Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1967, Page 13
RABB
Framhald af bls. 16
alltaf vagga honum í gott skap
aftur með því að elda handa hon-
um góða máltíð, samkvæmt þeirri
grundvallarreglu, að leiðin að
hjarta mannsins liggi gegnum
magann.
Þáttur þessi, sem er vikulega
dembt yfir íslenzka áhorfendur, er
þannig í grundvallaratriðum byggð
ur á lífslygi og hleypidómum,
sem eiga velgengni sína að þakka
amerískum vikublaðslesendum.
Skop þáttanna, eða ádeila, beinist
ekki að þessum grundvallarvið-
horfum; þau eru bláköld alvaran.
Viljum við, að viðhorf þau sem
koma þarna fram, móti hugarfar ís-
lenzkra barna? Er æskilegt, að
þessar verði hugmyndir þeirra um
samskipti fullorðins fólks sín á
mitti? Sjónvarpið er öflugt tæki.
Það fer ekki hjá því, að efni, sem
fyllir stofur og huga áhorfenda í
í hverri viku vetur eftir vetur, hafi
sín áhrif.
Svava Jakobsdóttir.
NÝJAR
DANSKAR
Á síðastliðnu hausti kom út hjá
Gyldendal safn smásagna sem nefn-
ist Den ny prosa. Hans Hertel hefur
séð um útgáfuna. í formála gerir
hann nokkra grein fyrir stöðu ó-
bundins máls í dönskum nútímabók-
menntum og ræðir grósku og endur-
nýjun sagnagerðar í Danmörku á
síðustu árum.
Hans Hertel telur, að ekki verði
gengið framhjá áhrifum Villys Sör-
ensens, skálds og gagnrýnanda, en
Villy Sörensen er, sem kunnugt er,
orðinn þekktur langt út fyrir land-
steina Danmerkur fyrir furðusögur
sínar eða fantastískan skáldskap.
Hann hefur, eins og segir í formála,
í eigin verkum sýnt fram á kosti
þessarar bókmenntagreinar umfram
hinn sálfræðilega natúralisma til að
lýsa „innri veruleik". En furðusagna-
gerðin felur í sér hættur, og þess
vegna, segir Hans Hertel, er það
kannski aðeins til góðs að sálfræði-
legt raunsæi í sagnagerð er jafn-
framt að eflast og þroskast, fara inn
á þá braut hversdagsraunsæis sem
erlendir kvikmyndagerðarmenn hafa
verið næstum einir um að beita.
Margir höfundar hafa einnig sýnt
fram á lífvænlega þroskamöguleika
í samruna hins furðulega og raun-
sanna; þar munu áhrif Peters See-
bergs einna sterkust.
Höfundar sem eiga smásögur í
þessu safni eru 16 talsins og sögurn-
ar eru allar skrifaðar á árunum
1961—65. Allar eru sögurnar vel og
kunnáttusamlega skrifaðar og sýna,
að Danir eiga marga höfunda, sem
hafa listrænt form smásögunnar vel
á 'valdi sínu. Viðhorf sagnanna sver
sig að meira eða minna leyti í ætt
við módernismann og þann nýrri
skáldskap sem nú ber hæst víðast
hvar. — Rolf Bagger tekst í smá-
sögu sinni Nabohuset að sýna óhugn-
að afskiptaleysis okkar gagnvart ná-
unganum og sljóleika okkar gagn-
vart kjörum annarra með því að
skipa sögu sinni á svið hefðbundinn-
ar sveitasælu; sögumaðurinn í
Dommeren eftir Svend Áge Madsen
kemst að tilgangsleysi þess að leita
raunveruleikans að baki staðreynd-
anna. — Madsen notar sér hinn
óáreiðanlega sögumann til að víkka
sjónhring sögunnar; í sögu Dorrit
Willumsen er lýst algerum van-
mætti eiginmanns að komast í mann-
legt samband við konu sína; Ulla
Dahlerup sýnir okkur inn í ömur-
leik hversdagslífsins og vonleysi í
sögu sinni Först den ene dag og sá
den anden dag. Allar eru sögurnar
athyglisverðar, en yfirleitt mætti
segja, að heildarstefið í þessu sagna-
safni væri ömurleikinn og vonleysið,
alvaran og óhugnaðurinn — og þótt
áhrifa Villys Sörensens gæti víða,
virðast þessir nýju höfundar yfir-
leitt ekki hafa tileinkað sér kímn-
ina sem vopn að sama skapi og Sör-
ensen — þeir leyfa okkur ekki þann
munað að hlæja mitt í óhugnaðin-
um.
