Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Blaðsíða 4
r Friðjón Stefánsson er löngil þjóðkunnur rithöfundur. Frá hans hendi hafa komið sjö bækur, ein skáldsaga og sex söfn smásagna. Um þessar mundir er væntanleg áttunda bók Friðjóns, sem er smá- sagnasafn. Smásaga eftir Ftiðjón Stefánsson AUKAÞANKAR Við gen-gum samstiga eftir götunni, báðir með á- kveðið takmark fyrir augum. Drengurinn stóð hjá húshorni og gaut til okkar augunum, óhreinn og álkulegur. Ég veitti honum ná- kvæma athygii, ir.eðan við gengum hjá, eins og ég hefði aldrei séð hann fyrr. Ósköp geta sumir strákar verið skítugir. Jafnvel svo skítu'gir, að maður fer allt í einu að taka eftir því og furða sig á því, enda þótt raaður umgangist þá daglega, hafi meira að segja oftsinnis skipað þeim með iliu að þvo af sér „drulluna". Ekki nóg með það, að hann væri skítugur. heldur var hann lika aumingjalegur sem hann stóð þarna og hengdi hausinn eins og sligaður gciinalklár. Ekki vissi ég, hvert hann gat sótt þetta slyttulega og mann- leysislega fas, og .hefði þó gerst mátt vita, þar sem ég var faðir hans. En ég hafði bara aldrei tekið eftir því áður, að hann væri svona. Ósjaldan hafði ég öfundað hann, þegar hann var að ærslast með leik- bræðrum sínum og virtist bera áhyggjuleysið og þjáningarleysið ut&n á sér. Strákar hugsa ekki að neinu marki. Þess vegna held ég, að miklu léttara sé að vera strákur en fullorðinn maður. Hins vegar er minnkun að því að öfunda strákinn- sinn og ber vot: um, að föðurumhyggjan sé ekki á háu stigi. Ég ætlaði aldrei að gera það aftur — enda öfundaði ég ekki þennan drang í kvöld. Það kom skyndilega yfir mig eins og opinberun, að hann væri alls ekki öfunds- verður. Venjulega skiptir hún sér ekki mikið af honum og er ekkert slæm við hann, hún Gréta, konan mín. En stundum h'eypur illur andi í hana og skapvonzk- an 3 henni gengur úr hófi fram. Hún verður fólsk og illskeytt. Ég ætti að þekkja hana, þegar hún er í þeim hamnum. Auðviíað er al.lt í lagi með mig, það hrín ekki á mér.--------- „Heldurðu það té eikki öruggt. að við náum tveim- ur flöskum út úr andskotanum fyrir sextíu kallinn?“ spurði samferðamaður minn. Mér heyrðist eins og rödd hans kæmi úr fjarska og ég svaraði á meðan ég hélt áfram að hugsa: „Jú, ætli það ekki“. --------Já, ég hafði allt í einu farið að kenna í brjósti um dier.gmn. Hann hafði stolið poka með þunkuðum ávöxtum frá konunni á efri hæðinni. En auðvitað hafði það komizt upp. Það þarf alltaf að komast upp.--------- „Við voruim helvítis asnar að taka ekki með okkur nokkra pakka af kaffi til þess að blíðka þá, ef þeir skyidu vera tregir til að láta okkur hafa tvær“. Aítur bárust o>-ð hans til mín einhvers staðar langt að. Markimið leiðarinnar hafði í bili horfið mér sýn- um eða ég hafði lokað það inni í hugarfylgsnum mínum og ég varaði honum með áhugalausu jái — Ég man grelndega orðin, sem hún sagði við hann. Húu sagði: „Skammastu þin ekki bölvaður ódámurinn þinn að ganga í annar.a ír.anna húá og stela! Það ætilar svo seir. að koma nógu snemma fram í þér sama ótugtar- eðlið og í honum föður þínum“. Mér fannst það fram úr hófi fruntalegt af henni að segja þetta við hann. Hún var þó altént móðir hans. Nei. andskotinn eigi það,_ sem það náði nokkurri átt að tala svona við hann. Ég hefði átt að benda henni á það, ég hefði át>. að segja henni rækilega til synd- anna. En ég sagði ekki eitt einasta orð. Svona er ég allt&f of sanngjarn (Eða var það kannske af því. að mér er alltaf meinilla við siðferðisprédikanir, bæði að flytja þær og heyra þær fluttar af öðrum?) Ég hef víst ekki viljsð ergja hana. Því að það eitt er víst að ég hef dldrei öfundað hana. Aldrei. Og það mætti nú skrifa rriér það til tekna. Ha, ha, ha. „Bara að knkKfj&ndinn sé nú ekki í landi“, heyrð- ist aftur utan úr fi&rskanum frá samferðamanni mín- um, sem hélt sig ótruflaður við efnið. Er. það vaT einkennilegt, að þetta, sem hún sagði, skyidi hafa þau áhrif á drenginn, að hann hrökklað- ist þegjandi burí frá henni — hann, sem var alltaf var.ur að rífa kjaft við hana. Og það var eins og hann væri með þunga byrði á bakinu. — „Djöfullinn hafi það. sem það dregst úr þér nokk- urt orð!“ orgaði samferðamaðurinn inn í eyrað á mér. „Ef þú ætlar að vera eins og rekinn upp í eitt- hvert andskotans hrútshorn, þá get ég allt eins vel fengið mér annan róna til að vera með, ég skail bara rétt segj.a þér það“. Með ómælishraða sentist ég inn í veruleikann. Hann stóð við hliðina á mér í líki samferðamannsins. Og þarna við bryggjU'na rétt fram undan lá þýzki tog- arir.n, þar sem við ætluðum að kaupa brennivínið. „Heyrðu, vertu kátur vinur. Ég var bara að hugsa, fylgja þankanum eftir, sérðu. Þetta er allt í lagi með brennivínið. Ég var búinn að fá ákveðið loforð fyrir tveimur á þrjátíu krónur „bokkuna". Og þar að auki á ég einhverjar krónur fram yfir, ef með skyldi þurfa“. Það leyndi sér ekki, að honum geðjaðist vel að þessari tjáningu. en hann vildi ekki láta sjást, að sér væri strax runnin reiðin og sagði fyrirlitlega: „Hugsa! Er nú líka hægt að nota kvarnirnar í hausnum á þér ti.1 þeirra hluta?“ „Þeir einir eru hér samiankomnir, að þessar hafa dugað þeim bezt“, sagði ég og hagræddi andlitinu á þá lund, sem menn gera til að brosa. Þetta gvar líkaði honum svo vel, að við urðum sáttir. og ekkert varð framar til þess að draga hug minn frá hinu eftirsóknarverða markmiði kvöldsins. ---------------------------------- 3. desember 1967 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.