Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1967, Blaðsíða 10
Þórkötlustaðahverfi I Grindavík. F ljótlega eftir að fólk tók sér ból- festu í Grindavík, hafa þar byggst ein- ar sex sjálfstæðar jarðir auk ísólfsskála, sem er drjúgan spöl austan við aðal- byggðina. í rekaskrá Skálholtsstáðar frá 1270 er getið bæði um Jámgerðarstaði og ÞorkötlustaðL I landi þriggja þessara jarða hafa svo verið reistar hjáleigur, grasbýli og tómthús, með mjög takmark aðar landsnytjar enda afkoman svo að segja að öUu leyti byggð á sjónum. Hefur fjöldi þeirra sjálfsagt verið nokk- uð misjafn, þeim hefur fjölgað þegar vel fiskaðisi, en fækkáð svo aftur á móti á aflaleysisár um. Þessvegna mynduðust fljótt 3 hverfi í Grindavik og var nokk- urt jafnvægi í byggðinni fram á síðustu ár eins og eftirfarandi tölur sýna: 1703 1822 1940 1966 Staðarhverfi 53 41 44 0 Járngerðarstaðahv. 44 68 270 829 Þorkötlustaðahv. 60 51 203 118 I manntalinu 1703 er getið um 2 tugi lausamanna og marga, sem voru á sveitarframfæri. Auk þeirra, sem áttu lögheimili í plássinu safnaðist svo til Grindavíkur mikill fjöldi útróðrarmanna á vertíðinni eins og gerist enn í dag. Frá Grindavík reru skip Skálholtsstóls eins og úr fleiri verstöðvum, enda átti Skálholtskirkja aUar jarðimar nema Húsatættur. Sú jörð var konungseign. Árni Magnússon getur þess, áð frá Þor- kötlustöðum rói áttrætt skip Skálholts- staðar, annað frá Hópi og 3—4 frá Járn- gerðarstöðum, en á Hrauni lagðist útgerð stólsins niður eftir að „skipið forgekk" árið 1700. Þann vetur voru veður ofsa- leg, segir Espólín, — urðu skiptapar miklir, fleiri en 20 á Suðurnesjum og í Gullbringusýslu. Á þeim týndist hálft annað hundrað manna og 129 af þeim á föstudaginn seinastan í Góu, á einni eykt. Þá hafa verið daprir dagar í Grindavík. Þegar ritúð verður saga Grindavíkur, kemur eflaust sitthvað í leitimar, sem bregður Ijósi á tilveruna í þessari ver- stöð, þótt lítt hafi hún sjálfsagt verið frábrugðin því sem tíðkaðist í sambæri- legum plássum annars staðar. Einni slíkri mynd af landínu og lífinu í Grindavík er brugðið upp í Ferðabók Mackenzie’s er hann kemur þangað á ferð sinni um Suðumes í ágúst 1810. Honinn sýnist landið auðar og ömur- legar eyðimerkur hrauna og sanda, þar sem hvergi sér stingandi strá. Hvergi bregður fyrir neinu, sem gleður augað eða léttir lundina. Loks nálgast þeir byggðina, nokkra kofa á ströndinni. tft úr þeim kemur fólkið — karlar, konur og krakkar, skriðu út úr þessum hreys- um eins og maurar úr þúfum. Það gláp- ir á gestina í forundran „enda vorum við fyrstu útlendingarnir á þessum slóð- um.“ Mackenzie hafði meðmælabréf til Mr. Jóns Jónssonar. Spurðu þeir uppi mann með því nafni og fengu honum bréfið. Mr. Jón er síðhærður gráskeggur og þegar hann er búinn að setja upp gler- augun og fer að lesa bréfið, minnir hann helzt á yfirbiskup í rétttrúnáðarkirkj- unni. — En þetta er ekki sá rétti Jón heldur er þeim vísað á annan Jón, — eina mílu í burtu. Þegar þangað var kom ið, var sá Jón ekki heima, en birtist samt von bráðar og bauð þeim í bæ- inn, sem þeim var mjög á móti skapi að þiggja og notuðu fyrsta tækifæri til að komast aftur út undir bert loft. Kringum tjald þeirra félaga safnaðist maður í atvinnulífi islendinga hefur verið jafn mikilsvirtur og góður, afla- sæll formaður. Hann hafði enn meiri völd og virðingu skipshafnar sinnar heldur en húsbóndi á sveitabæ naut hjá hjúum sínum, enda aðstaðan að sumu leyti önnur, þar sem líf hásetanna var ósjaldan í hendi hans. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, hve margir hagyrðingar ortu formanna- vísur, þar sem kostir formannanna eru taldir upp og sjálfsagt ekki gert minna úr en efni stóðu til. í handritasafni Landsbókasafns — Lbs. 2881—2883 8 vo eru formannavísur frá Grindavík. Munu þær ekki hafa verið prentaðar áður. Ekki er nú vitáð eftir hvem þessar vísur eru. Þó fullyrða sumir, að þær séu ortar af Brynjólfi frá Minna-Núpi. — Eins og síðasta vís- Staður í Grindavík. fólkið — um 30 manns á öllum aldri, gerðist all-nærgöngult, að því er þeim fannst, og fór ekki fyrr en komið var fram á nótt og regnið og rokið rak það heim. Sökum óþrifnaðar og af ótta vi'ð sjúkdóma, vildu þeir ferðalangamir hafa sem minnst saman við íbúana að sælda. Mf að er allt annað en glæsileg mynd, sem þessi erlendi ferðalangur dregur upp af Grindvíkingum, háttum þeirra og híbýlum. Ekki er ótrúlegt, að hann hefði gefið þeim annan og betri vitnisburð, hefði hann kynnzt þeim í starfi þeirra og stríði við Ægi, sjósókn þeirra og siglingum, farið með þeim í einn róður þegar mátulega goláði, kynnst útsjón og áræði farsælla for- manna og dugmikilla háseta. Enginn Gamall bátur. an ber með sér eru þær kveðnar árið 1866. Formannavísur í Grindavík: 1. Nú skal mynda nýjan óð nöfnin binda þeirra í ljóð, sem láta synda fley um flóð fram af Grindavíkurslóð. 2. Ölduljóni ýta finn auðnugróna þrekmanninn, Hrauns af fróni hraðfærinn, Höskuld Jóni af kominn. 3. Hrauns af grundu hrannarljón hlés þó undir stynji són, útum skunda upsafrón Einars kundur lætur Jón. 4. Út um þrunginn ránar rann rangalunginn fallegan fylgd með ungri færa kann frá Buðlungu snar Hermann. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.