Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Blaðsíða 13
Sjónvarp og hljóðvarp:
Mismæli eru betri en blnðuskoðun
Eftir Alan Boucher, docent
Það er orðið hefð — og næstum
því helgisiður — í mörgum löndum,
þegar meiriháttar atburðir verða, að
þeir séu ræddir af þjóðarleiðtogum
og forsvarsmönnum atvinnulífs og
stjórnmálaflokka og stéttasambanda
í sjónvarpinu. Þegar gengislækkunin
vai'ð, lét íslenzka sjónvarpið ekki á
sér standa og tókst þessi flutningur
beint úr sjónvarpssal með ágætum.
Þó ber að muna, að áhrif slíkra þátta
eru oftast í öfugu hlutfalli við lengd
þeirra.
Viðtölin tvö við tónskáldin Pál Is-
ólfsson (hljóðvarp) og Karl Runólfs-
son (sjónvarp) gáfu dágott tækifæri
til að bera saman miðlunartækin og
kosti þeirra beggja. Þar sem útvarps-
viðtalið beindi athygli áheyrandans
aðallega að tónlistinni, fannst mér
kjarni sjónvarpsþáttarins vera mað-
urinn sjálfur, enda hlutverk sjón-
varpsins fyrst og fremst að lýsa
heimi raunveruleikans í kringum
okkur. Þetta kom enn greinilegar
fram í þættinum Myndsjá á sunnu-
daginn var. Því meir, sem atriði
snerta daglegt líf okkar, því áhrifa-
meiri verða þau. Þótt fróðlegt sé að
sjá ýmislegt, er gerist í útlöndum,
eins og til dæmis kappakstur, kon-
jyrtrlesara var mjög umfangsmikil, og
það var «f því tilefni, sem hann hlaut
heiðursdoktorsnafnbót við háskólana í
Oxford og Princeton.
Um leið og stríði var lýst yfir árið
1939, gekk hann í herinn og var sendur
til aðalstöðva Gorts hershöfðingja í
Bretlandi. Á árunum 1940-’43 ferðaðist
hann svo milli háskóla í Ameríku og
fiutti fyrirlestra og stofnaði ásamt
Darius Milhaud og Fernand Légar
„Franska húsið“ í Kaliforníu.
Þessu næst fylgdist hann með land-
töku Bandamanna á Korsíku. Þegar
hann kom aftur til Parísar, árið 1946,
voru hillurnar í bókasafni hans auðar.
Þjóðverjar höfðu látið greipar sópa um
bækur hans og aðrar eigur.
Eftir það dvaldist hann ýmist á heim-
ili sínu í Neuilly eða á búgarði sínum í
Dordogne í Essandiéres. Þar bjó hann
næstum sex mánuði ársins, og það var
þar, í litlu, gömlu húsi með varðturn-
um frá tíma lénsskipulagsins, sem hann
þakti með smágerðri skrift sinni arkirn-
ar, er á hverjum degi biðu hans á vinnu-
borðinu. Hve stór landsvæði skyldu
þær þekja, ef breitt væri úr þeim? Auk
yfir sextíu meiri háttar ritverka, þá
skrifaði hann óteljandi greinar fyrir
frönsk blöð og erlend, sem voru áskrif-
endur að öllu slíku efni frá honum.
Göfug andlátsorð.
í útvarpsþætti, þar sem nokkrir af
síærstu spámönnum í heimi bókmennta,
lista og vísinda voru beðnir að lýsa
þeim tilfinningum, sem þeir mundu hafa
síðasta stundarfjórðung lífs síns, svar-
aði André Maurois með þeim innileika
og blíðu, sem einkenndi hann:
„Það er bezt að kafa inn í sjálfan
sig, umsvifalaust og án þess að hugsa of
mikið. Fyrstu hugsanirnar, sem maður
finnur þannig, eru áreiðanlega hinar
einlægustu .... Næst á eftir ástinni og
vináttunni hafa ritstörf mín veitt mér
mesta gleði. Það er óviðjafnanleg
ánægja fólgin í því að reyna að mála
í orðum persónu í skáldsögu eða fyrir-
mynd ævisögu og sjá vinnu sína smám
saman líkjast þeirri mynd, sem maður
hafði fyrir hugskotssjónum ....
