði, að hann myndi hafa klukkustund enn til leitar að kúlunni áður en rökkvaði. Það var þá, sem hún sagði: „Ég er oft að hugsa um, hvort ekki væri hægt að gera það með því að halda niðri sér andanum í fimm mínútur. Ég býst við, að það væri kvalaminnst." „Ég verð einhvernveginn a'ð finna fjárans kúluna," hugsaði hann. Hann hafði verið í þann veginn að setjast niður og hvíla sig i svo sem fimm mínútur, en nú fann hann þess í stað, hvernig óþolinmæðin ólgaði í honum. „Þú vildir nú líklega ekki hjálpa mér við að leita?" sagði hann. „Það fer nú að dimma fljótlega. „Ef þú vilt. Mér er sama.“ Þegar hún stóð á fætur, sá hann að dökkbrúnt, úfið hár hennar var sem alstirnt þurrum, hvítum sandi. Hún virtist ekki taka eftir því né reyna a'ð hrista hann úr. Þegar hún gekk upp á grasivaxinn kamb sandöldunnar, varð hann skyndilega snortinn af yndisþokka nakinna fótleggja hennar, mjúkra og rjómalitra undan rauð- brúnu pilsinu. Undrandi fann hann, að nú sá hann hana í raun og veru í fyrsta sinn. Hún var fremur há, vel vaxin og ekki lengur samanhnipruð. Félagar hans í klúbbnum myndu segja, að hún væri snotur. Freddy Robinson myndi segja með sinni hæglátu glettni, að hún væri allra lögulegasta táta. Uppi á sandöldunni sneri hún sér skyndilega við og horfði til sjávar. Um stund voru augu hennar galtóm og hann fékk ekkert svar, þegar hann sagði: „Þú verður að gá vel að steinunum, sérstaklega þeim hvítu. Það eru þeir, sem gabba mann.“ Hann var aldrei lengra en 10—12 metra frá henni, þar sem þau gengu um sand- öldurnar. Sólin, sem seig, eins og kopargulur skjöldur ofan í gáraðan ljósbláan sjó- 15. október 1M7 ------------------------------------------------------------------ „Hvers vegna?“ „Það er nokkurs konar sekt. Skrítið, hvað mikið safnast." „Hvað gerið þið svo vi'ð sjóðinn?" „Kaupum fleiri kúlur." Hann hló aftur. „Þar byrjar gamanið." „Gamanið?" Hún gekk nú hægar. Koparblæ sló á fellingarnar á fjólubláu pilsi hennar. Málm- kenndar smáar öldur loguðu á sjónum. „Sjáðu til, við drögum. Þetta er eins konar happdrætti. Við höfum happanúmer. Sá, sem dregur það, fær kúlurnar." „Ég skil ekki.“ „Kannske er það þessi gamli spenningur, sem fylgir fjárhættuspili. Að fá eitt- hvað fyrir ekkert." Hún leit í kringum sig eins og hún væri ekki alveg viss um, hvar hún hefði skilið silfurbréffð eftir í fjörunni. „Þú skilur, hvað ég á við, er það ekki?“ sagði hann. „Kannske týnirðu ekki kúlu í tvo mánuði og svo allt í einu færðu vinninginn. Það er gamanið að sjá framan í hina strákana." „Ég skil.“ „Náttúrlega gæti það orðið þú naest." Hann hló aftur. „En fram að þessu hefi ég verið skrattans ári heppinn. Vann í þrjú skipti af fimm. Fred Chalmers hefir ekki unni'ð í eitt einasta skipti. Það er milljónavirði að sjá framan í hann. Hann er grænn af öfund.“ Enn hló hann og skyndilega rak hún upp lágt óp. „Ó, silfurbréfið mitt er horfið." Hann hirti ekki um að svara. Hann sá ljóslifandi fyrir sér bálreitt andlitið á Fred Chalmers í rósrauðum bjarmanum, sem hvíldi yfir fjöru og sjó.“ „Vindurinn hefir feykt því burt", sagði hún. „Og ég, sem var búin að hafa það í allan dag.“ í dvínandi birtunni stóð hún og starði hugsandi á lautina, sem líkami hennar hafði myndað í sandinn. „Þetta er nú ekki svo mikilsvert," sagði hann. Kúlan var hörð og áþreifanleg, þegar hann kreisti hana í heridi sér og stakk henni í vasann. „Ég er hræddur um, að vfð verðum að fara. Hvað um þig? Kemurðu með?“ „Nei, ég býst við, að ég verði dálítið lengur." „Það er að verða dimmt." Framh. á bls. 13 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.