Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1968, Blaðsíða 3
Smasaga eftir Guðmund Halldórsson, Bergsstöðum Mennirnir voru þrír, sinn frá hverjum bæ og komu gangandi neðan frá íbúðar- húsinu og stefndu að fjárhúsunum, þar sem nýuppborið heyið stóð. Það rauk smálega upp úr miðjum hringnum í bláu og hljóðu kvöldhúminu. Tveir mannanna héldu á tunnu á milli sín þannig að annar hafði hendi í opi hennar en hinn hélt undir löggina: þeir höfðu vatnsfötur í hinum. Sá þriðji gekk álútur undir sykursekk. Það stóðu bréfpokar með einhverju í upp úr vasa eins mannsins. Þeir færðust hægt upp túnið líkt og þessar byrðar væru þeim þyngri en efni og stærð gaf til kynna. Nokkur háarsæti stóðu enn á túninu og biðu þess, að kýfa þyrfti missígið hey og pláss myndaðist við hita í hlöðum. Mennirnir settu byrðar sínar frá sér fyrir ofan heyið, dæstu og horfðu vand- ræðalega hver á annan. Það var ekki steinsnar frá húsunum upp á þjóðveginn fyir ofan túnið. Umferðin hafði farið minnkandi þennan mánuð, eins og venjulega á sama tíma. Helzt voru það vörubílar með flutninga á milli fjórðunga, sem áttu leið um veg- inn og svo einstaka fólksbifreið með fólk í brýnum erindum. ÞETIA AAÁ ENGINN VITA verknaðar, sem þyrfti að vera á traustari grunni en þarna var orðið og myrkur eða efnisgnægtir gátu fyllt upp í. Tolli tók til máls: — Oft hafa þeir nú látið á glas fyrir mann í apótekinu. — Það er bara svo djöfull lítið, nokkur grömm, að ekki slái að manni í vondum veðrum, sagði Valdi. — Blessaðir nefnið þið ekki þann óþverra, óhreinsað brennsluspritt til að kveikja með á húsaluktum. Hvur ætli láti sjá sig með svoleiðis drykk í göngum, sagði Bjössi. Það hélt áfram að skyggja í kringum mennina þrjá, þar sem þeir stóðu í vand- ræðalegri verkleysu sinni í fyrsta skipti á þessu sumri. Húmið var ekki lengur bláleit slikja með unaðsblandna útsýn i vaxandi haustliti, sem fóru fálmandi um yfirbragð fjallsins. Það var komið myrkur, sem lítið sá í gegnum en helgaði sér verknað mannanna og fyllti þá öryggi launsátursmannsins, sem hefur umsátursliðið í sigti byssu sinnar. Bifreiðarnar, sem óku framhjá voru með ljós. Bjössi steig eitt skref áfram, leit til félaga sinna og sagði: — Valdi, þú ert okkar liðugastur í hreyfingum, það er best þú farir upp i heyið og grafir holu fyrir tunnunna í kollinum þar sem volgran er og takir síðan á móti henni. Við sækjum vatn á meðan, opnum pokann og tökum til gerið, Valdi tók nokkurra skrefa tilhlaup upp á túnið og setti sig í stellingar sprett- hlaupara og fyrr en hina varði, hafði hann snarað sér upp eftir heyhliðinni og stóð þar uppréttur og horfði niður á mennina, hlessa yfir hraða hans. — Bærilega byrjar það, sagði Tolli. — Það skyldi samt enginn skoða endinn í upphafinu, sagði Bjössi. Valdi var þegar byrjaður að grafa. Þeir sáu hann koma upp með hverja viskina á fætur annarri og dreifa um upplitað heyið eins og þegar dregð er upp í fúlgum til að varna sjálfsíkveikju. Hinir voru komnir með vatn í fjórum fötum og biðu. Hann benti þeim að rétta sér tunnuna. Hún passaði í holuna og hann sagði að allt væri í lagi. Það heyrðist í bifreið í fjarska. Þeir hlustuðu eftir ganghljóði hennar, sem hækkaði og færðist nær, unz hún staðnæmdist á veginum fyrir ofan þá. Síðan var opnuð hurð og einhver, sem þeir ekki gátu greint í myrkrinu, kom út með vasaljós í hendinni. Örskamma stund var því beint að heyinu. Þeir sáu