Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Side 3
Marcel Montaron:
EANNIG LIFÐI
ANDRE MAUROIS
Hann var á áttugasta og öðru aldurs-
ári .....
Fyrir tveim árum, er hann varð átt-
ræður, ritaði hann niður hjá sér þessar-
hugleiðingar:
„Mér hefur svo oft verið óskað til
hamingju með afmælið síðastliðna sex
raánuði, að ég veit ekki lengur hvar ég
stend. Ég er kominn á níræðisaldur.
Ég trúi því, vegna þess að mér er sagt
það. En ég er samt ekki viss um það.
Ég finn ekki til þunga áranna. Ég er
hress og fullfrískur. Þó var móður minni
tilkynnt, þegar ég var mjög ungur:
Þetta 'barn er veikbyggt og mun aldrei
verða langlíft .....“
Minningar Andrés Maurois frá
bernskuárunum héldust frábærlega
skýrar í huga hans til æviloka.
Hann var sonur Ernests Herzog, ull-
arvöruframleiðanda frá Bischwiller,
sem hafði flúið frá Elsass eftir stríðið
1870, er héraðið féll í hendur Þjóðverj-
um, og setzt að í annarri vefnaðarborg,
Eibeuf. André Maurois fæddist því í
Normandí hinn 26. júlí 1885.
„Fáir menn hafa borið í huga sér eins
varanlega aðdáun á foreldrum sínum og
ég“, ritaði hann í sjálfsævisögu sinni.
Faðirinn, Herzog, sem var gæddur
óbifandi siðavendni og nrífandi hóg-
værð kenndi syni sínum að lesa bók um
stríð Frakka og Þjóðverja 1870-’71, svo
að hann mætti af sögu atburðanna
drekka í sig hugmyndir um hefndir og
stolt. Og móðir hans, sem var óþreyt-
andi kærleikskona, las yfir honum strax
í vöggu skáldskap Victors Hugo.
Það var í þessu andrúmislofti,
þrungnu af dýrkun á hetjudáðum og
hermennsku annars vegar og hins veg-
ar töframætti rómantísks hugarflugs,
sem þessi veikbyggði drengur ólst upp
í, en hann þjáðist lengi af slæmri
hryggskekkju og viarð að hætta að taka
þátt í nokkrum líkamsæfingum með
öðrum börnum á sama aldri, vegna
járnspengda magabeltisins, sem hefti
hreyfingar hans.
Þegar hann var orðinn laus við maga-
‘beltið, hafði hann aðeins eitt takmark,
— að fá heiðurspening þann, sem veift-
ur er sem fyrstu verðlaun í fimleikum.
„Sá heiðurspeningur", játaði André
Maurois síðar í sjálfsævisögu sinni,
„veitti mér meiri gleði en stúdentsprófs-
skírteinið mitt“.
Kynnin við AlalB.
Það var í litla menntaskólanum í
Elbeuf, sem er útibú frá Corneille-skól-
anum í Rouen, sem hinn tilvonandi
menntamaður hóf nám sitt. Þetta var
ánægjulegur timi, því að í þá daga
voru bekkirnir litlir, og kennararnir
höfðu tíma til að veita nemendunum
handleiðslu. Maurois var einn hinna
skörpustu. Hann var þá þegar haldinn
óseðjandi bókmenntaþorsta. Hann svalg
í sig Flaubert, Maupassant, fyrstu sög-
ur Pauls Bourget, Anatoles France og
Maurices Barrés. En brátt komst hann
í kynni við mann, sem olli straum-
hvörfum í bókmenntasmekk hans og
öllum viðhorfum. Þetta var kennari sá,
sem hafði meiri áhrif á nemendur sína
er. mörg dæmi eru til, — Emile
Chartier, ættaður frá Normandí líka,
sem þegar ritaði „Alain“ undir hugleið-
ingapistla sína í blöðunum.
Þrátt fyrir frábæran árangur Maur-
ois við námið (hann varð hvað eftir
annað efstur í vorprófum skólans),
hefði hann kannski helgað spunaverk-
smiðju föðurins starfsorku lífs síns, ef
Alain hefði ekki verið einn af kennur-
um hans. Við gætum jafnvel sagt, —
lærifaðir hans.
„Okkur þótti sem höfð hefðu verið
endaskipti á okkur, við ertir eða vaktir
af dvala“, ritaði Maurois síðar og rifj-
aði upp þessi fyrstu kynni. „Það var
októbermorgun árið 1901, sem ég sá
Alain í fyrsta sinn. Upp frá þeim degi
hef ég litið veröldina allt öðrum aug-
Til þessa dags hafði a’lt í lífi þessa
unglings snúizt um ull og spunavélar.
í bernsku haíði hann virt fyrir sér
framleiðslu á þykkum Elbeuf-dúk, sem
staflað var upp í ströngum í birgða-
geym'slum verksmiðjunnar. En hér var
kominn kennari, sem kenndi honum að
efast, — að taka sér stöðu ofar almenn-
um skoðunum, til þess að geta vegið allt
og metið. Þó var það svo, þegar Alain
afhenti hinum unga Emile Herzog
heiðursverðlaun fyrir hæsta brottfarar-
próf í heimspeki, að þá mælti hann
eftirfarandi orð:
„Þér segið mér, að þér hafið í hyggju
að gerast rithöfundur og kennari. Sem
kennari munuð þér ekki sjá þá veröld,
er þér munuð hafa löngun til að draga
upp mynd af sem skáldsagnahöfundur.
