Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Side 7
Sigurður Nordal, prófessor: RÉTTLEG UNDIRST AÐA Þeg-ar ræðumenn tala til þjóðarinnar og vilja láta það skUjast, að þeir hafi ábyrgðartilfinn- ingu, taka þeir gjarnan sér í niunn frægar hendingar úr Lilju þessu til áréttingar. En raunar er þar ekki allt sem sýnist og þessi vísuorð Eysteins hafa líklega orðið fleyg fyrir misskilning eins og próf. Sigurður Nordal hef- ur bent á í greinarkomi í bæklingi, sem fáir menn hafa séð. Þessa grein sendi hann bóka- manninum og unnanda Lilju, Magnúsi heitnura Kjaran, honum tU gamans á sjötugsafmæli hans og í árnaðar- og vináttuskyni. — G.S. Ætli mætti, að í meðjerð tilvitnana (ge- jlugelte Worte) vœri tvennt nauðsynlegast: að hvorki væri vikið jrá réttum og upphaf- legum texta né skilningi. En þess eru dæmi, að þær geti komið að góðum notum, þótt misbrestur sé á öðru hvoru, — eða þœr hafi jafnvel því að eins orðið fleygar, að þœr vœru rangfœrðar eða misskildar. Ein algengasta tilvitnun í Passíusálmana hljóðar: ,,góð meining enga gerir stoð“, og eru vissulega mikil og sorgleg sannindi í henni fólgin. Svo er prentað í öllum út- gáfum sálmanna (XXII,4). En í eiginhandar- riti Hallgríms stendur: „góð minning enga gerir stoð“, og er Ijóst af undanfarandi versi (i frelsisminning úr Egiptó) og sambandinu, að svo hefur hann alltaf hlotið að skrifa. Meining er því villa, hvort sem það er prent- villa, af mislestri eða misgripum, eða nokk- urs konar lagfæring manns, sem skildi ekki, hvað skáldið var að fara. Hitt er víst, að í upphaflegri mynd sinni hefði þetta aldrei orðið tilvitnun á alþýðuvörum. Það verður litt skiljanlegt, nema i samhengi við versið á undan, og hefði sízt verið að skapi tslend- inga að gera lítið úr „góðum minningum.“ Hvað sem líður þekkingu Islendinga nú á dögum á „því gamla Lilju kvœði", þá ér að minnsta kosti ein tilvitnun í það, sem enginn kemst hjá að kynnast, svo tíðhöfð sem hún er í ræðu og riti og heimfærð upp á hin margvíslegustu málefni: Varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttleg fundin. Hver getur efazt um, að traustur grund- völlur sé nauðsynlegur, hvort sem á að reisa hús, reisa við valtan fjárhag eða koma sér upp lífsskoðun, sem bilar ékki í umhleyp- ingum heimsins? En þægilegt er að geta sagt þessi óyggjandi sannindi með meitluðum orð- um skáldsins. Að vísu kann sumum að yinn- ast til allra orða ofaukið, en menn láta gott heita, að það sé hér um bil eins og stœði „mest af öllu.“ Lilja er svo frœgt kvæði og henni hefur verið snarað svo oft á ýmsar erlendar tung- ur, að langt mál mætti rita um útleggingar þessara tveggja vísuorða, allt frá Finni bisk- upi Jónssyni (Hist. Eccl. II, 445. sermonis fundamentum rectum) til Finns prófessors Jónssonar (Skjalded. B II, 415-516: med hensyn til tale — — — den rette grund- vold). En yfirleitt er þeim það sameigin- legt að virðast vera dálítið út í hött, eins og verða vill, þegar seilzt er um hurð til loku með skilning þess, sem við er átt. Hvað vakti þá fyrir skáldinu, hvað sem hann hét og hver sem hann var? Til þess að komast að því verður fyrst að vita, að undirstaða í fornu íslenzku ritmáli er ekki einungis tvennrar merkingar, heldur er í rauninni um tvö orð að ræða. Annað er al- norrœnt, í sömu merkingu sem tíðkast enn í dag. Hitt er myndað með hliðsjón af töku- orðinu undirstanda (engilsaxn. understand- an, á nútímaensku understand), sem er tals- vert algengt í gömlu, íslenzku klerkmán og merkir: að skilja. í Kristnisögu segir t.d. um þá Friðrek biskup hinn saxneska og Þor- vald víðförla: „og talaði Þorvaldur trú fyrir mönnum, því að biskup undirstóð þá ei nor- rænu.“ Þetta sagnorð og nafnorð þau, sem því fylgdu (undirstaða og undirstaðning), hefur íslenzkan síðar losað sig við eins og ýmis önnur tökuorð, sem aðeins hafa átt sér skamman aldur í málinu. Höfundur Lilju er í 97. og 98. erindi kvœð- isins að rœða um stíl sinn, afsaka hann og verja, benda á galla hins tízkúbundna skáldamáls: þeir, sem œtli að vanda sig, hafi í kvœðum sínum svo mörg, húlin fornyrði, þ.e. torgæt heiti og torskildar kenningar, að „ varla verði tölu á lcomið og erfitt sé að kom- ast að efninu. Honum finnst aftur á móti mestu varða, að fólk skilji kvœðið, þó að hið myrka skáldamál (eigi glögg eddu regla) verið að þoka fyrir