Digtere i Forhör 1966 heitir bók
sem kom út hjá Gyldendal á síðast-
liðnu hausti. Bók þessi geymir við-
Knudsen. Holm.
töl Claus Clausens við tólf dönsk
skáld sem öll eða a.m.k. flest eru
þekkt hér á landi. Skáldin eru þessi:
Villy Sörensen, Thorkild Bjþrnvig,
Erik Knudsen, Sven Holm, Jþrgen
Sonne, Cecil Bþdker, Knud Holst,
Albert Dam, Klaus Rifbjerg, Ivan
Malinovski, Erik Aalbæk Jensen og
Thorkild Hansen. í formála gerir
Clausen grein fyrir þeim sjónarmið-
um sem réðu vali höfundanna, m.a.
er viðurkenning á skáldskap þeirra
bundin við tímabilið eftir lok heims-
styrjaldarinnar síðari, eða árin 1945
—65. Hér er þá verið að kynna „mód
Sigurður Jónsson frá Brún:
Smáupplýsingar
og ögn af þakklœti
Sunnudaginn 15. 10. þ.á. gerði
Morgunblaðið tvö gömul kvæð
isbrot að umræðuefni og bolla-
lagði um höfund þeirra eða
höfunda. Það bar fyrir sig
merkra manna umsagnir, að
það segir.
En skýzt þótt skýrir séu.
Annað þetta erindi er úr
Harmagráti Daníelsens yfir
Eyfirðingum. Það ritverk ligg-
ur fyrir í nokkrum handritum
og handritabrotum og er hið
elzta þeirra frá því um 1854.
Hitt erindið er minna um vit-
að, og getur það víða að verið,
þar sem kvæðið er sannanlega
samsteypa margra hö'funda, en
haldin voru erindin bæði úr
einum akri, þegar ég lærði
þau í bernsku minni, en ekki
finnst „Kaffið er uppselt“ á
meðal þeirra sem geymzt hafa
í Eyjafirði og eru birt í bók
Kristmundar Bjarnasonar, Þor-
steinn á SkipalónL
En annað varðar meiru en
höfundur erindanna eða höf-
undar og það er meðferð
þeirra nú og þeir lærdómar,
sem af henni má hljóta. Eins
og Morgunblaðið birtir erindið,
sem getur amtmannsins er það
einhverjum til skammar, því
jþað ber óhæfilegt braglýti, þar
sem stuðulsamstæðan:
„Prófasturinn prédikar leti,
með pipuna (pyttluna aðrir)
amtmaður gengur um gólf“.
er rangt kveðin. Þar er
óhæft g í byrjun áherzluat-
kvæðis. Rétt upptekin er ljóð-
línan svona og svo eftir göml-
um handritum:
„með pípuna (pyttluna) amt-
maður labbar um gólí“.
Þarna ber meira á milli en
virðist, því þótt tekin væri trú
atómskálda, sem eins og kunn-
ugt er, birtist í fyrirlitningu á
bragreglum og þeim setningi,
sem slíkar hindranir geta vald-
ið og rímgallanum sleppt úr
umtali, þá er frásögnin að
ganga um gólf alltof hressileg
eftir allri stefnu kvæðisins. Áar
sem letingjum er lýst, á orðið
að labba miklu betur við at-
höfnina en að ganga. Hafi
kvæðið verið ort með þeim
aumingjaskap sem á því er í
blaðinu, þá hefði ekki þurft
langa umhugsun um hljóm orða
og samsvörun til þess að fá
skárri lausn en braglýtið, en
rím þarf umhugsun.
En þessi villa er ekki höfund
inum að kenna. Það sanna
handrit þau, sem Kristmundur
prentar eftir. Ef erindið er rétt
tekið upp eftir málsmetandi
fólki gömlu, en ekki rangfært
hjá blaðinu, þá er þar góð
bending um að stuðulheyrn
hinna fyrri manna hefir tekið
minna fram nútímaskyni al-
mennings, en tíðast mun hald-
ið. Kenni nærfellt áttræðar
greindarkonur út frá sér af-
stuðlað klúður eftir mætis-
kunningja sína eða sinna frá
æskudögum og birti það sem
sýnishorn betri manna fram-
leiðslu uppeldissveitar sinnar
þá hefir ekki rokið af rímskyn-
inu þar og þá, enda margt
ósennilegra en að svo hafi ver-
ið. Snjallar vísur fljúga og
endast, en leirburður fellur í
flagið aftur. Þar mætti vera
skýring á því að tiltölulega
fátt af fornum lausavísum er
vitlaust, þótt borið sé saman
við rímur og kvæði og ekki
sízt sálma þeirra, sem þó þóttu
prenthæfir á sömu tíð. Erfið-
leikarnir við að læra vitleys-
una stuðulskakka eða bragliða-
bjagaða ellegar sóðalega rím-
aða kæfðu það af leirtourði,
sem ekki komst á prent. Eftir-
minnilegt orðfæri og samsvör-
un kvæðishluta minnti á og
festi það, sem vel var unnið,
svo að það barst frá einum
ættlið til annars og batnaði
stundum, ef bitastætt var í
nokkrum hluta en laganlegur
galli á öðrum.
