Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Page 6
ANNAR HLUTI
E itt var það, sem átti mikinn, ef
ti. vill mestan þátt í siglingu Englend-
inga hingað um þetta leyti, og það voru
rniklar framfarir í skipasmíði og segl-
búnaði, í stað smárra einmastra skipa
með einu ferhyrndu segli, koma þrjú
þrímöstruð borðhærri og stafnhærri
skip með þríhyrndum seglum, fyrir-
mynd þessa seglbúnaðar var fengin frá
fiotum siglingaborganna við Miðjarðar-
haf. Þessar framfarir og einokun Hansa-
manna á fornum verzlunarsamiböndum
Englendinga og aukin áhrif borgara-
stéttarinnar á Englandi hrundu af stað
sókn hingað.
í enskum heimildum segir, að á þess-
um árum hafi ísland verið einangraðra
en nokkru sinni fyrr, íbúana skorti flest
allt og fiskgengdin við strendurnar væri
með fádæmum. Hér virtist þeim lítt
mettanlegur markaður fyrir alls konar
vörur, timbur, járn, tjöru, vax salt og
vefnaðarvöru. Það var því ekki að
undra að enskir fiskimenn og kaup-
menn yrðu heldur en ekki stúrnir, þeg-
ar þessari fisknámu var lokað fyrir
þeim. Og margt bendir til að íslending-
ar hafi heldur ekki orðið of hrifnir af
verzlunarbanni konungs. Hirðstjórinn,
Yigfús ívarsson, virðist hafa litið þessa
verzlun hentuga landsmönnum og því
verið sviptur hirðstjórn eftir 23 ára
starf. Árni biskup Ólafsson var gerður
hirðstjóri í stað hans, og kom hann út
„knerri, sem hann sjálfur lét gera, haf-
andi svo stórt vald, sem enginn hafði
fyrir honum haft áður einn um sig,
hvorki lærður né leikur". Biskup þessi
hafði umboð Hólastóls, umboð klaust-
ursins í Munklifi um tíundir af Vest-
mannaeyjum og umboð kaupmanna í
Björgvin um skuldir, og var biskup í
Skálholti. í Nýja annál er þess getið,
að hann hafi „komið heim aftur (í
Skálholt) með miklum fjárafla". Vig-
fús ívarsson fór aftur á móti úr landi
til Englands, með einu þeirra sex skipa,
sem lágu í Hafnarfirði sumarið 1415,
og hafði með sér fjörutíu lestir skreið-
ar og mikið magn brends silfurs. Kon-
ungur leit þetta sem landráð og gerði
síðar tilkall til fasteigna Vigfúsar.
Það voru fleiri svipaðs sinnis og Vig-
fús. 1914 var Eiríki konungi skrifað bréf
og kvartað yfir að konungux hefði ekki
staðið við skuldbindingar sínar um
sexskipasiglinguna og íslenzkir hefðu
því orðið að verzla við erlenda menn,
sem farið hefðu með friði, en hegnt
fiskurum og duggurum, sem farið hefðu
með ránum. Eftir þessar bréfaskriftir
fór Arnfinnur hirðstjóri Þorsteinsson
ti’ Hafnarfjarðar og veitti tveimur ensk-
um skipum þar leyfi til að verzla um
allt land og ednnig leyfði hann þeim að
stunda útróðra í eitt ár.
E iríki konungi hefur ekki litizt á
verzlunarmál úti hér. Hann sendir
Hannes Pálsson hingað til lands ásfmt
mörgum aðstoðarmönnum, til þess að
athuga verzlun og siglingar Englend-
inga hér. Hannes þessi var illa þokkað-
ur ytra og varð sízt betur þokkaður
hér á landi. Nú hefjast óspekktir, rán
og gripdeildir Englendinga. Þeir óðu
uppi, rændu Ólafsfjörð og Hrísey og
rændu einnig fólki, sem þeir höfðu með
sér til Englands. Þeir eyddu Bessastaði
hvað eftir annað og réðust é norsk skip,
sem sigldu hingað. Verzlun var engin
nema við Englendinga. Umiboðsmenn
konungs fengu ekki við neitt ráðið,
er.da illa þokkaðir af landsmönnum.