Að vera rithöfundur er að setja ofar
allri ánægju og öllum heiðri ritaða
blaðsíðu, vel mótaða málsgrein, orðið,
sem eitt er nákvæmt ....
Eins og ást og vinátta, krefst listin
ails þess af mönnum, sem þeir hafa að
gefa. Og eins og ástin mun listin launa
manni það hundraðfalt aftur
15. ÖLDIN
Framhald af bls. 7
anz lagt að Martinusi páfa að vinna
að siðbótum innan kirkjunnar. Því þótti
hent'ast að svo siðspilltur maður, sem
Jón Gerreksson hlyti ekki áberandi
embætti, þar sem hegðun hans gæti orð-
ið til hneisu fyrir kirkjuna. Það var því
rakið að koma honum fyrir „inter gentes
quasi barbaras“, þar sem úr litlu sé að
spila. Auk þess varð að hygla honum
með einhverju, ekki dugði að láta fyrr-
verandi erkibiskup veslast upp eða lifa
af bónbjörgum. Auk þess var hann vinur
konungs, Eiríks af Pommern. Því
var þessum danska dýrðarmanni
veitt Skálholt. Nokkur ár> liðu þar
tii hann vitjar embættis síns. í
Nýjia annál 1430 ritar annálshöfund-
einkar hlýlega um fráfall Einars
prests Haukssonar, ráðsmanns í Skál-
holti, skrif þessi bera þess vott að höf-
undur hefur átt heima á Suðurlandi og
verið vel kunnugur Einari presti, auk
þess hefur hann verið uppi samtíma
þeim atburðum, sem hann lýsir. Hann
klykkir út með því að segja þennan ráðs-
mann hafa verið Skálholtsstað bæði
„hallkvæmur og hollur". Síðan heldur
hann áfram: „Á þessu sama ári kom út
hingað til landsins herra Jón biskup
Gerecksson, Skálholtsbiskup“ og heldur
síðan áfram frásögn sinni, nefnir sveina
biskups „er danskir létust vera“ og að
annar þeirra presta, sem komu hingað
með biskiupi hafi siglt utan sama sumar
„með margar lestir skreiðar vegna bisk-
upsins, því að honum var auðaflað fisk-
anna og annara hluta, því að landsfólkið
var nokkuð bráðþýtt við biskupinn“. Hér
kveður við annan tón en í lýsingu ann-
álaritara af þeim hallkvæma og holla
ráðsmanni.
|T
H-eimildir segja að biskup hafi
komið hingað frá Englandi og hafi hann
dvalið þar í landi veturinn áður. Með
honum komu sveinar hans, er létust vera
danskir og „flestir til lítilla nytsemda
landinu“. Ástæðan til þess að þeir villtu
á sér heimildir, en flest gögn benda til
írsks eða ensks uppruna þeirra, gæti ver-
ið sú, að þeir hefðu álitið sig hafa betri
aðstöðu sem Danir í landi, þar sem Dana
konungur ríkti. Heimildir segja að þess-
ir strákar biskups Jóns hafi framið mörg
óhæfuverk og svívirðingar í skjóli bisk-
ups. Það versta var, er þeir brenndu
bæinn á Kirkjubóli og skutu í hel ívar
Vigfússon. Magnús kæmeistari í Skál-
holti stóð fyrir brennunni, „er sumir
sögðu son biskups. Bað hann fyrst systur
fvars, þeirrar Margrét hét, en fékk ekki.
