Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Blaðsíða 11
McNamara á fundi: Hann hefur lært að' víkja, en víkur liægt. R.obert Strange McNamara, sem nú hefur verið skipaður forseti Alþjóða- bankans, hefur setið í ráðherrastóli sem varnarmálaráðherra Bandarikjanna í sjö ár. Kennedy mat hann mikils þann stutta tíma sem þeir áttu sam- starf, og kunnugir segja, að John- son hafi borið traust til hans um- fram aðra ráðherra. McNamara er sagður eiga mikla stjórnunar- og skipu- lagsgáfu, glögga yfirsýn yfir gang mála og gífurlegt minni og vald á tölum. For- seti Bandaríkjanna hefur látið sér um munn fara, að McNamara gæti setið hvaða ráðherrastól sem væri með jafn- góðum árangri. Aður en McNamara varð ráðherra, var hann um skeið prófessor við viðskiptadeild Harvard-háskóla, framkvæmdastjóri við Ford Motor Com- pany í 14 ár og forstjóri þess félags var hann reyndar í 42 daga. Sá eiginleiki er þó mun hafa dugað honum bezt, er óbifandi hollusta við yfirboðara sína og ákvarðanir þeirra. Þeir sem þekktu hann sem framkvæmda stjóra Ford Motor Company, fullyrða, að þessi eiginleiki hafi þar verið mjög rík- ur í fari hans og hafi hann barizt með oddi og egg fyrir réttmæti skoðana þeirra, er yfir honum höfðu að segja, og gert þær skoðanir að sínum. Þetta mun koma fram í enn ríkari mæli í núver- andi stöðu hans sem ráðherra. Á lokuð- um fundum með öðrum stjórnarmeðlim- um og aðstoðarmönnum þeirra, getur hann verið harður málafylgjumaður og haldið eigin skoðun til streitu. En undir- eins og ákvörðun hefur verið tekin, berst hann með oddi og egg fyrir framkvæmd þeirrar ákvörðunar án tillits til þess, hvaða skoðun hann sjálfur kann að hafa haft á málinu. Þessi hollusta kemur fram á fleiri sviðum og þykir sumum nóg um. Háttsettur maður innan hersins sagði ný- lega, að Johnson virti McNamara svona mikils, vegna þess að hann gæti alltaf treyst því, að McNamara gerði allt sem hann segði honum. „Ef forsetinn skipaði McNamara að halda blaðamannafund til að tilkynna, að ég hefði i æði kastað mér út um gluggann, mundi hann gera það skilyrðislaust, jafnvel þótt hann vissi, að ég hefði fengið hjartaslag af ofþreytu“, sagði þessi embættismaður. McNamara ræðir aldrei ákvarðanir við undirmenn sína né lætur í té upplýsingar um hvern- ig og á hvaða forsendum einhver ákvörð- un var tekin. Þetta hefur vakið óánægju, þar sem þetta er andstætt því sem tíðk- ast innan herstjórnarinnar. Einn herfor- inginn hefur látið svo um mælt, að þeir geti á engan hátt greint sundur skoðanir McNamara og forsetans. McNamara skipuleggur einkalíf sitt engu síður en starf sitt. Hann rís úr rekkju klukkan kortér yfir sex á hverj- um morgni og fer eftir nákvæmri starfs- áætlun allan daginn. Engum leyfist að eyða tíma hans með óþarfamasi. Ef sam- starfsmenn hans eða undirmenn orð- lengja um of eða víkja frá efninu, lítur McNamara á klukkuna og bregður þá fyrir óþolinmæði í svipnum. Þennan svip eru menn farnir að þekkja og flýta sér þá að ljúka umræðunum. En hafi Mc- Namara lofað mönnum viðtali, stendur hann við það. Einn gestur hans bjóst til að kveðja áður en sá hálftími, sem var ætlaður honum var útrunninn, vegna þess að ráðherrann virtist óvenju önnum kafinn. „Nei, alls ekki“, sagði ráðherr- ann, „þér eigið 12 mínútur eftir enn“. Um áttaleytið á kvöldin heldur hann heim af skrifstofunni. Hann fer aldrei með verkefni heim, frú McNamara segir, að hann skilji allar áhyggjur eftir á skrif stofunni. Og hafi hann einu sinni tekið ákvörðun, hættir hann að hafa áhyggjur af málinu. Á kvöldin hvílir hann sig við lestur bóka. Eftirlætisljóðskáld hans er Yeats, en hann hefur einnig mikið dá- læti á Frost og