Skýrslur um ástandið hér og yfirgang
Englendinga eru sarndar af Hannesi
Pálssyni og hallar hann að öllum líkind-
um heldur á enska menn, en þó ekki
svo, að ekkert mark sé á lienni takandi.
Englendingar fóru ekki aðeins með
ránum hérlendis, heldur einnig í öðr-
um skattlöndum Eiríks konungs, svo
sem í Færeyjum og Noregi. Hannes
gerir mikið úr mannránum Englend-
inga héðan og að þeir hafi slægzt eftir
ao fá fólk keypt. Það bar nokkuð á að
fólk færi af fúsum vilja úr landi þegar
tækifæri gafst og einnig voru dæmi til
mannrána.
firgangur Englendinga hélzt
hér á landi fram til 1432. Eiríkur kon-
ungub hafði í mörgu að snúast; átti í
ófriði við Holseta og við Hansastaði
frá 1426-32. Honum tókst með herkjum
að halda ríkisheildinni saman að
mestu, týndi þó Grænlandi í bókstaf-
legri merkingu. Það hefur munað mjóu
að ísland gengi honum úr greipum og
var það að þakka eða kenna Englands-
stjórn. Enska stjórnin amaðist heldur
við siglingum enskra manna hingað en
að hún styddi þá í verzlunarsamkeppn-
iiini við Hansastaðina. Margir áhrifa-
menn hér á landi hafa gjarnan viljað
enska verzlun hér og jafnvel frekari af-
skipti ensku stjórnarinnar. Eiríki kon-
ungi virðist hafa verið þetta ljóst þeg-
ar hann sendir Hannes Pálsson hing-
að. Togstreita valdamanna á Englandi
torveldaði allan stuðning við þau öfl,
sem ágirntust ísland, enda lyktaði þess-
ari togstreitu eftir miðja öldina í inn-
anlandsstyrjöld þar, Rósaslríðunum.
Engelskir mínir
gáfu mér rauða reim
og líka bjór á kagginn minn
þegar ég kem heim.
Þetta var raulað um það leyti sem
Englendingar taka að verzla hér. Þeir
opnuðu landsmönnum nýja heima, nýja
tízku og buðum þeim vörur, sem hingað
til höfðu verið mjög sjaldséðar og auk
þess gáfu þeir stórum hærra verð fyrir
fiskinn, en áður hafði þekkzt. Þeir
fiuttu ekki aðeins inn reimar og bjór,
altaristöflur íslenzkra miðaldakirkna
voru flestar frá Englandi; alabastur var
notað í mannamyndirnar. Enskt klæði
var eftirsótt ekki aðeins hér á landi
heldur og út um alla Evrópu. Auk þeirra
skipa, sem talin eru að komið hafi hing-
að til beinnar verzlunar, voru hér við
land stórir flotar enskra fiskiskipa og
þau hljóta að hafa tekið land öðru
hverju þó ekki væri til annars, en að
taka vatn. Verzlun Englendinga hefur
því verið mun meiri en beinar heimildir
eru tiltækar um. Duggararnir hafa flutt
með sér ýmsan varning til skipta við
landsfolkið og koma þau viðskipti
hvergi fram á skrám.
Afstaða kirkjunnar til verzlunar
Englendinga fór eftir þjóðerni biskup-
anna. Jón Tófason biskup var vígður
til Hóla 1411; hafði verið förumúnkur
ar' norsku þjóðerni, hann kom ekki
hingað út fyrr en með Hannesi Páls-
syni 1419, og var mikill stuðningsmað-
ur hans í baráttunni við Englendinga.
Sama ár farast 24 ensk fiskiskip hér við
land og Árni biskup Ólafsson fer utan,
eftir að hafa farið um allan Austfirð-
ingafjórðung um veturinn og um Norð-
lendingafjórðung og heim í Skálholt.