Frá fyrstu tíð og fram til síð-
ustu áratuga hafa bragform
verið að þyngjast og fjölga,
beri maður saman form Ólafs
rímu Haraldssonar eftir Einar
lögmann Gilsson og frágang
fyrstu rímu Vígarímna eftir
Sveinbjörn Beinteinsson, þá
leynir sér ekki munurinn og er
þó hátturinn kallaður fer-
skeytt í báðum tilfellum. Enn
greinilegra er þetta ef tekið
er fornyrðislag eitthvert og
borið saman við Kvöldlokk-
ur Þorsteins Valdimarssonar
sem einnig er fornyrðislag.
Og þetta hlýtur svo að vera.
Þeir, sem læra af öðrum geta
jafnan bætt við fenginn fróð-
leik hvort heldur er um ljóða-
gerðir og tækni framsetningar
að ræða eða það að auka af-
köst fornrar vélargerðar. Þeim,
sem ætla að komast til jafns
við forn afrek, er rétt að
byggja á þeim grundvelli, sem
til er reyndur og tryggur. Frum
leikanum einum hættir við að
verða hvorki ritlist né mynd-
list heldur aðeins raup og
mannalæti. Um tilferðir þeirra,
sem allt þykjast geta frá
grunni hlaðið, má hafa orð Þor-
steins Valdimarssonar:
„Þar bölvaði með
einn bolakálfur:
Guð hjálpi þeim
sem hjálpar sér sjálfur“.
En rétt mun þá að bæta
þann framburð með fleiru úr
sama kvæði og þá þessu:
„En lítil býfluga
leiðrétti það:
Guð hjálpar þeim
sem hjálpast að“.
Þótt þetta mál kunni að
þykja óviðkomandi þeirri við-
skiptasögu og þjóðfélagslýs-
ingu sem felst í erindum þeim,
er í fyrstu var talað um, þá
er svo ekki.
Sá eða sú, íslenzk mannkind,
sem virðir ekki eða finnur ekki
stuðla og bragliði ásamt rími,
er annað hvort skeytingarlaus
eða gallaður á skynjun nema
uppeldi skorti eða allt þetta
sé honum að toaga. Sá eða sú,
sem hunzar vilja höfundar og
afbakar mál hans vitandi vits,
er á enn verri hátt bilaður eða
vanskapaður, og hve ill bilun-
in getur verið sést á því að
Mýramenn hafa (ef það hefir
ekkj gerzt hjá blaðinu sjálfu)
af'bakað hagorðs manns erindi,
ekki aðeins að hljóðfalli hetd-
ur og að stíl. Sé ég svo flest-
um fara, sem ekki vilja rækja
þjóðsiði sína góða og þarflega
að þeir spilla því, sem þeir
koma að. Þannig tel ég víst, að
sú kynslóð, sem nú játar að
nokkrum hluta atómtrú sé jaín
vel gerð að náttúrufari og hver
önnur sem slitið hefir skóm á
íslenzku grjóti, og því fær til
allra góðra verka ef hún vill
þau vinna, en hún gerir fátt
nýtilegt. Jafnvel vinur minn,
sá hinn vonandi bænheiti
Jón úr Vör verður stórum
snjallari, þegar hann yrkir
lausavísur að sið forfeðra sinna
en þegar hann gambrar niður
óspynnuna í hálfríms- og rím-
leysubókum. Og þótt hann álp-
ist á sáralélegt yrkisefni eins
og í Lesbók Morgunblaðsins,
sama dag og aðalblaðið flutti
afbökun Harmagrátsins, ef
hann aðeins gætir sæmilegs
forms, þá er þar samt eftir-
minnilegra og skemmtilegra
mál um mig, eðlisleiðinlegan
mann og ljótan, auk þess nú
bæði gamlan og sköllóttan
heldur en hann algengast
sendir frá sér með hinu „nýja“
foimi, sem reyndar er öllum
sæmllegum ljóðum eldra og
komið upp fyrir upp’haf sögu-
tima á meðal skvaldrandi apa-
sona, sem enn voru ekki farn-
ir að sýna líkur til þess að
verða nokkru sinni forfeður
mælandi manna.
Með beztu kveðjum til Jóns
úr Vör og Mýramanna þeirra,
sem mér þykir líklegra að
Morgunblaðinu hafi misfarizt
við en eigi nokkurt aðkast skil-
ið frá neinum.
12. nóvember
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13