Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Blaðsíða 14
NÝJAR DANSKAR BÆKUR Digternes Damer eftir Lise Sören- sen er ein þeirra bóka, sem komir út hjá Gyldendal í vasabókarbreti á síðastliðnu ári. Bók þessi, sem er safn ritgerða kom fyrst út árið 1964 og var endurprentuð strax á næsta ári. Höfundurinn, Lise Sörensen, er skáld og gagnrýnandi, fædd árið 1926 í Kaupmannahöfn. Hún hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur og eitt smásagnasafn. Ritgerðasafni þessu er skipt í tvo hluta, heitir sá fyrri Den elskede og frygtede Bog og sá síðari Digternes Damer. í fyrri kaflanum eru sjö ritgerðir um bókmenntir og menningarmál; fjalla sumar ritgerð- anna um einstaka rifhöfunda og verk þeirra, aðra.r eru beint framlag til menningarumræðna nútímans. Allar bera þessar ritgerðir næmleik höf- undar og innsæi vitni, athyglisverð er t.d. athugun hennar á uppeldis- sjónarmiði í vali lestrarefnis handa börnum, þar sem hún varpar fram þeirrf spurningu, hvort velviljaðir uppalendur ræni ekki börnin tæki- færinu til að horfast í augu við raunveruleg vandamál, venji þau á siðferðilegan flótta í stað heiðarlegra átaka. Síðari hluti bókarinnar er ítarleg athugun á ýmsum afbrigðum hinnar hefðbundnu konulýsingar í skáld- skap. Konuna í skálddraumi karl- mansins nefnir hún „stjernedame" og með tilvitnunum í verk fjöl- margra evrópskra höfunda sýnir hún fram á það hlutverk sem konunni er ætlað í skáldórum mannsins. Ber þar hæst hina fórnfúsu, trúföstu konu, sem frelsar sál karlmannsins meðan hann frelsar heiminn. „í aug- um karlmannsins er hún gyðja“, seg- ir höfundurinn, ,,en vegna áhrifa- máttar síns í skáldskapnum hefur hún áunnið sér sess sem fyrirmynd allra kvenna. Fölsk fyrirmynd. í því er harmleikurinn fólginn". Með sam- anburðj á skáldskap og raunverulegu lífi skálda gerir Lise Sörensen marg- ar snjallar og skemmtilegar upp- götvanir. Guldalderen í dansk Digtning (1967) eftir Valdemar Vedel er komin út í vasabókarbroti hjá Gyldendal. Fyr- ir þetta rit hlaut Vedel doktorsnafn- bót árið 1890 og var það gefið út sama ár í fyrsta sinn. Önnur útgáfa ritsins kom út 1948 og er þessi nýja útgáfa •samhljóða henni. Réttritum er þó færð til nútimahorfs. Rit þetta fjallar um damskar bókmennfir á fyrri hluta 19. aldar en á þeim ár- um skapaðist fyrir lífvænilegan sam- runa dansks þjóðararfs og evrópskrar menningar sá jarðvegur sem dönsk nútimamenning á rætur í. „Bók- menntir öndverðrar 19. aldar móta og tileinka sér hugmyndir og hug- sjónir sins tíma, viðhorf þau og strauma, sem skapa eðlilegan grund- völl upprunalegrar nútímamenningar í Danmörku", segir Vedel. í samræmi við þetta skipar Vedel bókmenntunum í sögulegt samhengi, tengir þær rikjandi hugmyndafræði og viðhorfum og sýnir hvernig heims mynd manna og lífsskilningur end- urspeglast í bókmenntunum. Geysi- leg þekking og glögg yfirsýn hald- ast í hendur við ljósan og lipran frá- sagnastíl og lesandinn fær lifandi mynd af menningarlífi Danmerkur á þessu tímabili. Sérstakir kaflar eru helgaðir þeim skáldum sem hæst bar, má þar m.a. nefna Oehlensehlag- er, Grundtvig og Heiberg. Höfundurinn, Valdemar Vedel, lézt árið 1942. Hann tók lögfræðipróf ár- ið 1887, hlaut doktorsnafnbót 1890, og var dósent og prófessor í bók- menntasögu við Kaupmannahafnar- háskóla frá 1895 til 1930. Hann rit- aði margar bækur um bókmenntaleg efni, m.a. um Dante, Moliere, Rac- ine. Danmarks Litteratur fra Oldtiden til 1870 og Danmarks Litteratur fra 1870 til Nutiden eftir Mogens Brþnd- sted og Sven Mþller Kristensen voru gefnar út í vasabókarbroti hjá Gyld- endal á síðastliðnu ári. Þetta er 3. út- gáfa þessa verks; það kom fyrst út árið 1963. Eins og nafnið bendir til nær þessi bókmenntasaga frá upp- runa danskra bókmennta og til okkar daga. í upphafi er gerð nokkur grein fyrir forníslenzkum skáldskap og sýnt fram á gildi hans sem lítf- ræns þáttar bókimenntaarfs Dana. Síðara bindið hefst á George Brand- es og lýkur á módernismanum danska og Hereticahreyfingunni. í handhæigu vasaibókaT'broti er því hér saman kiominn gítfur- iegur fróðleikur, settur fram á skýr- an og glöggan hátt. Höfundar eru báðir 'háskólakennarar við Kaup- mannahafnarháskóla og mikilvirkir rithöfundar á sviði bókmennta og menningarmála í heimalandi sínu. Bókmenntir Danmerkur eru hér sett- ar í samlhengi alþjóðlegra hreyfinga og menningarstrauma; hverri skálda- kynslóð Danmerkur fylgir greinar- gerð um ríkjandi stefnur í heimsbók- men-ntunum, og 'helztu einkennum þeirra og þeim erlendu mönnum sem ■urðu helztu áhrifavaldar hverju sinni. — Sv. J. RABB Framhald aj bls. 16 við bókaútgáfu Menningarsjóðs. t nýlegu blaðaviðtali við jram- kvæmdastjóra Menningarsjóðs kom jram skilningur hans á því, að æskilegt væri, að Menningarsjóð- ur gœti í ríkari mæli snúið sér að þýðingum erlendra bókmennta. Skemmtilegt væri, ef verðlauna- bœkur Norðurlandaráðs í íslenzkri þýðingu yrðu fastur liður í bóka- útgáfu okkar. Svava Jakobsdóttir. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavlk 3. desember 1967 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.