„Aflaði herrann þá enn stór-peninga
sem optar“, stendur í Nýja annál. Árni
Ólafsson var mikill vin Eiríks kon-
ungs. Á þessum árum veitti páfi bisk-
upsembætti hér á landi og hafði svo
staðið frá 1383. Hann veitti Skálholts-
biskupsdæmi til 1466 og Hólabiskups-
dæmi til 1442. Veitingin vildi fara eftir
féstyrk umsækjenda og leiddi þetta til
hinna mestu vandræða, ævintýramenn
cg falsarar kræktu sér í þessi embætti,
sumir þeirra komu aldrei í sín biskups-
dæmi. Einn þessara manna var Jón
Vilhjálmsson, norski-enskur að eftir-
nafni Craxton. Hann var níu ár bisk-
up á Hólum og eftir það tvö ár biskup
í Skálholti. Jón þessi studdi mjög Eng-
lendinga, svo mjög, að talið er að þeir
hafi átt hlut að því að hann náði veit-
ingu fyrir Hólastól og yrði enskum til
styrktar. Biskup þessi átti í útistöðum
við ýmsa höfuðklerka í biskupsdæmi
sínu og veraldlega höfðingja, en fræg-
astur er hann fyrir afskipti sín af ensk-
um kaupmönnum og fyrir verzlun sína
við Englendinga.
X Skarðsannál 1431 er sagt frá
þessum atburðum: Bardagi á að hafa
orðið við Mannslagshól eða Mannskaða-
hól á Höfðaströnd í Skagafirði millum
enskra og islenzkra, sem lyktaði með
því að 80 enskir voru drepnir en nokkr-
ir hafi flúið til Hóla og gefið sig á
vald biskups, sem hafi bannað valds-
mönnum að sækja þá til saka og gefið
allt á konungs náð. Björn Jónsson, höf-
undir annálsins, nefnir sem heimildar-
mann Magnús prúða Jónsson, en hann
getur um þennan bardaga í Vopna-
dómi 1581. „Fyrir utan Mannslagshól,
sem merki sér til, að dysjaðir eru af
mönnum, og Magnús bóndi Jónsson
hefur sagt að nærri 80 engeiskra manna
hafi þar verið til dauða slegnir.....“.
Nýlega hefur verið grafið eftir minjum
um þessa atburði, en ekkert fundizt,
sem sanni söguna, og því ályktað, að
hér sé um ýkjur einar að ræða eða
uppdiktan. Svo þarf alls ekki að vera,
þótt hinir föllnu hefðu verið dysjeðir
þarna eftir bardagann, þá er mjög lík-
legt að Jón biskup hafi látið jarða þá
í vígðum reit. Því er hinna 80 ekki þar
að leita. Menn vita ekki hverjar lyktir
urðu í þessu máli biskups og enskra.
Biskup var þessum mönnum skuld-
bundinn, því að hann hafði keypt helm-
ing skips þeirra haustið 1431, en bar-
daginn á að hafa átt sér stað nokkrum
dögum síðar. Flóttamenn gáfu síðan
biskupl hinn helminginn til verndar
sér. Hafi um menn af einu skipi verið
að ræða, þá er talan 80 hæpin, og má
vera að hér sé blandað saman her-
hlaupi enskra í Skagafirði 1420 á dög-
um Jóns biskups Tófasonar og fundin-
um við Mannslagshól 1431, en í her-
hiaupinu 1420 voru menn af þrermur
skipum.
1432 var gerður samningur milli Eir-
íks konungs og Hinriks VI eða þeirra,
sem stjórnuðu í nafni hans, þar eð hann
var á barnsaldri, um verzlun. Englend-
Norðanmenn tóku biskupinn í messuklæðunum, i'óru með hann til tjalda
sinna, settu hann þar í poka og vörpuðu síðan pokanum í Brúará.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
3. desember 1967