Þeirra faðir var Vigfús, er hirðstjóri
hafði verið. Þar eptir sigldi Magnús bisk-
upsfrændi, og kom aldrei aptur“. Skarðs-
annáll segir síðan söguna, um hvernig
Margrét komst út úr eldinum og frá
heiti hennar, að eiga þann mann, sem
hefndi bróður hennar. Þá tók sig til Þor-
varður, sonur Lopts ríka Guttormssonar
skálks frá Möðruvöllum í Eyjafirði, dró
saman menn og var annar fyrirliðinn
með honum bóndinn frá Dal í Eyjafirði,
Árni Einarsson, er Dalskeggur var kall-
aður. Þessir ríða um sumarið suður á
land, nokkru fyrir Þorláksmessu, en
þann dag (20. júlí) hlaut biskup að vera
heima. Á sjálfa Þorláksmessu, sem var
einn mesti hátíðisdagur kaþólskra hér-
lendis, gekk liðið altýgjað í kirkju,
fimmtíu saman. Dalskeggur gekk fyrir
og sagði: Nú er mikið um dýrðir. Biskup
sá hvað var á seyði og gekk fyrir altari,
steypti yfir sig messuklæðum og tók sér
í hönd kaleik og patínu. Norðanmenn
gengu að altarinu, tóku biskup og drógu
eða hröktu út úr kirkjunni, fóru með
hann til tjalda sinna, settu í poka,
þyngdu með grjóti og köstuðu í Brúará.
Þannig tíðkaðist lengi að drekkja hund-
um. Þannig segir frá atburðum í Skarðs-
annál.
HUCSJÓNAMENN
Framhald af bls. 10
þeirri spurningu, en ég vil gjarnan
spyrja í staðinn: Hvað er þessi maður,
þessi handbókaútgefandi að gera í sömu
fyrirtæki og verzla við mig? Ég fagna
öllu, sem er lýðræðislegt, frjálst og
ærlegt. Og ég tel að hundurin sé graf-
inn allt annar staðar.
— Hvar?
— Maður verður að gera ráð fyrir
gagnrýni, þegar vel gengur.
— Það var gizkað á í rabbinu, að þér
hefðuð brosað í kampinn, þegar þér
voruð búinn að sannfæra slippmennina
á Neskaupstað og á Akureyri?
— Ég kími aðeins að góðri fyndni,
en brosi til allra minna viðskiptavina,
og góðu kunningja. Ég held, að greinar-
höfundur hafi alveg misskilið tilgang-
inn með ritinu. Það er ekki bara túr-
istabæklingur, heldur nafnspjald ís-
lands, ef þannig mætti að orði komast,
viðskiptaskrá í aðgengilegri túlkun.
Það er til þess að benda á, að það skuli
tii dæmis vera búinn til ís á íslandi.
— Já, og þá líka til þess að benda á,
að það skuli vera höfn í Reykjavík, sem
hlýtur að koma öllum útlendingum á
óvart.
— Allar hafnir í Vestur-Evrópu eru
frjálslyndustu fyrirtæki sem til eru.
ímyndið yður, að það mundi kosta
Reykjavikurhöfn til dæmis 15 þús. krón-
ur að leggja til bryggjurými fyrir stórt
skip á dag. Setjum svo að hið „aura-
litla bæjarfélag Hafnarfjörður" færi að
auglýsa bryggjurými, sem kostaði hálft
á við þetta og það með betri þjónustu,
góðum dráttarbát og tvöfallt fljótari
uppskipun. Það er af sömu ástæðu að
Kaupmannahöfn, Málmey og Árósar
nota milljónir króna í auglýsingar.
— Og þér hafið notið góðs af þessari
afstöðu íslendinga, að taka öllum út-
lendingum með „bukki“.
— Ef maður sjálfur er vingjarnlegur
og kurteis, mætir maður kurteisi og vin-
gjarnleik. Ég vona að kollegar mínir hér
fái sömu meðferð.
— Hvernig hefur yður komið fyrir
sjónir viðhorf íslendinga til auglýsinga
og kynningastarfsemi?
— Árið 1962 sagði íslenzkur verzlun-
armaður mér, að umboðsaðili hans í
Ameríku vildi nota 50 þúsund dollara
til þess að kynna vöru sína á Islandi.