geislann á sjálfum sér, á vatnsfötunum og pokanum liggjandi á jörðinni. Þá heyrðu þeir stuttan, opinskáan hlátur og geislinn féll á afturhjól bílsins og aftur barst sama röddin ofan af veginum til þeirra, um að allt væri heilt að aftan. Menn- irnir þrír, einn upp í heyinu og tveir niðri, stóðu á öndinn og fundu hjarta stt slá upp í hálsi. þangað til þeir heyrðu hurðina lokast og bifreiðina aka af stað. Nokkur augnablik liðu þangað til þeir fengu mál, Bjössi fyrst. — Ó, fari þeir í heitasta helvíti. — Það má mikið vera ef þessi uppákoma á ekki eftir að draga dilk á eftir sér, sagði Tolli. — Látið þið vatnið koma, sagði Valdi. Það var hljótt yfir mönnunum á meðan þeir blönduðu kunnáttusamlega í tunn- una og bjuggu vandlega um op hennar og komu sér niður á jafnsléttu, kvöddust og fóru hver heim til sín. Framh. á bls. 15. — Jæja, sagði Valdi. — Það er nú það, sagði Tolli. — Sama er mér, sagði Bjössi. Svo varð stundarþögn. Þeir litu hver á annan og sóttu í sig veðrið. — Þetta varðar auðvitað við lög, sagði Valdi. —Það er alltaf verið að fara í kringum þau, sagði Bjössi. Aftur varð drykklöng þögn. Vandræðasvipurinn nvarf af andlitum þeirra og hann hlóðst íhygli og þyngdist. — Hvað ætli helvítis fantanir séu búnir að hækka oft fyrir manni vínið frá því við komumst til vits og ára. Eg nefni það svona sem dæmi, sagði Bjössi. — Ég á flösku með níu verðmiðum, hverjum ofan á öðrum, sagði Valdi. — Því í helvíti komstu ekki með hana, maður, sagði Tolli. — Það er búið að drekka úr henni fyrir löngu. Ég á hana bara sem sönnunargagn á móti stjórnarvöldunum, sagði Valdi. — Ég held þú hefðir þá átt að halda kjafti um hana, sagði Bjössi. — Satt er það. En oft eru þeir búnir að fara illa með okkur, sagði Valdi. Bjössi horfði góða stund á ílátið sem þeir höfðu borið á milli sín, þangað upp- eftir og sagði: — Ekki hef ég samvizku af, að setja saman í þetta tunnukríli fyrir réttirnar. — Þá ekki ég, sagði Tolli. — Ef að þessir stóru herrar fyrir sunnan gera eitthvað, sem þeir vita að er rangt, búa þeir bara til lög að réttlæta sig með, sagði Bjössi. — Nú, sagði Tolli. — Já, ef ráðherra langar í vín en tímir ekki að kaupa það, þá lætur hann bara samþykkja lög um að hann fái það með innkaupsverði, sagði Bjössi. — Hvað er það, sem ráðherrar ekki leyfa sér, sagði Valdi. — Það er slæmt að þurfa að vera með þetta svona nálægt þjóðveginum, sagði Bjössi. — Ertu hræddur um að lenda í klandri? — Nei, Valdi minn. Ég er hræddur um að þessu verði stolið, sagði Bjössi. — Þjóð veit ef þrír vita, sagði Valdi. — Ekki ef þeir eru aðgætnir og hleypa engum í það og fyrir alla muni að steinhalda kjafti, hvað miklir vinir manns, sem eiga í hlut, sagði Bjössi. — Þetta er bara fyrir okkur, sagði Tolli. — Bara fyrir okkur, sögðu hinir. Samt stóðu þeir með hik í augum og hófust ekki handa þótt þessi texti væri saminn og samþykktur. Það var eins og eitthvað vantaði enn í guðspjall þessa Kristmann Guðmundsson: KVEÐJA Einn á ferð og aldurhniginn enn ég geng um tún, þar sem litla þúfan geymist þín, við hraunsins brún. Hér var, fyrir fimmtíu árum, fjórtán vetra mær lögð í sína hinztu hvílu, harla fáum kær. Einn þó man þig allar stundir, aldrei gleymi ég þér; vorblá augu, ljósir lokkar löngum fylgdu mér. Og ég held að handan grafar, hrein sem brúðarlín, fagni mér á lífsins landi litla stúlkan mín. 25. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.