Yevtushenko. Stundum teflir hann skák við konu sína. Þau hjón sjást ekki mikið í samkvæm- um borgarinnar nema skyldan bjóði. En það er hermt, að varnarmálaráðherr- ann skemmti borðdömu sinni í samkvæm Óbifandi hollusta við yfirboðara sína hefur löngum dugað honum vel um með því að þylja fyrir hana ljóð eftir Yeats. Fámennar veizlur með nánum vinum eru þeim meira að skapi. Helztu vinir þeirra eru Robert Kennedy og frú og Jacqueline, ekkja Kennedys forseta. Iþróttir eru ráðherranum helzta hvíldin. Hann er tennisspilari og fjallgöngumað- ur og á vetrum stundar hann skíðaíþrótt- ina. Hann hefur fyrir reglu að vinna ekki á sunnudögum nema brýn nauðsyn beri til. Þá unir hann við lestur eða fer í gönguferðir með konu sinni. Ekkert barnanna dvelur heima nema á sumrin. Þá koma yngri börnin tvö heim úr heimavistarskólum, en elzta dóttirin er gift og býr í Connecticut. Skipulagsgáfa McNamara gerir það að verkum, að nú fyrst síðan síðari heims- styrjöldinni lauk, er hægt að tala um samræmda stefnu í varnarmálum Banda- ríkjanna. Á öruggum stað í stjórnarbygg ingunni í Washington eru varðveitt Í95Í5K v ,' ' •* J ~ , <’ S'-.'TS-f s*'..> ,r Oi-’■ Zí' McNamara í fjallgöngu ásamt konu sinni. Þau stunda lítið samkvæmislífið í Washington. hugrekki hafi þurft til að kalla yfir sig óvild þessara manna, sem fram að þessu hafi varla mátt gagnrýna í Washington. McNamara þykir ekki lengur jafn- harður í stefnu sinni í Víet-Nam og áður. Enn hefur samt ekkert komið fram opin- berlega, er bendi til þess að agreiningur hafi risið milli hans og Dean Rusks, en talið er, að McNamara standi í vegi fyrir kröfum hershöfðingja um enn harðari aðgerðir austur í Asíu. í ágúst síðastliðn- um á fundi þingmálanefndar, þegar tek- in var ákvörðun um aukið herlið og auknar stríðsaðgerðir, hafi McNamara verið því andvígur. Þetta þarf þó ekki að stafa af því, að McNamara hafi misst trúna á stríðsaðgerðir Bandaríkjanna i Víet-Nam, segir einn stjórnmálafrétta- ritari amersíka dagblaðsins The Times, þessi afstaða byggist ekki síður á þeirri skoðun hans að styrjöldin verði háð með betri árangri á jörðu niðri en í lofti. Sjálfstraust McNamara mun óbilandi og er bezta vörn hans, þegar óbyrlega blæs. Segja reyndar sumir, að sjálfs- traust hans beri stundum keim af hroka og þrjózku. Áður en hann tekur nokkra ákvörðun, kynnir hann sér málið ræki- lega og gaumgæfir það frá öllum hlið- um, og er þess vegna því sannfærð- ari um réttmæti þeirrar ákvörðunar. Honum verður ógjarnan hnikað. — Það er til marks um seiglu hans, að þótt þingið hefði tvisvar í röð hafnað áætlun hans um endurskipulagn- ingu í varnarkerfinu, lagði hann hana fram þriðja árið óbreytta og fékk hana samþykkta. Hugmyndir McNamara um endurbætur og endurskipulag hafa einkum mætt andstöðu íhaldssamra Suð- urríkjamanna, sem vilja halda fast við allar gamlar hefðir í hermálum þjóðar- innar. Það er þó fullyrt, að McNamara hafi orðið eilítið sveigjanlegri í samn- ingagerðum það sem af er ráðherraferli hans. Hann hefur lært að víkja, en hann víkur hægt. leyniskjöl sem geyma 5 ára áætlun í varnarmálum þjóðarinnar. Áður en Mc- Namara tók við varnarmálaráðherra- embættinu, áttu yfirmenn hinna ýmsu deilda hers og flota sjálfræði um ráð- stöfun þess fjár, er þeim var úthlutað. Nú er þetta breytt. Nú er hverri deild aðeins leyft að ráðstafa fénu á þann hátt sem McNamara og aðstoðarmenn hans telja nauðsynlegt með heildarþörf alls varnarmálakerfisins í huga. Þetta hefur dregið úr valdi yfirmanna hers og flota og skapað togstreitu milli þessara aðila og ráðherrans. Segja kunnugir, að mikið 3. desember 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.