Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1967, Qupperneq 10
JÓN JÓNSSON FRA ÁRDAL Fagurt er á Fjöllum vinur fögrum sumardegi á þegar grænn er hagi og hlynur himindjúpin víð og blá. Margir blettir hugann hrífa heilsaðu t ppá Skógafoss af bergi fram að sjá hann svífa sýnist mér hið glæsta hnoss. undir Eyjafjöllum Umhverfis mig alla vegu indæll brosir heimurinn Tindaf jöllin tígulegu til sín draga huga minn. Grænir rindar gljúfrum skomir geyma dýrast fossaval lækir fram af flúðum bornir fegurð skreyta völl og daL Alls kyns litum moldu málar mildur sólargeisli skær dreifast vítt um aura álar andar hlýtt um vanga blær. HiUingar sem hér mér skína haf a löngum kætt mig dátt seitt þær gátu sálu mína sólar inni heiðið blátt. Þú skalt koma að Þorvaldseyri þar svo margt að sjónum ber fegurð varla fann ég meiri í fjallasýn á landi hér. Gljúfrabúa gleymdu eigi gakk þú inní bústað hans seint á þínum verður vegi veglegri höll en Einbúans. Saga Gunnars enn mun ylja fslendingum þar og hér Fljótshiíð við ei vildi hann skilja þó þissi dauða búinn sér. Þarna stóð og Þorsteins vagga er Þyrna kvað við Fossins nið ljóð sem allar þrautir þagga og þreyttar sálir hvílast við. Listaskáldsins hugljúf harpa hér var knúð við lækjarnið blómin fríð í bæjarvarpa bjarkaskóga og þrostakiið. Ró og friði reyfa alla í Rauðuskriðum fögur skjól þegar opnast faðmur fjalla fylltur roða af morgunsól. Minn þá til sín muna seiðir mörkin fríða kennd við Þór frjáls mér móti faðminn breiðir fjallahringur tignarstór. Horfði ég í Húsadalnum hrifinn yfir goðaláð fegurðina í fjallasalnum fæ ég alla tíma dáð. Hingað Þorsteins sveif oft sinni Sjáland um er lágu spor þráði hann á Þórsmörk inni þrastasöng og íslenzkt vor. Brjóst þín hvelfdu blómamóðir bjóða væra hvíld og ró eiga vildi ég eftir slóðir ógengnar í þínum skóg. Ættarjörðin yndisfríða ekki á margan íegri reit mér skal seint úr minni líða hin mikla Eyjafjallasveit. Anðers Nyborg Hugsjóna- menn eru sjaldgœfir Rœtt við Anders Nyborg um útgáfustarfsemi á Islandi í rabbi Lesbókarinn'ar, sunnudag- inn 19. nóv. var bæklingurinn „Wel- come to Iceland" gérður að umtals- efni, en danskur maður gefur hann út. í greininni voru bornar fram nokkrar spurningar og útgefandi bæklingsins, Anders Nyborg, var hér á ferðinni og hefur óskað eftir að svara þessum spurningum og öðrum varðandi ritið. — Haldið þér, Anders Nyborg, að túr- istar lesi vandlega þetta rit, annað hvort í flugvélinni á leið til íslands eða í hótelherbergjum sínum áður en þeir hverfa heim að nýju? — Hluti túristanna les þétta vandlega í flugvélinni eða á hótelinu, en það er helmingur af upplaginu, sem dreift er í flugvélunum. Farþegar fá þennan bækl- ing um leið og þeir kaupa farmiða í London, Glasgow, Frankfurt, Kaup- mannahöfn, Oslo eða Bergen. Farþeginn fær einnig bséklinginn um borð í flug- vélunum og íslendingar taka hann gjarnan með sér. — 'Hvað er upplag bæklingsins og hvar annarsstaðar er honum dréift? — Útgáfan fyrir árið 1968, sem út kemiur eftlr nokkra daga verður 10 tonn og upplagið er 22 þúsund. Þar af fara um það bil 3 þúsund í póst til ís- lands, en hitt fer út um allan heim, vegna bréfa, þar sem beðið hefur ver- ið um bæklinginn og auk þess kaupir íslenzka Utanríkisráðuneytið nokkuð af honum til þess að dreifa í sendiráðin. — Hvað er það sem þér ætlið yður að ná með útgáfu þessa bæklings? — Ég er að reyna að sýna ísland í hnotskurn. — Hvernig ber að skilja það? — Aðalástæðan er sú, að ég hef orðið var við algjöra vanþekkingu á málefn- um íslands, utan Norðurlandanná. Það virðist vera mikill