Farið til verksmiðjunnar, þar munuð
þér sjá menn að vinnu ....“
Trúr fjölskylduverksmiðjunni.
André Maurois tók við verksmiðj-
unni, en það var ekki laust við, að hann
væri dapur í bragði. Áður en hann
gerði það, tók hann annað B.A. próf,
lauk eins árs herþjónustu í 74. deild
fótgönguliðsins og aflaði sér nauðsyn-
legrar reynslu til að geta veitt svo stóru
fyrirtæki forstöðu. í verksmiðju föður
síns var hann ýmist ullarflokkari,
spunamaður, vefari o. s. frv. Þetta voru
löng og einmanaleg ár í sveitinni.
Maurois, sem hafði misst allt samband
við bókmenntaveröld æskudrauma
sinna, velti því fyrir sér, hvort hann
mundi eyða allri ævi sinni „í þessu
andrúmslofti, mettuðu af ullarlykt og
raka úr dúkum.“ Hann sá sjálfan sig
'þegar fyrir sér sem „reyndan iðju-
höld, meðlim Heiðursfylkingarinnar,
forseta Verzlunarráðsins, sem sagt glat-
aðan mann .......“
En ný kynni urðu til að gera honum
þessa tilbreytingar.litlu tilveru bæri-
lega. í sumarleyfisferð til Genfar hitti
hann forkunnarfagra pólska stúlku.
Foreldrar hennar voru innflytjendur.
'Hann kvæntist henni árið 1942, og árið
1914 fæddist dóttir af þessu ástríka
hjónabandi. En tveim'ur mánuðum síð-
ar brauzt fyrri heimsstyrjöldin út.
Upphaf rithöfundarferilsins.
Styrjöldin olli straumhvörfum í lífi
Andrés Maurois, og var vafalaust af-
gerandi valdur þess, að hann hóf bók-
menntaferil sinn. í starfi sínu sem sam-
skiptaráðunautur í brezkri herstöð í
Normandi allt frá fyrstu hernaðarátök-
um, og síðan vorið 1915 með skozkri
herdeild, sem barðist í Flanders, kynnt-
ist André Maurois mannkostum þjóð-
ar, sem telur helzta aðalsmerki góðs
uppeldis að gæta stillingar og sýna
hættum fyrirlitningu. Það var þessi
lexía í stóiskri ró á tima þungra áfalla,
sem blés honum í brjóst efni fyrstu
bókar hans. Af nærfærni kímni nefndi
Maurois hana „Le Silences du Colonel
Bramble" Þagnir Brambles ofursta).
Til þess að komast hjá því að þeir,
sem hann hafði tekið til fyrirmyndar
söguhetjum sínum, vissu hver höfund-
ur bókarinnar væri, vildi Emile Herzog
ekki leggja sitt eigið nafn við söguna.
Hann valdi dulnefnið André Maurois,
— André til minningar um einn
frænda sinn, sem óvinirnir höfðu orðið
að bana, og Maurois, vegna þess að það
var nafn á þorpi í grennd við Cambrai,
sem honum féll vel við, sökum þess hve
honum þótti áhrif staðarins vera
„angurvær og hrein“.
Bókin vann mikinn sigur. Um 100
þúsund eintök seldust af „Les Silences
du Colonel Bramble". Maurois var þá
33 ára. Þessi geysilega velgengni sann-
aði unga iðnjöfrinum í Elbeuf, að hann
gæti sett saman verk og náð til víðs les-
endahóps.
Skömmu eftir að stríðinu lauk, komst
hann í kynni við Kipling á f-erð til Eng-
lands, en brátt hófust önnur kynni, sem
voru að minnsta kosti eins áhrifarik og
nokkur hinna fyrri og gáfu honum tæki-
færi til að taka upp þau samskipti við
hópa mennta- og listamanna, sem hann
hafði orðið að leggja niður til að ann-
ast fyrirtæki föður síns.
Maurois hafði eignazt að vini Charles
du Bos, sem bauð honum til viðræðu-
fundar í Pontigny, þar sem saman
voru komnir m.a. Gide, Martin du
Gard, Edmont Jaloux, Jean Schlumberg-
er og Robert de Traz.
Önnur bók hafði nýlega fylgt í kjöl-
far „Les Silences du Colonel Bramble".
Hún nefndist „Les Discours du Dr.
O’Grady" (Fyrirlestrar dr. O’Gradys).
í Pontigny var hann varaður við sér-
stakri tilhneigingu til þeirrar kímni og
Framhald á bls. 12
Baldur Ragnarsson:
Úr bréfi Hákonar Björg■
vinjarbiskups til Jóns
Skálholtsbiskups 1338
„Hér hefur verið með oss um hríð Þórarinn Eiríksson,
er ruskaði síra Ásgrími og þér lýstuð
í forboð og leitaði síðan ásjár
í vorum innum.
Vér biðjum nú, að þér afleysið Þórarin þenna,
er nokkuð svo kann að penta, að hann fái
fulla uppreist misgjörða sinna hjá yður
sem þegar hjá oss.“
Stór í sniðum var öld yðar, Hákon biskup!
Höfuðklerkur!
Þér lutuð Þórarni penti.
3. desember 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3