þeim tilgangi. Hin um- ræddu vísuorð (þar sem að, eins og stend- ur í Bergsbók, er vafalaust réttari leshátt- ur en til): Varðar mest að allra orða undirstaðan sé réttleg fundin — merkja þá ekki annað en að mestu skipti, að menn geti fundið réttan skilning allra orða — að hvert orð sé Ijóst og skiljanlegt. Það má kalla grályndi örlaganna, að ein- mitt þessi tvö vísuorð, þar sem slcáldið er að láta í Ijós vilja sinn að yrkja sem auð- skildast, skuli hafa verið almennara mis- skilin en nokkuð annað í kvæðinu. Nema svo skyldi vera, að bót sé í máli: þessi um- mæli mundu án misskilnings aldrei hafa þótt þess virði að vitna til þeirra í umrœðum um alls konar mál, sem bæði eru óskyld vand- anum að velja skáldskaparstíl og eru talin varða miklu meira. Og þó, eru sannindin í þessum vísuorðum svo lítils virði, þótt þau séu rétt skilin? Er það ekki eitt af állra háskalegustu áróðursbrögðum nú á dögum að nota gömul og góð orð um vinsœl hug- tök til þess að villa fólki sýn, nota þau í rangfœrðri merkingu í þeirri von, að fólk glœpist á þeim — og finni ekki fyrr en um seinan hina réttilegu undirstöðu. ingar skyldu láta lausa alla þá, sem þeir höfðu tekið höndum hérlendis og flutt utan nauðuga, og konungur skyld: banna þegnum sínum að verzla við skattlönd Eiríks af Pommern að við- lagðri lífslátshegningu. 1434 bannar enska stjórnin siglingu ti1 skattlanda Eiríks konungs, án þess að leggja við líflát. Það var útilokað að stöðva verzl- un Englendinga hérlendis og Danakon- ungur virðist hafa áttað sig á þeirri staðreynd með því að veita öðru hverju verzlunarleyfi og slaka heldur á hinni einskorðuðu einokunarstefnu Heldur dró úr óspektum við þessa til- slökun, en þegar líða tekur á öldina taka Þjóðverjar að sigla hingað og þá slær í brýnu með þeím og Englending- um og íslendingar dragast inn í þær deilur, og verður komið að því siðar. I slendingar höfðu slæma reynzlu af flestum þeim valdsmönnum, sem skikkaðir voru hingað af konungi og einnig af þeim biskupum, sem páfi veitti biskupsembætti hér. Urðu þessir biskupar til þess að magna ófrið og upp- lausn og voru margir þeirrar heilagri kirkju hin mesta hneisa og sv*ívirðing. Þegar fréttin barst tíl Rómar um frá- fall þess fégráðuga biskups, Árna Ólafs- sonar, hófst mikið kaupphlaup um em- bættið. Martinus V sat þá á stól heilags Péturs i Róm, kosinn páfi af kirkju- þinginu í Konstanz 1417. Ástand kirkj- unnar eftir kirkjusundrungina var af- lcitt og efnahagur páfa í molum. Þegar Martinus V kom til Rómar frá Konstanz sumarið 1418, var ástand höfuðkirkj- unnar þannig, að þakið var fallið og rigndi og blés innum rúðulausa glugga og gættir. Hjarðmenn nærsveitanna notuðu kirkjuna sem fjárbyrgi um næt- ur. Ulfar voru hin mesta plága og rás- uðu um kirkjugarða að r.æturþeli og lögðust á líkin. Páfáhöliin var líkust tóft, glugga og hurðalaus. Féhirzlan tóm og sérhagsmunastreita með embætt- ismönnum stólsins. Martinus hófst kanda að hressa við byggingar og koma einhverri skipan á embættið og til þess þurfti fé, embættisala var stunduð eins og áður, og voru nú prísar mun hærri. Það er ekki óeðlilegt að ástand kirkj- unnar í löndum, sem iágu á jaðri heimsins, væri bágborðið, þegar höfuð- stöðvarnar voru í slíku ástandi. ann 6. marz 1426 er gert skip- unarbréf í Rómaborg, þar sem Martinus páfi V skipar Jón Gerreksson biskup í Skálholti. Jón biskup hafði áður verið erskibiskup í Uppsölum. Hann hafði nú bætt lifnað .sinn, biskupsdæmi þetta (Skálholt) sé langt í burtu og þar sé ekki yfir miklu góssi að ráða „inter gentes quasi barbaras" meðal hálf- gerðrar óþjóðar, og að sjálfur hafi hann ekki annað á að lifa nú en það, sem vin- ir hans flátd honum í té. — Þannig er iýst ástæðunum fyrir vali Jóns Gerr- ekssonar. Hann hefur emnig borgað vel fyrir embættið, kvittanir eru til fyrir greiðslum hans. Biskup þessi hafði verið óþokkaður í Svíþjóð og hrakizt þiaðan, og þótt „hann hafi nú bætt iifnað sinn“ þá hefur ekki þótt vert að veita honum embætti í siðuðum löndum. Um þetta leyti var töluverður siðbótaáhugi innan kirkjunnar og með- al annars hafði kirkjuþingið í Konst- ■ Framhaíld á bls. 13. Englendingar rændu Ólafsfjörð og Hrisey og eininig rændu þeir fólki, sem þeir höfðu út raeð sér til Englands. 3. desember 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.