skortur á upplýsing- um um land og þjóð. Ef ísland legði áherzíu á upplýsingaþjónustu erlendis; notaði þá „public-relations“ möguleika, sem nú eru til og þann mátt sem býr í auglýsingu, þá er ég í vafa um, að iðnaður og útflutningur á íslandi væri kominn í þá fjárhagslegu stöðu, sem talað er um nú. Auk þess má gera ráð fyrir, að túrismi á íslandi væri miklu þróaðri en hann er, hefði þessa verið gætt. Þó er ekki rétt að segja, að ekkert hafi verið gert; rit eins og Iceland Review er liður í þessari upplýsinga- starfsemi og þar hefur ágætlega til tek- izt. — Með öðrum orðum; það er ekki vegna hugsanlegs gróða, sem þér leggið þetta á yður. Það er sannarlega ekki á hverjum degi, nú á þessum síðustu peningatímum, að maður hitti hugsjón- armenn með svo háleitar og hreinar hugsjónir. — Ef ég væri ekki hugsjónarmaður, hefði „Welcome to Iceland“ aðeins kom- ið út einu sirnii, það er árið 1962. — Þér viljið með öðrum orðum segja mér, að ritið og allar auglýsingarnar hafi ekki gefið mikið af sér? — Það gefur svo lítið af sér, að gjarn- an vildi ég stöðva útgáfuna nú þegar. Öll vinnan við þetta og erfiðleikarnir hér á Islandi eru ekki í néinu samræmi við ábafann. — Er það leyndarmál hver ábatinn er? — Ritið hefur komið út í 7 ár og hreinar tekjur verið frá 100 til 150 þús- und íslenzkar krónur á ári. — Svo þér hafið þá ekki orðið milljón- eri á þessari hugsjón. — Milljpneri? Meinið þér þá sam- kvæmt íslenzkum útreikningi eða dönskum, fyrir eða eftir gengisfall? — Þér vitið sjálfsagt vel, hvað ég meina. — Talið í krónum og aurum lifi ég mjög venjulegu lífi og spara fyrir ell- ir.ni, en það tekst af ýmsum öðrum tekjustofnum, sem meira gefa af sér, en þessi bæklingur. — Það sem vikið var að í rabbi Les- bókarinnaT, var meðal annars, að þér setjið upp, og fáið væntaniega, alllt að fjómm sinnum hærra verð fyrir aug- lýsingar en innlend útgáfustarfsemi? Hvernig dettur yður í hug að setja slíkt upp? — Auglýsingarnar eru ódýrar og allt er afstætt. — Miðið þér þá við verð á auglýsing- um í blöðum eins og Time og Life? — Já, það má segja það. Og til dæm- is um það, hvað allt er afstætt, má geta þess, að hálfsíða í Morgunhlaðinu kost- ar um það bil 6 þúsund krónur og upplagið er 33 þúsund skilst mér og biaðið kemur næstum á hvert heimili á íslandi. í vestur-þýzka dagblaðinu Welt am Sonntag mundi maður fá aug- lýsingu, sem er aðeins 8x8 sentimetrar að flatarmáli fyrir sex þúsund krónur. Upplagið þar er 670 þúsund og lesendur 214 miUjón. f framhaldi af spurning- unni vil ég einnig segja þetta; Ég gæti lækkað auglýsingaverðið í „Welcome to Iceland" um 80%, en þá yrði ritið prentað á dagblaðapappír og án lita. — En nú skal ég segja yður eittr íslenzkur útgefandi, sem gefur út hiand- bók, var á ferðinni um landið og reyndi að selja auglýsingar. En sumstaðar var honum sagt, að ekki væri hægt að aug- jýsa, þvi það hefði verið auglýst í þess- um danska bæklingi og það hefði verið svo dýrt, að engir peningar væru eftir í aðrar auglýsingar. Hvað segið þér um þetta? — Síðan hvenær er rangt að koma fyrstur? Ári síðar en þessi útgáfa mín byrjaði, sáu einhverjir íslendingar, að það væri góð hugmynd að búa til sams- konar rit. Ég hef ekkert á móti því og þeirri samkeppni fagna ég vissulega. — Nei, sjálfsagt er það ekki rangt að koma fyrstur, en kannski það eigi eitthvað skylt við það að „plata sveita- manninn“, eins og nefnt var í rabbinu. — Ég legg mig ekki niður við að svara Framhald á bls. 13 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. desember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.