Peningarnir hafa aldrei verið notaðir,
vegna þess að þá var engin auglýsinga-
skrifstofa hér, og heldur ekki það sem
kallað er bæði á ensku og dönsku „mark-
eting“-skrifstofa. Þegar fyrirtæki hér á
íslandi auglýsa, kaupa þau stórt aug-
lýsingarými, en gera of lítið til þess að
auglýsingin sjálf verði falleg og áhrifa-
mikil. Helmingi minni auglýsing gæti
verið miklu betri, ef hún væri sérstak-
lega teiknuð og útbúin með fallegri ljós-
mynd eða teikningu. Svo þarf náttúrlega
varla að taka það fram, að það verður
að vera ákveðin hugmynd í auglýsingu.
Sama er hægt að segja um vel flesta
glugga í Austurstræti og öðrum verzl-
unargötum hér í Reykjavík. Að lokum
vil ég segja þetta: Dettur nokkrum í hug
að hægt sé sjö ár í röð að gefa út bækl-
ing eins og „Welcome to Iceland", þar
ungborið fólk eða tízku í framandi k
löndum, kemur þetta ekki við okkur t
eins og það, sem gerist heima fyrir. /
Atriðið um vinnu blinda fólksins hér I
í Reykjavík mun verða mér minnis- \
stætt, þegar ég verð fyrir löngu bú- t
inn að gleyma öðrum atriðum þátt- /
arins. Það sýndi meðal annars, að J
velmegun, tækniþróun og hagstæður 1
viðskiptajöfnuður, í hvaða nútíma í
þjóðfélagi sem er, eru einskis virði j
án mannlegra verðmæta. Ég vildi ;
óska, að við fengjum að sjá meira \
íslenzkt efni í þáttum eins og Mynd- k
sjá, hversu hversdagslegt sem það l
væri. /
Og í þessu sambandi mundi ég \
reyna að gera handritið útlægt úr \
upptökunni. Þeir eru fáir, og helzt i
atvinnufyrirlesarar og leikarar, sem /
kunna að lesa almennilega úr hand- J
riti — jafnvel í útvarpinu — svo að \
upplesturinn verði lifandi. Miklu i
betra er að hafa allskonar hik, mis- 1
tök og mismæli en þessa endemis 7
blaðaskoðun. Snjall og þægilegur l
viðtalsmaður getur gert kraftaverk i
við feimið og taugaóstyrkt fólk. Og l
gerir það nokkuð til þótt mikils- /
háttar persónum verði eitthvað á? J
Það sýnir, að minnsta koti, að þetta i
eru mannlegar verur eins og við. i
sem 80—90% sömu auglýsingar eru ár
hvert, ef þessar auglýsingar hefðu ekki
gildi. Af þeim sem sjá og lesa ritið er
aðeins fjórðungur túristar, hitt eru menn
í verzlunarerindum og íslendingar sjálf-
ir. —
Það skal þó við.
Sú er ein saga um Brand (í Roðgúl),
að einu sinni er hann var að setja efsta
umfarið í skip, er hann var að smíða,
bilaði vinda sú eða klemma, er hann
sveigði borðið með, og sló það Brand
svo hörðu höggi, að hann hrökk rétt
mælda 5 metra frá hrófinu og féll við.
Stóð hann þó brátt upp aftur og sagði
og stamaði nokkuð, eins og við bar,
er honum var mikið í hug: „Þaþað skal
þó við.“ Síðan gekk hann til smiðju
sinnar, smíðaði vinduna úr tré og kom
borðinu fyrir eins og hann vildi hafa
það.
(Stokkseyringa saga.)
Leiðrétting
Páll Þorbjörnsson í Vestmannaeyjum
hefur ritað Lesbók Mbl. og biður þess
getið í tilefni af kafla sem hér birtist
úr bókinni Suðaustan 14 eftir Jökul
Jakobsson, að árásin á Fróða hafi verið
1941 en ekki 1942 eins og stóð í blað-
inu og skipstjóri á Skaftfellingi er
hann mætti Fróða hafi verið Ásgeir
Ásgeirsson.
3. desember 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13